Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2002, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2002, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 13 DV Útlönd Klofningur um írakstilboðið: Bandaríkjamenn þrýsta enn á um hernaðaraðgerðir Hans Blix, yflrmaður vopnaeftir- litsnefhdar Sameinuðu þjóðanna, hitti fulltrúa íraskra stjómvalda á fundi í New York í gær til að ræða nýtt tilboð Iraka um skilyrðislaust vopnaeftirlit í landinu og komust þar að samkomu- lagi um að hittast aftur í Vínarborg innan tíu daga til að ljúka samkomu- lagi um framkvæmd eftirlitsins. Sögðu írösku fulltrúarnir eftir fund- inn að ekkert væri því til fyrirstöðu að vopnaeftirlitsnefndin gæti hafið störf strax og væri nefndin velkomin til landsins hvenær sem er. Bandarísk stjórnvöld hafa lýst miklum efasemdum um þessi sinna- skipti íraka um að hleypa vopnaeftir- litsnefnd SÞ aftur inn í landið og lýst því sem kænskubragði Saddams til þess að vinna tíma og markmið hans væri aðeins að flækja málið og koma í veg fyrir að Öryggisráðið samþykki nýja og harðari kröfugerð, eins og Bandaríkjamenn hafa farið fram á. Bush Bandaríkjaforseti varaði við því í gær að Sameinuðu þjóðirnar létu Colin Powell Powell segir aö tilboö íraka komi alls ekki til móts viö allar kröfur al- þjóöasamfélagsins. blekkjast af þessu sjónarspili íraka og minnti á að Saddam hfefði áður frestað, neitað og blekkt þjóðir heims, varðandi vopnaeftirlit. Bandarísk stjórnvöld halda því áfram að þrýsta á um að Öryggisráðið samþykki nýja kröfuályktun þar sem hernaðaraðgerðum verði hótað verði Irakar ekki við öllum kröfum, en ekki aðeins varðandi vopnaeftirlit. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði i gær að tilboð íraka kæmi alls ekki til móts við allar kröfur alþjóðasamfélagsins. „Við get- um ekki tekið bréf upp á eina og kvart síðu undirritað af utanríkisráðherr- anum sem einhverja lokalausn á mál- inu. Við höfum séð þá leika þennan leik áður,“ sagði Powell og bætti við aö málið snérist ekki aðeins um vopnaeftirlit heldur líka afvopnun sem í dag vegur mun þyngra. „Það er líka mikilvægt að Öryggisráðið taki málið fyrir áður en vopnaeftirlits- nefndin heldur til íraks," sagði Powell sem vill setja strangar kröfur og skil- yrði um eftirlitið. Rússar eru þó á öðru máli og segja að engin þörf sé á nýrri kröfugerð eft- ir að írakar samþykktu vopnaeftirlit- ið. „Við þurfum nú að leggja alla áherslu á að vopnaeftirlitið geti hafist sem fyrst án allra hindrana," sagði Igor Ivanov, utanríkisráðherra Rúss- lands, í gær. Það er því ljóst að klofningur er kominn upp meðal þeirra fimm þjóða sem hafa neitunarvald í Öryggisráð- inu, en það eru auk Bandaríkjamanna og Rússa, Frakkar, Bretar og Kínveij- ar. Allir vita um afstöðu Breta, sem styðja kröfu Bandaríkjamanna um nýja kröfugerð, en Kínverjar taka undir með Rússum og það gera Frakkar einnig að mestu leyti. Dominique de Villepin, utanríkisráð- herra Frakklands, sagði að fara yrði betur og í smáatriðum yfir tilboð íraka í Öryggisráðinu en sér sýndist að þar væri komið á móts við allar helstu kröfur varðandi vopnaeftirlit. Bæði fulltrúar Evrópusambandsins og Kofi Annan, aðalframkvæmda- stjóri SÞ, eru sammála Frökkum og vilja fara gaumgæfilega yfir málið í ráðinu. REUTERSMYND Kjarnorkuúrgangur undir eftirliti Kjarnorkuandstæðingar og lögregla fylgjast grannt meö flutningaskipinu Pacific Pintail síöustu metrana til hafnar á Bretlandi í gær. Kjarnorkuúrgang- urinn loks kom- inn til Sellafield Umdeildum farmi af geislavirk- um úrgangi var skipað upp á norð- anverðu Englandi í gær og hann sið- an fluttur í kjarnorkuendurvinnslu- stöðina í Sellafield. Mikil mótmæli hafa verið höfð í frammi vegna úr- gangs þessa, bæði á láði og legi. Kjamorkuúrgangurinn, sem hugsanlega væri hægt að nota til vopnaframleiðslu, var upphaflega sendur til Japans á árinu 1999. Jap- anar neituðu hins vegar að taka við honum eftir að sendandinn, breskt ríkisfyrirtæki, viðurkenndi að hafa falsaö skjöl um öryggisþætti. Úrgangurinn var fluttur með skipi frá Japan og fylgdi vopnað skip með til að koma í veg fyrir að misindismenn létu freistast. CIA leitar að al- Qaeda í Jemen Bandaríska leyniþjónustan CIA og Bandaríkjaher eru tilbúin að hefja leynilegar aðgerðir í Jemen til að elta uppi liðsmenn al-Qaeda sem talið er að hafi flúið þangað frá Afganistan, að sögn bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar ABC. Hryðjuverkaforinginn Osama bin Laden er af jemensku bergi brotinn. Bandarískt herskip undan strönd Jemens verður notað sem fljótandi bækistöð fyrir hermenn sem komn- ir eru til Afríkuríkisins Djíbútí. I þeim hópi eru liðsmenn Delta-sér- sveitanna sem sérhæfa sig í að handsama eftirlýsta menn í öðrum löndum. Þá hefur CIA einnig eigin vopnaða sveit. Bandarískir embættismenn hafa af þvi vaxandi áhyggjur að Jemen sé að verða griðland liðsmanna al- Qaeda sem eru á flótta. REUTERSMYND Hliöiö opnaö upp á gátt Suður-kóreskir hermenn opna hlið að vopnlausa beltinu sem hefur skiliö aö kóresku ríkin tvö í áratugi. Kóreuríkin hófu í gær vinnu við að koma aftur á járnbrauta- og vegasambandi sín í milli og af því tilefni var nokkuö um dýröir. Landamærí Kóreuríkjanna hafa oft veriö kölluö síöustu kalda stríös-landamærin sem enn eru viö lýöi. Franskur rithöfundur fyrir rétti vegna ummæla um íslam: Heldur fram að Kóraninn sé síðri bókmenntir en Biblían Franski rithöfundurinn Michel Houellebecq sem kallaði íslam „heimskulegustu trúarbrögðin“ þvertók fyrir það í réttarsal í gær að hann hefði með því verið að æsa til kynþáttafordóma. Hann hélt því hins vegar fram að Kóraninn, helg bók múslima, væri síðra bók- menntaverk en Biblían. Hann hefði lesið þrjár þýðingar á Kóraninum og nokkrar bækur um hann. Fjögur samtök múslima og frönsk mannréttindasamtök höfðuðu mál á hendur Houellebecq fyrir ummæli hans um íslamstrú í tímaritsviðtali. Rithöfundurinn sagði í þéttskipuð- um réttarsalnum í París að hann hefði fullan rétt á að gagnrýna trú- arbrögö. Málið gegn Houellebecq hefur vakið mikla athygli og þykir um margt minna á mál breska rithöf- Michel Houellebecq Höfundur Öreindanna telur sig hafa fullan rétt til aö gagnrýna trúarbrögö. undarins Salmans Rushdies, sem klerkaveldið í íran dæmdi til dauða á sínum tíma fyrir bókina Söngva Satans vegna niðrandi umfjöllunar um múslíma, að þeir töldu. I máli Houellebecqs eigast við tjáningar- frelsið og viðkvæmni í garð trúar- bragða, á sama tíma og almenning- ur á Vesturlöndum hefur vaxandi áhyggjur af íslamstrú, i kjölfar hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin. Houellebecq hafnaði því að vera kallaður „kynþáttahatari sem er andvígur múslímum", sagði að slík viðurnefni þýddu ekki neitt. Þá sak- aði hann ritstjóra bókmenntaritsins Lire um að hafa snúið út úr orðum sínum í viðtalinu sem birtist í fyrra. „Hann tók því þannig að ég væri með íslam á heilanum," sagði hinn 45 ára gamli Houellebecq. Dómur verður kveðinn upp 22. október. Bílamarkadurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraur Kopavogi, simi - 567-1800 Löggild bíiasala Opið laugardaga kl. 10-17 Opið sunnudaga kl. 13-17 Toyota Hi Lux D.Cab Turbo dísil, árgerð 2001, vínrauður, ekinn 12 þús. km, 33“ dekk, áifelgur, topplúga, brettakantar, stigbretti. Verð 3.190. Bílalán 1.300 þús. Kia Grand Sportage, árgerð 2001, grænn, ekinn 37 þús. km, 5 gíra, álfelgur, rafdr. rúður o.fl. Verð 1.690 þús. Bílalán 1100 þús. EINNIG: Kia Sportage 2,0 '00, grænn, ek. 45 þús. km, 5 g., topplúga, allt rafdr., fjarst. samlæs. V. 1.350 þús. 2001, gullsans., ekinn 35 þús. km, 5 glra, dráttarkúla, rafdr. rúður, þakbog- ar o.fl. Verð 1.820 þús. Bilalán 1.320 þús. Nissan Terrano 3000 Se, árgerð 1995, gullsans., ekinn 110 þús. km, cruise control, vindskeið, toppgrind, topplúga, dráttarkúla. Verð 1.190 þús. Tilboð 850 þús. Hyundai Starex dísil 4x4, árgerð 1999, grænn, ekinn 66 þús. km, 5 gíra, álfélgur, spoiler, simi, kastarar o.fl. Verð 1.750 þús. Tilboð 1.550 þús. staðgreitt. Einnig: Hyundai Starex bensín, 4x4, árgerð 1999, vínrauður, ekinn 63 þús. km, 5 gira, álfelgur, kastarar, rafdr. rúður o.fl. Verð 1.550 þús Bílalán 970 þús. Pontiac Sunfire, árgerð 1996, svar- tur, ekinn 114 þús. km, 17“ álfelgur, litað gler, spoiler. Verð 790 þús. Tilboð 550 þús. Suzuki Baleno, árgerð 1996, grænn, ekinn 107 þús. km, 5 gíra, álfelgur, rafdr. rúður. Verð 430 þús. BMW 520 iA, árgerð 1990, svartur, ekinn 200 þús. km, sjálfsk., álfelgur, litað gler, cd, dráttarkúla o.fl. Verð 590 þús. Dodge Grand Caravan Se, 3,3, 4x4, árgerð 1995, grænn, ekinn 135 þús. km, sjálfsk., álfelgur, rafdr. rúður, rafstýrð sæti. Verð 1.050 þús.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.