Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Page 5
ABX 9030200! Staðreyndir um ávöxtun (6. hluti) Á myndinni hér að neðan má sjá hlaupandi ársávöxtun miðað við mismunandi fjárfestingarleiðir innan Séreignar- sjóðs Kaupþings, sem ávaxtar eingöngu viðbótarlífeyris- sparnað. Avöxtun þeirra fjárfestingarleiða sem hafa mest af hlutabréfum í stefnu sinni sveiflast mest, en sé litið til langs tíma er meðalávöxtun þeirra hæst. Fyrir þremur árum, þegar hlutabréfamarkaðir voru í hámarki, vildu flestir setja viðbótarlífeyrissparnað sinn í sjóði sem fjárfestu að miklu eða öllu leyti í hluta- bréfum. (dag er hins vegar mun meiri áhugi á verðtryggðum innténsreikningum. Staðreynd málsins er hins vegar sú að þeir sem flytja sig mikið á milli leiða eftir markaðsaðstæðum fá venjulega minnstu ávöxtunina. Það eru fyrst og fremst þrjár forsendur sem leggja á til grundvallar þegar fjárfestingarstefna er valin. Þær eru lífaldur, eftirlaunaaldur og áhættuþol. Þróun markaða árið áður á ekki að hafa áhrif þar á. Lækkandi verð á hlutabréfum þýðir að fleiri bréf fást fyrir það iðgjatd sem lagt er inn. Þetta þýðir að þeir sem eiga eftir að greiða iðgjöld í langan tíma geta hagnast verulega á þeim lækkunum sem orðið hafa. Hinir sem eiga eftir að spara í styttri tíma eiga að velja sér áhættuminni fjárfestingarstefnu. Samsetning fjárfestingarleiða Ávöxtun síðustu 4 ár Skuldabréf Hlutabréf Innlán* Aldur í Ævilínu 2002 2001 2000 1999 Ævileið 1 0% 100% 0% 18-30 ára -32,6 1,33 - - Ævileið II 35% 65% 0% 31-40 ára -18,48 -11,94 -21,32 48,53 Ævileið III 60% 40% 0% 41-54 ára -7,59 0,27 - - Ævileið IV 85% 15% 0% 55 ára og eldri 3,96 1,15 - - Ævileið V 0% 0% 100% Lífeyrisþegar 8,68 1,32 - - Séreignarsjóður Kaupþings býður upp á fimm fjárfestingarleiðir með mismunandi áhættu og ávöxtunarvon. Með vali á Ævilínu er áhættan sjálfkrafa minnkuð eftir því sem viðskiptavinurinn verður eldri og tíminn til töku lífeyris styttist. Ef ekki er um að ræða val á minni eða meiri áhættu en Ævilínan segir til um er ráðgjöf okkar alltaf „Ævilína". Viðskiptavinir okkar hafa þó alltaf lokaorðið og velja sér fjárfestingarleið, Innlénsreikningar bera breytilega vexti. KAUPÞING

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.