Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2003, Síða 26
26
HelQarblctð DV LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2003
/ listum
eru engar skýrar mælistikur
— rýnt í Menningarverðlaun DV í myndlist eftir Ounnar J. Árnason
Verðlaunalandslagið hefur held-
ur betur breyst frá því byrjað var
að afhenda Menningarverðlaun
Dagblaðsins árið 1979. Fyrir aldar-
fjórðungi voru verðlaunaafhend-
ingar alvarlegur viðburður þar
sem spakir menn komu saman í
reykfylltum herbergjum. Afhend-
ingar liktust helst hátíðarkvöld-
verði hjá Lions eða Rotary, hlýtt
var á háfleygar ræður jafnvel svo
mínútum skipti, loks var sá verð-
ugi vígður inn í félagskap frómra
manna með skjali eða barmnælu.
Um verðlaunatilnefningar sáu
gjarnan opinberar nefndir eða há-
timbraðar akademíur sem úthlut-
uðu verðlaunum eins og heiðurs-
doktorsnafnbótum.
Nú eru verðlaunaafhendingar
orðnar eftirsótt fjölmiðlaefni með
beinum útsendingum á besta sjón-
varpstima. í augum þeirra sem
standa fyrir þeim eru þær ekki að-
eins viðburður heldur ekki síður
hagsmunamál og markaðstæki-
færi. Edduverðlaun, bókmennta-
verðlaun, tónlistarverðlaun eru
sviðsett af samtökum útgefenda,
framleiðenda og listamanna. Það
virðist meira að segja vera til
markaður fyrir verðlaunahátíðir
sem slíkar, annars væru varla til
fyrirtæki sem sérhæfðu sig í því að
halda þær.
Að vera með puttann á
Gallerí Suðurgata 7 lilaut fyrstu Menningarverðlaun DV fvrir myndlist árið 1979. Friðrik Þor plílsinum
Friðriksson, sem síðar hefur látið til sín talta á öðrum vígstöðvum, stóð meðal annarra að gafleríiuu. Menningarverðlaun eru
þess eðlis að þýðing þeirra er
Hver er draumurinn?
Það var því af nokkurri framsýni að DV dustaði
vindlaöskuna af aldinni og virðulegri hugmynd á sínum
tíma og reyndi að gera menningarverðlaun að fjölmiðla-
viðburði sem átti erindi við almenning með því að
standa að tilnefningum, vali og afhendingu fyrir opnum
tjöldum. Lesendur blaðsins gátu sent inn tilnefningar,
tekið þátt í atkvæðagreiðslu. Blaðið reyndi að skapa eft-
irvæntingu og telja niður dagana þar til tilkynnt var um
verðlaunahafa. Fjallað var ítarlega með myndefni um af-
hendinguna, þar sem útlistað var nákvæmlega hvað bor-
ið var á borð fyrir hátíðargesti í glæsilegasta veitingasal
bæjarins og stundum var þessu fylgt eftir næstu daga
með viðtölum við verðlaunahafa. Nú þykir það nánast
viðtekinn og sjálfsagður siður að standa svona að mál-
um.
Ég þykist nokkuð viss um að ekki hafi einskær ást á
menningunni ráðið ferðinni þegar lagt var upp með
þessi verðlaun hjá ráðamönnum blaðsins á sínum tíma,
hvað þá að það hafi þraukað fram til dagsins í dag, án
þess að þeir hafi metið hvað blaðið sjálft beri úr býtum.
Dreymir ritstjóra DV ekki um að landsmenn bíði með
öndina í hálsinum eftir því að tilkynnt verði um verð-
launahafa og taki síðan andköf yfir tilnefningunni og að
Kastljós og ísland í bítið keppist um að fá til sín máls-
metandi menn sem deila um niðurstöðuna? Og að kepp-
endur í Gettu betur verði ekki í nokkrum vandræðum
með að svara hraðaspurningum um hver hafi hlotið
verðlaunin áratug seinna?
Engin ævikvölds angurværð
Ef við erum að velta fyrir okkur hversu vel hefur tek-
ist til með DV-verðlaunin og hversu vel þau hafa staðist
timans tönn þá er það ekki bara spurning um hvort vel
Menningarverðlaun DV árið 1997.
hafi verið staðið að vali á verðlaunahöfum heldur ekki
síst hvort verðlaunin séu sá fjölmiðlaviðburður sem bú-
ast mætti við. Er DV að fá út úr þessum verðlaunum það
sem þeir sækjast eftir?
Ég ætla ekki að falla í þá gryfju að leggja dóm á hvort
verðlaunahafar DV í gegnum tíðina hafi átt verðlaun sín
skilið, því siður að tína einhverja til sem áttu þau betur
skilið. Það er hæglega hægt að lenda úti á hálum ís í
þeim efnum. í listum er engin samkeppni um fyrsta,
annað og þriðja sæti. Engar skýrar mælistikur til að
dæma eftir. Menn skora ekki punkta eða koma fyrstir í
mark. Það er því ekki alltaf ljóst hvað átt er við þegar
talað er um að listamaður eigi einhver verðlaun skilið,
sama hversu merkilegur aðili það er sem úthlutar þeim
og sama hversu „fræðilega" eða „hlutlægt" staðið er að
málum. Það eru ótal listamenn á hverjum tíma sem eiga
einhverja viðurkenningu skilda af einni eða annarri
ástæðu. Að þessu leyti er enginn munur á Menningar-
verðlaunum DV og nóbelsverðlaununum.
Verðlaunin fóru vel af stað fyrstu árin. Lesendur
máttu senda inn tilnefningar og þar mátti sjá kunnugleg
nöfn eins og Einar Hákonarson, Braga Ásgeirsson,
Hring Jóhannesson og Svein Björnsson. En dómnefndin
valdi ólíklegasta kandídatinn, Gallerí Suðurgötu 7, sem
hafði þá verið framsæknasti sýningarsalur í bænum og
gaf út tímaritið Svart á hvítu. Annar þeirra sem tók á
móti verðlaunum átti eftir að láta til sín taka svo um
munaði í annarri listgrein, en sá var Friðrik Þór Frið-
riksson. Þetta lofaði góðu og það virtist vera góð stemn-
ing í kringum verðlaunaveitinguna, „engin ævikvölds
angurværð", eins og Thor Vilhjálmsson orðaði það á sin-
um tíma.
Hvemig var hægt að sniðganga konur?
En svo er eins og verðlaunin tapi áttum, því næstur
hlýtur Sigurjón Ólafsson þau, og þremur árum seinna
Jóhann Briem. í staðinn fyrir að endurspegla það athygl-
isverðasta sem er í brennidepli þá er eins og verðlaunin
renni oft til listamanna vegna þess sem þeir voru að
gera tíu eða tuttugu árum áður.
Áttundi áratugurinn var tími málverksins hjá DV-
verðlaununum. Verðlaunahafar frá 1983, þegar Helgi
Þorgils hlýtur þau, fram til 1990, þegar Kristján Guð-
mundsson fær þau, eru allir málarar, utan einn, Jón
Gunnar Árnason myndhöggvari.
Það sem stingur kannski mest í augu er að frá 1979 og
fram til 1995 hlýtur aðeins ein einasta kona menningar-
verðlaun DV. Svo ég verði ekki sakaöur um að vera
ósamkvæmur sjálfuni mér þá ætla ég ekki að fara að
halda þvi fram að einhverjar listakonur hafi átt betur
skilið en karlarnir að fá verðlaun á þessu tímabili en í
ljósi þess að hæfileikaríkum konum fer mjög fjölgandi á
þessum árum og allrar umræðunnar í kringum kvenna-
hreyfinguna og feminisma má undarlegt heita að það
hafi verið hægt að komast hjá því að veita listamanni af
ekki sjálfgefin (eins og t.d. í íþróttum). Þau eru ákveðin
fullyrðing, „statement", eins og sagt er, þau verða að
standa fyrir eitthvað. Fyrir hvað standa DV-verðlaunin
í myndlist? Ég hef aldrei almennilega áttað mig á því.
Til þess hefur ekki verið nægilega mikil samkvæmni í
úthlutunum og þau vasast í of miklu. Eitt árið eru þau
einhvers konar heiðursverðlaun, næsta árið er það
bjartasta vonin, annað árið samfélagsþjónustuverðlaun.
Það gengur eiginlega ekki að ætla sér að verðlauna allt
sem vel er gert.
Það væri oflátungsháttur af mér að þykjast geta gefið
þrautreyndum fjölmiðlaberserkjum ráð um hvaða stefnu
DV-verðlaunin ættu að taka. En ef ég ætti að upplýsa um
mitt auðmjúka álit þá fyndist mér ekki óeðlilegt að verð-
launin leituðust við að endurspegla þá ímynd og stöðu
sem blaðið vill skapa sér í hugum landsmanna, að það
sé með puttann á púlsinum, að það hlusti eftir
hjartslætti menningarlifsins, sé fyrst með fréttirnar,
helst áður en þær gerast. Til þess þurfa þau ákveðna
áræðni og dirfsku, taka áhættu og vera mátulega ósann-
gjörn. Þau verða að koma á óvart og ganga jafnvel fram
hjá augljósustu kandidötunum. Jafnvel nóbelsverðlaun-
in í bókmenntum koma stundum á óvart, annars væru
þau löngu dauð.
DV ætti að vita það betur en flestir að það er fátt
verra en að vera of seinir með fréttirnar. Því er betra að
sleppa því að flytja þær en að vera uppvís að þvi að vera
síðastur aö segja frá því sem er á allra vitorði. Það er
ekki hægt að bæta fyrir seinaganginn með því að veita
verðlaun eftir á, eða réttlæta verðlaun með því að ein-
hver haft beðið nógu lengi eftir verðlaunum og nú sé
röðin komin að honum. DV ætti að sleppa því alveg að
skrýða aldna höfðingja með medalíum fyrir löngu liðin,
vel unnin störf í þágu lands og þjóðar. Aö veita viður-
kenningu fyrir vel unnin störf í þágu samfélagsins er
einhver aumasta afsökun fyrir verðlaunum sem til er,
sérstaklega þegar um er að ræða verðlaun í flokki lista.
Th þess höfum við fálkaorðuna og heiðurslaun Alþingis.
DV ætti að notfæra sér það að blaðið er í aðstöðu til að
geta hunsað listelítuna, akademíska forpokun og fræði-
lega hlutlægni og ætti að láta það eftir sér öðru hverju.
Ef einhver vill halda því fram að verðlaunin séu geng-
in sér til húðar þá má benda á að á tímum þegar verð-
launaafhendingar eru jafnvinsælar og skoðanakannanir
meðal fjölmiðla þá hafa DV-verðlaunin nokkra sérstöðu
Þau eru óháð hagsmunasamtökum og listamannafélög
um, laus undan kvótahugsun opinberra úthlutunar
nefnda og eru í aðstööu til að geta staðið utan við menn
ingarklíkur. Það má vera að akademíur og eddur eigi
sviðið nú um stundir en það er þess virði að reyna að
viðhalda rödd í menningarlífinu sem er ekki ætlað að
tala í öðru orðinu fyrir hagsmuni greinarinnar. Ef DV
tekst að viðhalda sinni sérstöðu og afmarka hana og ef
fólk finnur inn á fyrir hvað verðláunin standa þá gætu
þau orðið sá öflugi menningarviðburður sem búist er
við af þeim.
kvenkyni verðlaun í allan
þennan tíma.
Þegar kona hlýtur loks verð-
laun 1995 þá er það ekki full-
trúi ungra kvenna með ný við-
horf heldur Ragnheiður Jóns-
dóttir, sem hefði frekar átt að
fá þau fimmtán árum áður, þá
sem fulltrúi nýrra viðhorfa
innan kvennahreyfingar og
fyrir grafíkmyndir sem rötuðu
inn á ófá heimili. Það er eigin-
lega ekki fyrr en Ragna Ró-
bertsdóttir fær verðlaunin
2000 að kona fær verðlaun fyr-
ir myndlist sem endurspeglar
hræringar í samtímalistinni.
Á móti hafa verðlaunin
stundum komið á réttum tíma
og runnið til þeirra sem voru á
leiðinni upp. Þar má t.d. nefna
Helga Þorgils 1983 (frekar en
2003), Georg Guðna 1988, Krist-
in E. Hrafnsson 1991 (Hver er
það? hafa menn eflaust spurt),
Finnboga Pétursson 1994, Pál
Guðmundsson 1996 (hver ann-
ar ætti að veita Páli,
akademískum utangarðs-
manni, verðlaun?).