Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2002, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2002, Qupperneq 28
28 Helqarblacf ID>1Ur LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 Með dönsk Guðjón Friðriksson rýndi á goðsögnina um Jón Sigurðsson frelsishetju og regndi að sjá manninn bak við glansmyndina. Hann sá ötulan vísindamann, veitult samkvæm- isljón og mann plagaðan af ólæknandi sjúkdómi. Jón Sigurðsson var sveitungi óþekktrar konu, orti Me- gas í gamla daga meðan Jón var ennþá sómi íslands sverð og skjöldur enda einn fárra íslendinga sem hefur fengið að standa á stalli hafinn yfir allt og alla um aldir alda. Jón Sigurðsson var vísindamaður, frelsishetja og snill- ingurinn sem færði íslendingum þjóðarvitund og sjálf- stæðisvilja. Eitthvað á þessa leið eru hugmyndir okkar um prestssoninn úr Arnarfirði sem ílentist í Kaupmanna- höfn og varð dýrlingur þjóðar sinnar. Það hefur verið skrifað óendanlega margt um hann og ort og til er ævi- saga hans í fimm bindum eftir Pál Eggert Ólason sem sagt er að afar fáir hafi lesið til enda. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur hefur skrifað ævi- sögur tveggja mikilmenna, þeirra Jónasar Jónssonar frá Hriflu og Einars Benediktssonar, og ekki látið það hræða sig frá skriftum að margir höfðu sett niður penna um þessa menn á undan honum. Reyndar hafði Jónas áður skrifað ævisögu Einars og kannski ætlaði Jónas líka að skrifa um Jón en hvað vitum við um það. Allt að einu þá hefur Guðjón Friðriksson nú lokið við fyrra bindi af ævi- sögu Jóns Sigurðssonar og það liggur beinast við að spyrja hann hvað hafi átt eftir að segja okkur um Jón Sig- urðsson. Maður bak við goðsögn „Það átti eftir að athuga hver væri persónan á bak við hinn mikla leiðtoga, sjá bæði hans björtu og dökku hlið- ar. Hann hefur verið gerður að táknmynd hins íslenska þjóðernis og goðsögn og goð eru yfirleitt frekar einlit. Ég reyni að horfa á hann í viðara samhengi en áður hefur verið gert. Menn hafa alltaf staðið á íslenskum sjón- arhóli og horft á hann með alíslenskum augum en ég reyni að setja hann í danskt og alþjóðlegt samhengi og setti af ásettu ráði upp dönsk gleraugu við gerð bókarinn- ar,“ segir Guðjón þar sem við sitjum að hætti Jóns Sig- urðssonar að skrafi á fínasta kaffihúsi bæjarins en Jón lét aldrei sjá sig á einhverjum ódýrum knæpum. Guðjón dvaldi löngum stundum á slóðum Jóns í Kaup- mannahöfn meðan hann var að skrifa en skyldi hann hafa fundið áður óþekktar heimildir þar? „Ekkert stórvægilegt en margt tínist til og ég fann ým- islegt smálegt og fór í ýmis bréfasöfn sem ekki höfðu ver- ið skoðuð áður. Samtímamenn Jóns eru alltaf að tala um gleraugu hann í bréfum og þessi bréfasöfn eru enn að tínast inn á skjalasöfn. Svo dreg ég fram í dagsljósið heimildir sem hafa verið þekktar áður en ekki verið notaðar vegna þess hve viðkvæmar þær eru.“ Þarna er Guðjón að vísa til bréfa þar sem fjallað er um heilsufar Jóns Sigurðssonar, hjúskaparmál og fjármál. „Jón var eftirsóttur til starfa í Danmörku. Hann var snjall visindamaður og hafði sitt lifibrauð lengst af hand- ritarannsóknum og útgáfum fornra heimilda og bóka. Hann vann mikið fyrir félög eins og Fornfræðafélagið, Bókmenntafélagið og danska vísindafélagið. Á þessum tíma voru flestar þjóðir í Evrópu að sanna tilvist sína og skilgreina hugtakið þjóð. Þess vegna var allt sem tengdist menningarlegri sjálfs- vitund þjóða mjög mikilvægt og íslensk sjálfstæðisbarátta fór ekki varhluta þar af. Jón var málfræðingur að mennt þótt hann lyki ekki prófi og tók að sér fjölda verkefna á þessu sviði og nú- tímamönnum ber saman um að hann hafi verið á undan sinni samtíð í meðferð handrita, samanburði á þeim og útgáfu þeirra og sagnfræðilegum rannsóknum. Hann hafði því nóg að gera og tók stundum meira að sér en hann annaði og þáði á stundum fé fyrir verkefni sem hann skilaði aldrei." Lifði flott og veitti vel Guðjón segir að Jón hafi verið með mikil útgjöld, hann hafi haldið sig geysivel í fatnaði, húsnæði, lífsstíl öllum og verið veitull höfðingi sem lifði flott og bjó í stórri og dýrri íbúð. „Fötin sköpuðu mönnum stéttarstöðu í ríkara mæli þá en nú tíðkast. Ef menn vildu gera sig gildandi í efstu lög- um þjóðfélagsins þá þurfti að klæða sig vel og það kostaði peninga. Jón var aldrei smár í sniðum með neitt af þessu tagi, gaf t.d. dýrar gjafir og þess háttar." - Þetta hljómar eins og Jón hafi verið maður sem gam- an var að þekkja og skemmta sér með. Hann getur varla hafa verið leiðinlegur? „Margir halda það miðað við þá einlitu mynd sem dreg- in hefur verið upp af frelsishetjunni. Allir samtíðarmenn hans eru sammála um að hann hafi haft gríðarlega mikið „charisma" og heillað fólk upp úr skónum. Ég rakst um daginn á bréf frá Steingrími Thorsteins- syni skáldi sem hann skrifar kunningja sínum þegar hann fréttir andlát Jóns en Steingrímur þekkti Jón vel og var honum samtiða í Kaupmannahöfn. Hann segir að mikilmenni eins og Jón fæðist mjög sjaldan og hann tel- ur sig heppinn að hafa verið uppi á sama tíma og eitt þeirra." í skugga sárasóttar - í bók Guðjóns er sérstakur kafli um veikindi Jóns og eftirköst þeirra en hann smitaðist af syfilis eða sárasótt og átti lengi i eftirköstum þess. Er það tilfellið að þetta hafi íslenskir sagnfræðingar vitað lengi en ekki viljað tala um opinberlega? „Það er rétt. Það eru til tvö bréf sem Jón skrifaði bestu Guðjón Friðriksson segir að Jón Sigurðsson hafi alls ekki verið leiðinlegur heldur veitult og örlátt samkvæmisljón ineð mikla persónutöfra. DV-mynd E.Ól. vinum sínum heima á íslandi skömmu eftir að hann veiktist og annar þeirra er læknir. Þar lýsir hann veik- indum sínum mjög nákvæmlega og lækningum sem beitt var. Þó hann nefni ekki sjúkdóminn á nafn í bréfunum eru menn sammála um að hann sé þarna að lýsa syfilis. Þessi bréf hafa verið kunn í 100 ár en þegar bréfasafn Jóns var gefið út 1911 í tilefni af 100 ára afmæli Jóns var annað þeirra birt en kaflanum um veikindin einfaldlega sleppt." - Guðjón telur ótvírætt að syfilis hafi verið landlægur í Kaupmannahöfn á þessum árum og bendir á að sam- kvæmt sjúkraskýrslum hafi 1000 manns verið lagðir inn árlega á sjúkrahús með kynsjúkdóma þegar 120 þúsund manns bjuggu í Kaupmannahöfn. Margir samtíðarmanna Jóns fengu téðan sjúkdóm og t.d. dó Brynjólfur Pétursson Fjölnismaður úr syfilis. „Þetta var menningarsjúkdómur þessa tíma sem drap marga kónga og listamenn auk almúgans. Það var mikill sóðaskapur á þessum tíma og algengt t.d. á stúdentagörð- um að menn deildu rúmi tveir og tveir en sjúkdómurinn getur smitast við þær aðstæður og á almenningssalern- um. Mönnum voru þá ekki eins kunnar smitleiðir eins og í dag svo það þýðir ekki að Jón hafi vanið komur sínar til vændiskvenna þótt hann hafi fengið sjúkdóminn," segir Guðjón sem segir að mörgum finnist alger „óþarfi" að fjalla um þessar hliðar einkalífs Jóns forseta. „Ég sá þetta síðast á netmiðli sem ungir menn skrifa og hafði haldið að þessar raddir heyrðust helst meðal eldra fólks. Það er sjónarmið út af fyrir sig að ævisögur eigi að- eins að einbeita sér að því sem liggur eftir menn en ekki einkalíf þeirra. Ég heyrði menn segja þegar ég var að skrifa um Einar Benediktsson að skáldskapur hans væri það eina sem skipti máli en drykkjuskapur hans og einka- líf kæmi engum við. Þessi sjúkdómur hefur án efa markað lif Jóns og hefur t.d. átt sinn þátt í því hve seint hann giftist en Ingibjörg kona hans beið hans í 12 ár. Það er einnig einkennilegt að hann leggst í janúar 1840 og liggur rúmfastur í nærri hálft ár, löngum illa haldinn. Þegar hann rís úr þessari sjúkdómslegu er stjórnmála- maður fæddur, þá kastar hann sér út í stjórnmálin af full- um krafti. Þegar menn liggja illa veikir og óttast um líf sitt þá taka þeir kannski lif sitt til endurskoðunar og kannski hefur Jón gert það og forgangsraðað upp á nýtt. Svo hef ég heyrt þá kenningu að þessi sjúkdómur geti breytt persónuleika manna og gert þá örari og öruggari með sig. Ég held því þó ekki fram í bókinni en það er áhugavert að velta því fyrir sér hve mikil áhrif sjúkdóm- ur af þessu tagi hefur haft á líf Jóns.“ Ekki á snærum neins - Okkur verður tíðrætt um eðli ævisagna en Guðjón segir að lengi vel hafi tíðkast að þær væru nokkurs kon- ar minnisvarðar eða glansmyndir þar sem ekki mátti falla blettur né hrukka á söguhetjuna. „Sú hefð sem hefur skapast hér á landi í ritun ævi- sagna er af þessum toga. Oft eru það ættingjar, flokkar eða félög sem standa fyr- ir því að rita sögu viðkomandi og tilgangurinn að búa til nokkurs konar hetjusögur. Ég hef aldrei ráðist i verk af þessu tagi til þess að sanna eitt né neitt eða verið í tengslum við ættingja eða stuðningsmenn. Ég vil fyrst og fremst sýna manninn bak- við goðsögnina og það má segja um þær ævisögur sem ég hef skrifað. Mig langaði til að segja kosti og galla á mann- inum og draga ekkert undan af þvi sem ég kæmist að. Þegar ég skrifaði um Jónas frá Hriflu var mér hrósað bæði af hatursmönnum hans og aðdáendum. Ég er ekki á snærum neins nema sjálfs mín í þessum efnum.“ - Ég vil að þessi helsti ævisöguritari okkar tima segi að sjálfsævisögur eða ævisögur lifandi fólks séu með ein- hverjum hætti minna virði en aðrar en Guðjón fæst ekki til þess. Hann segir að glansmyndir í ævisagnaformi séu í besta falli vitnisburður um álit söguhetjunnar á sjálfri sér og sínu lífi og beri að lesa sem slíkar. Hann segir að sannleikurinn sé að vísu einn en aldrei sé hægt að kom- ast að endanlegum sannleika þegar lifandi persónur séu annars vegar. Einungis sé hægt að hafa það að leiðarljósi að nálgast hann. Gröndal er bestur - En skyldi ævisagnaritarinn aldrei verða þreyttur á staðreyndum og langa til að skrifa skáldsögur? „Það hefur hvarflað að mér og það er aldrei að vita nema ég geri það einhvern tímann," segir Guðjón og verð- ur örlítið skáldlegur á svipinn. En hvaða ævisögur skyldi hann lesa sjálfur og dást að? „Það eru til margar bráðskemmtilegar ævisögur íslend- inga, sérstaklega þær sem eru komnar til ára sinna og segja óhikað kost og löst á mönnum. Mín eftirlætisævi- saga er Dægradvöl eftir Benedikt Gröndal og ég get alltaf lesið hana mér til skemmtunar." -PÁÁ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.