Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2002, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2002, Síða 36
36 HelQorbloö DV LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 2002 Foreldrar 13 ára pilts sem handtekinn var á Blönduósi í fylgd 31 árs karlmanns: Sonur okkar átti að fá 15 þúsund fyrir ferðina - skuldar nú manninum fyrir tapað hass - sá afplánaði kynferðisdóm í vetur „Við ókum með son okkar niður að Kolaporti klukk- an ellefu á laugardagsmorguninn þar sem viö vorum að fara að versla. Hann fór svo að skúra á spilastað við Ingólfstorg þar sem hann hefur fengið að spila fyrir vinnuna sem hann leggur fram. Sumir drengir sækjast í að gera þetta. Ég lét strákinn hafa 400 krónur, annað var hann ekki með á sér. Síðan heyrðum við í honum í síma klukkan fjögur síðdegis en svo ekkert um kvöld- ið og nóttina. Við fórum að óttast um hann og alltaf var slökkt á gsm-inum hans. Svo hringdi hann loks á sunnudag og sagðist þá vera á Sauðárkróki,“ segir móöir 13 ára pilts sem lögreglan á Blönduósi handtók á mánudag með 13 grömm af hassi í fórum sínum. Hann var þar á ferð með 31 árs karlmanni - manni sem dæmdur var í 12 mánaða fangelsi fyrir kynferðis- brot gegn seinþroska ungmenni á síðasta ári. Hann lauk afplánun fyrr á þessu ári. Maðurinn er grunaður um aö hafa verið aö notfæra sér piltinn í því skyni að fara um Norðurland til að selja flkniefni. Þeir fóru með flugvél til Akureyrar en eftir það lá leiðin til Sauðárkróks og Blönduóss. Sam- kvæmt upplýsingum DV voru þá 13 grömm eftir af mun meira magni sem farið var með norður. Leitaði að syninum „Hann hefur aldrei gert þetta áður, að koma ekki heim heila nótt,“ segir faðirinn sem fór eldsnemma á sunnudagsmorgun niður í bæ til að leita að syninum sem er einn af fjórum börnum hjónanna, en fjölskyld- an býr í íbúð á Seltjarnamesi. „Hann hefur aldrei látið sig hverfa svona. Þegar hann hringdi loksins var eins og hann væri að stelast - talaði hvíslandi - og sagðist vera á Sauðárkróki. Þá var klukkan orðin hálfsjö á sunnudagskvöldið," segir faðir piltsins. „Strákurinn sagði okkur nafn á fyrrver- andi skólafélaga hans sem býr á Sauðárkróki. Við töld- um þá að þeir hefðu farið saman norður. Aldrei datt okkur í hug að hann væri með fullorðnum manni á ferðinni þama.“ Foreldrar þrettán ára piltsins: „„Hann liefur aldrei látið sig hverfa svona. Þegar hann hringdi loksins var eins og hann væri að stelast - talaði hvíslandi - og sagðist vera á Sauðárkróki...“ Foreldrarnir kusu að lialda nöfnum sínuin leyndum í viðtali við DV. Notaður sem sendill Foreldrar piltsins segja hann vissulega hafa lent í ýmsu frá 8 ára aldri - þá hafl hann fyrst komist í kast við lögregluna - nú eru skiptin orðin meira en tuttugu - en hann hafi alltaf búið heima hjá þeim. „Hann hefur ailtaf verið duglegur að vinna sér inn pening fyrir því sem hann langar til að gera - safna flöskum og dollum, skúra og svo framvegis, alveg frá því hann var smástrákur. En nú er hann greinilega orðinn handbendi fólks í fíkniefnaheiminum sem sér sér hag í að láta aðra selja eða flytja fyrir sig fíkni- efni,“ segir móðirin. „í sumar var strákurinn inni á spilastað þegar þrír menn komu að honum og hótuðu að gengið yrði í skrokk á honum ef hann borgaði ekki skuld. Hann hafði þá verið tekinn með nokkur grömm af hassi í sendiferö og fyrir þau átti hann að borga af því hann tapaði þeim á sama hátt og í málinu fyrir norðan,“ seg- ir faðirinn. Pilturinn varö hræddur og ákvað að hringja í lög- regluna. Hann þorði ekki að segja að verið væri að hóta sér af ótta við afleiðingarnar og ákvað að segja lögreglunni að grunsamlegur piltur væri að selja efni inni á staðnum. Hann lýsti svo sjálfum sér! Lögreglan kom stuttu síðar og handtók piltinn á meðan hand- rukkaramir fylgdust með afsíðis. Þar með slapp hann með skrekkinn. Honum var ekið á lögreglustöðina á Hverflsgötu og foreldramir sóttu hann. í samskiptum við morðingja Faðirinn segist sjálfur hafa fylgst með, ásamt þrítug- um syni sínum, þegar 13 ára sonurinn gekk í sumar til Steins Ármanns Stefánssonar sem sat þar á bekk við Austurvöll - mannsins sem situr nú í gæsluvarðhaldi vegna manndráps við Klapparstíg. Pilturinn hafði ver- ið að reyna að koma sér út úr skuldamáli. Faðirinn og hinn sonurinn stóðu álengdar, ákveðnir í að grípa inn í ef ráðist yrði á piltinn. „Þegar Steini Ármanni var svo stungið inn þá opn- aði drengurinn sig fyrst við mig af alvöru. Hann sagði Stein Ármann hafa gengið í skrokk á sér áður út af fíkniefnum enda var hann dauðhræddur við mann- inn,“ segir faðirinn. Foreldramir segja erfitt að ráða við það þegar barn- ið þeirra er orðið sendill fíkniefnasala - sendill sem gengur með efni á milli milliliða og kaupenda gegn greiðslu - kannski fyrir þúsund krónur í hvert skipti þegar farið er með einhver grömm, segja foreldrarnir. Pilturinn er nú vistaður á neyðarmóttökunni á Stuðlum þar sem foreldrarnir hafa daglegt samband við hann. Þar á hann 6 til 8 vikna svokallaða greining- armeðferð fyrir höndum. -Ótt „Fylgdarmaðurinn“ á Blönduósi er á reynslulausn - dæmdur fyrir kynferðisbrot: Nauðgaði sofandi n \Z O 1 fi Lögreglan er að rannsaka vísbendingar V^XXX L/X VX ^X\.CX 1/11 X/X um fleiri kynferðisbrot á drengjum 31 árs karlmaðurinn sem fór í fíkniefnaferöina til Norðurlands með 13 ára pilti lauk afplánun á Litla- Hrauni i sumar - fékk þá reynslulausn eftir aö hafa tekið út 8 af 12 mánaða dómi sem hann fékk á síðasta ári fyrir að hafa haft kynferðismök við sofandi sein- þroska pilt á heimili sínu. Hann var dæmdur til að greiða piltinum hálfa milljón króna í miskabætur. Lögreglan er þessa dagana að rannsaka vísbending- ar um fleiri kynferðisbrot sem komið hafa fram um að maðurinn hafi boðið drengjum hass gegn kynlífi, með- al annars drengjum á Norðurlandi. Bauð piltuin heim Um miðjan fimmtudag í apríl árið 2000 kom piltur í fylgd með móður sinni og kæröi framangreindan mann fyrir að hafa haft við sig kynferðismök er hann var gestkomandi á heimili hans þá um nóttina. Hann hefði verið að horfa á sjónvarp og borða pitsur til klukkan fjögur um nóttina meö öðrum piltum en eitthvað hafði áfengi verið haft um hönd. Pilturinn, sem er sein- þroska, kvaðst hafa verið peningalaus og því hefði hann fengið að sofa í herbergi í íbúð mannsins. Siðan hefði hann vaknað þegar maðurinn var að hafa sam- ræði við hann í endaþarm og hefði viljað halda kyn- mökum áfram eftir að hann vaknaði. Því neitaði pilt- urinn, klæddi sig og fór út en sagöi að maðurinn hefði kallað á eftir sér að hann væri hommi og spurt hvort hann vildi.giftast sér. Um morguninn hitti pilturinn föður sinn og fóru þeir í neyðarmóttöku en því næst fór pilturinn til lögreglu. Nektardans og strippföt í málinu kom fram að maðurinn sem hér um ræðir hafði veriö að dansa strippdans fyrir piltana um kvöld- ið og nóttina. Hann kvaðst hafa verið aö fara til Pat- reksfjarðar i því skyni að dansa og spurði hvort hinn seinþroska piltur vildi ekki koma með sér. Maðurinn, sem er af erlendu bergi brotinn og hefur dvalið hér i nokkur ár, neitaði sök. Hins vegar voru læknisfræðileg gögn sem studdu framburð piltsins og maðurinn var því sakfelldur og dæmdur til að greiða pOtinum miskabætur. Lögreglan heldur áfram aö rannsaka vísbendingarn- ar um aö maðurinn hafi verið að reyna að misnota drengi en einnig er lögð áhersla á að rannsaka fikni- efnamálið þar sem maðurinn er talinn hafa fengið hinn 13 ára pilt úr Reykjavík til að fara með sér í sölu- ferð með hass á Norðurlandi. Samkvæmt lögum telst maðurinn ekki hafa rofið skilyrði reynslulausnar fyrr en það liggur fyrir með dómi að hann hafi brotið af sér. Hann gengur því laus og ekki eru efni til að krefjast gæsluvarðhalds á með- an rannsókn stendur. -Ótt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.