Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Síða 22
22 Helga rblacf 1ZÞV LAUGARDAGU R 28. DESEMBER 2002 Þetta geröist líka 2002: Suu Kyi laus úr haldi Hetformgjastjórnin í Burma lét baráttukonuna og lýðræðissinnann Aung San Suu Kyi lausa úr stofufang- elsi þar sem hún hafði mátt dúsa í heila nítján mán- uði. Herforingj- amir höfðu verið undir miklum þrýstingi að Aung San Suu sleppa Suu Kyi Kyl frá Burma. sem á sínum tíma voru veitt friðar- verðlaun Nóbels fyrir baráttu sína fyrir lýðræði og mannréttindum í heimalandi sínu. Lítið hefur orðið úr efndum loforða herforingjanna um umbætur í stjórnmálum lands- ins og sagði Suu Kyi undir árslok að hægt myndi ganga enn um sinn. Leigubílstjórar stríða Ýfingar voru með dönskum og sænskum leigubílstjórum í sumar þar sem þeim dönsku fannst frænd- ur sínir vera famir að færa sig full- mikið upp á skaftið í kóngsins Kaupinhafn. Dönsku bilstjórunum fannst þeir sænsku vera farnir að taka af þeim lifibrauðið eftir að Eyr- arsundsbrúin var tekin í gagnið og leigubílstjórar í Svíþjóð tóku að líta á danska höfuðborgarsvæðið sem hluta af atvinnusvæði sínu. Morgunsöngur Ashcrofts John Ashcroft, dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna, vakti athygli fyrir þá nýbreytni að hefja hvem starfsdag í ráðu- neyti sínu með sameiginlegri bænastund. Hann bætti svo um bet- ur snemma árs þegar hann fór fram á það að und- irmennimir tækju einnig lagið og kyrjuðu svo sem eins og eitt ættjarðarlag sem hann hafði sjálfur samið. Frómt frá sagt vora ráðuneytismenn mishrifnir af uppátækinu, enda þótti textinn illa saipinn og væminn. Hinrik prins vanmetinn Hinrik prins, franskur eiginmað- ur Margrétar Þórhildar Danadrottn- ingar, fór í fýlu i febrúarbyijun til vinkastala síns í suðvestanverðu Frakklandi og sagðist ætla að endurmeta stöðu sína innan dönsku hirðarinnar. Prinsinn sagði i viðtali við danskt dagblað að sér fyndist hann hafa verið settur til hliðar og auðmýkt- ur. Komið sem fyllti mælinn var nýársveisla drottningar þar sem Hinrik var í þriðja sæti að mann- virðingum, á eftir eiginkonunni og Friðriki erfðaprins. Síðan hefur allt fallið í ljúfa löð í hirðinni. Mafíukonurnar skjóta Eiginkonur ítalskra mafíubófa sýndu í vor að þær eru engir eftir- bátar karlanna þegar kemur að blóðugu uppgjöri milli fjölskyldna. Það gerðist nefnilega skammt frá Napólí að maflukonur skiptust á skotum eftir æsilegan eltingaleik um þjóðvegi þar í grennd. Þegar upp var staðið lágu þrjár konur í valnum. Konumar vora ungar jafnt sem aldnar og beittu þær meöal annars vélbyssum í átökunum. Drottningarmóðir deyr Elísabet drottningarmóðir á Englandi lést á heimili sinu þann 30. mars og var jarðsungin 9. apr- íl. Óhætt er að full- yrða að drottning- armóðirin, sem var 101 árs þegar hún lést, hafl notið meiri hylli al- mennings en nokkur annar í konungsfjölskyld- ! Hlnrlk drottn- ingarmaöur. John Ashcroft, ráðherra í BNA. Kastljósið beindist æ meir að íraksforseta á árinu 2002: Hamast á Saddam Bandarískir ráðamenn beindu spjótum sinum sífellt meir að Saddam Hussein íraksforseta á ár- inu og hófu undirbúning að hernað- araðgerðum til að steypa honum af stóli. Ekki er þó ljóst hvort, eða hvenær, látið verður til skarar skríða. Veltur þar mikið á niður- stöðum vopnaeftirlitsmanna Sam- einuðu þjóðanna sem héldu aftur til starfa í írak eftir ijögurra ára hlé. Niðurstöðu leitar þeirra að gjöreyð- ingarvopnum er ekki að vænta fyrr en á nýju ári. Hér á eftir verður greint frá nokkrum helstu viðburðum hvers mánaðar ársins sem nú er að líða. Janúar Árið 2002 hófst með því að íbúar tólf Evrópusambandslanda fógnuðu þvi að evran leysti gamla gjaldmiðla þeirra af hólmi og náðu fagnaðar- lætin allt frá eyjum Grikklands við Miðjarðarhaflð austanvert til norð- urheimskautsins. Það voru aðeins Danir, Sviar og Bretar sem ákváðu að skipta ekki um gjaldmiðil að þessu sinni. Myntskiptin gengu vel þótt einhverjir byrjunarörðugleikar hafl gert vart við sig. Ekkert lát varð á deilum Palest- ínumanna og ísraela i þessum fyrsta mánuði nýs árs, áframhald- andi mannvíg á báða bóga og sjálfs- morðsárásir. Hæst bar þó kannski deilur framan af mánuðinum um vopn sem ísraelar gerðu upptæk í palestínsku skipi á Rauðahafi. Indverjar og Pakistanar deildu hart í janúar og gerðu háttsettir er- lendir stjómmálamenn, eins og Col- in Powell, utanríkisráðherra Banda- rikjanna, sér ferð austur til að reyna að koma í veg fyrir að deilan magnaðist svo að hún yrði að styrj- öld milli kjarnorkuveldanna. Framan af mánuðinum gerðu Bandaríkjamenn sér vonir um að góma Múhameð Ómar klerk, and- legan leiðtoga talíbana í Afganistan. Þeim varð þó ekki að ósk sinni því síðast fréttist til Ómars er hann flúði á mótorhjóli sínu og hefur ekki til hans spurst síðan. í mánuðinum fluttu Bandaríkjamenn fyrstu fang- ana frá Afganistan til Kúbu og var hart deilt um aðbúnað þeirra. Don- ald Rumsfeld, landvamaráðherra Bandaríkjanna, sagði þá fá mannúð- lega meðferð og að mestu í sam- ræmi við lög og reglur. Febrúar Umfangsmestu stríðsglæparéttar- höld frá lokum heimsstyrjaldarinn- ar síðari hófust í Haag laust fyrir miðjan mánuðinn þegar Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseti Júgó- slavíu, var leiddur fyrir stríðs- glæpadómstól Sameinuðu þjóðanna. Þar þarf hann að svara til saka fyr- ir stríðsglæpi, þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyni sem hann er ákærð- ur fyrir að hafa framið í tengslum við átökin á Balkanskaga á tiunda áratug slðustu aldar. Milosevic vís- aði öllum ákærum á hendur sér á bug og kallaði þær hafsjó af lygum. Reiknað er með að réttarhöldin standi í tvö ár. Staðfest var að bandariski blaða- maðurinn Daniel Pearl hefði verið myrtur þegar yfirvöld fengu í hend- ur myndbandsupptöku þar sem sást hvar hann var skorinn á háls. Pearl var rænt undir lok janúar, þegar hann ætlaði að reyna að ná fundi harðlínumúslíma. Mars Bandarísk stjómvöld hófu i mán- uðinum undirbúning sinn að hugs- anlegum stríðsátökum í írak vegna meintrar gjöreyðingarvopnaeignar Saddams Husseins forseta. Dick Cheney varaforseti var á faraldsfæti og ræddi meðal annars við Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og ráðamenn í bæði Jórdaníu og Eg- yptalandi. Cheney sagði að árás væri ekki í bígerð. Jórdanar vöruðu Skemmdlrnar kannaðar Yasser Arafat, forseti Palestínumanna, var í fylgd klerka þegar hann kannaöi skemmdirnar sem uröu á Fæöingarkirkj- unni í Betlehem í vor, þegar ísraelskir hermenn sátu um kirkjuna í margar vikur. hann við árásum á írak en Mubarak Egyptalandsforseti lýsti yflr stuðn- ingi við Bandaríkjamenn í deilunni við Saddam. Innan Verkamanna- flokks Tonys Blairs varð vart við vaxandi ágreining um Iraksmálið. Robert Mugabe, forseti Sim- babve, gaf umheiminum enn einu sinni langt nef þegar hann var lýst- ur sigurvegari í umdeildum forseta- kosningum. Varla var búið að telja atkvæðin þegar ákæra var gefln út á hendur Morgan Tsvangirai, leið- toga stjómarandstöðunnar og helsta keppinauti Mugabes, fyrir landráð. Bresk stjómvöld gagnrýndu úrslitin og hótuðu refsiaðgerðum. George W. Bush Bandaríkjafor- seti gerði allt vitlaust í Evrópusam- bandinu þegar hann ákvað að setja allt að þrjátíu prósenta toll á inn- flutt stál, í því skyni að vernda bandarískan stáliðnað. ESB svaraði Bush með því að setja tolla á inn- flutt bandarískt stál. Blóðsúthellingar héldu áfram í Mið-Austurlöndum og tilraunir Ant- honys Zinnis, sendimanns Banda- ríkjastjómar, til að stilla til friðar báru ekki árangur frekar en fyrri daginn. Austur í Afganistan létust hátt í þrjú þúsund manns í jarðskjálftum og bandarískir hermenn og banda- menn þeirra áttu í höggi við liðs- menn talíbana og al-Qaeda sem þar voru enn á kreiki. Apríl Franski hægriöfgamaðurinn Jean-Marie Le Pen setti allt á annan endann í Frakklandi þegar hann náði þeim fáheyrða árangri í fyrri umferð forsetakosninganna að fá fleiri atkvæði en Lionel Jospin for- sætisráðherra, frambjóðandi stjórn- arflokks sósíalista. Það var þvi ijóst að baráttan í síðari umferðinni í mai yrði milli Jacques Chiracs, frá- farandi forseta, og Le Pens. Evr- ópskir þjóðaleiðtogar fordæmdu margir hverjir Le Pen og stefnu hans, sem byggist á útlendinga- hatri, og lýðveldissinnar í Frakk- landi hófu að safna liði. Gekk mað- ur undir manns hönd að hvetja alla til að kjósa Chirac í síðari umferð- inni. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gerði árangurslaus- ar tilraúnir til að koma á friði milli Palestínumanna og ísraela sem héldu áfram að drepa hverjir aðra. Samkomulag náðist um að ísraelar afléttu umsátri sínu um höfuðstöðv- ar Yassers Arafats, forseta Palest- ínumanna. Fréttaljós Guðlaugur Bergmundsson blaöamaöur Nítján ára menntaskólanemi, sem hafði verið rekinn úr skóla, gerði hefndarárás í borginni Ehrfurt í austanverðu Þýskalandi og linnti ekki látum fyrr en hann hafði drep- ið sautján manns, fjórtán kennara, tvo nemendur og einn lögregluþjón. Hann svipti sig síðan lifi. Þjóðverj- ar, svo og heimurinn allur, voru að vonum slegnir miklum óhug, enda ódæðið hið versta frá lokum heims- styrjaldarinnar síðari. Maí Sögulegur fundur Atlantshafs- bandalagsins (NATO) var haldinn í Reykjavík um miðjan mánuðinn og var þar gengið frá stofnun sérstaks samráðsvettvangs NATO og Rúss- lands. Samkomulagið þar um var síðan staðfest suður á Italíu síðar í mánuðinum. Jack Straw, utanríkis- ráðherra Bretlands, lýsti því hátíð- NATO-fundur í Reykjavík Sögulegur fundur Atlantshafsbandalagsins var haldinn í Reykjavík í maí. lega yfir á fundinum í Reykjavík að kalda stríðið hefði verið jarðað. Mikil spenna var í samskiptum Indverja og Pakistana i kjölfar til- rauna þeirra síðarnefndu með flug- skeyti. Indverjar saka Pakistana um að skjóta skjólshúsi yfir aðskilnað- arsinna múslíma sem berjast gegn indverskum yfirráðum í hinu um- deilda Kasmír-héraði. George W. Bush Bandaríkjaforseti sá ástæðu til þess að vara pakistönsk stjórnvöld við því að leyfa aðskilnaðarsinnun- um að komast óhindrað yfir landa- mærin inn í Kasmír. Hægrisveifla varð í Hollandi þeg- ar þriggja mánaða gamall flokkur öfgamannsins Pims Fortuyns fékk næstmest fylgi í þingkosningunum og gjörbylti þar með landslaginu í hollenskum stjómmálum. Fortuyn sjálfum entist þó ekki aldur til að sjá velgengni flokks síns því hann var myrtur rúmri viku fyrir kosning- arnar. Verkamannaflokkur Wims Koks, fyrrverandi forsætisráðherra, sem hefur verið stærsti flokkur Hollands undanfama áratugi, galt mikið afhroð. Ótvíræður sigurveg- ari kosninganna var hins vegar Jan- Peter Balkenende, formaður Kristi- lega demókrataflokksins. Lýðræðis- og lýðveldissinnar í Frakklandi vörpuðu öndinni léttar og fögnuðu yfirburðasigri Jacques Chiracs á hægriöfgamanninum Le Pen í síðari umferð forsetakosning- anna. Ekki er þó laust við að vinstri- menn hafi verið með óbragð í munni, margir hverjir. Júní Anfinni Kallsberg, lögmanni Fær- eyja, tókst loks að mynda nýja land- stjórn í byrjun mánaðarins, rúmum mánuöi eftir að kosningarnar til lög- þingsins fóm fram. Þegar talið hafði verið upp úr kjörkössunum var jafn- ræði milli fylkinga stjórnar og stjórnarandstæðinga. Hvor fylking- in fékk 16 menn kjöma. Stjórnar- myndunarviðræðurnar gengu mjög brösuglega og niðurstaðan varð sú að fráfarandi stjórnarflokkar, Fólka- flokkur, Þjóðveldisflokkur og Sjálf- stjórnarflokkur, héldu samstarfinu áfram og tóku Miðflokkinn með sér. Áfram verður unnið að sjálfstæði eyjanna en farið verður hægar í sak- imar en áður. Yasser Arafat, forseti Palestínu- manna, boðaði til kosninga í janúar 2003. Hann hafði nokkru áður til- kynnt um uppstokkun í stjórn sinni, en það hefur lengi verið krafa bandarískra stjórnvalda og tsraela. Bush Bandaríkjaforseti lét í ljósi efa- semdir um ágæti kosninganna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.