Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2002, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 Fréttir text* Eigandi Forum ehf. sakar Þjóðleikhúsið um rangindi: „Gott leikrit en bara á vitlausri hæð“ - segir Stefán Axel Stefánsson um þátt þjóðleikhússtjóra DVWYND HARI Forsvarsmenn Forum ehf. segja Þjóðleikhúsiö skulda þeim peninga Stefán Axel Stefánsson mætti meö lögmanni sínum á blaöamannafund í gær þar sem lýst var afskiptum hans af rekstri Þjóöleikhúskjallarans. Frá vinstri: Hilmar Ingimundarson, hæstaréttarlögmaöur, Ólafur Thoroddsen, lögmaður Forum, og Stefán Axel Stefánsson veitingamaöur. Stefán Axel Stefánsson, veitinga- maður í Forum, sem rekið hefur Þjóðleikhúskjallarann með meiru, gagnrýnir fullyrðingar Stefáns Bald- urssonar þjóðleikhússtjóra um að fyrirtæki sitt hafi ekki efnt samninga um reksturinn. Þvert á móti skuldi Þjóðleikhúsið Forum peninga vegna málsins. „Þetta er gott leikrit en bara á vitlausri hæð,“ sagði Stefán að loknum blaðamannafundi sem hann efndi til ásamt lögmönnum sínum í gær. Á fundinum kom fram að eigandi Forum telur sig hafa verið hlunnfar- inn í viðskiptum við Þjóðleikhúsið og einnig varðandi kaup sín á rekstri Þjóðleikhúskjallarans ehf. árið 2000. Komið hafi til tals í ágúst að slíta samstarfi Forum ehf. og Þjóðleik- hússins og hafi Þjóðleikhúsið í fyrstu boðið 10 milljóna króna greiðslu vegna þessa. Það hafi síðan verið lækkað í 6 miHjónir en ekkert hafi orðið af samningum um málið. Stefán Axel segir að landsfrægur bar Þjóðleikhúskjallarans hafi sann- arlega farið I viðgerð en þjóðleikhús- stjóri hafi komið í veg fyrir að hægt væri að klára málið með sjáiftöku er hann lét skipta um skrár í Þjóðleik- húskjallaranum. Ástæða þessa að gera hafi þurft við barinn var að vond lykt hafi stafað af honum og sökkull og raflagnir hafi verið orðin gegnsósa, en búið væri að smíða nýj- an sökkul. Lögmenn Stefáns Axels segja að nú verði öll áhersla lögð á að leysa málið og ná samningum við Þjóðleikhúsið og vilji sé af þeirra hálfu til að leysa málið í sátt. - Nú kom fram í samtali við Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóra að um- ræddur bar, sem sagður var í við- gerð, hafi verið kominn á veitinga- staö sem þú værir að opna í Grafar- vogi. Getur þú útskýrt það nánar? „Það er mjög gott að það komi fram. Ég er að opna 450 manna stað í Grafarvoginum. Það voru góð ráð dýr er ég kom að lokuðum dyrum og stóð með barinn á tröppunum í Þjóð- leikhúsinu á laugardaginn. Ég gat ekki hugsað mér að skilja hann eftir Kærir úrskurð tii ráðherra Stjóm Landverndar hefur falið Katrínu Theodórsdóttur héraðs- dómslögmanni að kæra til um- hverfisráðherra úrskurð Skipu- lagsstofnunar um mat á umhverf- isáhrifum Norðlingaölduveitna sunnan Hofsjökuls. í tilkynningu frá Landvernd segir að Þjórsárver séu einstætt vistkerfi á heimsvísu, verðmæt landslagsheild og víðerni og eitt helsta varpland heiðagæsar í heiminum. Hluti Þjórsárvera njóti verndar sem friðland skv. íslenskum lögum og séu alþjóð- legt verndarsvæði. Segir að vill- andi sé þegar Skipulagsstofnun miði við lónshæð sem sé 575 metra yfir sjávarmáli þegar lóns- hæðin verði 578 metrar. Þá segir að í úrskurði Skipulagsstofnunar komi skýrt fram að umhverfisá- hrif Norðlingaölduveitna séu í fjölmörgum þáttum veruleg og óafturkræf þrátt fyrir mögulegar mótvægisaðgerðir framkvæmda- aðila. Loks segir: „Stjórn Landvernd- ar tekur undir þau niðurstöðuorð Skipulagsstofnunar að ekki megi ganga á friðlýst svæði nema brýnir almannahagsmunir séu fyrir hendi. Að mati stjórnar Landverndar hafa ekki verið lögð fram nein gögn sem benda til þess að Norðlingaölduveitur varði brýna almannahagsmuni." -hlh utandyra og fór því með hann á þennan stað sem ég ætla að opna á Gylfaflötinni.“ - Hvað ef samningar nást ekki við Þjóðleikhúsið? „Nú er þetta algjörlega í höndum lögmanna og komið úr minni umsjá.“ Hilmar Ingimundarson hrl., lög- maður Stefáns Axels, segir að það verði bara að koma i ljós hver næstu skref verða ef samningar nást ekki. „Ég hef trú á því að þeir vilji semja við okkur." - Er líklegt að Þjóðleikhúsið dragi samningsriftun sína til baka? „Það verður bara að koma í ljós hvort grundvöllur sé fyrir áfram- haldandi samstarfi, en ég veit að þeir eru að leita eftir nýjum veitingaað- ila.“ Sködduð ímynd Stefán Axel segir að þetta mál hafi skaðað mjög imynd fyrirtækis síns. „Ef það væru sannindi í þessum Umhverfls- og heilbrigðisstofa hefur veitt hundaræktinni í Dalsmynni áminningu og jafhframt ítrekað kröfu sína um að forráðamenn hundarækt- arbúsins ljúki tilteknum úrbótum eigi síðar en 24. september næstkomandi. Ella muni stofnunin grípa til aðgerða. Áminningin hefur verið kynnt um- hverfls- og heilbrigðisnefnd Reykja- víkur. Mikill ófriður hefur verið um Dals- mynnisbúið í gegnum tíðina. Fullyrð- ingar hafa gengið um að þaðan hafi verið seldir gallaðir hvolpar og einnig að umhirða hundanna væri engan veginn viðunandi. Eigendur búsins hafa hótað kærum vegna atvinnurógs. Frá árinu 1999 hefur Umhverfis- og heilbrigðisstofa Reykjavíkur sent bú- inu tíu bréf þar sem fyrirtækinu var m.a. tilkynnt að það þyrfti að sækja um starfsleyfi til Umhverfls- og heil- brigðisstofu, sækja um breytta notkun húsnæðis til byggingarfulltrúa Reykja- vikur og senda inn til Umhverfis- og heilbrigðisstofu samþykktar teikning- ar þar sem fram kæmu frárennsl- ásökunum þjóðleikhússtjóra þá vær- um við ekki hér á blaðamannafundi. Það að stela tíu ára gömlum bar úr Þjóðleikhúsinu er ekki alveg stíll fyr- irtækis sem búið er að vera með á bilinu 70-120 manns í vinnu og er nú að innrétta veitingahús fyrir tæpar 50 milljónir króna. Það er fjórði stað- urinn okkar ef Þjóðleikhúskjallarinn er talinn með. Við munum opna þennan nýja sportbar að Gylfaflöt 5 i Grafarvogi hinn 10. næsta mánaðar. Síðan erum við með Nelly’s Cafe og Sportbar að Jafnarseli i Breiðholti." Tengist líka Árnamáli Á blaðamannafundinum á Kornhlöðuloftinu í Lækjarbrekku í gær voru lögð fram gögn um málið. Þar á meðal er ljósrit af reikningi upp á 3.154.419 krónur vegna endurnýjunar eldhústækja sem einnig var lagður fram i meintu mútumáli er tengdist sakamáli gegn Árna Johnsen. islagnir og loftræsting í ræktunarhús- um. Þarna er ekki um að ræða starfs- leyfi fýrir dýrahald í atvinnuskyni sem er gefið út af lögreglunni i Reykja- vík. Samkvæmt upplýsingum frá Um- hverfis- og heilbrigðisstofu hefur ekki verið sótt um starfsleyfi né hefur ver- ið sótt um breytta notkun húsnæðis til byggingarfulltrúa. Umbeðnar teikn- ingar hafa ekki verið sendar Umhverf- is- og heilbrigðisstofu og úrbætur síð- an 10. júlí eru engar i húsum þar sem Kvittað er fyrir reikninginn af Árna Johnsen, þáverandi for- manni bygginganefndar Þjóðleik- hússins. Hilmar Ingimundarson hrl., lögmaður Stefáns Axels, seg- ir að reikningurinn sýni að Þjóð- leikhúskjallarinn ehf. og Björn Leifsson, sem seldi Stefáni og fyr- irtæki hans rekstur sinn árið 2000, hafl fengið tvíborgað fyrir sama búnaðinn og tiltekinn er á reikningnum. Þessi búnaður sé líka tiltekinn á tækjalista sem gerður var vegna kaupanna á rekstri Þjóðleikhúskjallarans ehf. og Forum hafi greitt fyrir. Þenn- an búnað telji Þjóðleikhúsið sig hins vegar eiga. Ýmsan annan búnað á tækjalista vanti einnig og flygill sem nefndur hafi verið í þessu máli sé ekki á umræddum lista og ekki eign Þjóðleikhússins. Hins vegar hafi eigi að síður ver- ið ákveðið að skOa honum. hunda- og kattaræktun fer fram. Lúðvík Gústafsson, deildarstjóri hjá Umhverfis- og heilbrigðisstofu, sagði við DV að meðal úrræða sem stofnun- in hefði yflr að ráða til að knýja fram úrbætur væri að stöðva eða takmarka viðkomandi starfsemi eða notkun og þar með að leggja hald á vörur og fyr- irskipa forgun þeirra. Slíku úrræði væri einungis beitt í alvarlegri tilvik- um, þegar um ítrekuð brot væri að ræða eða aðilar sinntu ekki úrbótum innan tiltekins frests. -JSS Fjölgun ferða Samgönguráðherra hefur falið Vegagerðinni að ganga til samninga við Samskip hf. um fjölgun ferða Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs. Samskip hf. sjá um daglegan rekstur ferjunnar. Gert er ráð fyrir að samið verði um fjölgun ferða í samræmi við tillögur starfshóps ráðherra. Starfshópurinn var skipaður í sum- ar og skilaði nýverið áfangaskýrslu til ráðherra líkt og þegar hefur ver- ið kynnt í fjötmiðlum. -aþ breytt Valgerðru Sverrisdóttir, við- skipta- og iðnaðar- ráðherra, segir mikilvægt að skoða allar hliðar þátttöku íslend- inga í Evrópumál- um. Ef Danmörk Svíþjóð og Bret- land gerist aðilar að myntbandalag- inu sé um að ræða um þriðjung heild- arutanríkisviðskipta íslendinga og því sé brýnt að fara í saumana á málinu með hagsmuni íslands að leiöarljósi. „Það er þetta sem gerir svo brýnt að skoða málið af alvöru. Þvi hefur verið haldið fram að í rauninni þyrftum við að breyta stjóma>-skránni fyrir kosningar í vor þannig að hægt væri að hefja undirbúning að að- ild á næsta kjörtímabili ef þannig skipast veður í lofti. Ég ætla ekki að fullyrða um það að slík skref skuli stigin en minni á að þjóðin á í öllum tilfellum síðasta orðið í þessum efn- um,“ segir Valgerður í pistli á heima- síðu sinni. í Morgunblaðinu um helgina voru rifluð upp ummæli Davíðs Oddssonar forsætisráðhera sem lét þau orð falla 2. júlí 1998 að ef Danir, Svíar og Bret- ar myndu ganga í myntbandalagið væri heimskulegt að við endurskoðuð- um ekki afstöðu okkar. Þessi ummæli segir Valgerður athyglisverð. -BÞ í samstarf við ESB Jafnréttisstofa hefur undirritað samning um möguleika karla og kvenna til for- eldraorlofs sem fellur undir jafn- réttisáætlun Evr- ópusambandsins. Um er að ræða eins árs verkefni í samstarfi við stofnanir í Noregi, Þýskalandi, Frakklandi og á Spáni. Samstarfs- stofnanir á Islandi eru Rannsóknar- stofa í kvennafræðum og Rannsókn- arstofnun Háskólans á Akureyri, auk verktaka sem munu sjá um gerð sjón- varpsmyndar og heimasíðu. Áætlað er að verkefnið kosti um 25 milljónir króna og fær Jafnréttisstofa styrk sem nemur 80% kostnaðar. Tilgangur verkefnisins er, að sögn Valgerðar Bjarnadóttur, fram- kvæmdastýru Jafnréttisstofu, að skoða samspil kynjahlutverka, menn- ingar og siðvenja, laga og reglugerða og hvemig þessir þættir hindra eða auka möguleika kvenna og karla til að vinna saman að uppeldi barna sinna. Sérstaklega verður horft til fæðingar- og foreldraorlofsreglna og nýtingar annars vegar kvenna og karla hins vegar á þeim réttindum sem í hverju landi bjóðast. Jafnréttisstofa er jafnframt að hefla vinnu við tvö norræn rannsókn- arverkefni undir norrænu velferðar- áætluninni. -BÞ -HKr. Umhverfis- og heilbrigðisstofa Reykjavíkur: Hundaræktin í Dalsmynni fær áminningu - krafa um úrbætur, ella verði gripið til aðgerða Litli og stóri Tveir hundar í hundaræktarbúinu í Dalsmynni kankast á. Stjórnarskrá Valgeröur Sverrisdóttir. Davíð Oddsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.