Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2002, Blaðsíða 14
14 MIÐVTKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 Skoðun DV Spurning dagsins Finnst þér kjötsúpa góð? Guðmundur Harðarson: Jé, ágæt. Alda Pálsdóttir: Hún er ágæt en er ekki í neinu sérstöku uppáhaldi. Sigríður Ottósdóttir: Já, mjöggóö. Svanhvít Ingólfsdóttir: (býr í Danmörku) Já, þaö finnst mér, sérstaklega íslensk. Kristín Edda Kristjánsdóttir: Já, ég er hrifm af henni. Orkuveita Reykjavíkur og RARIK — búbót eða bruðl? I sumarbústaðalandi Grímsness. - „Flestir sumarbústaöir og íbúöarhús á viökomandi svæöum hafa til þessa veriö hitaöir meö rafmagni." Atli Gísiason hrl. skrifar: Orkuveita Reykjavíkur stendur nú í umfangsmiklum framkvæmd- um í Grímsneshreppi og Borgarfirði við lagningu hitaveitu. Ætla má að stofnkostnaður nemi hundruðum milijóna. Flestir sumarbústaðir og íbúðarhús á viðkomandi svæðum hafa til þessa verið hitaðir með raf- magni. Orkuveitan upplýsir að heitt vatn verði selt á svipuðum kjörum og RARIK býður raforku. Þar með er ekki öll sagan sögð. Sé málið skoðaö frá sjónarhóli sumar- bústaðaeigenda má ljóst vera að raf- magnskostnaður mun ef til vill lækka um 60% til 70% en saman- lagður kostnaður vegna rafmagns og hitaveitu verður líklega um 30% hærri en núverandi orkukostnaður. Við bætist heimtaugargjald og upp- setning búnaðar sem reikna má að verði á bilinu 500.000 kr. til 700.000 kr. á hvem sumarbústað. Auk þess munu verðmæti ef til vill að fjár- hæð 250.000 kr. fara í súginn þegar rafmagnsofnar, hitatúbur og til- heyrandi verða ruslahaugamatur. - Séu þessir tveir þættir teknir með í reikninginn felur tenging við hita- veitu i sér verulega aukningu á orkukostnaði. En fleira kemur til. Ef fram fer sem horfir mun RARIK verða af ár- legum sölutekjum sem skipta tugum milljóna og jafnvel meiru um dreifl- kerfi sem sett hefur verið upp með æmum tilkostnaði. Þar af er um að ræða talsverðar sölutekjur vegna umframorku á sumrin sem ella fæst lítið fyrir. Er þetta eðlileg gæsla al- mannahagsmuna? Almennir orkunotendur þurfa að blæða fyrir þessa „samkeppni" Orkuveitu Reykjavíkur og fyrir það sem ég nefni andvaraleysi RARIK. Bæði fyrirtækin eru almennings- eign. Ég kalla það andvararleysi RARIK að hafa ekki gætt hagsmuna „Til þessa hafa upplýsingar um vœntanlegan heildar- kostnað sumarbústaðaeig- enda við að taka inn vatn frá hitaveitu og raforku- kaup verið í skötulíki og málið allt að því lagt þannig upp að ekki sé unnt að hita vatn í heita potta með rafmagni. “ sinna og leitast við að koma í veg fyrir skerðingu tekna og vannýt- ingu á dreifikerfi. í fljóti bragði sýn- ist sem RARIK ætti að vera í lófa lagið að lækka gjaldskrá sína, til dæmis með hlutfallslegri lækkun eftir því sem orkunotkun er meiri. Þannig gæti RARIK haldið sínum hlut. I þessu samhengi er vert að minnast þess að í augum flestra er dvöl í sumarbústað ekki munaður heldur eðlileg og sjálfsögö lífsgæði borgarbúa úr öllum starfsstéttum. Af samtölum við starfsmenn RARIK má ráða, að þeir séu ríg- bundnir við núverandi gjaldskrá og hún verði ekki lækkuð nema með ærinni fyrirhöfn og ráðherraleyfl. Það eru að verða síðustu forvöð fyr- ir RARIK að gæta hagsmuna sinna og þjóðarhags. Skora ég á fyrirtæk- ið og ekki siður ráöherra orkumála að bregðast skjótt við og lækka gjaldskrá vegna raforkusölu til sum- arbústaða. Til þessa hafa upplýsingar um væntanlegan heildarkostnað sumar- bústaðaeigenda við að taka inn vatn frá hitaveitu og raforkukaup verið í skötulíki og málið allt að því lagt þannig upp að ekki sé unnt að hita vatn í heita potta með rafmagni. - Þar er einnig verk að vinna fyrir RARIK. Ófriðarástand í Breiðholtslaug Breiðhyltingur skrifar:____________________________ Um þó nokkurt skeið hefur verið megn óánægja meðal fjölmargra fastagesta sem stunda Breiðholts- sundlaugina. Óánægjan beinist fyrst og fremst að ónógum eða slæmum þrifum og almennu sleifar- lagi stjórnenda laugarinnar er lýtur að atriðum sem ætti að vera minni háttar mál að lagfæra. Er hér fyrst og fremst átt við að þrifnaði er ábótavant, hálfónýtar sturtur látnar duga ár eftir ár, ofnar sem hitna ekki, ófrágengið rafmagn og svona mætti lengi telja. Þeir sem dirfast að tjá sig um þessi mál eru, að sögn, umsvifalaust kallaðir fyrir forstöðumann laugar- „Óánægjan beinist fyrst og fremst að ónógum eða slœm- um þrifum og almennu sleif- arlagi stjómenda laugarinn- ar er lýtur að atriðum sem œtti að vera minni háttar mál að lagfœra.“ innar sem les viðkomandi pistilinn og hótar jafnframt banni við frekari heimsóknum í laugina. Eldri maður sem kallaður var fyrir forstöðu- mann vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið og taldi sig ekkert hafa ann- að til sakar unnið heldur en að fmna að ástandinu eins og það kom honum fyrir sjónir. Gamla mannin- um varð svo mikið um reiðilestur forstöðumanns að hann mun ekki koma aftur í heimsókn í Breiðs- holtssundlaug heldur stunda fram- vegis sund í öðrum sundlaugum borgarinnar. Þetta eru atriði sem ekki ætti að láta danka og eðlilegt viðhald og hreinlæti er sérstaklega mikilvægt á sundstöðum, enda eru þau í há- vegum höfð í flestum sundlaugum hér á höfuðborgarsvæðinu, og sums staðar til algjörrar fyrirmyndar, jafnvel fyrir aðrar og stærri þjóðir. Ég vil veg Breiðholtslaugar sem mestan og skora á ráðamenn í þess- um málum að taka þama til hend- inni sem fyrst. Talið er að um aðkomuhund sé að ræða Þannig hljómar titill á teikningu eftir Þorvald Þorvaldsson sem sýnd var á Akureyri fyrir skömmu og var Þorvaldur að gera grín að hug- takinu aðkomumaður og sneri því upp á hund- inn. Frægar urðu fréttimar á sínum tíma sem fjölluðu um afbrot eða áílog á Akureyri. Þær enduðu gjaman: Talið er að um aðkomumann sé að ræða. Enn þann dag i dag veit enginn hvort blaða- mennirnir sem skrifuðu fréttimar báru ábyrgð á orðalaginu eða hvort lögreglan endaði öll samtöl sín við fjölmiöla á þessum orðum. En það eru breyttir tímar. Nú er algjör hending ef það þykir fréttamatur hvort um aðkomumann sé að ræða eða ekki. Gildir það um Akureyri líkt og önnur og minni pláss. Hafnfirsk aökomukona Síðustu daga hefur aðkomumaður í Hafnar- firði fengið itrekað á baukinn í fjölmiðlum. Fyrr- um samstarfsmenn spretta upp og senda að- komumanninum - eða öllu heldur aðkomukon- unni - illan tón. Allt sem hefur farið úrskeiðis í Áslandsskóla í Hafnarfirði mun vera Sunitu Gandi að kenna en hún er eins og nafnið bendir til af erlendu bergi brotin. Sunita hefur sjálf ekki viljað tjá sig um ásak- anir sem er miður fyrir almenning því löngu er málaerfiðleikar kunna að eiga þátt í ferlinu öllu og e.t.v. er hægt að draga einhvem lærdóm af því. En að skella skuldinni gervallri á Sunitu Gandi eina og sér hljómar dálitið einkennilega í augum og eyrum Garra. Sunita virðist hafa sitt- hvað á samviskunni en sagan er aöeins hálfsögð enn. Henni lýkur ekki fyrr en Sunita svarar ásökunum. C^OvTfi. orðið tímabært að hún svari fyrir sig. En Garra virðist það helst til of mikil einfóldun að eitt stykki að- komukona eigi sök á öllu því sem sagt er hafa farið úrskeiðis. Og ork- ar reyndar tvímælis hvort allt sé í kaldakolum í skólanum. Viðurkenning fyrir skó'astarf Fyrir liggur að einn skólasfjóri sagði upp störfum i fyrrahaust og annar var settur í hennar stað. Síð- an var nýr skólastjóri ráðinn og hann situr enn. Fyrir liggur einnig að 13 kennarar sögðu upp störfúm í síðustu viku og áður voru einhver dæmi um uppsagnir. Það segir manni að eitthvað er að. En hvað? Fyrir liggur einnig að skólastarf í Áslandsskóla hefur hlotið viöur- kenningu og mörg böm og foreldrar þeirra eru alsæl með vistina . Óánægja foreldra hefur ekki komið fram að neinu viti. Aðeins óánægja starfs- manna sem hafa orðið að vinna í dálitið fram- andi kerfi. Sunita talar ekki íslensku, að Garra skilst, og kannski hefur hún þess vegna kinokað sér við að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Tungu- I skólastofunni Enskukennsia væri vel þegin. Enska fyrir 9 ára Erla Sigurðardóttir skrifar: Mér finnst ótækt að krakkar sem orðnir eru 9 ára skuli ekki fá byrj- endakennslu í ensku eins og krakkar á þessum aldri eru móttækilegir fyrir tungumálum. Tölvuleikir eru krökk- um hugðarefni og þar er enska alls- ráðandi og þá þarf auðvitað að fá að- stoð við þyðingu því allt er tölvueftii á ensku eins og allir vita. Einstaka skól- ar sýna þó viðleitni í þessum efnum, t.d. á Seltjamamesi, en þar er enska á stundaskrá 9 ára krakka einu sinni í viku. Hvers eiga krakkar í öðrum skólum að gjalda? Ég skora á forráða- menn skóla í Reykjavík að bæta um betur og hefja enskukennslu á byrj- endastigi strax eftir áramót. George W. Bush og 11. september Vilhjálmur Alfreðsson skrifar: í DV birtist ágætt bréf eftir Þorstein Einarsson undir fyrirsögninni „Meg- um þakka Bush“. Ég má þó tO að benda á eftirfarandi: Flest ríki Evrópu á tímum Hitlers voru ýmist fasísk eða með hægri íhaldsstefnu (ekki þó Bret- land) og voru fremur vinveitt Þýska- landi þess tíma. I þá daga vildu Banda- ríkin ekki sjá Evrópu fyrr en þau urðu sjálf fyrir árás (þ.e. á Pearl Harbour á Hawaii). En nú eru Bandaríkin að vakna aftur. George W. Bush sem er af Texas-kúrekaliðinu, hefur grætt á 11. september úr þvi sem komið er. Bryndís Jóhanna Hlöðversdóttir. Siguröardóttir. Skilgreini betur framboö sín. í fyrsta sæti Samfylkingar Þorsteinn Jónsson skrifar: Nú hefur þingflokksformaður Sam- fylkingarinnar, Bryndís Hlöðversdótt- ir, tflkynnt að hún bjóði sig fram og vOji leiða lista Samfylkingar í öðru hvoru kjördæmi Reykjavíkur í næstu alþingiskosningum. Þetta er gott mál, því konan er vel frambærfleg og virðist greind og skeflegg fyrir snm málstað. Skaði er að fréttin segir ekkert um í hvoru kjördæminu hún ætlar fram. Ég styð Samfylkinguna og vO heldur ekki missa Jóhönnu Sigurðardóttur af þingi. Hún sækist líka eftir því að leiða list- ann í Reykjavík. Það er því nauðsyn- legt að þær stöflur taki af skarið í hvoru kjördæmi borgarinnar þær bjóði sig fram svo að þær fari ekki fram hvor gegn annarri. En það yrði að öðru óbreyttu eins og málin standa nú. í dægurmálin? Haukur Hauksson skrifar: Ég verð nú að vera sammála bisk- upnum sem segir að predikunarstóO- inn megi ekki verða dægurmálaútvarp. Virkjanamál, kvótamálin, óveiddur fiskur og annað í þessum dúr er nokk- uð sem ekki á að hrópa um úr stólnum. „Erum viö ef tO vOl orðin „Alkóa““, spurði einn presturinn sóknarböm sín í kirkjunni. Fólk vOl mátulega mOúð af „Orðinu" en heldur ekki neitt um „launasmjaðrarann og hræsnina hála“. Nóg um þær á ljósvakamiðlunum. Já, prestar góðir, passið að halda ykkur 'innan Orðsins. ov Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.ls Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Skaftahlíö 24, 105 ReykJavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.