Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2002, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2002, Blaðsíða 20
<• 44 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 íslendingaþættir________________________________________________________________________________________________________3E>~V Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 75 ára__________________________________ Helga Runólfsdóttir, .. Unnarholtskoti 2, Árnessýslu. Sigurbjörn Árnason, Goöatúni 34, Garðabæ. Sigurveig Einarsdóttir, Gullsmára 10, Kópavogi. 70 ára__________________________________ Alda Þórðardóttir, Reynilundi 15, Garöabæ. Jóhann Ágústsson, Viöjugeröi 9, Reykjavík. Sigrún Theódórsdóttir, Hjallabraut 86, Hafnarfirði. 60 ára__________________________________ Bára Siguröardóttir, Víöivöllum 13, Selfossi. Birgir Kristjánsson, Borgarvegi 50, Njarövik. Grétar Vésteinsson, Breiövangi 39, Hafnarfirði. Helga I. Þorkelsdóttir, Funafold 29, Reykjavík. Ingþór Hallberg Guðnason, Laugavegi 33b, Reykjavík. Sævar Baldursson, Kelduhvammi 2, Hafnarfirði. 50 ára _________________________________ Guðbjörn Ásgeirsson, Glósölum 7, Kópavogi. Guðný Benediktsdóttir, Miðtúni 7, Sandgerði. Gunnar H. Magnússon, framkvæmdastjóri Skúlason & Jónsson. Álfaheiöi 12, Kópavogi. Hann tekur á móti ættingjum, vinum og veiöifélögum á heimili sínu 21.9. frá kl. 20.00. Jón H. Magnússon bólstrari, Tverrbakken 4, 0475, Ósló, Noregi. Halldóra S. Matthíasdóttir, Njörvasundi 27, Reykjavík. Snorri Gunnlaugur Bogason, Góuholti 13, ísafiröi. 40 ára__________________________________ Bjarni Þorbergsson, Grænuhlíö 10, Reykjavík. Egldio Duccillo, Karfavogi 33, Reykjavík. Eva Margrét Jónsdóttir, Sunnubraut 24, Kópavogi. Guðrún le Sage de Fontenay, Hnotubergi 5, Hafnarfirði. Guðrún Ottósdóttir, Raftahlíö 72, Sauðárkróki. Herdís Kristrún Harðardóttir, Hlíöartúni 24, Höfn. Jose Alberto Valencia Palmero, Langholtsvegi 42, Reykjavik. Jose Baracina Balana, Íshússtíg 5, Keflavík. Jóhann Baldursson, Ásvallagötu 28, Reykjavík. Jón Þór Einarsson, Logafold 92, Reykjavík. ' Józef Dojlidko, Litlagerði 2b, Hvolsvelli. Laufey Ásta Breiðdal, Bólstaöarhlíð 35, Reykjavik. Sigmar Ólafsson, Bakkatjörn 5, Selfossi. Sigríöur Einarsdóttir, Laugarásvegi 41, Reykjavík. Sóley Sverrisdóttir, Maríubakka 22, Reykjavik. Valdimar Kúld Björnsson, Skúlagötu 7, Stykkishólmi. Viktor Pétursson, Rjótaseli 34, Reykjavík. Þuríður Þorláksdóttir, Snægili 21, Akureyri. * . SBl Guðmundur H. Þorbjörnsson húsgagna- bólstrari, Hlíöarhúsum 3, áöur til heimil- is í Stangarholti 20, veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikud. 18.9. kl. 15.00. Bryndís Emilsdóttir, Grettisgötu 73, Reykjavík, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju miövikud. 18.9. kl. 13.30. Ómar Sigtryggsson, Háteigsvegi 19, Reykjavik, verður jarösunginn frá Há- teigskirkju miðvikud. 18.9. kl. 13.30. Gunnar R. Bjarnason leikmyndateiknari, verður jarösunginn frá Kópavogskirkju miövikud. 18.9. kl. 10.30. Sverrlr Bjarnason læknir, Blikahólum 6, Reykjavík, veröur jarðsunginn frá Dómkirkjunni miövikud. 18.9. kl. 15.00. Hjálmtýr E. Hjálmtýsson, Sóivallaglötu 33, veröur jarösunginn frá Háteigskirkju fimmtud. 19.9. kl. 13.30. Sjötíu og fimm ára_________________________ Árni ísleifsson tónlistarmaður í Reykjavík þau flögur böm auk þess sem Una á dóttur frá því áður. Systkini Árna: Gísli Guðmund- ur, f. 18.5. 1926, hrl. í Reykjavík; Ásdís, f. 9.12. 1928, húsmóðir í Reykjavík; Hild- ur Sólveig, f. 8.7. 1934, d. 28.12. 1969, skrifstofu- maður. Foreldrar Áma voru ísleif- ur Ámason, f. 20.4. 1900, d. 7.8. Árni ísleifsson tónlistarmaður, Æsufelli 4, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Árni fæddist í Reykjavík og ólst þar upp og að Móbergi í Langadal í Austur-Húnavatnssýslu. Hann stundaði nám við VÍ, við Tónlistar- skólann í Reykjavík, var í tónlistar- námi hjá einkakennurum og hjá Tónskóla þjóðkirkjunnar. Ámi hefur lengst af búið og starf- að i Reykjavík en var búsettur á Eg- ilsstöðum í tuttugu og eitt ár og í eitt ár á Fáskrúðsfirði. Árni vann um alllangt skeið við logsuðu hjá Ofnasmiðjunni í Reykjavík. Hann hefur verið í hópi okkar þekktustu hljóðfæraleikara um áratugaskeið, lék á píanó með ýmsum helstu danshljómsveitum höfuðstaðarins og stjórnaði ýmsum þeirra um árabil og síðan á Austur- landi, stofnaði og hefur leikið með Dixielandhljómsveit Áma Isleifs og Árna ísleifs Vinartríói, hefur leikið djass með öllum helstu íslensku djassleikurum sinnar kynslóðar, var framkvæmdastjóri fimmtán djasshátíða á Egilsstöðum þar sem fram komu heimsfrægir djassleikar- ar, var lengi tónlistarkennari á Hér- aði, tónlistarkennari á Fáskrúðs- firði og við Tónlistarskóla Esk- og Reyðfirðinga. Hann var kirkju- organisti á Völlum, Fáskrúðsfirði og Eskifirði, stjórnaði Karlakór Fljótsdalshéraðs um skeið og Kór eldri borgara á Egilsstöðum. Árni hefur samið ýmis lög, s.s. flest lögin sem sungin voru af Soff- íu (dóttur hans) og Önnu Siggu. Þá má nefna lagið Stína ó Stina sem sungið var af Hauki Morthens og síðan frænda hans Bubbba Morthens. Ámi er nú að ljúka við stórverk í tíu köflum sem hann nefnir Portrait of a Woman. Fjölskylda Ámi kvæntist 31.12. 1986 Kristínu Axelsdóttur, f. 31.7. 1942, skrifstofu- manni. Hún er dóttir Axels Gunn- arssonar, nú látinn, verslunar- manns í Reykjavík, og Áslaugar Gunnarsdóttur húsmóður. Böm Áma og Kristínar eru ísleif- ur, f. 20.12. 1986, öryggisvörður; Ás- laug Hildur, f. 27.7. 1989, starfsmað- ur hjá Pizza Hut. Dóttir Áma frá fyrra hjónabandi og Sigríðar Sveinbjarnardóttur frá ísafirði er Soffia, f. 3.10. 1949, full- trúi i menntamálaráðuneytinu, gift Sigurði Karlssyni, fulltrúa hjá Heklu, og eiga þau íjögur böm. Dóttir Áma frá því áður er Una, f. 27.4.1949, fulltrúi á Stöð 2, var gift Kristjáni Össuri Jónssyni og eiga 1962, hrl., prófessor í lögum, borgar- dómari og auk þess kunnur knatt- spymumaður í Reykjavík, og Soffia Gísladóttir Johnsen, f. 1.6. 1907, d. 28.5. 1994, húsmóðir. Ætt Ísleifur var sonur Áma, hrepp- stjóra og dbrm. á Geitaskarði, Þor- kelssonar, b. á Gvendarstöðum og á Spáná, Þorsteinssonar. Móðir ísleifs var Hildur Solveig Sveinsdóttir, b. á Lýtingsstöðum, Arasonar. Móðir Hildar var Guð- björg ljósmóðir Benjaminsdóttir. Soffía var dóttir Gisla J. John- sens, stórkaupmanns 1 Vestmanna- eyjum, bróður Sigfúsar Johnsens, bæjarfógeta í Eyjum, föður Baldurs Johnsens læknis, föður Skúla John- sen héraðslæknis. Annar bróðir Gísla var Árni, útvegsb. í Eyjum, afi Árna Johnsens, fyrrv. alþm., og Árna Sigfússonar, bæjarstjóra i Reykjanes- bæ. Gísli var sonur Jóhanns Jörgens Johnsens, kaupmanns og útgerðar- manns í Vestmannaeyjum, og Önnu Sigríðar Árnadóttur. Móðir Soffíu var Ásdís, dóttir Gísla Stefánssonar af Selkotsætt. Ámi verður með þröngum hópi ættingja á afmælisdaginn. Elín Árnadóttir húsmóðir í Vestmannaeyjum Jón Gíslason bóndi á Innri-Skeljabrekku Elín Ámadóttir húsmóðir, Ása- vegi 5, Vestmannaeyjum, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Elín fæddist í Vestmannaeyjum og ólst þar upp. Hún lauk gagn- fræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja og stundaði nám við húsmæðraskólann í Soro í Dan- mörku 1947. Elín var verslunarmaður við Verslun Önnu Gunnlaugsdóttur, viö verslunina Framtíðina og hjá ís- lenskum heimilisiðnaði í tíu ár. Fjölskylda Eiginmaður Elínar er Gunnar Björn Stefánsson, f. 16.12. 1922, fyrrv. útgerðarmaður. Hann er son- ur Stefáns Guðlaugssonar, útvegs- bónda i Gerði í Vestmannaeyjum, og Sigurfinnu Þórðardóttur hús- móður. Synir Elinar og Gunnars Bjöms eru Leifur, f. 16.2. 1947, skipstjóri í Vestmannaeyjum, en kona hans er Ingibjörg Bima Sigur- steinsdóttir, f. 21.9. 1947, skrifstofumaður, og eru synir þeirra Sigursteinn Björn og Gunnar Guðni; Ámi Gunnar, f. 22.12. 1950, rafvirkjameistari í Vestmannaeyj- um, en kona hans er Ema Ingólfs- dóttir, f. 24.10. 1952, leikskólakenn- ari, og eru böm þeirra Ingólfur, Davíð og Elín; Stefán Geir, f. 1.2. 1953, skipstjóri í Vestmannaeyjum, en kona hans er Aðalheiður Sveins- dóttir Waage, f. 7.4. 1954, skrifstofu- maður, og eru synir þeirra Sveinn Waage og Gunnar Geir Waage. Systkini Elínar: Jón Árni, f. 10.3. 1916, d. 2.8. 1970; Ragnheiður Rog- ich, f. 10.10. 1918, d. 2.11.1999; Guðni Hjörtur, f. 14.8. 1920, d. 3.10. 1965; El- ísabet Möller, f. 4.3. 1930. Foreldrar Elínar: Ámi Sigfússon, f. 31.7. 1887, d. 7.3. 1948, útgerðar- maður í Vestmannaeyjum, og Ólafía S. Ámadóttir, f. 8.3. 1895, d. 15.3. 1962, húsfreyja. Jón Gíslason, bóndi á Innri- Skeljabrekku í Andakíl í Borgar- nesi, er áttræður í dag. Starfsferill Jón fæddist á Jörva á Akranesi og ólst þar upp og á Súlunesi en flutti með foreldrum sínum að Innri-Skeljabrekku 1936. Jón varð búfræðingur frá Bænda- skólanum á Hvanneyri 1943. Hann tók þá við búi foreldra sinna á Innri-Skeljabrekku og bjó þar allan sinn búskap. Jón er heiðursfélagi í hesta- mannafélaginu Faxa 1 Borgarfirði og tók virkan þátt í starfi þess á ár- um áður. Jón hefur verið lengi félagi í Rotaryklúbbi Borgamess. Fjölskylda Jón kvæntist 15.6. 1944 Kristinu Pétursdóttir, f. 25.12. 1925, d. 2.8. 2001, húsfreyju á Innri-Skelja- brekku. Foreldrar hennar voru Guðfinna Guðmundsdóttir og Pétur Þorsteins- son, bændur á Mið-Foss- um í Anda- kíl. Böm Jóns og Kristínar eru Gísli, f. 17.6. 1946, bóndi, en kona hans er Oddbjörg Leifsdóttir, f. 31.1.1945, og eiga þau fimm börn; Pétur, f. 25.12. 1949, byggingameistari, en kona hans er Svava Sjöfn Kristjánsdóttir, f. 9.6. 1949, og eiga þau þrjú böm; Þorvaldur, f. 28.5. 1954, frjótæknir, en kona hans er Dagný Sigurðar- dóttir, f. 31.10.1959, og eiga þau þrjú böm. Hálfsystkini voru Þorvaldur Ell- ert Ásmundsson; Gróa Ásmunds- dóttir; Ásta Ásmundsdóttir. Alsystkini Jóns: Guðjón; Magnús; Elín; Eygló. Foreldrar Jóns: Gísli Jónsson, sem bjó á Jörva á Akranesi, á Súlu- nesi og síðast á Innri-Skeljabrekku, og k.h., Þóra Þorvaldsdóttir. Jón verður að heiman á afmælis- daginn. Sjötíu og fimm ára Ari F. Guðmundsson fyrrv. framkvæmdastjóri Ari F. Guðmundsson, fyrrv. fram- kvæmdastjóri starfsmannasviðs Landsbanka íslands, Birkihæð 8, Garðabæ, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Ari fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í austurbænum. Að loknu gagnfræöaprófi hóf hann störf við Landsbanka íslands þar sem hann starfaði í fimmtíu og fimm ár. Hann vann við flestar deildir bankans en síðustu tuttugu og fimm árin var hann framkvæmdastjóri starfs- mannasviðs bankans. Ari æfði og keppti í sundi, golfi og körfuknattleik. Hann var m.a. formaður sundfélagsins Ægis, Golf- klúbbs Reykjavíkur og ÍBR. Fjölskylda Ari kvæntist 21.10. 1950 Kötlu Ólafsdóttur, f. 28.4. 1929, húsmóður. Hún er dóttir Ólafs Þórarinssonar og Vilborgar Þorsteinsdóttur. Böm Ara og Kötlu eru Fríða Svala, f. 1.4. 1951, hár- greiðslukona í Los Angel- es;Atli, f. 22.10. 1953, sviðsmynda- hönnuður í Los Angeles, en dóttir hans er Dagmar, f. 7.3.1978; Vilborg, f. 13.5.1959, húsmóðir í Los Angeles, gift Steven Colin kvikmyndagerðar- manni og eru böm þeirra Anna Leha, f. 24.10. 1988, og Ari Ford, f. 1.3. 1996; Guðmundur, f. 3.12. 1966, kvæntur Svanhildi Gestsdóttur og eru böm þeirra íris Katla, f. 10.2. 1992, Snædís, f. 22.12. 1994, og Ari Gestur, f. 25.12. 2001. Systkini Ara: Halldór Þ. Guð- mundsson, nú látinn, flugvirki hjá Flugleiðum, var kvæntur Emelíu Guðlaugsdóttur; Hjördís Nielsen, búsett í Danmörku. Foreldrar Ara: Guðmundur Hall- dórsson, f. 30.8. 1892, d. 24.2. 1957, prentari í Reykjavík, og Fríða I. Aradóttir, f. 1.2. 1899, d. 10.3. 1973, söngkona og húsmóðir. Fertugur Garðar Jónsson málarameistari á Akranesi Garðar Jónsson málarameistari, Einigmnd 9, Akranesi, er fertugur í dag. Starfsferill Garðar fæddist í Borgamesi og ólst þar upp. Hann lauk grunnskóla- prófi í Borgarnesi, stundaði nám við Iðnskólann á Akranesi, lærði málaraiðn, lauk prófum í þeirri grein og öðlaðist meistararéttindi í málaraiðn 1986. Garðar hefur stundað málaraiðn frá því hann lauk prófum og hefur verið með sjálfstæðan atvinnurekst- ur frá 1990. Garðar æfði og keppti í knatt- spymu með meistaraflokki Skalla- grims í Borgamesi 1978-84, þjálfaði og lék með Hvöt á Blönduósi 1985-86, á Dalvík 1987-88, með Leiftri á Ólafsfirði 1989, með Sindra, Homafirði, 1990, og Boltafélaginu Bruna á Akranesi 1992-93. Garðar lék körfuknattleik með meistaraflokki Skallagrims 1978-82 og ÍA 1982-94 og sat í stjóm körfuknatt- leiksfélags ÍA 1990-95. Fjölskylda Garðar kvæntist 25.10. 1986 Lám Hagalín Björgvinsdóttur, f. 9.4. 1963, nema f leikskólafræðum. Hún er dóttir Björgvins Hólms Hagalíns- sonar, vélsmiðs á Akranesi, og Guð- rúnar Eddu Júlíusdóttur húsmóður þar. Böm Garðars og Láru eru Sólrún Perla, f. 27.8. 1981; Heiðrún Sif, f. 18.1. 1983; Björgvin Andri, f. 13.5. 1991; Kristófer Daði, f. 25.2. 1997. Systkini Garðar eru Þórður Helgi, f. 14.3. 1958; Gunnar, f. 2.5. 1960; Sesselja, f. 16.8. 1965; Finnbogi, f. 22.10. 1977. Foreldrar Garðars eru Jón Þórð- arson frá Krossanesi, f. 22.2. 1935, bifreiðarstjóri í Borgarnesi, og k.h., Inga Sigurbjörg Ingvarsdóttir, f. 17.7. 1937, húsmóðir þar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.