Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2003, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2003, Side 20
20 H&lcjarblac) 13V LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2003 Þegar virkjað er þarf að gá að sér Víðtæk sátt er um úrskurð Jóns Kristjánssonar, heilbrigðisráðherra og setts umhverfisráð- herra, um Norðlingaölduveitu. I viðtali ræðir hann um úrskurð sinn, stjórnarsamstarfið og Ég var reyndar nokkuð undrandi á því hvemig Steingrímur Sigfússon tók úrskurðinum. Hann sagði að þetta væri fram- sóknarlegur úrskurður þar sem hvorki væri sagt já eða nei. Það er eðli miðflokka að miðla málum og ef úrskurður minn er framsóknarlegur þá er ég stoltur af því fyrir hönd míns flokks. Hins vegar dró Steingrímur nokkuð í land i utandag- skrárumræðu á þingi.“ stöðu Framsóknarflokksins. Menn hafa haft á orði að úrskuróur þinn um Norólinga- ölduveitu hafi verið salómonsdómur. Skipti þig miklu máli að það yrói sátt um dóminn? „Já, það skipti mig miklu máli. Samvisku minnar vegna fannst mér að ég yrði að skoða þetta mál mjög vel. Ég gerði mér grein fyrir þvi að málið væri afar viðkvæmt. Þama var friðland og ef ég hefði staðfest úrskurðinn óbreyttan þá hefði um leið verið gengið á alþjóðlega sáttmála. Á þeim forsend- um lét ég athuga þetta mjög vel og við þær athuganir kom í Ijós að það var hægt að halda framkvæmdum utan friðlands. Viðbrögð við úrskurði mínum eru þau sterkustu sem ég hef fundið á mínum ferli og hef ég þó verið í stjómmálum í þijá áratugi. Mikill meirihluti þjóðarinnar virðist tilbúinn að sættast á þessa lausn. Mér þykir auðvitaö mjög vænt um það. Ert þú virkjunarsinni? „Ég er virkjunarsinni að því leyti til að ég tel að við verð- um að nýta orku til atvinnuuppbyggingar og stóriðja sé eins og verið hefur álitleg til þess. Það er áríðandi að halda uppi atvinnu vegna þess að atvinnulífið stendur undir velferðinni. Það þarf mikla peninga meðal annars í heilbrigðiskerfið og félagslega þjónustu og atvinnulíflð er uppspretta þeirra. Þess vegna er nauðsyn að virkja. Hins vegar skiptir máli hvemig við stöndum að því. Þegar virkjað er þarf að gá að sér. Ég er eindreginn stuðningsmaður Kárahnjúkavirkjunar eins og hún er þótt hún hafi vissulega áhrif á náttúruna. En það em mun viðkvæmari svæði fyrir austan, eins og við Jökulsá á Fjöllum, sem ég hef ætið viljað hlífa.“ Ekld á hnjánum í stjómarsamstarf Ertu ártœgöur með ríkisstjórnarsamstarfió og gœtirðu hugsaó þérfjögur ár í viðbót? „Það fer allt eftir því hvort við framsóknarmenn komum uppréttir úr kosningum hversu álitlegt er að fara í ríkis- stjóm. Þangað er ekki gott að koma á hnjánum. Ég hef verið i tvö ár í innsta hring í stjómarsamstarfi við Sjálfstæðisflokk- inn og hef ekkert undan því að kvarta. Það hafa verið heil- indi í þessu samstarfi og við höfum getað talað um hlutina og komist að niðurstöðu eftir hreinskilin skoðanaskipti. Þannig á að starfa í stjómarsamstarfi. í vor ganga menn til kosninga og halda fram stefnu síns flokks en stjómarsamstarf við hvaða flokk sem er þýðir að menn verða að slá af kröfum og ná málamiðlun. Mér fmnst mönnum hafa tekist það í þessu rikisstjómarsamstarfi þrátt fyrir að flokkamir séu ósammála um ýmsa hluti. Ég útiloka þó ekki samstarf við neinn flokk að kosningum loknum." Ekki einu sinni við Vinstri grœna? „Ég útiloka það ekki þótt við séum reyndar ipjög ósam- mála um flesta hluti. Það yrðu að vera miklar málamiðlanir ef samstarf ætti að takast." Sígandi lukka er best Finnst þér staða Framsóknarflokksins í skoðanakömunum ekki vera kvíðvœnleg? „Skoðanakannanir hafa verið slæmar. Gallinn við að fá slæmar skoðanakannanir er að þær ergja flokksmenn á stundum en kosturinn er að þær þjappa flokksmönnum oft- ast saman. Margar góðar skoðanakannanir í röð geta hins vegar leitt til andvaraleysis. Ég get nefnt skólabókardæmi um vonda skoðanakönnun sem hafði mikil áhrif. Tíu dögum fyrir síðustu kosningar fengum við framsóknarmenn skoð- anakönnun fyrir austan um að ég væri fallinn út af þingi. Fylgið var 28 prósent i kjördæminu. Flokksmenn hrukku mjög við. Einn vinur minn og stuðningsmaður sagði við mig: „Við bætum við okkur einu prósenti á dag það sem eftir er til kosninga." Og það varð, við fengum 38 prósent. Fólk sneri JAFNRÉTTI - JÖFN TÆKIFÆRI Með því að leysa úr læðingi hæfileika starfsfólks og skapa því umhverfi sem mótast af sanngirni, heiðarleika og virðingu myndum við sterka liðsheild. Þannig nóum við samkeppnisforskoti og órangri sem tekið er eftir. Skeljungur hefur markað sér þó stefnu að jafnrétti, þar sem hæfni ræður vali, sé óvallt órofa hluti af menningu fyrirtækisins. Þessi jókvæða afstaða til jafnréttis skilar sér tvímælalaust til viðskiptavina okkar í úrvalsþjónustu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.