Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2002, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 Fréttir I>V Herbergjanýting hótela í ágúst: Yfir 90% nýting í Reykjavík - hundruð gistirýma í byggingu Hótel Esja við Suöurlandsbraut Fjölga mun um 138 herbergi á hótelinu næsta vor og víöa um borgina er ver- iö aö bæta viö gistirými. Þorleifur Þór Jónsson, hagfræð- ingur Samtaka feröaþjónustunnar, segir ekkert benda til annars en að menn geti leyft sér að vera bjartsýn- ir varðandi hótelrekstur, allavega á höfðuðborgarsvæðinu, á næstu árum. Þar er nú verið að bæta við hundruöum gistirýma eftir tölu- verða stöðnun undanfarin ár. „Á undanfomum árum hefur hót- elrými í Reykjavík ekki vaxið eins hratt og fjöldi ferðamanna til lands- ins. Því hefur afkoman í greininni batnað með betri nýtingu. Menn hafa þá hugað að fjölgun gisti- rýma,“ segir Þorleifur Þór Jónsson. Góð nýting Samkvæmt tekjukönnun var með- alherbergjanýting hótela í Reykjavík í ágústmánuöi 90,08%. í sama mán- uði í fyrra var nýtingin talsvert minni, eða 88,83%, en þá hafði nýt- ingin minnkað frá tveimur árum þar á undan. Þetta kemur fram í nýjustu upplýsingum Samtaka ferðaþjónust- unnar. Meðalverð á þjónustunni hækkaði um 2%. Meðalherbergjanýt- ingin á landsbyggðinni er hins vegar sú versta um árabil, ef gististaðir á Akureyri og í Keflavík em undan- skildir. Fjöldi gistirýma í byggingu I Reykjavík er nú verið að bæta við fjölda gistiherbergja. Þar er um að ræða 100 herbergi sem bætast við á Hótel 101 á Hverfisgötu i haust. Á Hótel Baron er verið að bæta við 60 herbergjum á þrem hæðum. Við Að- alstræti 4 og Aðalstræti 16 standa framkvæmdir yfir við tvö hótel. Þá munu bætast við 138 herbergi á Hót- el Esju næsta vor. Síðan eru áætlan- ir um frekari aukningu á gistirými í borginni mislangt á veg komnar en fyrirséð er að ekkert stórvægi- legt hótelrými verður komið í gagn- ið, fyrir utan Hótel Esju, fyrr en í fyrsta lagi 2004. Við Grand Hótel er fyrirhugað að byggja tvo 13 hæða hóteltuma með 200 herbergjum sem búið er að fá samþykki fyrir í skipulags- og bygg- inganefnd. í Kjörgcirði við Laugaveg er búið að teikna hótel sem fyrir- hugað er að ráðast i. Hóteltum við Kringluna er einnig á hugmynda- stigi, sem og Hafnarhótel svokallað með 250 herbergjum og ráðstefnuað- stöðu við Reykjavíkurhöfn. Þorleif- ur segir mjög mikið búið aö vinna í því máli en enn sé ekkert fast í hendi með hvenær ráðist verði í framkvæmdir. Lélegra á landsbyggðinni Meðalherbergjanýting á lands- byggðinni i ágúst var talsvert lakari en í Reykjavik, eða 78,52%, en árið 2001 var nýtingin 77,34%. Meðalverð- ið hækkaði aftur á móti um 10% og talsverð fjölgun varð á gistirýmum. Ef Akureyri og Keflavík eru tekin út úr þessum tölum lækka herbergja- tekjur á landsbyggðinni um 25% og hefur meðalherbergjanýtingin ekki verið minni í ágústmánuði á lands- byggðinni í fjöldamörg ár. Ársþriðj- ungurinn, þ.e. tímabilið maí tO ágúst, er þó svipaður og verið hefur síðustu þrjú ár. Nýtingin á Akureyri hefur verið á svipuðu róli og í Reykjavík en í Keflavík var hún jafn- vel enn betri í ágúst. -HKr. 500 framsæknustu fyrirtæki Evrópu: Bakkavörí toppsæti - er númer tvö á listanum og Baugur í 57. sæti Bakkavör hf. er í öðru sæti á nýjasta „Europe’s 500“ lista Growth- Plus yfir 500 framsæknustu fyrir- tæki Evrópu. Þá má geta þess að margumtalaður Baugur hf. er í 57. sæti á listanum sem þykir dágott en átta íslensk fyrirtæki eru á listan- um. Iðnaðarráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, afhenti fyrirtækjun- um átta viðurkenningu fyrir þenn- an árangur í gær frá Samtökum iðn- aðarins og iðnaðarráðuneytinu. Átta íslensk fyrirtæki voru valin á listann og hafa þau aldrei verið fleiri. Fyrirtækin eru Bakkavör hf. (nr. 2), Baugur hf. (nr. 57), Opin kerfi hf. (nr. 79), íslensk erfðagrein- ing hf. (nr. 120), TölvuMyndir hf. (nr. 129), Össur hf. (nr. 183), Delta hf. (nr. 385) og Teymi hf. ( nr. 420 á listanum). Árangur Bakkavarar hf. þykir sérlega glæsilegur, en fyrirtækið er skráð í annað sæti listans. Er Bakkavör hf. þar með búið að stimpla sig inn í fremstu röð fram- sækinna frumkvöðlafyrirtækja í Evrópu. TölvuMyndir hf. ná einnig eftir- tektarverðum árangri en fyrirtækið er nú flórða árið í röð á listanum. Sama má segja um Össur hf. sem birtist nú í fjórða skiptið á listanum eftir tveggja ára hlé. Samtökunum Europe’s 500 var komið á fót að frumkvæði Evrópu- sambandsins með það að markmiði að efla starf frumkvöðla í Evrópu. Markmiðið er að draga fram reynslu þeirra sem bestum árangri ná til þess að nýta hana til að búa í haginn fyrir frumkvöðla framtíðar- Vlöurkennng fyrir framsækn! Valgeröur Sverrisdóttir, iönaöar- og viöskiptaráöherra, afhenti fulltrúum átta íslenskra fyrirtækja viöurkenningu fyrir aö vera komin á lista yfir 500 fram- sæknustu fyrirtæki Evrópu. innar. Er árlega birtur listi yfir 500 vaxtarmestu fyrirtæki Evrópu. Val- ið er úr fyrirtækjum 1 15 Evrópu- sambandslöndum auk Noregs, ís- lands og Liechtenstein m.a. á grund- velli vaxtar, eignaraðildar frum- kvöðuls, veltuaukningar, fjölgunar starfa og stærðar. Samtök iðnaðar- ins og iðnaðarráðuneytið hafa stutt þetta starf og aðstoðað við að aug- lýsa eftir fyrirtækjum sem til greina koma á Islandi. -HKr. Sameiginlegt prófkjör Flest bendir til að Samfylkingin efni til sameigin- legs prófkjörs í Reykjavíkurkjör- dæmum suður og norður. Kjördæm- isráð tekur end- anlega ákvörðun um fyrirkomulag- ið 30. þessa mán- aðar. Bryndís Hlöðversdóttir lýsti því yfir um helgina: að hún byði sig fram til forystu í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. Hún gaf ekki upp á hvort kjördæm- ið hún setti stefnuna en segir ástæð- una þá að sér sýnist stefna í sameig- inlegt prófkjör. „Verði það niður- staðan stefni ég á 2. sæti í slíku prófkjöri,“ segir Bryndís og segist ekki taka annað kjördæmanna fram yfir hitt. Til greina kemur að sigurvegari í prófkjörinu velji sér kjördæmi og næsti maður hafi val um hvort hann tekur annað sæti í sama kjör- dæmi eða fyrsta sæti í hinu. Jóhanna Sigurðardóttir sagðist í sumar sækjast eftir stuðningi til for- ystu fyrir Samfylkinguna í Reykja- víkurkjördæmi suður. Bryndís Hlööversdóttir. Bændur í Skaftafellssýslu ósáttir við kröfulínu fjármálaráðuneytis: Eðlilegt að menn fyllist tortryggni - segir lögmaður ríkisins, Ólafur Sigurgeirsson Ólafur Sigurgeirsson, lögmaður fjármálaráðu- neytisins, segir að ánd- staða bænda og annarra landeigenda í Austur- Skaftafellsýslu 'viö kröfu- línu ríkisins varðandi þjóð- lendur komi ekki á óvart. Eðlilegt sé að heimamenn fyllist tortryggni þegar nýir menn koma inn í hér- uð og flytja sitt mál. Fund- irnir undanfarið hafi verið til upplýsingar og menn hafi virst sáttari viö lok málflutnings. Óbyggðanefnd hefur verið að störfum í Austur-Skaftafellssýslu til að kynna sér viðbrögð landeigenda við kröfulínu fjármálaráðherra. Síðar mun nefndin úrskurða um þjóðlendulínuna en bændur undir jökli hafa brugðist hart við opnun málsins og talað um stórfellda eignaupptöku ef tillögur nái fram að ganga. Þjóðlendulínan getur ákvarðað mikla hagsmuni, eins og t.d. viö virkjun fallvatna og þegar bitist er um lönd undir ferðáþjón- ustu. Ólafur segir hins veg- ar að bændur muni halda öllum hefðbundnum nytja- löndum sínum. Þegar ís- land hafi verið numið hafi eignalönd verið afmörkuð en annað land látið liggja milli hluta, öfugt við það sem gert var t.d. í Noregi og Norður-Ameríku. „Við ervun raunverulega að finna út núna hvað þjóðin átti þegar landnámi lauk. Þetta land var eigendalaust þangað til sett voru lög árið 1998 um að þjóðin ætti landið líkt og fiskimiðin," seg- ir Ólafur. Alltaf hægt að kæra Þrúðmar Þrúðmarsson, landeig- andi á Hoffelli 2, sagði í samtali við DV fyrir helgi að þar væru öll lönd sunnan jökla talin eignarlönd og þess vegna væru menn ósáttir ef ríkið ætlaði að taka einhvem hluta af þeim. Ef kröfulína ríkisins gengi eftir væri um hreina eignaupptöku að ræða. Vegna þessa segir Ólafur að lög- fræðimenntaðir fræðimenn hafi verið ósammála um inntak land- réttar á afréttum allan fyrrihluta 20. aldar þannig að hann sé ekki hissa á að bóndi í Skaftafellssýslu telji allt land eignarland. „Þetta er mikið torf og þess vegna er þessi fjölskipaða nefnd að fjalla um þetta. Við erum raunverulega bara að opna málið og ef menn una ekki niðurstöðu Óbyggðanefhdar getur hver sem er farið með niðurstööuna fyrir dómstóla.” Óbyggðanefnd hefur engin tíma- mörk til úrskurða en fyrir árið 2007 á greiningu í þjóðlendur og eignar- lönd að vera lokið. Þegar er búið að afgreiða Árnessýslu og lýsa kröfum og flytja mál munnlega í Austur- Skaftafellssýslu. Fjármálaráðuneyt- ið hefur einnig opnað málið í Rang- árvallasýslu og Vestur-Skaftafells- sýslu en ekki verður um frekari málflutning að ræða af hálfu ríkis- ins fyrr en næsta ár. -BÞ Ólafur Sigurgeirsson. ;jíiÆ/ÍZ<JJ REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 19.44 19.29 Sólarupprás á morgun 07.01 06.46 Síödegisflóó 17.03 21.36 Árdegisflóó á morgun 05.21 09.54 Dálítil rigning Suðlæg eöa breytileg átt, 3 til 8 metrar á sekúndu og súld eða dálítil rigning. Hægviðri, skýjað og þurrt að mestu í kvöld og nótt, en víða þoku- súld við norður- og austurströndina. ývjiiúfiíijjj Þurrt aö kalla Suðaustan 5 til 10 metrar á sek- úndu og rigning sunnan- og vestan- lands, en annars hægari, skýjað með köflum og þurrt aö kalla. Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur Vindur: Vindur: Vindur: 5-10i8 5-10 "V* 5-10 °v* t t t Vætusamt, Vætusamt, Vætusamt, einkum einkum einkum sunnan- og sunnan- og sunnan- og vestanlands. vestanlands. vestanlands. m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stinningsgola 5,5-7,9 Kaldi 8,0-10,7 Stinningskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviðri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveóur 28,5-32,6 Fárviðri >= 32,7 Veörið kl. 6 AKUREYRI alskýjaö 7 BERGSSTAÐIR rigning 7 BOLUNGARVÍK rigning 9 EGILSSTAÐIR skýjaö 5 KIRKJUBÆJARKL. skýjaö 8 KEFLAVÍK rigning 9 RAUFARHÖFN alskýjaö 6 REYKJAVÍK skúr á síö. klst. 8 STÓRHÖFDI súld 8 BERGEN skúr á síö. klst. 10 HELSINKI rigning 9 KAUPMANNAHÖFN léttskýjaö 14 ÓSLÓ STOKKHÓLMUR 9 ÞÓRSHÖFN alskýjaö 10 ÞRÁNDHEIMUR skúr 10 ALGARVE skýjaö 19 AMSTERDAM skúr á síð. klst. 13 BARCELONA þokumóöa 20 BERLÍN skýjaö 14 CHICAGO alskýjaö 21 DUBLIN þokumóöa 13 HALIFAX léttskýjaö 9 FRANKFURT léttskýjað 12 HAMBORG skýjaö 13 JAN MAYEN skýjaö 2 LONDON skýjaö 12 LÚXEMBORG léttskýjaö 10 MALLORCA hálfskýjaö 18 MONTREAL heiöskírt 13 NARSSARSSUAQ alskýjaö 12 NEW YORK skýjaö 21 ORLANDO hálfskýjaö 25 PARÍS léttskýjaö 11 VÍN skýjaö 14 WASHINGTON þokumóða 16 WINNIPEG heiðskírt 20 29E13S1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.