Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2003, Side 38
42
Helqarhlað 33V LAUG ARDAGU R 8. FEBRÚAR 2003
Ég vil nátt-
úrlega vera
fullkomin
Halldóra Geirharðsdóttir steiq sín fyrstu
skrefsem leiktjóri íhaust á Nýja sviði
Borgarleikhússins. Nú leikur hún ásamt
leikhópi Ngja suiðsins íuerki Peters
Brooks, Maðurinn sem hélt að konan hans
væri hattur. Halldóra ræðir í viðtali við
Helgarblað DV um þetta óvenjulega verk,
regnsluna af leikstjórninni og trúuðu trúð-
ana, Barböru og Úlfar.
Maðurinn sem hélt að konan hans væri hattur er furðu-
legt heiti á verki, viðfangsefnið er langt frá því að vera
hefðbundiö og byggingin er einnig óhefðbundin. Hvemig
kom það til að þetta verkefni var valið?
„I raun var það Hafliði Amgrimsson, annar dramatúrg
Borgarleikhússins, sem fann verkið og otaði því að Peter
Engkvist leikstjóra með hjálp Guðjóns Pedersens leikhús-
stjóra. Fyrst var pælingin að finna klassískt verk sem hent-
aði ieikhópnum á Nýja sviðinu en það er ekki auðvelt þvi
leikaramir em allir á mjög svipuðum aldri. Eitt leiddi af
öðra við þetta verkefnaval. Veturinn hófst á þessu skrýtna
grínverki, Jóni og Hólmfríði sem ég hélt að væri mjög
„mainstream" en reyndist ekki vera það, síöan kom Mað-
urinn sem hélt að konan hans væri hattur og síðasta verk-
efiii okkar verður Vetrarævintýri eftir William
Shakespeare í leikstjórn Benedikts Erlingssonar.
Peter kveikti ekki strax á Manninum sem hélt að konan
hans væri hattur en Guðjón ýtti mjög á hann að taka verk-
ið að sér. Enda ekki auðvelt að gera sér grein fyrir á hvem-
ig sýningu handritið kallar. Handritið var mjög þurrt, ef
svo má segja; eins og læknaskýrsla án fræðiheitanna."
Þú hafðir leikið undir leikstjóm Peters í Ormstungu fyr-
ir nokkrum áram. Hvemig var að vinna aftur með honum?
„Það var frábært. Leikstjómaraðferð hans er mjög
skemmtilegt: hann matar ekki leikarana og því verða þeir
ofl mjög skapandi í höndum hans. Hann kastar boltanum
einu sinni til leikarans og ef hann grípur ekki missir hann
af. Leikarar gera sér grein fyrir þessu fljótlega og hlusta
betur og „grípa“ frekar. Hann nær að virkja fólk þannig að
það taki ábyrgð á senunum sínum og allri sýningunni.
Áður en ég vann með Peter hafði ég verið á námskeiði
hjá honum á leiklistarskólahátíð í Noregi ásamt Bergi Þór
Ingólfssyni og Sveini Þóri Geirssyni. Peter fór þá óendan-
lega mikið í taugamar á mér því mér fannst hann taka allt
svo léttum tökum, gera allt svo skemmtilegt. Hann kann
svo marga leiki og skemmtilegar leiðir að efninu. Það var
ekki fyrr en á þriðja degi sem ég uppgötvaði að hann var
að fara eitthvað með þessum leikjum. Ég vildi ekki gútera
aö það mætti vera svona gaman.
Þrátt fyrir þennan léttleika í vinnubrögðum er hann
mjög kröfuharður: hann setur ekki ætlun sína og kröfur á
útsölu."
Hjartalagið skíni í gegn
Þrátt fyrir að umfjöllunarefni sýningarinnar sé tauga-
sjúkdómar er sýningin mjög fyndin og einlæg. Sumir hafa
sagt að erfitt sé að hlæja að fólki sem á við mikla erfiðleika
að stríða.
„Já, en eins og maðurinn með tourette-heilkennið segir í
sýningunni þá geta hlutir verið hlægilegir þótt þeir séu
ekki fyndnir, eða segir maður fyndnir án þess að vera
hlægilegir? Það getur verið mjög fyndið að klappa með
annarri hendi eða varalita sig bara öðrum megin.“
Gengur það ekki gegn pólitískri rétthugsun að hafa um-
fiöllun um þessa sjúkdóma svona húmoríska?
„Þessi aðferð krefst þess að maður treysti því að hjarta-
lagið skíni í gegn: að raunveruleg ætlun manns og meining
sé útlitinu yfirsterkari. Þetta er alveg eins og þegar maður
fiallar um homma, lesbíur, nýbúa; maður verður að fá að
draga fram kómískar hliðar allra hluta en um leið alvar-
leika þeirra. Maður verður að treysta því að fólk finni að á
bak við slái stórt kærleiksríkt hjarta. Ég treysti áhorfend-
um til aö skynja þetta nema þeir séu sjálfir á vondum stað
og fari í vöra gegn verkefninu.
Fyrsta einræðan i And Björk of course ... eftir Þorvald
Þorsteinsson var um heilbrigðan mann sem óskaði sér þess
að hann væri þroskaheftur: hann þráði ábyrgðarleysi.
Sumir urðu reiðir þegar þeir hlustuðu á einræðuna, mis-
skildu hvað bjó að baki. Við glímum oft við þetta í vinn-
unni, „eigum við að stytta? verðum við misskilin?“ og þá
„Þessi aðferð krefst þess að maður treysti því að hjartalagið skíni í gegn: að raunveruleg ætlun nianns og niein-
ing sé útlitinu yfirsterkari. Þetta er alveg eins og þegar maður fjallar uni honuna, lesbíur, nýbúa; maður verður
að fá að draga fram kómískar liliðar allra hluta en um leið alvarleika þeirra. Maður verður að treysta því að
fólk finni að á bak við slái stórt kærleiksríkt hjarta.“ segir Halfdóra Geirharðsdóttir leikkona sem leikur í Mað-
urinn sem hélt að konan lians væri hattur sem frumsýnt var á Nýja sviði Borgarleikhússins uin síðustu lielgi.
DV-mynd Sigurður Jökull
byrjum við að ritskoða höfundana. Það er okkar eigin
hræðsla við að verða misskilin. Ef við vinnum vinnuna
okkar af heiðarleika og heilu hjarta þarf maður ekki að ótt-
ast það sem fólk heyrir."
Beðið eftir núinu og guði
Trúðamir Barbara og Úlfar, hugarfóstur þitt og Bergs
Þórs Ingólfssonar, settu fyrir nokkram misserum upp Pisl-
arsögu Krists i splatterútgáfu. Þar nálguðust þið heilagleik-
ann á óvenjulegan hátt.
„Enda mætti öll Biskupsstofa á sýningu hjá okkur. Fyrst
hringdi einhver frá Biskupsstofu i Guðjón Pedersen leik-
hússtjóra og spurði hvort við ætluðm virkilega að gera grín
að píslarsögunni. „Þið takið ekki heilagasta rit okkar og
gerið lítið úr þvi,“ sagði maðurinn og Guðjón sagðist viss
um aö við myndum ekki gera neitt slíkt. Það komu tíu
manns frá Biskupsstofú á sýninguna. Þau urðu mjög hrif-
in, svo hrifin að á Kirkjuhátíð vora Barbara og Úlfar beð-
in um að setja upp 13. Korintubréf um kærleikann í Hall-
grímskirkju á kvöldvöku. Úlfar hefur unnið í Skálholti hjá
séra Bemharði Guðmundssyni, Barbara hefur verið í Dóm-
kirlfiunni. Þetta fmnst mér besta uppskera sem ég hef feng-
ið i leikhúsinu: það að fá tækifæri til að komast inn í kirkj-
una inn í kirkjuna; hlusta á þögnina og lifa tímaleysið. Þar
er engin krafa um „skemmtun" eins og í leikhúsinu og eng-
inn biður um „fúllkomna sýningu". í kirkjunni fær maður
að bíða eftir núinu og guði. Þar er nægt pláss fyrfr guð.“
Veðjað á eigin styrk
Þú leikstýrðir í haust Jóni og Hólmfríði. Var það ekki
fyrsta leiksfiómarverkefiii þitt?
„Jú. Ég hafði verið einstæð móðir og það er algjört ragl
fyrir manneskju í þeirri stöðu að hella sér út í leikstjóm
með fullu leikarastarfi: ég hefði orðið að afsala mér bam-
inu! Ég gat því aldrei komið mér upp aðstöðu til að æfa
mig. Og það er slæmt því æfingin skapar meistarann. Ég
veit að ég á fullt erindi í leikstjóm. En ég á ekki ákveðið
verklag sem leikstjóri. Leiklistarskólinn var ekki
akademískur og því ekki lögð mikil áhersla á konsept-
vinnu. Það sem ég þarfnast er meiri haus á móti anda. Ég
mun samt veðja á eigin styrk og varast að gera lítið úr
sjálfri mér. En ég vil náttúrlega vera fullkomin."
Náin kynni
Nú hafið þið unnið saman í eitt og hálft leikár á Nýja
sviðinu. Erað þið ekki farin að þekkjast óþægilega vel?
„Jú, þetta er ekki svipað ferli og í leiklistarskóla. Fyrst
fer hópurinn í gegnum brúðkaupsferð en síðan fer að reyna
meira á sambandið."
Var ekki erfitt fyrir þig að koma aftur inn í hópinn sem
þú hafðir leikstýrt í haust?
„Jú, það var erfitt að sleppa hendinni af hópnum. Það
var mjög merkilegt að stíga út úr hópnum og sjá sem leik-
sfióri hvemig leikarinn vinnur. Ég hef sem leikari oft skipt
mér af heildinni og eftir því sem hefur liðið á leikaraferil-
inn tekið mér meira pláss í verkefnunum. Eftir að hafa ver-
ið aðstoðarleiksfióri Viöars Eggertssonar í Boðorðunum
níu og leikstýrt Jóni og Hólmffíði verður mér betur ljóst
hvert hlutverk leikarans er. Leikarar geta verið passífir en
jafiiframt rosalega góðir. Það er verklag sem ég get vel
hugsað mér að hafa betra vald á. Ég þarf virkilega að sifia
á mér og hugsa: oft er betra að láta verkin tala.
Það var strembið að koma aftur inn í hópinn eftir að
hafa séð félaga sína utan frá: verða ein af sex en ekki ein á
móti fimm. Ég þurfti að vinda ofan af stjómunaráráttunni.
En ég held ég njóti þess betur að vera leikari núna og ég er
öragglega betri leikari gagnvart leiksfióranum ... allavega
þægari. Sem hljómar samt eitthvað svo glatað." -sm