Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2002, Page 59

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2002, Page 59
LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 Helgarblað 33V 63 a. Myndagátur______ Myndirnar tvær virð- ast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur ítjós að á annarri myndinni hef- ur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi og senda okkur ásamt nafni þinu og heimilisfangi. Að tveimurvikum iiðnum birtum við nöfn sigur- vegaranna. 1 Verölaun: United feröageislaspilarar meö heyrnartólum frá Sjónvarpsmiöstöðinni, Síöumúla 2, aö verömæti 4990 kr. Vinningarnir verða sendir heim til þeirra sem búa úti á landi. Þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu þurfa að sækja vinningana til DV, Skaftahiíð 24. Ég fann hann fyrir utan dýragaröinn fyrir 2 mánuðum og er aö ala hann upp á felustaö í kjallaranum heima. Svarseöill Nafn:______________________________ Heimili:--------------------------- Póstnúmer:----------Sveitarfélag: Merkiö umslagið meö lausninni: Finnur þú fimm breytingar? nr. 692, c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík. Verölaunahafi fyrir getraun nr. 691: Guöm. B. Ingólfsson, Bólstaöarhlíö 40, 105 Reykjavík. Lífiö eftir vinnu i ' T I • Listir ■Carnegie Art Award Það veröur leiðsögn fyrir almenning um Carnegie Art Award í Listasafni Reykjavíkur kl. 16. Sýningunni lýkur á sunnudag en hún er samsýning eftir 25 norræna listamenn. Aögangur er ókeypis. Opið 11-18. ■Handverk og hönnun í Hafnarborg Handverk og hönnun mun opna sýningu i Hafn- arborg, menningar- og listastofnun Hafnar- fjarðar, kl. 15. Sýningin var öllum opin og dómnefnd valdi úr innsendum munum." Mikill áhugi var á sýningunni og um eitt hundrað ein- staklingar sóttu um þátttöku. Valin voru verk frá 42 aöllum. Sýningin stendur til 25. nóvem- ber. Opið er alla daga frá kl. 11 til 17 nema á þriöjudögum. •Uppákomur ■Ritblng f Gerðubergi Skáldiö Matthías Johannessen veröur á Rit- þinginu í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi milli kl. 13.30 og 16. Stjórnandi er Silja Aðal- steinsdóttir. Spyrlar: Ástráður Eysteinsson og Bernard Scubber. Tónlistarflutningur: Sigrún Hjálmtýsdóttir og Anna Guöný Guðmundsd. ■Siónbing um Magnús M. Kl. 13 hefst sjónþing í Háskólabíói um Magnús Magnússon. Sýnd verða nokkur af þeim flölmörgu verkum sem Magnús hefur unnið í bresku sjónvarpi síðastliðna fjóra áratugi. Aðgangur er ókeypis. ■Upplvsingafundur___________um virkianaframkvæmdir Sjöundi og næstsíðasti opni baráttu- og upplýsingafundurinn um fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir á hálendi íslands verður haldinn á Grand rokk en markmið fundarins er að efla umræðuna og veita plbreyttar upplýsingar. Dagskráin hefst kl. 14.30. Meðal atriða: Jóhannes Sólnes, prófessor við verkfræðideild HÍ: “Er Kárahnjúkavirkjun skynsamleg framkvæmd?", Jón Ólafsson prófessor f hafefnafræði fjallar um efnið „Gerist eitthvaö i hafinu veröi af Káranjúkavirkjun? Páll Óskar Hjálmtýsson og Monika Abendorth hörpuleikari flytja tónlist og Andri Snær rithöfundur talar. ■Jólabasar Hinn árlegi haust- og jólabasar Dagdvalar í Sunnuhlíö, Kópavogsbraut 1, hefst kl. 14. Einnig verður kaffisala í matsal til styrktar Dagdvölinni. Á basarnum varður margt fallegra muna til jólagjafa, einnig heimabakaöar kökur. • T ónleikar ■Helgi og bHóbfæralækararn- ir komnir suóur Hljómsveitin Helgi og hljóðfæralelkararnir hef- ur um árabil spiiað sína tónlist fyrir Norðlend- inga. Nú er sveitin loksins komin suöur og mun spila í Stúdentakjallaranum. Hljómsveit- in leikur rokk og ról eftir bestu getu. Tenórarnir brír Stórtónleikar tenóranna þriggja verða i Lang- holtskirkju í dag og á morgun. Tenórarnir eru: Jóhann Friögeir Valdimarsson, Snorri Wium og Jón Rúnar Arason. Píanóleikur veröur ! höndum Ólafs Vignis Albertssonar. Efnisskrá er helguð íslensku efni fyrir hlé en erlendu eft- ir hlé. Má þar heyra allar helstu hetjutenóraar- íur sögunnar. Forsala aðgöngumiða er á öllum þjónustustöðvum ESSO á höfuöborgarsvæð- inu. ■Tónleikar i Borgarleikhúsinu í dag veröa að vanda tónleikar kl. 15.15 á Nýja sviöi Borgarleikhússins. Aö þessu sinni verður farið í feröalög og nú um eyjarnar í Norður-Atlantshafi: ísland, Færeyjar og Bret- landseyjar. •Fyrir börnin ■Sögustund i Pennanum Þaö verður sögustund fyrir börnin kl. 14 í Pennanum Eymundsson, Austurstræti 16. Gerður Kristný les upp úr bók sinni Marta Smarta og Aðalsteinn Ásberg les upp úr barnabókinni Ljósin í Dimmuborg. Allir krakkar eru velkomnir. Bridge Opna heimsmeistaramótið í Montreal 2002: „Þjófnaður í hæsta gæðaflokki! Mörgum er í fersku minni þeg- ar „besti spilarinn, sem ekki hef- ir hlotið heimsmeistaratitil“, Zia Mahmood og makker hans, Michael Rosenberg, missti af heimsmeistaratitlinum í tví- menningskeppni þegar óþekktir ítalir fengu risaskor í síðustu umferð mótsins. Kona Rosenbergs, Debbie, nældi sér hins vegar í heims- meistaratitilinn í kvennaflokki með makker sínum, Karen McCallum. Hins vegar má líkja sigrinum við „þjófnað í hæsta gæðaflokki“ því að Debbie stal geimi frá hollensku landsliðs- konunum, Vriend og van der Pas, í síðustu umferðinni. Skoðum þetta spil aðeins bet- ur. S/A-V * DG73 * K8 •f 873 * K865 4 10865 M DG43 4 K62 * D2 ♦ K42 «* 5 ♦ D954 ♦ ÁG1043 * Á109762 •f ÁGIO * 97 N V A S f Á9 Með McCallum og Rosenberg í n-s, en Vriend og van der Pas í a- v, gengu sagnir á þessa leið: Suður Vestur 1 pass dobl 3 * 4 pass Máglitlr Noröur Austur 2 »» 2 grönd* 3 pass pass pass Tvímenningskeppn vinnst ekki með því að segja alltaf pass sem réttlætir ef til vill sagnhörk- una sem kemur fram í spilinu. Vriend var í rauninni búin að tapa spilinu eftir að hún sagði tvö grönd til að bjóða upp á láglitina. Besta útkoma i þremur laufum dobluðum er 200, en gæti auðveldlega orðið 500, ef sagn- hafi hittir ekki í trompið. Þetta eru tölur, sem n-s geta ekki náð af sjálfsdáðum og í rauninni er erfitt að ímynda sér á hvaða for- sendum suður hækkar 3 hjörtu í fjögur. Vestur spilaði út tígulsjö og Rosenberg íhugaði möguleikana. Hún var með þrjá örugga tapslagi og sagnirnar gáfu til kynna, að sá fjóröi væri í tromp- inu. Til þess að grugga vatnið drap hún á kónginn í blindum, spilaði síðan spaða á ásinn, til þess að sannfæra vestur um, að hún ætti enga tapslagi í þessum litum. Sviðsljósið var nú á van der Pas í vestursætinu. Suður spil- aði nú hjartasexi og van der Pas fór yfir málin. Var hin sakleysis- lega Rosenberg að plata hana eða gat það verið að makker hennar sæti með hjartaásinn einspil. Eftir nokkur kvalafull augna- blik lét hún áttuna meðan hún muldraði: „Allt í lagi, plataðu mig þá!“ Það voru orð að sönnu því að Rosenberg hafði ekki aðeins unniö sigur í sálfræðibaráttu þeirra tveggja heldur tryggt sér heimsmeistaratitilinn um leið. íslandsinót ltvenna í tvímenning íslandsmót kvenna í tvímenn- ingskeppni verður spilað í aðal- stöðvum Bridgesambandsins i Síðumúla. Keppni hefst kl. 11 í dag og heldur áfram á sama tíma á morgun. Áhorfendur eru vel- komnir og ástæða til þess að hvetja bridgeáhugafólk til þess að bregða sér í Síðumúla 37 og sjá margar af bestu bridgekon- um þjóðarinnar etja kappi við spilamennskuna. *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.