Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2002, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 Fréttir T>ir Skilgreining starfsemi Landspítala Háskólasjúkrahúss hefst á næstu vikum Fyrstu skref til lausnar fjárhagsvanda LSH Feðri barn sitt í nýju frumvarpi til barnalaga sem dómsmálaráðherra hefur kynnt er að flnna ýmis nýmæli. Þar er kveðið á um að móðir verði skylduð til að feðra barn sitt. Vinna við skilgreiningu starf- semi Landspítala Háskólasjúkra- húss mun hefjast á næstu vikum, að sögn Magnúsar Péturssonar, forstjóra LSH. Slík skilgreining er forsenda þess að ljóst liggi fyr- ir hversu mikið fjármagn þarf ár- lega á fjárlögum til rekstrar spít- alans. Stjórn læknaráðs LSH hefur sent frá sér ályktun þar sem hún hvetur stjórnendur spítalans til þess að skilgreina tafarlaust starfsemi hans. Innan þeirrar skilgreiningar verði síðan að sækja fjármuni og leita eftir að fyrir liggi skilgreint greiðslukerfi með tilliti til þjónustuþátta. „Ég lít á þessa ályktun lækna- ráðsins sem hvatningu og stuðn- Semjum ekki við Forum Stefán Bald- ursson þjóðleik- hússtjóri segir deilur við For- um og Stefán Axel Stefánsson um rekstur þjóðleikhús- kjallarans nú í höndum lög- manna. Hann segir ekki koma til greina að semja við Stefán Axel um áfram- haldandi rekstur á staðnum. Stefán Baldursson segir að sumt á þeim lista sem Stefán Axel hafi lagt fram á blaðamannafundi í gær séu hrein ósannindi og ann- að úr lagi fært. Þar er m.a. um að ræða píanó sem sannanlega sé í eigu Þjóðleikhússins. Hann seg- ir að það hafi líka vakið undrun sina að Stefán Axel hafi reynt að draga Þjóðleikhúsið inn í samn- inga sína við Björn Leifsson um rekstur Þjóðleikhúskjallarans. Þjóðleikhúsið hafi þó enga aðild átt að þeim samningum. Þá séu viðskipti Árna Johnsen og fyrri rekstraraðila, sem Stefán Axel hafi vísað til, enn til meðferðar fyrir dómstólum. - Eru líkur á að Þjóðleikhúsið semji á ný við Forum um rekst- ur Þjóðleikhúskjallarans? „Nei, alls ekki, við erum búnir að rifta samningnum út af ýmiss konar vanefndum. Við skoðuð- um þann möguleika í sumar að kaupa hans hluta út úr þessu. Þá gerðum við þann fyrirvara að fá búnaðinn metinn og fá að kom- ast inn í kjallarann sem Stefán Axel hafði meinað okkur aðgang að. Þegar við fengum að fara þarna inn kom í ljós að þær töl- ur sem ræddar höfðu verið varð- andi hugsanleg kaup voru full- komlega óraunhæfar svo við féll- um algjörlega frá því,“ segir Stef- án Baldursson. -HKr. - Sjá nánar bls. 4 Jafntefli í gær Tékkneski stórmeistarinn Tom- as Oral hefur nú unnið einvígi þeirra Stefáns Kristjánssonar eft- ir jafntefli í gær. Staðan í Hreyf- ilseinvíginu er nú 31/2 vinningur gegn hálfum vinningi Stefáns, Tvær skákir eru eftir og verða þær tefldar i dag og á morgun. Stefán er aðeins 19 ára alþjóðleg- ur meistari. Hann þykir hafa staðið sig vel í einvíginu við stór- meistarann. Reynsla meistarans unga þykir líkleg til að duga hon- um vel í baráttu hans fyrir stór- meistaratitli sem hann hyggst ná á næstu tveimur til þremur árum. -rt ing við stjórnendur spítalans," sagði Magnús í gær. í ályktun læknaráðsins segir enn fremur að ráðið harmi að stjórnendur LSH hafi talið sig þurfa að grípa hvað eftir annað til aðgerða er skerði læknisþjón- ustu spítalans. Ráðið hafi þó full- an skilning á stöðu stjómend- anna, þar sem hið opinbera gefi vitlaust í upphafi hvers árs og festi með fjárlögum. Af þessu leiði árvissan rekstrarhalla því frá verkefnunum verði ekki auð- veldlega vikist og langvarandi ár- viss umræða um rekstrarhalla LSH hafi lamandi áhrif og geti dregið úr gæðum þjónustu og staðið í vegi nauðsynlegrar fram- þróunar. Áki Ármann Jónsson veiðistjóri telur æskilegt að samfara sölubanni á rjúpu yrði æskilegt að banna bæði að gefa og þiggja rjúpur því annars skapist hætta á svartamarkaðs- braski. Þannig háttar til með æðar-, gæsar- og andaregg að bannað er að gefa eða þiggja þau og segir veiði- stjóri að „óvart“ gætu komið inn peningar fyrir „gefins“ rjúpur eftir að sölubann verður sett. Fyrsti fundur einkavæðingar- nefndar og Samson-hópsins vegna sölu Landsbankans hófst í gær og var þar aðallega um kynningu á verkáætlun að ræða. Á fundinum í gær ræddu aðilar verkáætlun en ekki liggur fyrir hve langan tima viðræðurnar taka. Ein ástæða þess að Samson-hópurinn varð fyrir val- inu er að hann er talinn geta útveg- að erlent fjármagn til kaupa á stór- um hlut í bankanum. Umdeilt er að einkavæðingar- nefnd hafi gengið til viðræðna við Samson-hópinn en hann skipa Björgólfur Thor Björgólfsson, Magn- ús Þorsteinsson og Björgólfur Guð- mundsson. Einn reyndasti nefndarmaður einkavæðingarnefndar, Steingrím- ur Ari Arason, sagði sig úr nefnd- inni og er Ríkisendurskoðun að fara í saumana á þeim vinnubrögðum þegar gengið var fram hjá hinum Landspítalinn. Enn fremur segir í ályktun- inni,að læknaráð hafi fulla ástæðu til að ætla að hagrætt hafi verið í starfsemi LSH jafnt og Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra kynnti í gær aðgerðir tO að stemma stigu við bágu ástandi í rjúpnastofninum. Rjúpnaveiðitíma- bilið verður ekki stytt í ár og heim- ilt verður að versla með fuglinn. Náttúrufræðistofnun lagði hins veg- ar til að einungis yrði heimilt að veiða rjúpur í nóvember og bannað yrði að selja þær. Ráðherra vill koma á sölubanni næsta ár og stytta aðilunum sem buðu í bankann. Brigður hafa verið bornar á að rik- ið hafi gengið til samningaviðræðna við þá sem buðu best. Formaður Vinstri grænna telur þétt eins og kostur hafi verið og að áfram verði gengið á þeirri braut. Hins vegar sé LSH rang- lega skammtað framkvæmdafé árlega, ekki einungis til læknis- þjónustu og verkefna háskóla- sjúkrahúss heldur einnig til við- halds mannvirkja sem og til við- halds og endurnýjunar tækjabún- aðar. Athygli veki þögn um frek- ari framvindu í byggingu hins nýja LSH. Læknaráðið leggur áherslu á hlutverk spítalans sem háskóla- sjúkrahúss og hátæknisjúkrahúss þar sem sé að finna alla læknis- fræðilega sérþekkingu á einum stað eins og hún geti best orðið á hverjum tíma miðað við aðstæð- ur. -JSS veiðitímann um 20 daga. Þá verði gert átak í ýmsum öðrum atriðum er lúta að veiðinni, s.s. meðferð öku- tækja og skotvopna. Veiðistjóri telur að lágmarkið í stofninum sé ekki sögulegt og ekki aðalhættan en hins vegar sé áhyggjuefni að toppamir séu ekki jafhgóðir og verið hefur. Miklar sveiflur eru þó kunnar í stofhinum. -BÞ óeðlilegt að viðræðurnar fari fram á meöan Ríkisendurskoðun er með vinnubrögð einkavæðingamefndar í athugun. -BÞ Enginn hafis Engan hafís er nú að finna milli Vestfjarða og austurstrandar Græn- lands, en að sögn kunnugra hefur þetta ekki gerst síðan hafísrannsókn- ir hófust fyrir áratugum. Bæjarins besta sagði frá. Slöpp skólasókn Skólasókn 17 og 18 ára ungmenna á íslandi er áberandi minni en með- al jafnaldra þeirra annars staðar á Norðurlöndum, samkvæmt saman- burði OECD. Gæsirnar burt íbúcir í þremur húsum við Laugar- nestanga í Reykjavík hafa óskað eft- ir því við umhverfis- og heilbrigðis- nefnd að gæsir verði upprættar á lóðum þeirra. RÚV sagði frá. Kjötflóö Útlit er fyrir að samkeppni á kjöt- markaði verði hörð í haust. Offram- boð hefur verið á svínakjöti og fram- leiðsla á kjúklingum, sem hefur ver- ið í lægð undanfarið, er að aukast mikið. Mbl. sagði frá. Samið viö bændur Tillaga landbún- aðarráðherra um að ganga til viðræðna við samtök bænda um gerð nýs samn- ings vegna mjólkur- framleiðslu var samþykkt á rikis- stjórnarfundi í gær. Styöja Ágúst Stjóm Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík lýsir yfir eindregnum stuðningi við framboð Ágústs Ólafs Ágústssonar, formanns Ungra jafn- aðarmanna, í prófkjöri Samfylking- arinnar í Reykjavík. Líður vel í skólanum Flestum börnum á aldrinum 10 til 15 ára líður vel í skólanum, sam- kvæmt stórri könnun sem gerð var í Reykjavík í vor. Minni fiskafli Fiskafli landsmanna í síðasta mánuði var 44.000 tonnum minni en í ágúst í fyrra. Fleiri feröir Samgönguráðherra hefur falið Vegagerðinni að ganga til samninga við Samskip um fjölgun ferða Vest- mannaeyjaferjunnar Herjólfs. Engin hindrun Borgarráð hefur samþykkt. að aflétta kvöðum í kaup- samningi og leyfa Frumkvöðlasetri Guðjóns Más Guð- jónssonar í Oz að selja húseignina í Þingholtsstræti 29 sem íbúðarhús. Kaupandi er norski listamaðurinn Odd Nerdrum. Guðrún vill fram Guðrún Ögmundsdóttir alþingis- maður gefur kost á sér á framboðs- lista Samfylkingarinnar i Reykjavík fyrir komandi þingkosningar. Vill hærri leigu Leigusali i Reykjavík segir að hækka þurfí leigu verulega frá því sem nú er til að standa undir afborg- unum af lánum og viðhaldi. -hlh Rjúpan skal vernduö Siv Friöleifsdóttir umhverfisráöherra kynnti í gær aögeröir til aö stemma stigu viö bágu ástandi rjúpnastofnsins. Síðustu rjúpnajólin? Stefán Baldursson. Sala Landsbankans hafin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.