Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2002, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2002, Blaðsíða 15
15 ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 DV Perlur fyrir svín Zblgniew Dublk, Siguröur Halldórsson, Helga Bryndís Magnúsdóttir, Karólína Eiríksdóttir tónskáld og Guðni Franzson EJns og Karólína heföi reynt aö mála mynd affögru landslagi sem birtist manni Ijóslifandi... Caput-hópurinn birti okkur nærmynd af Karólínu Eiriksdóttur tónskáldi á 15:15 tónleik- um í Borgarleikhúsinu síðastliðinn laugardag. Fyrst á efnisskránni var tónsmíð að nafni IVP fyrir flautu, fiðlu og selló og voru flytjendur Kolbeinn Bjarnason flautuleikari, Zbigniew Dubik fiðluleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari. Komu þeir verkinu mun betur til skila en þegar það var flutt á Skálholtstónleik- um í fyrra. Þá virkaði tónlistin klisjukennd; hér var hljóðfæraleikurinn samstæðari og var túlkunin svo afslöppuð og íhugul að það var eins og maður væri á mörkum draums og veru- leika. Er þetta enn og aftur til marks um hve miklu máli skiptir að tónlist, ekki síst sú sem Karólína semur, sé almennilega flutt. Gradus ad Profundum fyrir kontrabassa, sem Hávarður Tryggvason spilaði, kom einnig prýðilega út, verkið hófst á einkar nostalgisk- um söng sem virkaði í meðförum Hávarðar eins og hann væri leikinn af gamalli, rispaðri plötu, og þannig átti hann greinilega að vera. Andrúmsloft ljúfsárrar eftirsjáar hélt áfram í örstuttri hendingu sem auðheyrilega átti að vera tilvitnun í Bach en það sem á eftir kom var nútímaleg útfærsla frumhendinganna þar sem framvindan var blátt áfram og frjálsleg og var það allt saman afar áhrifamikið. Rapsódía fyrir píanó í flutningi Valgerðar Andrésdóttur hitti ekki eins vel í mark, tónlist- in virkaði stefnulaus og handahófskennd og spuröi maður sjálfan sig hvort meiri stígandi hefði ekki mátt vera í túlkun píanóleikarans. Hljómur píanósins sjálfs var líka takmarkaður, enda er þetta gamla hljóðfærið úr Austurbæjar- bíói, að því er mér skilst, og væri gaman að heyra umrætt verk leikið aftur á almennilegan Steinway-flygil. Öðru máli gegndi um síðustu tónsmið fyrir hlé, Impromptu, sem var hin skemmtilegasta, fjörleg og hnitmiðuð og ágætlega leikin af Kol- beini, Zbigniew, Sigurði og Helgu Bryndísi Magnúsdóttur píanóleikara. Impromptu var samið fyrir átta árum að beiöni sænskra hljóð- færaleikara en þeir höfðu fengið þá hugmynd að láta allmörg norræn tónskáld semja tónlist til flutnings á skandinavískum börum, án þess aö tónskáldin aðlöguðu tónlist sína kröfum hins dæmigerða kráargests. Verkefnið nefndist „perlur fyrir svín“ og í tónleikaskránni mátti lesa að verk Karólínu hefði farið fyrir ofan garð og neðan „vegna óheppilegra aðstæðna á bam- um sem varð fyrir valinu í Reykjavík". Auðvelt er að giska á hverjar þær voru. Tónlist Tvær aðrar tónsmíðar eftir Karólínu voru leiknar á tónleikunum, Miniatures og Höfuð- stafir. Hin fyrri, sem var leikin af Zbigniew, Sigurði, Helgu Bryndísi og Guðna Franzsyni klarínettuleikara, var hugljúf og friðsæl og var eins og Karólína hefði reynt að mála mynd af fögru landslagi sem birtist manni ljóslifandi í markvissri túlkun hljóðfæraleikaranna. Ekki eins athyglisverð var síðarnefnda tónsmíðin í flutningi Kolbeins, Guðna, Hávarðs, Sigurðar, Zbigniews og Eydísar Franzdóttur óbóleikara, því þó að spennuþrungin tónlistin lofaöi góðu í upphafi gerðist einhvem veginn minna en mað- ur átti von á, alltént við fyrstu áheym! Að lokum verður að nefna frammistöðu Tinnu Þorsteinsdóttur, píanóleikara og dóttur Karólínu, en hún lék Ein Kinderspiel eftir Helmut Lachenmann. Var það sérdeilis glæsi- legur flutningur, tær og kraftmikill og ávallt ör- uggur. Tónlistin var líka litrík og hugvitssam- leg og var þetta innskot i efnisskrána einstak- lega vel heppnað. Jónas Sen Leiklist_______________________ Firrt samskipti DV-MYND TEITUR Maríanna Clara Lúthersdóttir og Esther Talla Casey í Skýfalll Samskipti þessa fólks einkennast af hörku og öll meöul eru nýtt þegar kemur aö því aö pota sér upp valdastigann. Það er alltaf tilhlökkunarefni að sjá fyrstu sýningu vetrarins í Nem- endaleikhúsinu því hún gefur yfir- leitt hugmynd um hvers má vænta af útskriftamemum. Uppsetningin á Skýfalli á sunnudagskvöldið gaf raunar margfalt tilefni til eftirvænt- ingar því leikritið er frá Spáni, menningarsvæði sem hefur verið af- skipt í íslensku leikhúsi, auk þess sem Egill Heiðar Anton Pálsson er að hefja leikstjómarferilinn að loknu námi í Kaupmannahöfn. Rejmdar notaði hann sumarfríið í fyrra til að leikstýra Diskópakki eft- ir Enda Wahls í Vestm-portinu og tókst sú sýning með ágætum. Enn einn nýliðinn í aðstandendahópi uppfærslunnar á Skýfalli er Ólafur Jónsson sem sér um leikmynd og búninga en hann ku vera í námi í arkitektúr við Konunglegu akadem- íuna í Kaupmannahöfn. Fjórir nem- endur tónlistardeildar Listaháskól- ans sjá um tónlist/hljóðmynd og ber svo sannarlega að fagna því þegar samstarf tekst milli deilda innan skólans. Katalóníubúinn Sergi Belbel hef- ur verið í fararbroddi nýrrar kyn- slóðar spænskra leikskálda og vakiö athygli langt út fyrir heimaland sitt en Skýfall, sem er rúmlega 10 ára gamalt, hefur verið sýnt bæði aust- anhafs og vestan. Þar segir frá hópi fólks sem vinnur i sama skrifstofu- háhýsinu en samskipti þeirra fara einkum fram á þaki þess, þangað sem starfsfólkið laumast til að reykja þrátt fyrir algjört reykingabann. Þótt samræður snúist að stórum hluta um vinnuna og „fyrirtækið" ber persónulegri mál einnig á góma. Það verður fljótlega ljóst að samskipti þessa fólks einkennast af töluverðri hörku og öll meðul eru nýtt þegar kemur að því aö pota sér upp valdastigann. Þessu litla samfélagi er ætlaö að vera dæmigert fyrir samskipti fólks al- mennt og sú staðreynd að persónur eru ekki nafngreindar heldur auðkenndar með starfs- heiti eða háralit undirstrikar þá skoðun enn frekar. Söguþráðurinn er nokkuð brotakennd- ur og í uppsetningu Nemendaleikhússins er harkan og fnringin í fyrirrúmi en að ósekju heföi mátt leggja meiri áherslu á gamansamari hliðar verksins. Þá er komið að spurningunni um það hvem- ig tekst að koma „sögunni" yfir til áhorfenda. Leikstjórinn hefur valið að stilfæra mjög allan leik sem gerir það að verkum að túlkunin verð- ur óhjákvæmilega yflrboröskennd. Leikurum gefst lítið færi á að kafa ofan í sálarlif persón- anna og við erum þvi litlu nær um hæfileika þeirra til skapgerðarleiks. Hlutverkin eru nokkuð jöfn að vægi og öll gera leikaraefnin vel innan þess ramma sem stílinn setur þeim. Af þessari fyrstu sýningu vetrarins að dæma er hópurinn jafn og góður og enginn sem skarar áberandi fram úr. Kynjaskiptingin er sú sama og í fyrra, fimm stúlkur og þrír piltar, en hópinn skipa Þorleifur Öm Arnar- son, Bjöm Thors, María Heba Þor- kelsdóttir, Bryndís Ásmundsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Esther Talia Casey, Davíð Guðbrandsson og Mar- íanna Clara Lúthersdóttir. Tæknilega er sýningin nokkuð flókin og stöðugt verið að færa til leikmyndina sem og áhorfendur. Fiórmenningamir sem sjá um tón- listina em ætíð sýnilegir og stund- um beinir þátttakendur, og tveir „umferðarstjórar" úr fyrsta bekk Leiklistardeildar LÍ koma í veg fyrir umferðaröngþveiti þegar áhorfend- ur rúlla sér um salinn á skrif- stofustólimum sínum. Öll umgjörð er ágætlega heppnuð og ber þess vott að leikstjóranum hefur tekist að miðla til allra þeirra sem að upp- setningunni koma skýrt afmarkaðri sýn á viðfangsefnið. Skýfall er kraftmikil og oft á tíð- um skemmtileg sýning en tekst ekki að hreyfa tilfinningalega við áhorf- endum. Sniðugar hugmyndir og lausnir týnast svolitið í hamagangi og líklega hefði verið farsælla að leggja ekki jafii mikið upp úr stíl- færslunni og raun ber vitni. Halldóra Friðjónsdóttir Nemendaleikhúslö sýnlr í Smlöjunnl: Skýfall eftlr Sergi Belbel. Þýöing: Ingibjörg Haraldsdóttir. Tón- list/hljðömynd: Hallvaröur Ásgeirsson, Helgi Svavar Helgason, Hlldur Ingveldar-Guðnadóttir og Olöf Helga Arnalds. Lelkmynd og búningar: Ólafur Jónsson. Lýs- Ing: Egill Ingibergsson. Dramatúrg: Magnús Þór Þor- bergsson. Lelkstjóri: Egill Heiöar Anton Pálsson. _____________________Menning Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir silja@dv.is Veraldlegt og andlegt vald Annað kvöld kl. 20.30 heldur Félag íslenskra fræða rannsóknarkvöld í Sögufélagshúsinu, Fischer- sundi 3. Fyrirlesari verður Lára Magnúsardóttir sagn- fræðingur og erindi hennar nefnist: „Veraldlegt og and- legt vald á miðöldum." Þar fjallar Lára um samband ríkis og kirkju á ís- landi á miðöldum, reynir að greina breyting- ar sem urðu á stjómkerfi íslands á áratugn- um 1270-1280 og ræðir alþjóðlegt sögulegt samhengi kristinréttar hins nýja frá árinu 1275 og vafaatriði við gildistöku hans. Allir eru velkomnir. Ljóðelskur maður borinn til grafar DSmásagnasafnið Ljóðelsk- ur maður borinn til grafar eftir Maríu Rún Karlsdóttur hefur að meginþema við- skilnað og dauða en er þó alls ekki að öllu leyti dapur- legt. Á móti efniviðnum kemur stíllinn sem iðulega er hlýr og jafiivel gaman- samur; þó er undirtónn nokkurra sagnanna átakanlegur og jafnvel óhugnanlegur. Sögunum er skipt niður í þrjá hluta. Sá fyrsti heitir Sögur læknaritarans; þær eru sagðar í fyrstu persónu en segja þó iðulega örlagasögur annarra, einkum sjúklinga sem læknaritarinn kynnist i starfi sínu. Sögumar í kaflanum Minnisstæðar stundir eru líka í fyrstu persónu en fjalla ekki um þá sem sög- una segir nema sú fyrsta, „Áhættusöm við- skipti". Lokahluti bókarinnar heitir Stefnumót og geymir fimm stuttar sögiu. Þar fylgist les- andi með ungri konu við jarðarför fööur síns sem ekki var allur þar sem hann var séður þótt hann fengi einkunnina „ljóöelskur" frá prestinum, önnur ung kona kveður móður sína, sú þriðja er týnd á fjalli, klædd eins og asni í október. Síðustu sögumar tvær fara út úr raunheimi á áhrifamikinn hátt, önnur inn í málverk og hin inn í iður ungrar konu. María Rún er finnsk að uppruna en skrif- ar sögur sínar á íslensku. Því má segja að hér birtist rödd og stíll nýbúa á íslensku. María hefur lengst af starfað sem kennari og blaða- kona. Bókaútgáfan Vöttur gefur bókina út. Ritgerðir Freuds Hið íslenska bókmennta- félag hefur gefið út Ritgerðir eftir Sigmund Freud i þýð- ingu Sigurjóns Björnssonar sálfræðings. I bókinni em sex ritgerðir sem Freud birti á árunum 1914-1924. Verulegar breyt- ingar urðu á kenningum hans á þessu tímabili og gefa ritgerðimar góða yfirsýn yfir þær. Hér er að finna mikilvæga umfjöllun um Nars- isma, sorg og þunglyndi, masókisma, sam- sömun og yfirsjálf, dauðahvöt og þrískiptingu sálarlífsins i það, sjálf og yfirsjálf. Fyrir alla sem vilja kynna sér kenningar Freuds eru þessar ritgerðir nauðsynlegur lestur. Á undan ritgerðunum fer alllangur inn- gangur þýðandans um fræðastörf Freuds á tímabilinu 1919-1926, auk þess sem hverri rit- gerð fylgir sérstakur inngangur þýðanda. I bókarlok er „Lítil orðabók með skýringum" þar sem hann útskýrir hugtök og fræðiorð úr fagorðasafhi sálkönnunar. Djasstónleikar Danski djassfiðlusnillingurinn Kristian Jörgensen staldrar við á Islandi í dag á ferð sinni vestur um haf en hann er á leið til Bandaríkjanna með „strákunum okkar“, þeim Birni Thoroddsen og Jóni Rafhssyni á morgun. Djassgeggjarar gripu auðvitað tæki- færið og fengu þá félaga til þess að leika eina aukatónleika á Kaffi Reykjavík og veröa þeir í kvöld kl. 21. Mósaík í kvöld SMeðal efnis í Mósaík í kvöld er bókmenntaspjall sem Hjálmar Sveinsson stýr- ir. Hann fær Svanhildi Ósk- arsdóttur og Ármann Jak- obsson til sín í sjónvarpssal til að ræða um raunsæið sem birtist nú i bókum margra ungra íslenskra skálda. Hjónin Ilmur Stefánsdóttir og Valur Freyr Einarsson bjóða upp á Návígi, litið verður á Hamlet á Akureyri og rætt við ívar Öm Sverrisson og Ambjörgu Hlíf Valsdóttur. Loks kemur hljómsveitin Ensími.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.