Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2002, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 Utlönd DV Kim Jong-il Kim Jong-il lofar aö refsa þeim sem bera ábyrgðina á mannránunum. Jong-il viöur- kenndi rán á tólf Japönum Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu- manna, viðurkenndi í gær að útsend- arar leyniþjónustu hersins hefðu rænt tólf japönskum borgurum á áttunda og níunda áratugnum í þeim tilgangi að láta þá kenna norður-kóreskum njósnurum japönsku. Þetta kom fram á sögulegum fundi hans með Junichiro Koizumi, forsæt- isráðherra Japans, sem nú er í opin- berri heimsókn í Norður-Kóreu, en Japanar hafa lengi grunað Norður- Kóreu-menn um að hafa rænt fólkinu. Fjölskyldur þeirra rændu hafa lengi vonað að takast mætti að finna fólkið og heimta það aftur heim til Japan, en Jong-il viðurkenndi fyrir Koizumi að aðeins fjögur þeirra væru enn á lífi og fengju þau nú að snúa heim. Koizumi fordæmdi ránin harðlega en mun láta þar við sitja eftir að Jong- il harmaði þau og lofaði að þeim sem bæru ábyrgðina yröi refsað. Sjúklingunum gefið marijúana Hundruð krabbameins- og al- næmissjúklinga, svo og fjöldi sjúkra sem bundinn er við hjólastól, komu saman fyrir utan ráðhúsið í borg- inni Santa Cruz í Kalifomíu í gær til að mótmæla áhlaupi laganna varða á bú þar sem ræktað er mari- júana og því dreift til sjúkra. Mót- mælendumir fengu marijúana. Þeir sem dreiföu marijúananu sögðu að ekki væri nóg til af því og vöruðu við því að margir sjúklingar myndu af þeim sökum verða að sjá á bak árangursríkasta verkjastill- andi lyfinu sem þeir gætu fengið. Svo gæti því farið að sjúkir yrðu að kaupa marijúana á götumarkaðin- um ef stjómvöld héldu áfram aö berjast gegn notkun marijúana í lækningaskyni, sem yfirvöld í Kali- forniu hafa leyft. ísraelar halda enn áfram aðgerðum: Sprengja sprakk í pal- estínskum barnaskóla — ísraelskir hryðjuverkamenn grunaðir um verknaðinn ísraelskir hermenn skutu í morg- un einn Palestínumann tO bana og særðu annan þegar gerð var innrás í bæinn Tamoun rétt sunnan við bæinn Jenín á Vesturbakkanum, að sögn talsmanna ísraelshers, í að- gerð sem miðaði að því að hafa hendur I hári grunaðra hryðju- verkamanna í bænum. Að sögn sjónarvotta var skotiö á mennina þegar þeir reyndu að kom- ast undan á bifreið en þeir munu hafa verið liðsmenn Fatah-hreyfing- ár Yassers Arafats. Að sögn talsmanna hersins var skotið á þá þegar þeir reyndu að keyra inn í hóp hermanna í meintri árás og var fullyrt að tveir rifílar hefðu fundist í bílnum. Eftir aðgerðir ísraela í bænum fannst lík óþekkts Palestínumanns við vegkant í nágrenninu og sögðust Börnin mótmæla ofbeldinu. íbúar nálægs þorps hafa séð ísra- elskan herjeppa á svæðinu rétt áður en líkið fannst. Þá fann ísraelska lögreglan í morgun hálfbrunnið og sundurskot- ið lík ísraelsks borgara á öskuhaug- um nálægt Maale Adumim-land- nemabyggðinni í nágrenni Jerúsal- em, en mannsins hafði verið leitað eftir að fjölskylda hans tilkynnti um hvarf hans fyrr í vikunni. í gær sprakk öflug sprengja í pal- estínsku barnaskólahúsnæði í ná- grenni Hebron, með þeim afleiðing- um að fimm nemendur slösuðust. Sprengjunni haföi verið komið fyrir á salemi skólans og sprengd þegar börnin voru í frímínútum. ísra- elskir öryggisverðir sem sjá um gæslu á svæðinu tókst að aftengja aðra sprengju í byggingunni og komu þar með í veg fyrir enn meiri skaða. Grunur leikur á að ísraelskir hryðjuverkamenn hafi komið sprengjunum fyrir. REUTERSMYND „Rls Enrons" Nokkrir ungir og efnilegir fyrrum starfsmenn bandaríska orkurisans Enron, sem fór á hausinn fyrr á árinu eftir fjármálamisferli stjórnenda fyrirtækisins, sátu nýlega fyrir klæöalitlir hjá tímaritnu Piaygiri og var afraksturinn birtur á fjórtán síðum í síöasta tölubiaöi sem út kom í gær meö yfirskriftinni „Ris Enrons Skrímsli HF. Bryndís Björk Enok Orri María D. Ólafsdóttir RagnheiBur Eva Hlynur D. Birgisson Katrín Ósk Halldóra E. Hilmarsd. RÓshildur Hilmarsdóttir Lilja Ý. GuSmundsdóttir Elva Geirdal nr. 220291 nr. 040297 nr. 250295 nr. 051292 nr. 240496 nr. 040192 nr. 051295 nr. 250492 nr. 010798 nr. 121098 Krakkaklubbur DV og Sam-myndbönd oska vinningshöfum til hamingju. Vinningshafar nólgist vinningana íþjónustuver DV, Skaftahlíð 24, fyrir 11. október. Þökkum þótttökuna. Kveðja. TÍgri og Holldora tCjtPiKicJ<'úb'0L'r Hryðjuverkaárásirnar 11. september: Hótanir um flug- vélar sem vopn Leyniþjónustustofnanir í Banda- rikjunum urðu í fyrravor og fyrra- sumar varar við hótanir um árásir á skotmörk innan Bandarikjanna og um að flugvélar yrðu notaðar sem vopn. Starfsmenn þeirra einblíndu hins vegar meira á þann möguleika að árásir yrðu gerðar á erlendri grundu. Þetta kom fram í máli heimildar- manns innan Bandaríkjaþings í við- tölum við fréttamenn í gær. Ekkert í upplýsingunum gaf hins vegar til kynna árásirnar sem geröar voru á New York og Washington 11. sept- ember í fyrra. Frekari upplýsingar um þetta munu koma fram í dag þegar Bandaríkjaþing hefur vitnaleiðslur sínar í rannsókn sinni á því hvers vegna leyniþjónustan hafði ekki upplýsingar sem hefðu getað komið í veg fyrir árásimar. Vitnaleiðslurnar í dag verða haldnar fyrir opnum tjöldum. Vitnaleiöslur í dag Vitnaleiöslur hefjast í Bandaríkja- þingi í dag þar sem reynt veröur aö komast aö því hvers vegna ekki lágu fyrir upplýsingar til aö afstýra hryöju- verkaárásunum í fyrra. Pútín gagnrýnir Georgíu Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði í gær að Edu- ard Shevardnadze, forseti Georgíu, hefði ekki gefið tryggingar fyrir því að gripið yrði til harkalegra að- gerða gegn tsjetsjenskum uppreisn- armönnum sem halda til í af- skekktu fjallagljúfri í Georgiu. Ekki er því útilokað að Rússar gripi til loftárása handan landamæra sinna. Leikur enn lausum hala Lykilmaður í bandarískum hópi meintra stuðningsmanna al-Qaeda, sem hafa verið handteknir undan- fama daga, leikur enn lausum hala, að sögn fjölmiðla vestra. Ber af sér fjöldamorö Hollensk hjúkrunarkona neitaði í gær að hafa drepið þrettán böm og gamalmenni á sjúkrahúsum í Haag, við upphaf réttarhaldanna yfir henni í gær. Reno játar sig sigraða Janet Reno, fyrrum dómsmála- ráðherra Bandaríkjanna, játaði í gær ósigur sinn í forkosningum demókrata í Flórída um ríkisstjóra- efni flokksins. Þýskir kratar gefa eftir Fylgi þýskra jafnaðarmanna hef- ur dalað lítið eitt og njóta þeir nú aðeins minna fylgis en íhaldsflokk- arnir. Kosið verður í Þýskalandi á sunnudag. Fordæmir samsæri hvítra Nelson Mandela, fyrrum forseti Suð- ur-Afríku, for- dæmdi í gær meint samsæri hvítra öfgamanna um að steypa stjórn blökkumanna af stóli með því að kynda undir kynþáttahatri. Tíu hvítir menn hafa verið ákærðir fyr- ir drottinsvik. ETA-foringjar teknir Spænsk yfirvöld sögðu i gær að tveir háttsettir foringjar basknesku skæruliðasamtakanna ETA hefðu verið handteknir í aðgerðum lög- reglu í suðvestanverðu Frakklandi. Sérfræðingar til Líbanons Colin Powell, utan- I ríkisráðherra Banda- gfi ríkjanna, sagði í gær aö stjórnvöld í Was- ■A hington ætluðu að L Jl senc*a ^enn sérfræð- Kl , inga til suðurhluta Lí- '■ _ banons til að úr- Hl_%______J skurða í deilu Libana og ísraela um vatn úr ánni Wazzani. Bandaríkjamönnum er mjög i mun að afstýra hættuástandi. Sprengt í Stokkhólmi Einn maður slasaðist lítillega þegar sprengja sprakk í tösku sem skilin hafði verið eftir á gangstétt í miðborg Stokkhólms. Lögreglan rannsakar málið. Óskirnar gætu ræst Helsti samningamaður stjórn- valda á Sri Lanka í friðarviðræðum við tamíla sagði í morgun að vænt- ingar uppreisnarmanna gætu ræst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.