Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Page 12
12 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 Útlönd Brigitte Boisselier. Fullyrt að fyrsta einræktaða barnið sé fætt Doktor Brigitte Boisselir, talsmað- ur hins umdeilda líftæknifyrirtækis Clonaids, fullyrti á blaðamannafundi í Hollywood í gær að fyrsta einræktaða barnið í heiminum væri þegar fætt. Boisselir gat þó ekki fært fram sannanir fyrir máli sínu en sagði að bamið hefði verið tekið með keisara- skurði í fyrradag. Það væri stúlku- barn sem vísindamenn kaila Evu og liöi því og móðurinni vel eftb- atvik- um, en barnið hefði vegið ijórtán merkur við fæðingu. Boisselb1 vildi ekki segja til um það hvar barnið hefði fæðst, en sagði að í næstu viku myndi annað fæðast í Norður-Evrópu og síðan eitt í Banda- ríkjunum og tvö i Asíu á næstu vik- um. Að sögn Boisselir lagði móðir Evu fram erfðaefni úr skinni sínu til ein- ræktunarinnar og var fósturvísunum síðan komið fyrir i legi hennar. Hún hafi siðan gengið með barnið og eign- ast það eftir eðlilega meðgöngu. Eva verður því nákvæm eftirmynd móður sinnar. Clonaids-fyrirtækið var stofnað ár- ið 1997 á Bahamaeyjum af Frakkanum Claude Vorihon, fyrrverandi blaða- manni, en hann er leiðtogi Raeliens- safnaðarins og trúir því að fyrsta mannveran hafi verið klónuð af geim- verum fyrir 25 þúsund árum og hafi fyrir því vitneskju geimvera sem birt- ust honum árið 1970. Hluti e-töflufarmsins E-töflunum, sem ætlunin var aö koma á markaö í Sydney, haföi veriö komiö fyrir í sjö stórum plaströrum. Hald lagt á risa- stóran e-töflufarm Lögreglan í Ástralíu lagði á dögun- um hald á um 750 þúsund e-töflur í viðamestu aðgerðum lögreglunnar þar í landi gegn þessum vinsæla veisluvágesti tH þessa. Að sögn Kens Moroneys, lögreglu- stjóra f Nýja Suður-Wales, sem stjóm- aði aðgerðunum í samvinnu við hol- lensk lögregluyfirvöld, fannst farmur- inn i sendibifreið sem stöðvuð var í nágrenni Sydney á aðfangadag. „Undirbúningur aðgerðanna hefur staðið i fjóra mánuði og miðaði að því að stöðva sendmgar sem ætlunin var að koma i sölu fyrir veisluhöld ára- mótanna. Áætlað götusöluverðmæti farmsins er um 25 milljónir dollara, (um tveir milljarðar íslenskra króna) þannig að þetta er mikið áfall fyrir þá sem fjármagna dæmið og einnig mun þetta hafa mikb áhrif á verð og fram- boð á e-töflum i Sydney fyrir áramót- in,“ sagði Moroney lögreglustjóri. Sjálfsmorðsárás á byggingu stjórnvalda í Grozní: Að minnsta kosti fjörutíu manns fórust Að minnsta kosti fjörutíu manns fórust og tugir slösuðust þegar tvær öflugar sprengjur sprungu í og við höfuðstöðvar tsjetsjenskra stjórn- valda í höfuðborginni Grozní í gær og var óttast að tala látinna ætti enn eftir að hækka. Sprengjumar munu hafa sprung- ið upp úr klukkan tvö að staðar- tíma, rétt eftir hádegisverðarhlé starfsmanna, sem eru um tvö hundruð talsins, en að sögn tals- manns stjómvalda var húsið, sem er fjórar hæðir, fullt af fólki, bæði 'starfsmönnum og gestum, þegar sprengjumar sprungu með stuttu millibili. Grunur leikur á að tveir liðs- menn skæruliðasamtaka aðskilnað- arsinna hafi staðið fyrir árásinni en þeir munu hafa komið akandi á vettvang á tveimur farartækjum og sprengt sjálfa sig í loft upp. Önnur sprengjan sprakk fyrir framan anddyri byggingarinnar þar Slasaöir leiddlr úr rústunum Um 200 manns voru staddir í byggingunni þegar sprengjurnar sprungu í Grozní. sem annar tilræðismannanna hafi lagt trukk hlöðnum sprengiefni á _ meðan hinn ók á minni jeppa i eigu rússneska hersins inn í bílageymslu starfsmanna. Sprengingamar voru mjög öflug- ar og að sögn sjónarvotta tættist framhlið hússins svo að segja af og myndaðist um sex metra djúpur gíg- ur framan við húsið. Margir hinna slösuðu voru illa skomir vegna glerbrota og flísa sem þeyttust af miklu afli út um allt og lá fólk illa sært í rústunum og lik lágu á víð og dreif. Að sögn talsmanns stjórnvalda er talið að allt að tonn af sprengiefni hafi verið notað við árásina en hús í næsta nágrenni nötruðu auk þess sem rúður brotnuðu undan þrýst- ingnum. Forystumenn tsjetsjensku heima- stjórnarinnar voru ekki í bygging- unni þegar sprengjumar sprungu. REUTERSMYND Hundaat í Kabúl Afganskur hundaeigandi fyigist hér meö hundi sínum berjast viö annan á hundaati í Kabúl, höfuöborg Afganistans, en eftir fall talíbanastjórnarinnar hefur færst mjög í vöxt aö dýr eins og hundar, hanar og jafnvel fasanar séu látnir berjast fyrir lífi sínu og þá gjarnan veöjaö á sigurvegarann. Norður-Kóreumenn hóta að reka eftirlitsmenn úr landi Norður-Kóreumenn hafa hótað að vísa eftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna, sem haft hafa eftirlit með kjarnorkuverum þeirra, úr landi i kjölfar ákvörðunar þarlendra stjórnvalda um að taka aftur upp kjamorkuvinnslu í trássi við gerða samninga við Bandarikjamenn frá árinu 1994. Talsmaður Alþjóða kjarnorku- málastofnunarinnar, IAEA, sem fer með eftirlitið, hefur staðfest að bréf þess efnis hafi þegar borist stofnun- inni þar sem tilkynnt sé að báðum eftirlitsmönnunum, sem starfað hafa í landinu, verði vísað úr landi en ekki greint nánar frá þvi hvenær það verði. í bréflnu segi einnig að norður- kóresk stjómvöld hyggist fljótlega heQa kjarnorkuvinnslu í Yongbyon- kjamorkuverinu, sem lokað hefur verið síðustu árin, en þó aðeins til Noröur-kóreskur landamæravöröur Norður-kóreskur landamæravörður á veröi viö landamæri Suöur-Kóreu. raforkuvinnslu. Þess sé jafnframt hótað að vinnsla á plútoni, sem nýt- ast mundi til vopnaframleiðslu, en að áliti IAEA gætu Norður- Kóreumenn þá á tiltölulega stuttum tíma hafið framleiðslu kjarnavopna. Til að leggja áherslu á áform sín hafa norður-kóresk stjórnvöld látið fiarlægja innsigli og eftirlitsmynda- vélar úr umræddu kjarnorkuveri, búnað sem eftirlitsmenn IAEA, hafa kallað augu sín og eyru við eftir- litið. Að mati ýmissa stjómmálaskýr- enda er þessum leik norður-kór- eskra stjórnvalda aðeins ætlað að auka þrýstinginn á Bandaríkja- menn til þess að fá þá aftur að samningaborðinu og tilgangurinn sé fyrst og fremst aö tryggja það hemaðaraðgerðum verði ekki beitt og einnig að tryggja áframhaldandi efnahagsaðstoð. Hræddur um mannoröið Hæstiréttur í Sviss hefur hafnað kröfu Yeslams Bin- ladins, hálfbróður Osama bin Ladens, um að umdeild bók um hryðjuverkafor- ingjann verði bönn- uð þar í landi. Rétturinn úrskurðaði að bókin, sem ber titilinn „Hulinn sannleik- ur“ og er eftir tvo franska rithöf- unda, væri á engan hátt ærumeið- andi fyrir bróðurinn og því bæri ekki að banna hana. Umræddur Yeslam, sem rekur fjárfestingarfyrirtæki í Sviss, taldi að efni bókarinnar gæti skaðað mannorð sitt, en hann hefur búið í Sviss síðan árið 1985 og hefur sviss- neskan ríkisborgararétt. Pólverjar keyptu F-16 Pólsk stjórnvöld hafa samþykkt tilboð bandarísku Lockheed Martin flugvélaverksmiðjanna um kaup á 48 orrustuþotum af gerðinni F-16 til að leysa af hólmi gamlar sovéskar MIG-þotur. Frönsku Dassault flugvélaverk- smiðjumar, sem framleiða Mirage- þotur, og bresk/sænska samsteypan BAE Systems-Saab, sem framleiðir Jas-39 Gripen-þotur, gerðu einnig tilboð í pakkann sem metinn er á 3,5 milljarða dollara. Framkvæmdastjóri Dassault sagði að pólitík hefði ráðið ferðinni frekar en verð og gæði vélanna sem í boði voru. Vísindamenn úr landi Talsmaður vopnaeftirlitsnefnd- ar Sameinuðu þjóð- anna sagðiígærað undirbúningur væri hafinn að því að flytja fyrsta íraska vísinda- manninn úr landi til yfirheyrslu eins og nefndin hefur leyfi til samkvæmt ályktun Öryggis- ráðs SÞ. Stjórnvöld í írak eru mótfallin þessum ráðagerðum, en geta lítið aðhafst þar sem þau eru bundin ályktun Öryggisráðsins sem þau samþykktu fyrir sitt leyti. Komið í veg fyrir árás Að sögn talsmanns franska inn- anríkisráðneytisins ráðgerði hópur herskárra íslamskra hryðjuverka- manna, sem handteknir voru í París fyrr í mánuðinum, árás á rússneska sendiráðið og fleiri rússneska hags- muni í borginni. Hópurinn mun hafa ráðgert árásina til þess að hefna fyrir þá sem fallið hafa í átökum við rússneskar hersveitir í Tsjetsjeníu, en tæki til sprengju- gerðar fundust í íbúð eins mann- anna. Franska lögreglan telur að hópurinn hafi verið upprættur. Pútín rekur herforingja SPútin Rússlands- forseti rak á dögun- um herforingjann Yevgeny Bolkhovit- in úr starfi og er hann annar hátt- settur foringi rúss- neska hersins í Tsjetsjeníu sem rekinn er á stuttum tíma, en í byrj- un mánaðarins fékk Gennady Tros- hev, yfirmaður aðgerða í Tsjetsjen- íu, einnig að taka pokann sinn. Ástæður fyrir brottrekstrinum hafa ekki verið gefnar upp opinber- lega en fjölmiðlar giska á að þær séu uppsafnaðar ófarir hersins í baráttunni gegn tsjetsjenskum skæruliðum á undanfómum mán- uðum þar sem Rússar hafa orðið fyrir miklu tjóni og mannfalli. 167 vilja lýðveldi Samkvæmt skoðanakönnun Svenska Dagbladet vilja 167 af 349 þingmönnum á sænska þinginu að Svíþjóð verði lýðveldi. Nítján þing- menn neituðu að svara eða höfðu ekki myndað sér skoðun. Mestur stuðningur við stofnun lýðveldis var hjá þingmönnum vinstriflokk- anna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.