Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2003, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2003, Síða 27
LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2003 Heltgarhloö H>V 2"7 Þeir selja fólki sérhæfðar ferðir sem tengjast lífsstíl og áhugamálum. Jón Karl Einarsson situr en við hlið hans standa Þórir Jónsson og Magnús Jónsson. DV-mynd GVA Ferðast eftir lífsstíl Ferðalög Islendinga hafa tekið miklum bregtingum frá þvíað hópast á sólarstrend- ur til nokkurra uikna bílífis. Nú ngtur mik- illa vinsælda að fara í sérhæfðar ferðir til útlanda sem tengjast lífsstíl eða áhugamáli ferðalangsins. DV hitti menn sem eru sérfræðingar íþess háttar ferðalögum. Það er alveg sérlega skemmtilegt að ferðast þótt auðvitað sé yfirleitt best að koma heim. Þetta vita íslendingar og eiga um það ýmis máltæki eins og vits er þörf þeim er viða ratar og heimskt er heimaalið bam. Skemmtilegast er samt að ferðast í hóp með vinum og félögum eða fólki sem er ókunnugt í upphafí ferðar en er eins og aldavinir manns þegar heim er komið. í Hlíðasmára i Kópavogi er ferða- skrifstofa sem heitir Úrval-Útsýn og Jón Karl Einarsson og Þórir Jónsson sjá um rekstur á. Á þessari ferðaskrifstofu leggja menn mikla áherslu á hópferðir sem tengjast lífsstíl eða áhugamálum fólks. Þarna eru skipulagðar afskaplega margar kór- ferðir til hinna undarlegustu heims- homa. Þar njóta menn sérþekkingar Jóns Karls sem er tónlistarkennari og reyndar stjómandi Selkórsins og hefur verið fararstjóri í fleiri kórferðum en tölu verður komið á með góðu móti. íþróttaferðir em annar hluti, bæði keppnisferðir og þjálfunarferðir, og vax- andi vinsælda njóta ferðir unglinga á stærri og smærri mót erlendis. Það er Þórir Jónsson sem er frumkvöðull og sérfræðingur á því sviði. Gönguferðum vex fiskur um hrv'gg Einn vaxtarbroddurinn enn er síðan gönguferðir erlendis sem njóta mjög vaxandi vinsælda og er varla hægt að ræða án þess að nafn Steinunnar Harð- ardóttur komi fljótlega upp i hugann en í samvinnu við hana hafa þessar ferðir i rauninni orðið vinsælar. Steinunn byrjaði að ganga með íslendingum um fjafflendi Mallorka fyrir allmörgum ámm. Síðan hafa kvíamar verið færðar út og í dag er gengiö auk þess um Pýreneafjöllin á Spáni, um fjalllendi Krítar undir stjóm Tryggva Sigurbergs- sonar og nú í sumar verður boðið upp á ferðir um fjalllendi Toscana á ftalíu. Það er Magnús Jónsson sem er sérfræðingur stofunnar í þessum ferðum, margreynd- ur göngugarpur og skipuleggjandi, með- al annars hinna sérstæðu menningar- gönguferða sem nemendur Jóns Böðv- arssonar hafa farið um víkingaslóðir víða um heim. í anda bændaferðamia DV settist niður með Jóni Karli Ein- arssyni og spurði hann hvað væri nýj- ast á döfinni hjá bjartsýnismönnunum sem eru nýbúnir að taka að sér rekstur ferðaskrifstofu. „Okkar mesta nýjung er ferðir sem við köllum Evrópurútur. Við höfum ver- ið með borgarferðir til Evrópu og vildu færa út kvíamar og gerðum svolitla til- raun í fyma og kölluðum þetta þá bændaferðir. Nú ætlum við að fara um Íberíuskagann, Portúgal, Eystrasalts- löndin og suður til Ítalíu og austur til Tékklands og Ungverjalands. Þetta eru ferðir sem taka 10-12 daga og það er mjög mikið innifalið. Við erum með mjög vandaða fararstjóm, gistum á þriggja stjömu hótelum allan tímann og það er boðið upp á hálft fæði. Það er morgunverður á hótelunum en borðað á völdum veitingastöðum á kvöldin. Við reynum að nálgast eins menningu hvers lands,“ segir Jón sem segir að þessar ferðir henti sérlega vel fólki sem vill gjaman ferðast í hóp og vill losna við fyrirhöfn af skipulagi og á erfitt með að bjarga sér á erlendum málum.“ Gengið um seljadali - Þetta sama á sérstaklega við um gönguferðimar. Þar gengur 20 manna hópur saman í marga daga á greiðum fjallastígum og borðar saman á kránum og hittist á kvöldin undir steikjandi sól en þægindi í gönguferðunum erlendis eru nokkuð meiri en tíðkast i göngu- ferðum í íslenskri náttúra. „Það sem helst er þægilegra í útlönd- um er veðrið," segir Magnús Jónsson göngugarpur. „Við byijuðum smátt á Mallorka með Steinunni Harðardóttur en höfum fært út kvíamar. Oftast er gist í tveggja manna herbergjum en í Toscanaferðun- um í sumar verður gist í fjaUaskálum enda er þá ferðast um sefjadali hátt uppi i fjöllunum þar sem engir vegir eru og lítið um nútímaþægindi en geysifalleg og stórbrotin náttúra. Sem dæmi um stemninguna í þessum ferðum þá héldum við i fyrra svolítinn haustfagnað héma heima fyrir þátttak- endur og ég held að þáttakan hafi verið um 80%. Þetta hefur verið geysilega vin- sælt hjá fólki sem er 40-50 ára en yngra fólk sækir í þetta í vaxandi mæli. Þetta em ferðir við allra hæfi og við reynum að hafa það dálítið gott en taka samt hraustlega á því og þá höfum við góða matarlyst á kvöldin." Þótt Steinunn sé enn í fararbroddi í sumum gönguferðanna em bæði á Krít og í Toscana hafðir innlendir fararsfjór- ar og samstarfsmenn. Kórferðir stöðugt öflugri - Jón Karl hóf sinn feril í fararstjóm kórferða fyrir nærri 18 árum með Ingólfi Guðbrandssyni og ílentist í því. Síðan hefur boltinn rúllað stanslaust. „Það em milli 15 og 20 kórar og hljómsveitir sem við erum að vinna fyr- ir núna við að skipuleggja skemmri og lengri ferðir. Það fer stöðugt í vöxt að kórar fari til útlanda á 2-3 ára fresti og þótt nýir áfangastaðir komist i tísku er metnaður íslendinga sá að gera alltaf betur og þess vegna klæðskerasaumum við hveija ferð fyrir sig og það er mjög mikil vinna,“ segir Jón Karl sem sjálfur er menntaður tónlistarmaður og stjóm- ar Selkómum á Seltjamamesi sem er blandaður kór. Lengsta ferðin sem er i pípunum í augnablikinu er kórferð til Ameríku og Kanada á íslendingaslóðir en Rússland hefur verið að opnast mikið á þessu sviði og síðastliðið haust fór Söngsveit- in Fílharmonía mikla ferð til Péturs- borgar og flutti Sálumessu Mozarts með þarlendum listamönnum. „Það þarf að skipuleggja með góðum fyrirvara og við emm nú að vinna að stórri ferð fyrir karlakórinn Fóstbræð- ur sem fer til Pétursborgar sumarið 2004 til að halda kóramót en sú ferð hefur verið í fréttum vegna fyrirhugaðs sam- starfs þeirra við Vladimír Ashkenazy.“ Ræktum grasrótina - Þeir Jón Karl og Magnús segja að þótt sólarlandaferðir til hvíldar og end- umæringar njóti alltaf stöðugra vin- sælda megi segja að í vaxandi mæli vilji fólk ferðast í sérstökum tilgangi sem oft- ast tengist lifsstíl þess eða áhugamálum. Fólk fer vel lesið og undirbúið á slóðir víkinga eða söguslóðir í stórborgum Evrópu, á völlinn með uppáhaldsknatt- spymuliði sínu, kóraferðimar em alveg sérstakar og hópferðir í anda bænda- ferðanna einnig. Gönguferðimar em ótvirætt lífsstíll sem er aðferð ferða- langa til að kynnast landi og þjóð gegn- um sitt áhugamál. „Okkar styrkur hlýtur að felast í því að rækta grasrótina. Þegar sérhæfmg okkar og sérþekking fer saman við vilja ferðalanganna þá gengur okkur vel,“ segir Jón Karl að lokum. -PÁÁ Opifl hús á Hagstofunni Hagstofa íslands er flutt í nýtt húsnæði að Borgartúni 21a í Reykjavík og hefur þar sameinað hagskýrslustarfsemi sína sem áður var á þremur stöðum í bænum. Af þessu tilefni hefur Hagstofan opið hús laugardaginn 8. febrúar, kl. 13-15, og býður almenningi að koma og skoða húsnæðið, nýjan vef Hagstofunnar og kynna sér starfsemi hennar. BJi - Haýstofíi ískuuis Bókaðu strax oy tryggðu pér fyrstu 300 sætin á ótrúlegu tilboðsverði Italía sumarið 2003 frá kr. 24*962 Við opnum þér leiðina til italíu á ótrúlegu verði í sumar ^ Heimsferðir stórlækka verðið á ferðum til Ítalíu í sumar með beinu flugi sinu til Verona og Bologna og opna þér dyr að þessu mest heillandi landi Evrópu þar sem þú kynnist mörgu hinu fegursta i menningu, listum, matargerð, byggingarlist og náttúrufegurð sem heimurinn hefur að bjóða. Verona er í hjarta Ítalíu. Héðan em stutt að ferðast í allar áttir og Veronaborg ein fegursta miðaldaborg heimsins. Rimini er ein fegursta ströndin við Adria-hafið og vinsælasti sumar- leyfisstaður Ítalíu. Glæsileg ströndin teygir sig kílómetrum saman eftir fallegri strandlengjunni og hér bjóða Heimsferðir glæsilegt úrval gististaða. Verona Ein fegursta borg Ítalíu og rómantískasta borg heimsins Verðkr. 24.962 Flugsæti m.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára, sjá verðskrá. Rimini Heimsferðir stórlækka verðið. Vinsælasti strandstaður italiu. Hér bjóða Heimsferðir frábæra gistivalkosti og spennandi kynnisferðir með fararstjórum Heimsterða Aldrei meiri afsláttur 8.000 h afsláttur af ferðum í eftirtaldar brottfarir: 21. maí - 18. og 25. júní 2., 9. og 23. júlí 27. ágúst - 3. sept. Gildir af fyrstu 300 sætunum ef bókað er fyrir 15. mars. Garda Náttúrufegurð sem á ekki sinn lika. Hér bjóða Heimslerðir afbragðshótel í einum fegursta bænum við vatnið. Verð kr. 49.950 Verð kr. 39.962 M.v. hjón með 2 böm, 21. maí, Residence Nautic, vikuferð, með 8.000 kr. afslætti. Flug og gisting m.v. 2 í herbergi, Hotel Rosetta, 5 nætur. Mundu Mastercard -ávísunina Verð kr. 49.950 M.v. 2 í stúdíóíbúð, Nautic, vika, 18. júní, með 8.000 kr. afslætti. Heimsferðir Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is ^H^Smáauglýsingar byssur, ferðaiög, ferðaþjónusta, fyrir ferðamenn, fyrfr veíðimenn, gisting, golfvörur, heilsa, hesta- mennska, Ijósmyndun, líkamsrækt, safnarinn, sport, vetrarvörur, útiiegubúnaður... tómstundir 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.