Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2003, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2003, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2003 HeIgorblaö JOV 25 i Hér leggur Guniiur Karl kart- öflustöngiua ofaii á sellerí- niaukið. Áður hafa kartöflurnar verið stappaðar með olíu og steinselju, jveini rúllað inn í sniurt filodeig og stöngin steikt á tcflonpönnu. Sósan úr kjúklingasoöinu er með nettu tímían- og hvítlauks- hragði. Smjörið gerir hana sér- lega ljúffenga. Gunnar Karl nostrar við skreytingarnar. DV-myndir Sig. Jökull Frönsk gæðahvítvín frá Loire-dalnum og Alsace - er val Ágústs Guðmundssonar, víndeild Globuss Nú er þorrinn hálfnaður og ófáir gæða sér á súr- meti um helgina. Það er nú margt verra en súrmeti en það er alltaf jafn gott að fá sér sjávarfang á disk. Lúða er herramannsmatur og ekki laust við að frá- sögn af matreiðslu Gunnars Karls hafi kitlað bragðlauka Ágústs Guðmundssonar hjá víndeild Globuss. Þótt það hafi freistað Ágústs að finna til rauðvín með aðalréttinum varð Sancerre Blanc frá Pascal Jolivet frá Loiredalnum í Frakklandi fyrir valinu. Pascal Jolivet telst tO yngri kynslóðar manna sem náð hafa mjög langt í list sinni, víngerðinni. Fyrir- tækið er stofnað árið 1987 og er eitt af yngstu vín- gerðarhúsunum í Loiredalnum. Sancerre Blanc 2001 er alfarið unniö úr Sauvignon Blanc-þrúgunni. Vínið hefur blómlegan og fágaðan ilm. í munni einkennir skarpur, þurr ávöxtur og gott jafnvægi þetta vín. Sancerre Blanc fellur vel að grilluðu sjávarfangi og þá sérstaklega feitari tegundum á borð við stórlúðu, lax og skötu- sel. Það hæfir einnig léttari fuglakjötsréttum, t.d. kalkúna og kjúklingi. Þá er ekki úr vegi að bragða Sancerre Blanc með léttari ostum eins og mjúkum en ekki of þroskuðum brieostum. Sancerre Blanc 2001 fæst í sérverslun ÁTVR í Heiðrúnu og kostar þar um 1.800 krónur. Til stóð að matreiða lúðuþynnur í forrétt hér á síðunni, kryddaðar með basilolíu, hvítlauk og tómat. Af því varð þó ekki en kryddiö sem hér er upp talið og góður fiskur stendur sannarlega fyrir sinu. En fyrirhugaður forréttur leiddi huga Ágústs til Alsace-héraðsins í Frakklandi. Þar varð fyrir valinu gæöahvítvín, Riesling Reserve, frá Trimbach-fjölskyldunni, árgangur 1998. Það var um miðja 17. öld sem Jean Trimbach hóf vingerð í Alsace. Það var svo árið 1898 sem Frederic Emile Trimbach hélt með afraksturinn á alþjóð- lega vínsýningu í Brussel. Er skemmst frá því að segja að hann hirti þar öll helstu verð- laun sem í boði voru. Allar götur síðan hefur Trimbach-fjölskyldan verið á meðal allra bestu vínframleiðenda í Alsace-hér- aðinu. Á fjölskyldan m.a. hina óviðjafn- anlegu ekru Clos St. Hune sem er af mörgum talin skila besta Riesling-víni Al- sace-svæðisins. Riesling Reserve 1998 frá Trimbach er unnið úr vínþrúgum sem koma frá bestu svæðunum í kringum bæinn Ribeauville. Þetta er þurrt vín sem hefur fínlegan stein- efnaríkan ávöxt. Greina má gott jafnvægi sýru og ávaxtar. Riesling Reserve fellur vel að fersku, finlegu sjávarfangi og skelfiski, sem og ýmsum ljósum kjötréttum. Fyrir þá sem vilja sósur með matnum er mælt með hvítvínsbættum sósum. Riesling Reserve frá Trimbach fæst í sér- verslun ÁTVR í Heiðrúnu og kostar um 1.400 krónur. Umsjón Haukur Lárus Hauksson [
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.