Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2002, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 MIÐVKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 41 uv Skoðun Útgáfufélag: ÚtgáfufélagiB DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aóalrltstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aðstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Skaftahlið 24,105 Rvik, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - ABrar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifmg@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: ÚtgáfufélagiB DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aB birta aBsent efni blaBsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiBir ekki viðmælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Okkar skepna Harry Truman var einu sinni spuröur að því í forsetatíð sinni i Bandaríkjunum af hverju í ósköp- unum ráðamenn vestra hefðu geð í sér til að styðja glæpamanninn og einræðisherrann Franco í spænska borgarastríðinu. Trum- an viðurkenndi það fúslega að stjórn hans styddi Franco og framferði hans á Spáni en sagðist jafnframt vel geta tekið undir raddir margra um að Franco væri skepna. en hann er okkar skepna,“ bætti forsetinn við. Þessi orð hans hafa lifað í meira en hálfa öld og þau eiga enn þá vel við. Bandaríkjastjórn hefur í langan tíma stutt við bakið á ýmsum ráðamönnum sem hafa þegar fengið eða munu fá þann dóm sögunnar að þeir hafi verið miskunnarlausir fjöldamorðingjar og í fáum orðum sagt viðbjóðslegir valdhaf- ar. Jósef Stalín kemur fyrst upp í hugann. Hann var banda- maður Ameríkuvaldsins og kallaður Uncle Joe í Hvíta hús- inu. Um árabil dældu Bandaríkjamenn peningum í Stalin- stjórnina. Og hefði Stalín kosið að hertaka alla Evrópu eftir stríð hefði hann keyrt þangað á amerískum herbílum. Augusto Pinochet kemur einnig upp í hugann. Og sagan frá Chile svíður enn. Þar fóru Bandaríkjamenn gegn sjálfu lýðræðinu og lá reyndar svo óskaplega mikið á að steypa sós- íalistanum Salvadore Allende af stóli í byrjun áttunda ára- tugarins að þeir vissu ekki fyrr til en miskunnarlaus harð- stjórn var komin á í landinu. Ótvíræður sigur Allendes í lýð- ræðislegum kosningum skipti Bandaríkjastjórn engu á þess- um tíma. Tíðarandinn var einfaldlega á þann veg að menn væru betur dauðir en rauðir. Lýðræðið kom þar á eftir. Hafi orð Trumans frá því um miðja síðustu öld átt við á þeim umbrotatímum verður ekki annað sagt en sömu orð hitti Bandaríkjamenn í bakið þessa dagana. Ef til vill væri Saddam Hussein ekki sá villimannslegi valdhafi og hann er í dag ef ekki hefði komið til umtalsverður stuðningur Banda- ríkjastjórnar við hann um það leyti sem hann réðst með heri sína yfir Shatt Al-Arab og hóf stríðið við írani 1980. Ýmsir söguskýrendur vilja jafnvel ganga svo langt að segja að stuðningur Bandaríkjamanna hafi skipt þar sköpum. Enda þótt flokkur Saddams hafi verið við völd í írak allt frá því 1968 komst hann sjálfur ekki til valda fyrr en 1979. Og hann náði að festa sig í sessi á undraskjótum tíma. Hann notaði þar gamalkunna aðferð sem hefur reynst ýms- um helstu illmennum sögunnar vel á leið sinni til valda; hann stráfelldi pólitíska andstæðinga sína og bannaði alla andstöðu við sjálfan sig með lögum. Á nákvæmlega sama tíma leit Bandaríkjastjórn undan og dældi peningum í Saddam svo honum ynnist einhver sigur á klerkunum. Saddam er vissulega skepna af verstu gerð. Um það verður einfaldlega ekki deilt. Hann er þeirrar gerðar að beita efnavopnum á eigin þjóð, börn og mæður og aldraða. Miskunnarleysi hans hefur birst í svo skelfilegum mynd- um að varla verður líkt við aðra villimenn en Jósef Stalín og Adolf Hitler. En eftir allt saman er þessi einn versti íjöldamorðingi sögunnar ekkert annað en „okkar skepna“ eins og Bandaríkjamenn geta orðað það. Að einhverju leyti er hann vandamál sem Bandaríkjamenn bjuggu til sjálfir. Sá ótti sem heimsbyggðinni stafar af Saddam Hussein er ekki einasta hver hann er heldur hvað hann er tilbúinn að gera. Draumur hans um að leiða arabaríkin 22 til meiri hátt- ar áhrifa í heiminum hefur breyst í martröð. Hann á ekki nokkra vini eftir í sínum heimshluta og hefur fyrir margt löngu einangrast á alþjóðavettvangi. Hann hefur fengið ótrú- lega góðan frið til þess að vígbúast að nýju eftir Flóabardaga og er við dagsbrún nýrrar aldar til alls líklegur. Vilja menn halda áfram að biðja hann að bæta ráð sitt? Sigmundur Ernir Útgjöld til heilbrigðismála Steingrímur J. Sigfússon formaöur Vinstri hreyfingarinnar græns framboös Innlegg fjármálaráðuneyt- isins nú á dögunum í um- ræöur um fjárhagsvanda í heilbrigöiskerfinu var at- hyglisvert. Frá fjármála- ráðuneytinu bárust sem sagt hvorki meiri fjármun- ir né skýringar á því hvers vegna svo væri komið sem raun bar vitni. Ekki heldur tillögur um aðgerðir eða úrræði. Þaðan bárust hins vegar upplýs- ingar sem settar voru fram í vefriti, um að opinber framlög til heilbrigð- ismála væru hvergi i heiminum hærri en á íslandi. Átti þetta að vera byggt á tölum frá OECD frá árinu 2000. í vefritinu kemur fram að út- gjöldin hafi undir lok síðustu aldar farið yfir 7,5 af hundraði miðað við verga þjóðarframleiðslu. Meðferð á tölum Mikið er gert úr því í áðumefndri frétt fjármálaráðuneytisins hve út- gjöld til heilbrigðismála hafi aukist hér á undanförnum áratugum. Af fréttinni mætti ætla að ísland væri alveg sér á báti í þessum efnum, ef menn vissu ekki betur. Þessi framsetning og fleira í sam- bandi við talnameðferð heilbrigðis- ráðuneytisins er umhugsunarefni. í fljótu bragði virðist sem árið 1999 gefi sérstakan topp hvað ísland varð- ar. Þá hafi heilbrigðisútgjöld hins op- inbera sem hundraðshluti af vergri landsframleiðsu farið hæst eða í tæp- lega 7,9 af hundraði. Samkvæmt nýj- ustu tölum frá Þjóðhagsstofnun, sem ég hef undir höndum, virðist þetta hlutfall fara lækkandi á nýjan leik og losa 7,5 af hundraði á árinu 2001. Inn í þennan samanburð og talna- leikfimi vantar hins vegar saman- burð við önnur lönd svo menn fái heildaryfirsýn á málið. Hér vantar einnig samanburð aftur í tímann sem sýnir aukningu útgjalda til heil- brigðismála á íslandi samanborið við önnur lönd á sama tímabili. Stað- reyndin er auðvitað sú að þróun í lyfjum og læknisþjónustu og tækni- framfarir á heilbrigðissviðinu leiða hér sem annars staðar óhjákvæmi- lega til aukinna útgjalda, þ.e.a.s. svo fremi að við ætlum að njóta góðs af. Hér á eftir veröur gerð tilraun til þess að setja ákveðnar lykiltölur um útgjöld til heilbrigðismála í lítils háttar tölulegt samhengi. Notast er við gögn sem undirritaður hefur undir höndum frá Þjóðhagsstofnun, heilbrigðisráðuneyti og Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD). Vefrit fjármálaráðuneytisins (íjr.is), sem vitnað er í, er dagsett 29. ágúst 2002. Flokkun útgjalda Rétt er að hafa strax þann fyrir- vara á að allur samanburður á milli landa er vandkvæðum bundinn þrátt fyrir heilmikið alþjóðlegt samstarf sem fram fer til að flokka útgjöld og samræma það sem borið er saman hverju sinni. Þetta er vel þekkt og enn leikur talsverður vafi á því að upplýsingar séu að fullu samanburð- arhæfar milli landa, s.s. upplýsingar um heildarútgjöld og opinber útgjöld til heilbrigðismála. Þar kemur til að jafnvel þó að reynt sé að byggja á staölaðri flokkun útgjalda geta sér- stakar staðbundnar aðstæður valdið því að einhverjar skekkjur verði í slíkum samanburði, t.d. uppbygging eða samsetning stofnana og undir- flokkun málaflokka milli heilbrigðis- mála annars vegar og félagsmála og annarra velferðarmála hins vegar. Þannig er viöurkennt að á árum áður var fleira fært undir heil- brigðisútgjöld á íslandi heldur en í öðrum OECD-löndum. Þetta stafaði af því að kostnaður á sviði félags- og hjúkrunarþjónustu vegna málefna aldraðra og jafn- vel þroskaheftra og fleiri hópa var hér á landi færður undir heO- brigðismál en var flokkaður ann- ars staöar undir félagsmál. Undirritaður hefur ekki undir höndum ný gögn sem taka af skarið um stöðu þessara mála í dag og erfiðlega hefur gengið að afla slíkra gagna. Þó telja þeir sem unnið hafa við það undanfar- in ár að matreiða upplýsingar út úr íslenskum þjóðhagsreikning- um til Efnahags- og framfara- stofnunarinnar að reynt sé eftir bestu getu að hafa þessa hluti samanburðarhæfa og skal það ekki véfengt. Það er ekki þar með sagt að tölumar, sem geta verið réttar svo langt sem þær ná, segi alla söguna. Á þessu þarf því að hafa fyrirvara. Hlutur einstaklinga Það sem vekur sérstaka athygli undirritaðs þegar rýnt er í tölur um útgjöld til heilbrigðismála á sl. áratugum og fram til dagsins í dag er ekki það sem fjármála- ráðuneytið hefur hampað undan- farna daga um hátt hlutfall opin- berra útgjalda á íslandi. Hins veg- ar blasir það við að útgjöld ein- staklinganna hafa tekið stökk upp á við nú á síðustu ámm eða í tíð ríkisstjórna Davíös Oddsson- ar. Ef byrjað er á árinu 1970, sem er upphafsár þeirra talnagagna sem ég hef undir höndum, þá voru útgjöld hins opinbera til heilbrigðismála það ár 3,2% af vergri landsframleiðslu en út- gjöld einstaklinga voru liðlega 0,8%. Það hlutfall hélst síðan svipað fram yfir 1985 en útgjöld hins opinbera jukust jafnt og þétt enda voru þetta ár mikillar upp- byggingar í hinum opinbera heil- brigðisgeira. Árið 1986 eru hlut- follin þannig að hið opinbera „Stadreyndin er auðvitað sú að þróun í lyfjum og læknisþjónustu og tœkni- framfarir á heilbrigðissviðinu leiða hér sem annars staðar óhjákvæmilega til aukinna útgjalda, þ.e.a.s. svo fremi að við œtlum að njóta góðs af. “ leggur af mörkum 6,66% af vergri landsframleiðslu en ein- staklingarnir eða heimilin greiða 1,03%. Hlutfall einstak- linganna helst síðan lítt breytt á bilinu 1,03-1,14% á árunum 1986 til og með 1991 en þá, árið sem ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hin fyrsta tók við völdum, var hlutur einstaklinganna 1,07 af hundraði af vergri landsfram- leiðslu. En svo dregur til tíðinda. Hlutur einstaklinganna tekur stökk í upp í 1,24% á árinu 1992. Og muna ekki einhverjir eftir upptöku komugjalda, hækkaðri kostnaðarhlutdeild einstaklinga vegna tannlækna- og lyfjakostn- aðar o.fl. slíkra hluta síðla árs 1991 og á árinu 1992? Allt var þetta að sögn gert í anda trúar- innar á nauðsyn þess að inn- leiða aukna kostnaðarvitund. Hlutur einstaklinganna heldur síðan áfram að hækka upp í lið- lega 1,5 af hundraði á árunum 1998-9 og á árinu 2000 er áætlaö að þetta hlutfall hafi náð nýjum hæðum og verið 1,6 af hundraði af vergri landsframleiðslu. Sé aftur litið til sama tímabils voru útgjöld hins opinbera tæp- lega 7,4% af hundraði af vergri landsframleiðslu þegar á árinu 1988 og rúmlega 7,3% á árinu 1989. Sömu tölur voru síðan 7,06 % árið 1998 og tæplega 7,9% árið 1999 en þar er kominn sá toppur sem áður var getið. Þessi toppur kann þó að skýrast að einhverju leyti af sérstökum timabundnum ástæðum eins og kaupum ríkis- ins á fasteignum Borgarspítal- ans af Reykjavíkurborg. Hlutur ríkisins virðist síðan fara lækk- andi aftur. Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Þjóðhagsstofnun er hlutfall- ið áætlað 7,64% árið 2000 og enn lækkandi niður í 7,5 af hundraði samkvæmt áætlun ársins 2001. Gangi það eftir verður hlutfall heilbrigðis- útgjalda hins opinbera af vergri landsframleiðslu aftur nánast það sama og það var 1988, fyrir þrettán árum. . í alþjóðlegum samanburði Lítum nú á stöðu íslands árið 1997 í alþjóðlegum samanburði. Notast er við handbók OECD um tölfræði á ár- inu 2000 þar sem finna má nýjustu tölur sem væntanlega eru byggðar á lokafjárlögum eöa endanlegum rikis- reikningum viðkomandi landa. Hlutur hins opinbera í heilbrigðis- útgjöldum á íslandi var 6,7% af vergri landsframleiðslu á árinu 1997. Hafði þá reyndar lækkað um 0,2 af hundraði á 10 árum frá árinu 1987. Heildarútgjöldin eru hins vegar óbreytt á milli þessara sömu ára, þ.e. 1997 og 1987, þannig aö 0,2ja prósenta lækkun á hlut hins opinbera skýrist af sambærilegri hækkun á hlut ein- staklinga. Árið 1997 er ísland með sín 6,7% í opinber útgjöld til heil- brigðismála í 6.-8. sæti, þ.e.a.s. hjá 5 öðrum þjóðum er þetta hlutfall hærra og jafnt hjá tveimur í viðbót. Séu heildarútgjöld til heilbrigðis- mála skoðuð, að meðtöldum hlut ein- staklinganna, er ísland í 12.-13. sæti þetta sama ár, með 7,9%. Hjá 11 öðr- um þjóðum eru heildarútgjöld til heilbrigðismála meiri. Þetta eru Danmörk með 8,0%, Austurríki með 8,3%, Ástralía með 8,4%, Holland með 8,5%, Grikkland með 8,6%, Svi- þjóð með 8,6%, Kanada með 9,1%, Frakkland með 9,6%, Sviss með 10,3%, Þýskaland með 10,7% og Bandaríkin með 13,9%. Sem sagt, ís- land er þama í 12.-13. sæti ásamt Portúgal af 29 OECD-ríkjum. Litlu neðar, með heildarútgjöld á bilinu 7,4- 7,6 % eru lönd eins og Spánn, Finnland, Noregur, Nýja-Sjáland, Italía og Belgía. Staða íslands um miðbik listans getur varla talist til tíðinda. Ef marka má gögn frá heilbrigðisráðu- neytinu og Þjóðhagsstofnun hefur þessi staða ekki breyst umtalsvert siðan. Island hefur þó heldur þokast upp á við þar til toppnum var náð árið 1999 og 2000. Við vorum þá ná- lægt 6. sæti með um eða yfir 9% í heildarútgjöld og stór hópur rikja við hliðina á okkur eða þar fast á eftir. Áfram eru lönd eins og Kanada og Frakkland fyrir ofan okkur og Bandaríkin, Sviss og Þýskaland langt fyrir ofan. íslendingar eru fá- menn þjóð í stóru og strjálbýlu landi og verða að lifa með þeirri staðreynd að það kostar mikið að halda uppi heilbrigðisþjónustu í fremstu röð við slíkar aðstæður. Niðurstaða þessarar lauslegu at- hugunar minnar er því einfold. Hvorki opinber útgjöld né heildar- útgjöld til heilbrigðismála eru hér hærri en við mætti búast miðað við velmegunarstig þjóðarinnar. Það er því síst ástæða til þess fyr- ir fjármálaráðuneytið að hreykja sér ef það bætist svo við að flokkun út- gjalda kann að valda því að hér sé heldur meira fært undir heilbrigðis- mál en annars staðar, ef eitthvað er. Sveltistefna ríkisstjórna Davíðs Oddssonar til velferðarmála er hér hluti af skýringunni eða hvaða til- gangi þjónar það að láta Landspítala- háskólasjúkrahús draga skuldahala sem nálgast óðum 2 milljarða króna. Þær skuldir hverfa ekki þó fjármála- ráðuneytið sendi frá sér fréttatil- kynningu. Hitt er svo annað mál að stefnuleysi og skipulagsmistök í upp- byggingu og rekstri heilbrigðiskerf- isins eiga einnig hlut að máli eins og ég hef áður gert að umtalsefni i blaðagrein og geri e.t.v. aftur og rækilegar á næstunni. Sandkorn sandkorn@dv.is Samsœri? Emb Þeir Hallgrímur Helgason og Gunn- H ar Smári Egilsson létu að því liggja í blaðagreinum á föstudaginn var að for- t J sætisráðherra stæði á bak við rannsókn •m lögreglunnar á meintu misferli forsvars- l manna Baugs. Greinarnar birtust sama j dag; önnur í Morgunblaðinu en hin í fcj-J Fréttablaðinu. Bjöm Bjamason bendir i kjölfarið á það í pistli á heimasíðu sinni aö fullyrt sé að Baugur sé fjárhagslegur bakhjarl Fréttablaðsins. Hefði hann trú á samsæram myndi hann álykta sem svo að greinarnar tvær væru til marks um samstillta áróðurs- herferð til vamar Baugi. Slíkt fjölmiölasamsæri sé raun- ar mun auðveldara í framkvæmd en að fá lögregluna til liðs við sig í aðgerðum gegn fyrirtækjum. Það feli líka í sér minni áhættu en tilraun til að misbeita lögreglunni. Hægt sé að upplýsa um aðgerðir og aðferðir lögreglu fyr- ir dómstólum en dylgjur um stjórnmálamenn séu ókeyp- is - samkvæmt dómi Hæstaréttar í meiðyrðamáli Kjart- ans Gunnarssonar framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokks- ins gegn Sigurði G. Guðjónssyni ... „Glaðbeittar“ íslenskar flugfreyjur í Sopranos ísland fékk heldur betur landkynningu þegar fyrsti þáttur í fiórðu þáttaröðinni um Sopranos-fiölskylduna var frumsýnd- ur í Bandaríkjunum á sunnudaginn var. Heimildir Sandkomsritara þar vestra herma að fríður hópur íslenskra kvenna hafi komið talsvert við sögu i þættinum - meðal annars nokkrar flugfreyjur hjá „Icelandair" sem svo áttu að heita. Mafiósarnir í Sopranos munu í þættinum hafa boðið hópnum í mikinn gleðskap, veitt vel og notið samvistanna út í ystu æsar. Landinn verður að bíða örlítið eftir að berja þetta sjálfur augum en hjá innkaupadeild Ríkisútvarpsins fengust þær upplýsingar að þegar hefði verið gengið frá kaupum á þessu fiórða „sísoni“ eins og það heitir - áætlað er að þættimir verði sýndir fljótlega upp úr áramótum. Ummæli Stórfyrirtæki skorast úr leik „Þvi miður hafa ekki allir sem geta haft veigamikil áhrif á verðþróun verið til- búnir i slaginn við verðbólguna. Þar hafa nokkur stórfyr- irtæki skorist úr leik, s.s. Landssíminn. Það vekur einnig óneitanlega athygli hvemig Seðlabankinn tregðast við að lækka vexti en veltir sér nú upp úr vel heppnaðri peningastefnu og þakkar sér góðan árangur i efnahagsmál- um. Því miður ber annan skugga á. I sumar höfum við verið að sjá hækkandi atvinnuleysistölur. Nú í lok ágúst eru um 3.700 manns at- vinnulausir á landinu öllu og hér á höfuðborgarsvæðinu um 2.700 ári at- vinnu. Þetta eru allt of háar tölur. Þessu verður aö linna. Þaö er engin afsökun lengur fyrir Seðlabankann að tregðast við og lækka vexti. Nú er lag. Þar með væru send mjög ákveðin skilaboð til atvinnulífsins um að viðsnúningurinn í atvinnulif- inu sé varanlegur.“ SigurBur Bessason á Efling.is Lýðræði, gegnsæi, leikreglur „Samfylkingin hefur komið boð- skapnum um bætt lýðræði, gegnsæi í meðferö valdsins og skýrar leik- reglur ötullega á framfæri en það verkefni bíður okkar að koma hug- myndunum í framkvæmd með þátt- töku í ríkisstjómarsamstarfi. Okkar bíður það verkefni að aflétta óhóf- ■■ legum ítökum stjóm- I málaflokka í fiár- Sw'B málalífi sem hafa K ’; M gert einkavæðingará- , JM form núverandi rik- y/ff V isstjómar að póli- tískum hráskinna- leik. Það er ekki hlutverk stjómmálaflokka að vera köngullóarvefur hagsmuna sem teygir anga sína út um allt samfé- lagið heldur er það fyrst og fremst að skapa þá umgjörð sem gerir fólki og fyrirtækjum kleift að vaxa og dafna og búa til leikreglur sem gera ísland að aðlaðandi stað til að búa á. Að stað þar sem fólk nýtur jafnra tækifæra, þar sem öflugt velferðar- kerfi fer saman með hagvexti og efnahagslegri velferð." Bryndís HlöBversdóttir á heimasíBu sinni. Á flótta undan fylginu „Frekar en að eiga á hættu fylgisaukningu Samfylkingar vilja þessir menn að viðskiptalíf landsins sé árum saman undirlagt illskiljanlegri prívatherferð forsætisráðherra á hendur Orca-hópnum. “ Kjallari Á meðan þau miklu tíð- indi gerðust að Davíð Oddsson fann evrópskan ráðamann sem hann gat talað við - sjálfan eig- anda Ítalíu, Berlusconi - þá voru vinstrimenn við gamalkunna iðju sína: á harðahlaupum undan fylgi, á hröðum flótta undan hugsanlegri valdastöðu. Óviðkunncmlegt var að horfa upp á karlana sem sifia i skjóli Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur í meirihluta borgarstjómar Reykja- víkur reyna að segja henni fyrir verkum eins og þeir hefðu jafnvel eitthvað yfir henni að segja, gerast ótímabærar málpípur hennar eins og hún væri ómálga eða hafa i hót- unum um að leiða sjálfstæðismenn á ný til öndvegis við stjóm borgar- innar vogi hún sér að svo mikið sem íhuga framboð til Alþingis. Þeir hefðu betur sýnt bæði henni og okkur öllum þá háttvisi að þegja á meðan og sinna störfum sínum. Allir sáttir? Viðbrögð forystumanna hinna svokölluðu vinstri flokka við könn- un Kremlar.is á undirtektum al- mennings við hugsanlegu framboði Ingibjargar Sólrúnar benda til þess að þeir séu almennt sáttir við ríkj- andi ástand og telji að forsætisráð- herrastóllinn sé best kominn undir Davíð Oddssyni enn um sinn - því ekki í tuttugu ár? Frekar en að eiga á hættu fylgisaukningu Samfylk- ingar vilja þessir menn að við- skiptalíf landsins sé árum saman undirlagt illskiljanlegri prívather- ferð forsætisráðherra á hendur Orca-hópnum. Þessum liðsoddum vinstrimanna þykir líka ráðlegt að dómsmál landsins séu áfram í höndum Jóns Steinars Gunnlaugssonar og að Haraldur Johannessen sjái um að framfylgja þeim með sífellt virkari vikingasveit. Þeir telja að enn um hríð eigi Hannes Hólmsteinn Giss- urarson aö vera áhrifamaður í menntamálum þjóðarinnar og að una verði því að Ríkisútvarpið sé nokkurs konar ræðupúlt fyrir þennan kunna öfgamann, þegar hann langar að greina þjóðinni frá hugðarefnum sínum. Þeim finnst að búandi sé við fiár- málaráðuneyti sem fyrst gerir kjarasamninga við starfsfólk spít- ala, en gerir svo ekki ráð fyrir kostnaðaraukanum sem af þeim samningum hlýst þegar flárlög eru gerð. Þeir sjá fátt því til vamar að menn fái að fiúka úr embættum sín- um fyrir þær sakir að tregðast við að skaffa pening þegar forsætisráö- herrann langar að búa til bíómynd með vini sínum. Eini valkosturinn Og er þá fátt eitt talið af afleið- ingum ríkjandi stjómarhátta sem blasa við almenningi - og verða æ yfirgengilegri - en leiðtogar vinstri flokkanna vilja heldur búa áfram við en að eiga það á hættu að fá óhóflega mikið fylgi í kjölfar þess að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði valkostur fyrir kjósendur til Alþingis. Því að hvort sem núver- andi þingmönnum vinstrimanna líkar það betur eða verr þá þarf al- menningur þennan skýra valkost viö alræði Daviðs Oddssonar. Skoðanakannanir undanfarinna tólf ára - og úrslit kosninga - sýna það einfaldlega að sá valkostur er ekki annar en borgarstjórinn í Reykjavík. Þannig bara er það. Og því fyrr sem menn horfast í augu við það því betra. Fari Ingibjörg Sólrún fram opnast möguleiki fyrir Samfylkingu og Framsókn að mynda meirihlutastjóm. Þegar svo magnaðan möguleika bar á góma í umræðunni um hugs- anlegt framboð borgarstjórans var engu líkara en að framsóknar- mönnum þætti það miklu verri til- hugsun en að vera í hlutverki statista í ríkisstjóm Davíðs Odds- sonar, jafnvel þótt stefna Samfylk- ingar og Framsóknar sé svo lík i flestum málum, að von sé til raun- verulegra umbóta á íslensku þjóðfé- lagi verði af slíkri stjórn, svo að jafnvel má tala um sögulegt tæki- færi til að koma hér á raunverulegu velferðar- og markaðshagkerfi - opnu og evrópsku þjóðfélagi - í stað þess að enn magnist það lævi blandna andrúmsloft sem ríkir hér nú þegar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.