Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2002, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2002, Blaðsíða 15
MIÐVTKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 15 3Z>V Ingveldur Ýr söngkona og Guö- ríöur St. Sigurðardóttir píanó- leikari eru á förum til Kanada í lok mánaöarins, en áöur en þœr leggja af staö halda þœr tónleika í Tíbrárröö Salarins í Kópavogi annaö kvöld kl. 20. Þar flytja þœr kanadísk lög eftir Jean Coulthard viö Ijóö Haida ind- íana, lög eftir Sibelius, laga- flokkinn Haugtussa eftir Grieg og nýleg íslensk lög eftir ýmsa höfunda, auk blöndu af frönsk- um kabarettlögum. „Viö byrjum raunar á þvi þegar við komum vestur um haf að fara til Minneapolis og höld- um tónleika þar áður en við förum til Kanada," segir Ingveldur Ýr, „en þar verða tónleikar á tíu stöðum, þar á meðal i Vancou- ver, Toronto, Gimli, Ottawa og Edmonton, bæði hefðbundnir kvöldtónleikar og skólatón- leikar." Draumalandið verður að vera - Ingveldur Ýr og Guðríður St. Sigurðardóttir æja í Salnum á leið til Vesturheims íslensk kabarettlög Alls tekur ferðin rúmar þrjár vikur með viðamiklum ferðalögum innanlands, því Kanada er stórt land. En hvemig kom hún til? „Þjóðræknisfélag íslendinga í Norður-Am- eríku auglýsti eftir tónlistarfólki í tónleika- ferð um Kanada fyrir nokkmm árum og við sóttum um,“ segir Ingveldur Ýr. „Það hafa þegar farið nokkir aðilar héðan með menn- ingarefni, til dæmis Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur og Páll Stefánsson ljósmyndari, og hingað hefur komið kanadísk söngkona." „En þetta tónleikaferðalag okkar er lang- viðamesta verkefnið sem ráðist hefur verið í,“ segir Guðríður, „bæði fórum við víða og svo er flóknara að útvega tónleikasal með hljóð- færi en sýningar- eða fyrirlestrasal." Tónleikaferðin hefur þegar verið vandlega kynnt og auglýsingaherferðin byrjaði á Net- inu, á plakötum - „Inga and Gurry are com- ing!“ - og í Lögbergi Heimskringlu strax í vor. „Það verður meira að segja opnuð sér- stök heimasíða á vefsetri Þjóðræknisfélagsins til að fylgjast með ferðinni," segir Ingveldur Ýr. „Svo hefur þetta verið auglýst í dagblöð- um viðkomandi borga.“ Dagskrár tónleikanna vestanhafs eru mis- munandi eftir stöðum. í bæjum eins og Gimli verða eingöngu flutt islensk lög, allt frá þjóð- lögum til nýrra sönglaga en kjaminn verður klassískar islenskar söngperlur. „Við höfum fengið orð þess efnis að ákveðin lög vilji fólk fá að heyra," segir Guðríður, „eins og Draumalandið,T fjarlægð, Lindina." í stærri borgum verður blönduð dagskrá af íslenskum lögum, norrænni klassík og leik- húsperlum eftir Kurt Weill og fleiri. í Salnum flytja þær stöllur fjölþjóðlegu útgáfuna af dag- skránni eins og hæflr stórborginni Kópavogi en þar verða íslensku lögin flest frá síðasta áratug - „íslensk kabarettlög," eins og Ing- veldur orðar það. Einstök tryggö - Hvernig leggst ferðin í ykkur? „Okkur flnnst þetta mjög spennandi," segir Ingveldur Ýr, „en strangt. Alla daga erum við annaðhvort að fljúga eða syngja.“ „Og stundum hvort tveggja," segir Guðríð- ur, „ég held þó að við fáum alltaf hvíld frá flugi þann dag sem við erum með stóra tón- leika.“ „Maður veit auðvitað ekki alveg hvað mað- ur er að fara út í,“ segir Ingveldur Ýr. „En straumarnir sem við fáum frá íslendingunum þama úti em mjög sérstakir og góðir. Þeir halda tryggð við þetta land án þess kannski að hafa nokkum tima komið hingað - þekkja lög og tala jafnvel málið.“ Það gerir draumalandið... Bókmenntir Sögur í munni í nýrri doktorsritgerð sinni, Túlkun íslend- ingasagna í ljósi munnlegrar hefðar, tekst Gísli Sigurðsson á við ýmis grundvallaratriði í túlk- un íslendingasagna og heldur fram nýrri „til- gátu um aðferð“ til að skilja sögumar, eins og það er orðað í undirtitli bókarinnar. Fyrir bókinni er formáli sem er meðal þeirra lengri sem ég hef séð við slíkt rit þar sem brugð- ið er upp myndum af höfúndi sitjandi á Ítalíu, drekkandi kaffl sem konan hans hefur fært hon- um. Einnig er sagt frá samtölum hans við aðra fræðimenn, styrkjum, ráðstefnum, bókum og æskuminningum sem stimdum hefur tengsl við inntak bókarinnar og stundum ekki. Er slík sjáifhverfa það sem koma skal í fræðiheimin- um? Eins og margar doktorsritgerðir er bókin lík- ari ritgerðasafni en bók, safn þriggja myndar- legra ritgerða og tveggja smærri. Til að skapa heild þarf höfundur stundum að grípa til ráða eins og að hafa eina þrjá niðurstöðukafla í 1. hluta. Einnig er langur inngangur að ritgerð- unum i því skyni að draga upp heildarmynd og skýra aðferð- ina. Að minni hyggju er inngang- urinn loðnasti hluti bókarinn- ar. Hann hefst á því að dregin er upp mynd af sérstöðu ís- lensks samfélags og íslenskra bókmennta á miðöldum sem er alls ekki rökstudd nógu vel. Þannig gæti lesandi sem ekkert veit um evrópska miðaldasögu fengið þá hugmynd af lestri bls. 1-2 að í Evrópu hefðu flestir búið í þéttbýli á mið- öldum. Þá tekur höfundur iðulega allt of stórt upp í sig, t.d. á bls. 48-49 þegar hcurn afgreiðir allar nýjustu rannsóknir bók- menntafræðinga, sagnfræðinga, fomleifafræð- inga og mannfræðinga á íslendingasögum sem gamaldags án teljandi rökstuðnings. Á hinn bóg- inn þjáist hann ekki af tilgerðarlegu lítillæti þegar hann kynnir eigin bók sem „rit sem mér flnnst að uppfylli allar þær væntingar sem ég lagði upp með - og gott betur“ (ix). Og um margt má taka undir þessar hamingju- óskir höfundar til sjálfs sín. Eftir innganginn kemur 1. hluti sem hefst á býsna góðri tilgátu um stöðu lögsögumanna við innreið ritaldar, djörf og áhugaverð kenning. í kjölfarið er áhuga- verð úttekt á því hvert Ólafur Þórðarson hvíta- skáld sækir kvæðin sem hann notar í Skáld- skaparfræði sinni. í þeirri umfjöllun er Gísli mun skýrari en í formálanum og þó að niður- stöðumar séu ekki óyggjandi em þær spenn- andi og aðlaðandi. Áhugaverðasti kafli bókarinnar er þó II. hluti sem geymir löngu tímabæra reifun á Austfirðingasögum þar sem Gísli gagnrýnir margt í svokölluðum „rittengslafræð- um“ fyrri fræðimanna, í þessu tilviki Jóns Jóhannessonar. Sú gagnrýni er vel rökstudd og að mestu laus við fullyrðingasemi inngangsins. En þó að úttektin sé góð og gagnrýnin sannfær- andi stendvu- eftir að fátt er unnt að sanna um hina munnlegu hefð á bak við. í m. hluta verksins er fengist við Vínlandssögur og þær bornar saman við nýjustu tilgátur út frá fomleifafund- um á L’Anse aux Meadows. Nafnið á kaflanum, Sögur og sannleikur, er frekar illa valið þar sem niðurstaðan er að heimildargildi sagnanna sé rýrt þó að þær kunni að eiga sér rót í minningum um sjóferðir til nýja heimsins. Niðurstöðukaflinn hefst á tveimur styttri at- hugunum sem em báðar fróðlegar og síðan er 5 síðna niðurstöðukafli (326-31). Annars vegar er fjallað um hvemig tvær sagnahefðir spretta af sömu atburðum en hins vegar um goðsagna- mynstur í Hænsa-Þórissögu. Niðurstöðurnar em engan veginn skýrar. Það má greinilega gera ráð fyrir munnlegri hefð á bak við. Það er forsenda túlkunarinnar sem færir litlar stoðir undir hana. Hér er kominn vandi „aðferðarinnar" í hnot- skum. Þaö er hægt að ganga út frá þeirri for- sendu að munnleg hefð sé á bak við sögumar. Að minni hyggju er það góð forsenda. En sam- anburður og túlkanir á sögunum færa okkur lítt nær munnlegu hefðinni. Þar að auki er óijóst hvemig Gísli hugsar sér endanlega samningu ís- lendingasögu. Hann telur íslendingasögur ekki skráðar munnlegar sögur (bls. 327) en þær hafa ekki heldur átt sér höfund í nútímaskilningi eða sagnaritara sem „klippir verk sitt saman úr ólíkum ritheimildum" (329). Hvað er þá eftir? Sagnaritari sem styðst bæði við munnmæli og ritheimildir. Sú hugmynd er ekki beinlínis ný af nálinni og ég gæti trúað þvi að hún hafi löngum notið meiri hylli en t.d. hugmyndir um höfunda sagna sem líkist nútímaskáldum. Um hitt hefur Gísli nú tekið af öll tvímæli að leit að hinni munnlegu hefð á bak við sögur get- ur leitt af sér margar áhugaverðar tilgátur og kenningar um uppruna sagna. Munnlega hefðin á bak við textana sem við höfum í höndunum er þó ennþá býsna þokukennd. Ármann Jakobsson Gísli Sigurðsson: Túlkun íslendingasagna í Ijósi munn- legrar heföar. Tilgáta um aðferð. Stofnun Árna Magnús- sonar á íslandi 2002. ______________________Menning Umsjón: Siija Aðalsteinsdóttir silja@dv.is Furðudýr í þjóðsögum Salka hefur geflð út bókina Furðu- dýr í íslenskum þjóðsögum, prýdda vatnslitamyndum eftir Guðrúnu Tryggvadóttur sem gefa glögga mynd af þessum skrýtnu skepnum, hafmeyj- um, marbendlum, fjörulöbbum, nykrum, öfuguggum, Katanesdýrinu, Urðarbola og Lagarfjótsorminum, svo fáein séu nefnd. Einkum virðast haf og vötn leyna ótrúlegustu sköpnuðum sem gera sig við og við sýnilega mönnum. Sumar sögurn- ar eru alkunnar, eins og sagan um sel- konuna sem eignaðist sjö börn á landi og sjö í sjó, aðrar eru litt kunnar, til dæmis sagan um bjarndýrakónginn. Bókin er gefin út á íslensku, ensku og nefnist þá Myths & Monsters in Iceland- ic Folktales og á þýsku: Fabelwesen aus islandischen Sagen. Ferneyhough og Kolbeinn í byrjun september kom út hjá Bridge- útgáfunni í New York öll flaututónlist breska tón- skáldsins Bri- ans Femey- hough í flutn- ingi Kolbeins Bjamasonar. Brian Ferneyhough er eitt þekktasta og umdeildasta tónskáld samtimans. Hann fæddist árið 1943, nam tónsmíðar í Hollandi og Þýskalandi þar sem hann starfaði siðan lengi sem prófessor við Tónlistarháskólann í Freiburg. Hann býr nú í Kaliforníu og kennir tónsmíðar við Stanford-háskólann. Tónlist Femeyhough á rætur að rekja til hinnar flóknu framúrstefnu áranna eftir seinna stríð. í verkum sínum sprengir hann öll viðmið varðandi skiln- ing hlustandans og almennt viðurkennd- ar takmarkanir hljóðfæraleikarans. Tón- list hans er erflð áheyrnar og gerir ómannlegar kröfur til flytjenda en býr líka yfir miklum krafti og aðdráttarafli. Kolbeinn hefur unnið lengi við tónlist Femeyhoughs, flutt hana og haldið fyrir- lestra um hana i þremur heimsálfum á síðustu árum. Hann er fyrsti flautuleik- arinn sem hljóðritar öll einleiksflautu- verk Femeyhoughs en upptökunar vora gerðcir í samvinnu við tónskáldið. Val- gerður Andrésdóttir leikur með Kolbeini i elsta tónverkinu „Four Miniatures" fyrir flautu og pianó (1965). Önnur verk á hljómdiskinum eru: Cassandra’s Dream Song, eða Draumsöngur Kassöndru fyrir flautu, Unity Capsule fyrir flautu, Superscriptio fyrir piccolof- lautu, Carceri d’Invenzione fyrir flautu og síðast en ekki síst Mnemosyne fyrir 9 bassaflautur. Menningarsjóður Félags íslenskra hljómlistarmanna, F.Í.H., styrkti útgáf- una. Smekkleysa annast dreifingu á ís- landi. Leiösögn um Mývatn Út er komin hjá For- laginu bókin Leiðsögn um Mývatn og Mý- vatnssveit eftir Helga Guðmundsson í hand- hægu vasabroti. Mý- vatn er einstakt nátt- úrufyrirbrigði: Gjöfult stöðuvatn ofan hálend- isbrúnar, gróðurvin á mörkum hins virka gosbeltis og víðáttumikilla hrauna; tákn- mynd hins heillandi sambýlis andstæðra afla sem setur svo sterkan svip á ís- lenska náttúru og íslenskt mannlíf. í bókinni eru dregin saman höfuöatriöi í jarðfræði, náttúrufari, fuglalífi og mann- lífi þessa sérstaka landsvæðis og sett fram á aðgengilegan og lifandi hátt. Bókin er öll litprentuð og prýdd fjölda ljósmynda, skýringateikninga og teikn- inga af dýmm eftir Jón Baldur Hlíðberg. Um myndræna útfærslu og hönnun bók- arinnar sá Jón Ásgeir í Aðaldal. Helgi Guðmundsson hefur í mörg ár fengist við leiðsögu erlendra ferðamanna um ís- land og gjörþekkir svæðið af eigin raun. Bókin kemur samtímis út á islensku, ensku og þýsku. Mývatn oú Mýxvmssveu l**W(h.*n**4*v

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.