Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2002, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2002, Blaðsíða 29
MIÐVKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 53 Floro á kunnuglegar slódir Spænska 1. deildarlið- ið ViIIarreal, sem lék gegn FH-ingum í Inter- toto-keppninni i sumar, hefur ráðið nýjan þjálf- ara í stað Victor Munoz sem rekinn var frá félag- inu í síðustu viku. Hinn nýi þjálfari heitir Benito Floro og er fyrrum þjálf- ari hjá Real Madrid en var vikið þar úr starfl fyrir um tíu árum síðan. Floro er ekki ókunnugur hjá Villarreal en hann þjálfaði liðið fyrir 13 ár- um þegar það lék í 3. deild. Hann segist hlakka til starfsins sem er spennandi en um leið mjög krefjandi. Liðið hefur eitt stig úr tveimur leikjum í deildinni. -JKS Rafpóstur: dvsport@dv.is Meistaradeild Evrópu heldur áfram í kvöld: keppni í hverju orði Maccabi Haifa á Old Trafford - Rivaldo leikur sinn fyrsta leik með AC Milan Boltinn heldur áfram að rúlla í meistaradeildinni í kvöld með átta leikjum í E-, F-, G- og H-riðl- um, en það eru mörg stórliðin i þessum riðlum, á borð við Juventus, Man.Utd og Bayern Munchen svo einhver séu nefnd. Það bíður Bobby Robson og lærisveina hans í Newcastle erfitt verkefni í Kænugarði, þar sem þeir mæta heimamönnum í Dynamo Kiev. Líklegt er talið að Robson tefli fram sama liði og steinlá fyrir Chelsea um síðustu helgi, sem þýðir að Craig Bella- my heldur sæti sínu, en hann er nýstiginn upp úr meiðslum. Ekki er líklegt að Newcastle ríði feit- um hesti frá Kænugarði enda er byrjun liðsins á ensku úrvals- deildinni ekki glæsilegt, fjögur stig eftir fimm leiki. Hinn leikurinn í riðlinum er viðureign Feyenoord og Juventus í Rotterdam, en Feyenoord er nú- verandi Evrópumeistari félags- liða. Feyenoord hefur byrjað leik- tíðina vel í Hollandi og lögðu þeir Twente með sannfærandi hætti um helgina, en þó verður fyrirliði þeirra Paul Bosvelt ekki með í kvöld. Sömu sögu má segja um Juventus sem sigraði sann- færandi i sínum fyrsta deildar- leik á tímabilinu og stilla þeir að venju upp mjög sterku liði með þá Edgar Davids, Del Piero, Di Vaio, Thuram, Pavel Nedved svo einhverjir séu nefndir. Neville og Veron inn í F-riðli tekur Man.Utd á móti ísraelska liðinu Maccabi Haifa á heimavelli sínum. Liðið verður eitthvað breytt frá því í leiknum Alex Ferguson áhyggjufullur á leik Leeds og Man.Utd á laugardag. Nær hann liöinu í gang gegn Maccabi Haifa á Old Trafford í kvöld? gegn Leeds á laugardag og búist er við því að bæði Gary Neville og Veron komi inn í liðið að nýju eftir meiðsli. Enn eru þó fjarver- andi þeir Paul Scholes, sem er meiddur á hné, og Roy Keane sem er enn frá eftir aðgerð á mjöðm. Ef allt væri eðlilegt ætti Maccabi-liðið að vera auðveld bráð, en miðað við gengi Manchester-liðsins undanfarið má kannski búast við hverju sem er úr herbúðum Man. Utd. Bæjarar til Aþenu í sama riðli heimsækir Bayer Leverkusen gríska liðið Olympi- akos, Þjóðverjarnir léku til úr- slita í meistaradeildinni á síðasta keppnistímabili og töpuðu fyrir Real Madrid. Með gríska liðinu leikur Christian Karembu sem áður lék með Real Madrid. Grikkirnir eru ávallt erfiðir heim að sækja og það er ljóst að róðurinn verður erfiður fyrir Leverkusen sem hefur byrjað þýsku deildina með skelfilegum hætti. Liðið tapaði nú um helg- ina fyrir Hannover, sem flestir hafa spáð falli úr Úrvalsdeildinni á þessu keppnistímabili. Nokkra lykilmenn vantar í lið Leverku- sen s.s. Nowotny, Placenta og Ju- an sem allir eru meiddir. Stórleikur í Munchen Stórleikur G-riðils er leikur Bayern Munchen og Deportivo Coruna á ólympíuleikvanginum í Munchen. Nær öruggt er talið að Michael Ballack verði ekki með Bæjurum í kvöld en hann meidd- ist í viðureign liðsins gegn Nurn- berg um helgina. Ballack er þó þrjóskan uppmáluð og segir: „Ég mun leika.“ Þá eru blikur á lofti með Bixente Lizarazu vegna bak- meiðsla en það verður þó látið á þau reyna í dag fyrir leik. Meiðsli setja einnig svip sinn á lið Coruna fyrir leikinn, en telja má líklegt að þrátt fyrir meiðsli stórstjörnu á við Ballack, þá verði róðurinn erfiður fyrir Spánverjana, enda er lið Bayern Munchen einstaklega vel skipað og vart veikan hlekk að finna. „íslendingurinn" í kuldann í sama riðli tekur AC Milan á móti Lens. Talið er nær öruggt að Rivaldo leiki sinn fyrsta leik með ítalska liðinu og að hann muni koma inn fyrir „íslending- inn“ Jon Dahl Tomasson, en það hafa eflaust margir aðdáendur beðið eftir því að fá að sjá snill- inginn Rivaldo leika í AC Milan- búningnum. Barcelona tekur á móti Club Brugge á heimavelli sínum, Nou Camp. Ef allt er eðlilegt ætti Barcelona ekki að eiga í vand- ræðum með belgíska liðið, en Luis van Gaal nær að stilla upp mjög sterku liði í kvöld með þá Luis Enrique, Saviola og Klui- vert fremsta í flokki. Hinn leik- urinn í H-riðli er viðureign Lokomotive og Galatasaray en leikurinn fer fram í Moskvu. Sjónvarpsstöðin Sýn sýnir viðureign Bayern Munchen og Deportivo Coruna í beinni út- sendingu kl. 18.30 en að honum loknum verður sýndur leikur AC Milan og Lens. -PS Taekwondosambandið stofnað - Snorri Hjaltason einróma kjörinn formaður Um 50 manns frá ÍBR, HSK, Fjölni, ÍR, Ármanni, Björkum, Þór Akureyri og Keflavík sátu stofnþing Taekwondosambands íslands, skammstafað TKÍ, í gær. Taekw.ondosambandið verður þar með 24. sérsamband innan ÍSÍ. Mikil einurð og sóknarhugur einkenndu störf þingsins en þessi íþróttagrein er í mikilli sókn og langflestir iðkendur eru ungt fólk. Á stofnþinginu var Snorri Hjaltason einróma kjörinn for- maður hins nýja sérsambands. Með honum í stjórn voru kosnir Jón Ragnar Gunnarsson, Sigur- steinn Snorrason, Kjartan Sig- urðsson og Sverrir Tryggvason. í Patrick Ewing hefur tilkynnt að hann sé hættur að leika körfuknatt- leik en hann er einn af 50 bestu körfuknattleiksmönnum sögunnar i bandarískum körfuknattleik. Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart að hann skuli vera hættur en hann lék I fyrra með Orlando Magic þar sem hann átti ekki gott keppnistímabil. varastjórn voru kosin Ari Norm- andy, Del Rosario, Þórdís Úlfars- dóttir og Björn Þorleifsson. End- urskoðendur sambandsins voru Haukur Bjarnason hefur verið ráðinn þjálfari Evrópubikarlands- liðs Noregs í kvennaflokki á skíð- um og lætur hann þar með af störfum sem landsliðsþjálfari ís- lenska skíðasambandsins. Bestu ár sín átti hann með New York Rnicks, en hann lék með lið- inu í 15 ár af þeim 17 sem hann lék í NBA-deildinni en hann náði aldrei að veröa NBA-meistari með liðinu. Eins og áður sagði lék hann eitt ár með Orlando Magic og þar áður eitt tímabil með Seattle Supersonics. -PS kosnir Friðjón B. Friðjónsson og Hörður Gunnarsson. -JKS Haukur mun hefja störf þann 1. október en Linda Kristjánsdóttir mun æfa með norsku sveitinni í vetur. Þess má geta að Haukur var þjálfari Kristins Björnssonar á sínum tíma. -JKS Patrick Ewing lék 17 ár í NBA. NBA-deildin í körfuknattleik: Ewing hættur Haukur til Noregs - þjálfar Evrópubikarlið kvenna á skíðum -íWT" ltV9QMa'SnC,a Þar sem . DraumadeOdt113 VtSTsra^nnUvi6 0V. Enski bottinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.