Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2002, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2002, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 45 DV Tilvera JWfflaiHillfflTffl James Gandolfini 41 árs James Gandolfmi, sem hefur hlotiö miMa frægð fyrir túlkun sína á mafluforingjanum Tony Soprano i sjónvarpsserí- unni The Sopranos á af- mæli í dag. Gandolfmi fæddist í New Jersey þar sem hann ólst upp. Áður vann hann á börum á Manhattan auk þess sem hann reyndi fyrir sér í leiklist- inni. I raunveruleikanum er Gandolfmi ólíkur Soprano og vinir hans segja að ekki sé til meira gæðabióð. Sjálfur segist hann vera ein taugahrúga: „Ég er í raun 200 punda Woody AUen“. í fristundum leikur Gandolfini á trompet og saxófón. Gildir fyrír fímmtudaginn 19. september Vatnsberlnn (20. ian.-i8. febr.t , Þér mun reynast erfitt ' að leyna tilfinningum þínum. Ef þú átt stefnumót skaltu búast i seinkim vegna umferðartafa. Happatölur þínar eru 2, 8 og 17. Fiskarnil’(19. febr.-20. marsl: ^USf Þetta er góður dagur Ifyrir rökræður og þær munu leiða til þess að áætlanir þínar ná fram að ganga. Rólegt er á félagslega sviðinu en það varir ekki lengi. Hrúturinn (21. mars-19. apríO: . Það sem gerist í dag I gerir þér auðveldara fyrir að taka _ ákvörðun. Samband þitt við ástvin þinn er gott um þessar mundir. Nautið (20. april-20. mail: Þú tekur skyndi- ákvörðun og það er sérstaklega óheppilegt þar sem hætt er við [ eyðir peningum í óþarfa. Betra er að bíða með innkaup. Tvíburarnir (21, maí-21. iúní); Gagnleg þróun á sér ' stað og þú færð tækifæri sem þú skalt nýta vel. Hætta'er á misskilningi. Happatölur þinar eru 2, 21 og 29. Krabbinn (22. iúni-22. iúlíl: | Ekki láta smávægileg | atvik hindra þig ' í að skemmta þér. _____ Leggðu lítilræði af peningum til hliðar til síðari nota. Það kemur sér vel. Uónið (23. iúlí- 22. áaúst): Skilningur þinn er ekki með besta móti. Sennilega ert þú í vafa um hvað sé best að gera í erfiðu máli. Kvöldið er hagstætt til að skemmta sér. Mevian (23. áaúst-22. seot.l: Það er ekki víst að ástandið sé eins og þér virðist það vera ^ r vegna þess að eitthvað er hulið og sannleikurinn kemur ekki í ljps fyrr en síðar. vucm l^J. st ý Vogin (23. sept.-23. okt.l: Ný viðhorf og það hvemig þú tekur á málunum getur orðið til þess að þú fáir þá niðurstöðu sem þú vilt. Ekki fiýta þér um of. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): [Atburður sem gerist ! gerir þig mjög jraunsæjan, kannski í sambandi við peninga eða hvemig þeim er varið. Happatölur þínar em 8, 24 og 34. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.l: |Þú hefúr sérstakan rhæfileika í dag til að [ komast framhjá vandræðum. Þetta er ■ til skapandi verkefna og kvöldið verður ánægjulegt. Steingeltln (22. des.-l9. ian,): Þetta verður rólegur dagur hjá þér. Þú munt nota hann til að hjálpa öðrum. Fréttir sem þér berast staðfesta grun sem þú hefur haft lengi. góður DV heimsækir safnið á Hnjóti í Örlygshöfn: Berum okkur aöeins saman við þá bestu „Við stefnum að því að ná Þórði í Skógum í aðsókn á safnið, við ber- um okkur aðeins saman við þá bestu,“ segir Magnea Einarsdóttir, safnvörður á Hnjóti í Örlygshöfn. „Við höfum fengið fimm þúsund gesti í sumar svo við eigum enn langt í land að ná Þórði en meðan heimsmeistarakeppnin í fótbolta stóð yfir datt öll aðsókn að safninu niður," segir hún. Magnea og Jóhann Ásmundsson, eiginmaður hennar, hafa haft veg og vanda af safninu frá 1984 en Egill Ólafsson var áður byrjaður á að safna ýmsu sem viðkom flugi og var safnið formlega opnað 1983. Safnið á Hnjóti er ekki bara til- einkað flugi því þar er margt merki- legra muna tengt sjósókn og hús- búnaður Gísla heitins á Uppsölum er þar og vekur alltaf jafn mikla at- hygli. Kvikmyndin Björgunarafrek- ið við Látrabjarg er sýnd í safninu og segir Magnea að myndin veki alltaf mikla athygli, ekki síst hjá út- lendingunum og fyrir því fólki sem hefur séð myndina á safninu verður atburðurinn ljóslifandi þegar það virðir fyrir sér sögusviðið á bjarg- inu. Um 3 þúsund munir eru í safh- inu og í stórri skemmu er rússnesk flugvél, tvíþekja sem safnið á. DV-MYNDIR JÚLÍA IMSLAND Hornið hans Gísla Magnea er hér í horninu hans Gísla á Uppsölum. Nokkrir gamlir trébátar eru utan dyra við safnið. Magnea og Jóhann eru Reykvík- ingar sem fluttu vestur þegar Jó- hanni bauðst vinna við safnið. Magnea segist hafa verið í sveit þama fyrir vestan og unnið í fiski á Patró þegar hún var krakki og líkað vel og í vetur ætlar hún að kenna börnum á Barðaströnd því hér á ströndinni verður enginn skóli í vetur eins og verið hefur og fólk er ákaflega óhresst með skólamálin hér því nú verða bömin að fara í skóla á Patreksfirði. -JI Rósaballið í Hveragerði: Hver skyldi sækja mig? Það ríkti mikil eftirvænting hjá nemendum í Grunnskóla Hvera- gerðis þegar haldið var hið árlega Rósaball í skólanum. í upphafi dags draga 10. bekkingar um hverj- ir eigi að sækja hvem á ballið, en karlkyns 10. bekkingar ná í stúlk- ur í 8. bekk og færa þeim rósir en kvenkyns 10. bekkingar sækja pilta í 8. bekk og fá þeir einnig af- hentar rósir. Þetta er árlegur við- burður hjá grunnskólanum í Hveragerði í byrjun skólaárs. Ekki er hlutfall kynjanna afltaf jafnt þannig að stundum þarf einn strákur að „sinna" fleiri en einni stúlku með rósir og akstur á ballið og öfugt. Svo veit stúlkan/piltur- inn, sem bíður heima heldur ekki hver sækir hana eða hann - nú eða hvort ein- hver kemur! Áður en sjálft ball- iö hófst var keppt um ýmsa titla. Sem dæmi má nefna flottustu varirnar, bjartasta brosið, mesta krúttið, flottustu augun, bjartasta vonin og að sjálfsögðu ungfrú Gaggó og herra Gaggó. -eh DV-MYND EVA HREINSDÓTTIR Slgruöu Ungfrú og herra Gaggó 2002: Fríöa Margrét Berg- steinsdóttir og Kristján Sveinsson. Anna Nicole fær reisupassann Bandariska fyrirsætan, Anna Nicole Smith, hefur gengið svo fram af vinnu- veitendum sínum í tískusýningar- bransanum með hneykslanlegri fram- komu sinni í eigin sjónvarpsþáttum að þeir hafa gefið henni reisupassann. Fataframleiðandinn Lane Bryant hefur sem sé sagt lausum samningi sín- um við Playboyleikfangið fyrrverandi, fatafelluna og olíumillaekkjuna frá Texas. „Þeir notuðu hana bara fyrir tísku- sýningar. Ég efast um að hún verði með í ár. Guð minn almáttugur, það þarf fleiri metra af klæði til að hylja hana,“ segir heimildarmaður banda- ríska blaðsins New York Post. Bíogagnryni Gwen Stefani gifti sig í hvítu Poppsöngkonan Gwen Stefani var ekki í nokkrum vafa þegar hún valdi brúðarkjólinn sinn. Hvítur skyldi hann vera og hvítur var hann, hann- aður af ekki ómerkilegri manni en John Galliano. Gwen gekk að eiga unnusta sinn til sex ára, tónlistarmanninn Gavin Ross- dale, i London um síðustu helgi. Vígsluathöfnin fór fram í kirkju heilags Páls í Covent Garden. Við- staddir voru aðeins nokkrir útvaldir og skal þar fyrstan telja fjórleggjaðan vin skötuhjúanna, hundinn Winston. Að sjálfsögðu var hvuttinn puntaður með rósum í tilefni dagsins. Regnboginn/Spænsk kvikmyndhátíð - Gifstu mér loksins (El hijo de la novia: Grátur, hlátur og rómans Roberto er stressaður karlmaður á flmmtugsaldri. Hann er búinn að taka yfir veitingastaðinn sem foreldrar hans ráku í mörg ár. Hann er fráskil- inn og á eina dóttur sem hann sækir alltaf of seint á fimmtudögum og veit síðan ekki alveg hvemig hann á að hafa ofan af fyrir meðan hún er hjá honum. Fyrrverandi konan hans þolir hann ekki en fallega, unga kærastan hans virðist elska hann heitt sem er óskiljanlegt af því hann er svo mikil sauður. Pabbi hans, sem er reffilegur og sjarmerandi karl í flottum jakkafot- um, elskar enn þá móður hans af öllu hjarta þótt hún sé komin á sjúkrahús langt leidd af alzheimer. Roberto hefur ekki tíma fyrir foreldra sina frekar en nokkuð annað, hann verður nefnilega alltaf að vera á veitingastaðnum því þar eru allir algjörir asnar nema hann. Hann þarf að sjarmera gestina, múta vínkaupmanninum og hóta starfsfólkinu. Ykkur er væntanlega orðið ljóst að Roberto karlinn er leiðindagaur en þegar lif hans virðist ekki geta orðið miklu ómerkilegra gerast þrir hlutir sem hrista rækilega upp í honum: pabbi hans ákveður að giftast mömmu hans aftur áður en hún gleymir hon- um alveg, æskuvinur birtist eins og skrattinn úr sauðarleggnum og rifjar Roberto Ricardo Darin leikur soninn sem hefur lítinn tíma til aö spá í tilfinningar. upp gamlar minningar og hann fær hjartaáfafl - minna má nú gagn gera til að koma manni á sporið! Krísa karlmanna á fímmtugsaldri er afskaplega vel þekkt og vinsælt þema bæði í bókmenntum og kvik- myndum enda er það alþjóðlegt - við þurfum ekki að setja okkur í stelling- ar til að skilja Roberto þótt hann komi frá jafn fjarlægu og eksótísku landi og Argentínu. Gifstu mér loksins er vel heppnuð mynd um þetta þekkta efni, hún er jöfn blanda af húmor, sorg og rómantík. Persónumar eru vel skrif- aðar og einstaklega ekta í hamingju- leit sinni og samtölin bæði hjartanleg og hnyttin. Ricardo Darin er góður í hlutverki Robertos, þreytandi og ómögulegur en ekki svo vonlaus að við viljum honum ekki vel. Hector Alt- Sif Gunnarsdóttir skrifar gagnrýni um kvikmyndir. erio er yndislegur í hlutverki pabbans glæsilega sem gat aflt sem sonurinn ekki getur: byggt upp eigið fyrirtæki og elskaö konu í meira en fimm min- útur. Campanella leikstýrir þessu ást- úðlega og af húmor og kemur boð- skapnum vel til skila - það er aldrei of seint að sjá að sér. Gifstu mér loksins er spænskumæl- andi kvikmynd sem hefur hlotið hylli í heimalandi sínu og víðar - meira að segja verið tilnefnd til óskarsverð- launa sem besta erlenda kvikmyndin. Ég spái amerískri endurgerð innan fárra ára - en bíðið ekki eftir henni, sjáið ffekar frummyndina. Lelkstjórl: Juan José Campanella. Aöal- lelkarar: Ricardo Darin, Héctor Alterio, Norma Aleandro, Natalia Verbeke, Edu- ardo Blanco P.s. Ég varð þeirrar ánægju aðnjót- andi að frumsýningin á Ræddu mál- in eftir Almodóvar í síðustu viku var hlélaus - og þvílík nautn. Það iá við að ég hefði verið búin að gleyma því hvað það er gaman að vera í bíó þegar myndin er ekki rofin með Ijós- um og látum yfirleitt á hræðilega spennandi stað. Ég skora á kvik- myndahúsaeigendur að hafa eina auglýsta hlélausa sýningu á dag fyr- ir okkur sem getum keypt allt nam- mið áður en myndin byrjar. M

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.