Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2003, Qupperneq 47

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2003, Qupperneq 47
LAUGARDAGUR S. FEBRÚAR 2003 I fvU)ctrb/acf I>V 51 Porsche Carrera GT frumsýndur í Genf - eitt stykki þegar selt hérlendis Porsche hefur sent frá sér fyrstu opinberu myndirnar af út- liti hins nýja ofursportbíls, Car- rera GT, en margir muna eflaust eftir þeim bil frá DV-Sportbílasýn- ingunni árið 2001. Bíllinn verður frumsýndur á bilasýningunni í Genf i næsta mánuöi. Óhætt er að segja að bílinn hafi útlitið með sér. Stór loftinntök aö framan gefa tóninn fyrir enn stærri á hliðum bílsins. Loftinntökin gegna marg- vísu hlutverki - ekki aðeins að hleypa lofti inn á vélina heldur einnig til kælingar á bremsum og vélbúnaði. Aftan á bílnum er svo tvöfalt pústkerfi úr 5,7 lítra VIO- vélinni sem, nota bene, er án for- þjöppu en er samt 612 hestöfl. Tog- ið er á sama kaliberi, 590 Newton- metrar, og þvi verða afköstin í 1.380 kílóa bilnum eftirtektarverð. 9,9 sekúndur í 200 Að sögn Porsche fer bíllinn í hundraðið á 3,9 sekúndum, nær 330 km hraða og það sem mest er um vert er að hann er aðeins 9,9 sekúndur að ná 200 km hraða. Með svona tölur í huga var hann- að sérstakt loftflæðikerfi fyrir bíl- inn til að halda honum við göt- una. Vindskeið að aftan hækkar með meiri hraða og undirvagninn er hannaður eins og Le Mans- kappakstursbíll. Margir hlutar bílsins eru úr koltrefjum og plast- blöndum, líkt og er í helstu keppn- isbílum nútímans. Til að stöðva hann verða öflugustu keramik- bremsur staðalbúnaður en nú, í fyrsta skipti í fjöldaframleiddum bíl, verður boðið upp á kúplings- disk úr keramik við sex gíra kass- ann. BíUinn verður settur til höf- uðs nýliðum eins og Ferrari Enzo og Mercedes SLR og verðmiðinn ekki undir 30.000.000 kr. Aðeins verða framleiddir 1000 bilar á þremur árum svo að hann á ekki eftir að slá nein sölumet, en í þess- um bfl eigum við eftir að sjá þær tækninýjungar sem prýða munu Porsche 911 bfla framtíðarinnar og jafnvel Boxster. Að sögn Jóns Eyjólfssonar hjá BOabúð Benna er þegar eitt stykki selt hérlendis og er von á þeim bíl hingað í lok ársins. -NG Afturendinn er nokkuð breyttur frá bílnurn sem kom hingaö til lands. Nýr sjö manna VW fram- leiddur í nýrri verksmiöju Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs bætist Touran í hóp nýrra bifreiða frá VoDcswagen. Þessi fjölnotabOl var sýndur almenningi í fyrsta sinn í Wolfsburg í síðustu viku. BOlinn er vel búinn, þar á meðal sex ör- yggispúðum, ESP-stöðugleikabún- aði, hemlahjálp og útvarpi með geislaspOara. Framleiðslan í nýjum verksmiðjum VW í Wolfsburg er há- þróuð en 3500 nýir starfsmenn hafa hlotið sérstaka þjálfun og eru þátt- takendur i framleiðslu, sölu, mark- aðsmálum, flutningum og gæða- stjórnun. Sex þrepa sjálfskipting Touran kemur á markað með vali á einni 115 hestafla FSI-vél og tveim- ur TDI-dísOvélum, 100 og 136 hestöfl. Tveggja lítra túrbódísOvélin er al- gerlega ný hönnun, með fjórum ventlum á hverjum strokki. Það þykir sérstakt að FSI og TDI-gerð- irnar eru með sex gíra gírkössum en síðar munu TDI-gerðirnar einnig verða fáanlegar með nýjum gírkassa með svonefndri DSG-beinskiptingu (Direct Shift Gearbox), sem einnig er með sex gira áfram. Þessi nýi gír- kassi sameinar kosti hefðbundinnar sjálfskiptingar og snöggrar girskipt- ingar og spameytni venjulegs hand- skipts gírkassa. FSI-vélina er einnig hægt að fá með nýrri sex þrepa sjálf- skiptingu. Fyrir utan blæjugerð nýju BjöOunnar er Touran eina bif- reiðin í heiminum sem búin er þver- stæðri sex þrepa sjálfskiptingu. Hægt er að bæta við þriðju sætaröð- inni sem aukabúnaði í Touran. Sæt- - in tvö í þriðju sætaröðinni eru þægi- leg fyrir fuOorðna farþega og á auð- veldan hátt er hægt að feUa sætin niður í gólflð þegar þau eru ekki í notkun. Hægt er að haga farmrým- inu eftir því hve mörg sæti eru í notkun: í hefðbundinni fimm sæta uppröðun er pláss fyrir 695 lítra af farangri, en þessi tala hækkar í 1989 lítra þegar aftursætin eru tekin í burtu. Hekla kynnir nýjan Touran hér á landi í vor en verð liggur ekki fyrir enn sem komið er. - -fc' 1 Einnig er hægt að panta SMÁAUGLÝSINGAR Á NETINU Þær smáauglýsingar sem birtast í DV eru inni á www.smaauglysingar.is í heiia viku troranCíkVoQs /“>{ / Sími 550 5000 Smaau Jeppar Til sölu Wllly’s, árg. ’46, vél V6 Buick, 44 hásingar, driflæsingar, 5.38 hlutföll, gormafjöörun. stór tankur, hækkaöur fyrir 38“ er á 35“, lengdur á mllli hjóla, þyngd er aöeins 1300 kg. Veröhugmynd 250 þús. Uppl. I síma 896 6588.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.