Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2002, Page 25
r.
LAUGARDAGUR NÓVEMBER 2002
25
Helgarhlciö X>V
DV-myndir Hari
Tii að laukurinn fari ekki alveg
í mauk við suðuna þarf hann
að vera skorinn frekar gróft,
að sögn Guðjóns. Þá verður
lians aðeins vart undir tönn og
með því að nota vel beittan
hníf má sleppa við að tárast við
laukskurðinn.
Guðjón segir laukinn bæði
hollt og gott hráefni í súpu og
ekki spilli að verðið sé afar
gott, einkum um þessar niund-
ir. Hann hrærir létt í súpunni
af og til meðan á suðunni
stendur en það tekur um tíu
mínútur.
Teningar úr ristuðu brauði eru
settir lit í súpubollanu og osti
stráð yfir áður en bollanum er
stungið inn í ofn í tiu mínútur
og þá er komin fallcg gulbrún
húð.
DV-myndir E. Ól.
Aðgengileg matarvín
undir þúsundkalli
— urðu fyrir valinu hjá Birki Elmarssyni hjá RJG
Lauksúpa hefur löngum þótt ljúffeng, ekki síst
þegar kólna tekur. Sama á viö um gúliassúpur og
fleiri kröftugar súpur. En lauksúpa er ekki eins
þung og þær síðarnefndu og ekkert sérlega vín-
væn, þ.e. vín fara betur með mörgum öðrum rétt-
um. En finni einhver taktinn í gúllassúpu og víni
er það að sjálfsögðu hið besta mál. Birkir Elmars-
son hjá Rolf Johansen & Co. ákvað að verða við
áskoruninni og valdi vín, bæði með súpunni og
salatinu. Þetta eru hvort tveggja afar aðgengUeg
vín og henta vel með aUs konar mat. Með lauk-
súpunni vUdi Birkir bjóða Les Bateaux Syrah, vín
frá suðurhluta Frakklands, nánar tiltekið frá
Languedoc. Þetta vínræktarhérað er á mikUli
uppleið þótt það sé okkur íslendingum nánast
óþekkt. Hvítvín er kannski hefðbundnara val með
þessum rétti en það er alltaf gaman að fara aðrar
leiðir. Les Bateaux Syrah er mjúkt en um leið
nokkuð kraftmikið, blanda af svörtum og rauðum
berjum einkenna vínið og við drykkju má auð-
veldlega finna sól og sælu frá Suður-Frakklandi.
Les Bateaux Syrah er vel gert vín í alla staði sem
allir ættu að geta notið. Verðið skemmir ekki en
Les Bateaux Syrah kostar ekki nema 990 krónur í
verslunum ÁTVR.
Birki finnst ítalska grænmetissalatið hins veg-
ar kaUa á hvítvin, Pasqua Chardonnay frá Veneto
á Ítalíu. Vínin frá Pasqua eru vel þekkt hér á
landi enda hafa þau verið tU í verslunum ÁTVR
í mörg herrans ár. Þetta vín er létt og ávaxta-
ríkt, suðrænir ávextir eru einkennandi, an-
anas, perur og vottur af mangó. í lokin bregð-
ur fyrir grænum eplum og lime. Hér er á
ferðinni einfalt og aðgengilegt vín sem
einnig fæst í verslunum ÁTVR og kostar
900 krónur.
Verið getur að fólk spari aðeins við
sig í nóvember, áður en aðventan skeU-
ur á með tilheyrandi útgjöldum og eins
vegna þess að enn er rúm vika í nýtt korta-
timabU. Þess vegna er fagnaðarefni að hér
skuli mælt með frambærUegum vínum sem
kosta hvort um sig undir 1000 krónum.
Umsjón
Ilaukur Lárus
Ilauksson