Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2002, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2002, Side 13
ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 DV 13 Útlönd Sjálfsmorðsárás á fólksflutningabifreið í ísrael: Að minnsta kosti fimm- tán ísraelar létu Ivfið - í mannskæðustu árás Palestínumanna í langan tíma Að minnsta kosti fimmtán manns létust og meira en fjörutíu slösuðust þegar palestínskur sjálfsmorðsliði sprengdi jeppabiíreið hlaðna sprengi- efni upp við hlið þéttsetinnar fólks- flutningabifreiðar við bæinn Pardes Hanna í nágrenni borgarinnar Hadera i norðurhluta ísraels í gær. Að sögn talsmanns ísraelsku lög- reglunnar keyrði maðurinn upp að bifreiðinni þar sem hún nam staðar til þess að taka upp farþega á leiðinni frá bænum Kiryat Shmona til Tel Aviv á mesta annatíma dagsins og var sprengjan svo öflug að afturhluti fólksflutningabifreiðarinnar sprakk í tætlur. Að sögn sjónarvotta lokuðust marg- ir farþeganna, þar af nokkrir her- menn, inni í logandi flakinu og urðu eldinum að’bráð á meðan öðrum tókst að forða sér út. „Það sem eftir var af bifreiðinni varð strax alelda og engin leið að koma fólkinu til hjálpar. Skot- færi hermannanna sem voru í bifreið- Brunnið -bílflakið. inni fóru síðan að springa þannig að flakið varð eitt eldhaf og vonlaust að komast að því,“ sagði einn sjónarvott- ur. Múslímsku öfgasamtökin Jihad hafa lýst ábyrgð á árásinni en að venju kenna ísraelsk stjórnvöld Yasser Arafat um árásina og á móti fordæmir Arafat hana harðlega. Það sama gerir Kofi Annan, aðal- framkvæmdastjóri Sameinuði þjóð- anna, en hann hefur að undanfomu harðlega gangrýnt báða deiluaðila fyrir dráp á óbreyttum borgurum. Þetta er mannskæðasta árás á ísraelska borgara í langan tíma. íhuga ísraelsk stjórnvöld nú við- brögð en Sharon hitti hemaðar- ráðgjafa sína á fundi í gærkvöldi. Talsmaður ísraelska hersins sagði í gær að árásin hefði verið gerð um leið og umsátrinu hefði verið létt af nokkrum bæjum á Vest- urbakkanum og væri það orðinn fastur liður. Þrátt fyrir árásina hittust fulltrú- ar ísraela og Palestínumanna á fundi í gærkvöld til að ræða brott- flutning herliðs frá bænum Hebron. REUTERSWYND Munkamir og Mao formaður Búddamunkar frá Tíbet standa fyrir framan risastóra mynd af Mao Zedong, stofnanda kinverska kommúnistafiokksins og leiötoga Kína til margra ára, viö hliö hins himneska friöar í Peking. Trúfrelsi er af skornum skammti í Kína og verö- ur þaö rætt á fundi Bush Bandaríkjaforseta ogZemins Kínaforseta í Texas í næstu viku. Bush ekki jafn herskár og áður: Gerlegt að afvopna Saddam Hussein á friðsamlegan hátt George W. Bush Bandaríkjafor- seti sagðist í gær telja að gerlegt væri að afvopna Saddam Hussein íraksforseta á friðsamlegan hátt og aö hann ætlaði að reyna samninga- leiðina einu sinni enn. Bush sagði einnig að ef Saddam færi að öllum kröfum Sameinuðu þjóðanna væri það til merkis um að stjómarhættir hans hefðu breyst. Orð Bandaríkjaforseta þykja vera ákveðnasta vísbendingin til þessa um að bandarísk stjómvöld gætu hugsanlega fallist á að Saddam yrði áfram við völd ef hann færi að kröf- um SÞ um afvopnun. Annars er það opinber stefna ráðamanna í Was- hington að skipta beri um stjórnar- herra í Bagdad. Talsmaður Hvíta hússins sagði að Bush hefði ekki breytt afstöðu sinni. Forsetinn mildarl í tónl George W. Bush Bandaríkjaforseti er til í aö reyna samningaleiöina viö Saddam Hussein eina feröina enn. Bandaríkjamenn dreifðu uppkasti að nýrri ályktun um írak til hinna fjögurra rikjanna sem eiga fastafull- trúa í Öryggisráði SÞ. Stjómarer- indrekar sögðu hins vegar að ekkert samkomulag lægi fyrir. Frakkar, sem hafa leitt andófið gegn her- skárri stefnu Bandaríkjastjórnar, lögðu ekki fram eigið uppkast, eins og þeir höíðu áður hótað. Þeir munu ætla að semja á grundvelli til- lagna Bandaríkjamanna. Ari Fleischer, talsmaður Bush, sagði að ályktunardrögin gerðu ráð fyrir ákveðnara og árangursríkara eftirlitskerfi og þar væri skýrt kveð- ið á um að afleiðingamar fyrir Saddam yrðu alvarlegar ef hann stæði ekki við sitt. Yfirmaður vopnaeftirlits SÞ ræð- ir við ráðamenn í Moskvu i dag. SKJÁREINN Þéttir þriðjudagar ■ Tj íl ? .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.