Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Side 4
4
LAUGARDAGUR 22. MARS 2003
Fréttir
DV
Ekki um neina stefnu-
breytingu að næða
- segir meirihluti utanríkismálanefndar um afstööu ríkisstjórnarinnar til stríösins í írak
Utanríkismálanefnd Alþingis
fundaöi í gær vegna stríðsins í írak.
Fulltrúar stjómarandstöðunnar í
nefndinni lögðu fram bókun þar
sem megnri óánægju var lýst yfir
því að ríkisstjómin hefði vanrækt
að sinna lögboðinni samráðsskyldu
við nefndina um mikilsverð utan-
ríkismál. Sagði að stuðningur
stjórnarinnar við framgöngu Banda-
ríkjanna í stríðinu hefði komið á
óvart og að um stefnubreytingu
hefði verið að ræða miðað við fyrri
yfirlýsingar utanríkisráðherra.
Meirihluti nefndarinnar lagði
einnig fram bókun og taldi að engin
stefnubreyting hefði orðið af hálfu
íslenskra stjómvalda í afstöðu til
hættunnar sem stafaði af ógnar-
stjórninni í írak enda væri sú hætta
almennt viðurkennd í samfélagi
þjóðanna og undirstrikuð í fjölmörg-
um ályktunum Sameinuðu þjóð-
anna. íslensk stjórnvöld hefðu
aldrei útilokað að styðja afvopnun
íraks með valdi sem síðasta úrræði
og að nægilegt samráð hefði verið
haft við utanríkismálanefnd varð-
andi málið.
Halldór Ásgrímsson utanríkisráö-
herra sagði eftir fundinn að í sjálfu
sér hefði hann ekki breytt neinu.
Hann benti á að ekki væri verið að
skuldbinda Alþingi í þessu máli þar
sem ísland væri ekki beinn aðili að
átökunum eins og t.d. Danmörk en
að hins vegar styddi íslenska ríkið
þær aðgerðir sem nú stæðu yfir til
þess að afvopna Saddam Hussein og
fylgja þannig eftir ályktunum Sam-
einuðu þjóðanna. Hann hefði þó
alltaf vonast eftir því að Öryggisráð-
ið kæmist að niðustöðu á nýjan leik
og að mikil vonbrigði hefðu verið
þegar Frakkar útilokuðu það.
Steingrímur J. Sigfússon sagði að
engin málsvörn hefði verið uppi af
hálfu utanríkisráöherra gagnvart
því hvernig þessi sinnaskipti hefðu
átt sér stað. Utanríkismálanefnd og
Alþingi heföu enga ástæðu haft til
að ætla að ísland kúventi í afstöðu
sinni og tæki upp þennan fyrirvara-
lausa stuðning við Bandaríkin þar
sem í umfjöllun á þingi í síðasta
mánuði hefði ráðherra gefið í skyn
hið gagnstæða, að afstaða íslands
væri sú að nauðsynlegt væri að gefa
vopnaeftirlitinu meiri tíma og að
Öryggisráðið fjallaði á nýjan leik
um málið. -EKÁ
Akureyranbær
stypkir
fpumkvöðla
Forsvarsmenn Akureyrarbæjar
kynntu í gær reglur sem bæjarráðið
samþykkti 4. mars síðastliðinn og
varða stuðning bæjaryfirvalda við
frumkvöðla og fyrirtæki í bænum,
bæöi fyrirtæki með starfsemi í bæn-
um og fyrirtæki sem hyggjast flytja
starfsemi sína til bæjarins. í hinum
nýju reglum kemur fram að Akureyr-
arbær býður fram tímabundna að-
stoð, að hámarki 3 ár, með samning-
um við bæjarsjóð um greiðslu lóðar-,
orku- og fasteignagjalda í samræmi
við umsvif starfseminnar.
Megináhersla verður lögð á stuðn-
ing við verkefni sem lúta að nýsköp-
un og fjölgun atvinnutækifæra í
tengslum við sjávarútveg, iðnað,
landbúnaö, hátækniiðnað og upplýs-
ingatækni. Einnig verður lögð
áhersla á samstarfsverkefni atvinnu-
lífsins við Háskólann á Akureyri.
„í reglunum kemur fram hvemig
við sjáum Akureyrarbæ koma að
uppbyggingu atvinnulífsins í bæn-
um,“ segir Kristján Þór Júlíusson,
bæjarstjóri á Akureyri, en áætlað er
að upphæöir hvers styrks verði á bil-
inu 1 til 4 milljónir, allt eftir eðli
starfseminnar. Ekki veröur stutt við
verkefni sem raska samkeppnisstöðu
fyrirtækja á svæðinu og einungis fær
eitt sambærilegt verkefni stuðning á
hverjum tíma. Ef fyrirtæki flytur
burt á meðan á stuðningi stendur
þarf það að endurgreiða þann stuðn-
ing sem það fékk á fyrsta ári. -ÆD
Stuöningur Akureyrarbæjar
kynntur á fundl í gær.
Kristján Þór Júiíusson, bæjarstjóri á
Akureyri, og Jakob Björnsson, for-
maöur bæjarráós.
Fjölmenni var á fundi um byggðamál á Akureyri í gær.
Dregið verði úr
mismun á lífskjörum
- segir í skýrslu iönaöarráöuneytisins um byggðamál
Um 80 manns, m.a. Valgerður
Sverrisdóttir iðnaðarráðherra,
sóttu málþing um byggðamál sem
haldið var í Háskólanum á Akur-
eyri í gær í tilefni útgáfu skýrslu
iðnaöarráðuneytisins sem nefnist
Fólk og fyrirtæki - um búsetu og
starfsskilyrði á landsbyggðinni. í
þingsályktun um stefnu hins opin-
bera í byggðamálum fyrir árin
2002-2005, sem samþykkt voru á
Alþingi vorið 2002, var lögð
áhersla á að draga úr mismun á
lífskjörum og afkomumöguleikum
fólks milli byggðarlaga í landinu
og skapa íbúum á landsbyggðinni
sem hagstæðust búsetuskilyrði.
Á grundvelli ályktunarinnar fól
iðnaðarráöherra Hagfræðistofnun
og Byggðarannsóknarstofnun að
Valgerður
Sverrisdóttir.
kanna þann mun
sem er á búsetu-
CRraH skilyrðum íslend-
Hf inga og aðstöðu
fyrirtækja eftir
landsvæðum og
leggja fram tillög-
| ur til úrbóta.
Helstu niöur-
stöður skýrslunn-
ar eru þær að íslensk byggða-
stefna miðar að stærstum hluta að
því að jafna aðstöðu einstaklinga
á landsbyggðinni og höfuðborgar-
svæðinu. Þessi jöfnun birtist m.a.
í beinum tilfærslum á milli sveit-
arfélaga, jöfnun námskostnaðar og
niðurgreiðslu á raforkuverði.
Samtals er áætlað að kostnaður
vegna þessara liða árið 2002 hafi
verið um 8,5 til 8,7 milljarðar
króna. Kemur fram í skýrslunni
að íslensk byggðastefna, er lýtur
að rekstri fyrirtækja, er í
nokkrum veigamiklum atriðum
ólík þeirri stefnu sem fylgt er eft-
ir í næstu nágrannalöndum okk-
ar.
Helstu tillögur skýrsluhöfunda
til úrbóta miða að því að efla þrjá
stóra byggðakjarna utan höfuð-
borgarsvæðisins: Norðurland með
Akureyri sem miðpunkt, Vestfirði
með ísafjörð sem miðpunkt og
Mið-Austurland með Egilsstaði
sem miðpunkt, með því að ein-
beita sér að fjórum eftirtöldum
þáttum: flutningskostnaði, mennt-
un, samgöngubótum og bættum
fjarskiptum. -ÆD
Sala loönuverksmiðjunnar
í Grindavík ekki á dagskrá
Vilhelm
Þopsteinsson
landar kolmunna
Loðnuverksmiðjur Síldarvinnsl-
unnar á Reyðarfirði og Sandgerði
hætta starfsemi vegna hagræðingar
og á Raufarhöfn rekur fyrirtækið
verksmiðju sem heimamenn óttast að
verði lögð niður vegna þess að þar er
ekki framleitt hágæðamjöl vegna
þess að hráefnið er eldþurrkað.
Flogið hafði fyrir að rekstri verk-
smiðju Samherja í Grindavík yrði
hætt eða hún seld. Óskar Ævarsson,
verksmiðjustjóri í Grindavík, segir
að verksmiðjan hafi verið í mikilli
uppbyggingu, bæði meðan hún hét
Fiskimjöl & lýsi og eins eftir að Sam-
herji keypti hana, og hann hafi ekki
hejrt neinar vangaveltur um sölu á
verksmiðjunni. Björgólfur Jóhanns-
son, forstjóri Síldarvinnslunnar, segir
Síldarvinnsluna ekki vera að kaupa
verksmiðjuna í Grindavík og telur
reyndar mjög ólíklegt að Samherji
selji þann „gullmola". Björgólfur seg-
ir enn fremur engar áætlanir uppi
um að leggja verksmiðjuna á Raufar-
höfn niður. Á loðnuvertíðinni hefur
verksmiðjan í Grindavík tekið á móti
nær 55 þúsund tonnum og er sú
fjórða hæsta. Mest magn hefur borist
til Neskaupstaðar, 88 þúsund tonn, 59
þúsund tO Seyðisfjarðar og 56 þúsund
tonn til Eskifjarðar.
„Það eru sögusagnir í gangi um að
verksmiðjan sé að hætta en starfsem-
in er í fúllum gangi. Vilhelm Þor-
steinsson EA var að landa 2.400 tonn-
um af kolmunna í gær. Hann byrjaði
í honum eftir að loðnuvertíðinni
lauk. Hann fer einn eða tvo túra í
viðbót á kolmunnann en síðan fer
hann að veiða i frystingu, liklega
karfa eða grálúðu. Okkar loðnukvóti
er búinn og það er aðeins bátur á
loðnuveiðum, Grænlendingurinn
Siku GR, sem er nú á miðjum Faxa-
flóa. Ég held að menn séu alveg bún-
ir að gefa það frá sér að sjávarútvegs-
ráðherra bæti viö loðnukvótann en
auðvitað vorum við að vona það í
lengstu lög,“ segir Óskar Ævarsson
verksmiðjustjóri. -GG
Úlpu og
AL-007 stolið
Lögreglunni á Akureyri var til-
kynnt um þjófnað á úlpu í vikunni
og Musso-jeppabifreið, blárri að lit.
Var hún með því skemmtilega
skrásetningamúmeri AL-007. Mað-
urinn hafði farið á veitingastað og
hengt úlpu sína með billyklunum í
fatahengið. Þegar hann hugðist fara
kom í ljós að úlpan var horfin. Þeg-
ar maðurinn fór svo að athuga um
jeppann var hann líka horfinn. Var
jeppans enn leitað þegar síðast
fréttist. -HKr.
Féll af vinnupalli
Maður féll af tveggja metra háum
vinnupalli við Salaskóla í Kópavogi
í gærmorgun. Maðurinn brotnaði á
báðum ulnliðum og hlaut sprungu í
höfuðkúpu. Hann var fluttur á slysa-
deild og síðan lagöur inn til frekari
athugunar. _eKÁ
Brotist inn í bíla
í höfuðborginni
Þrjú mnbrot voru tilkynnt til lög-
reglunnar í Reykjavik í gær. Brotist
var inn í bíla í Grafarvogi og aust-
urbænum og stolið þaðan m.a. far-
tölvu, magnara og dvd-spilara. Ekki
er enn vitað hveijir voru þar að
verki og er málið í rannsókn. -EKÁ