Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Side 6
6 LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 Fréttir Tannlæknar: Segja upp samningi við Tryggingastofnun Tannlæknar hafa samþykkt að segja upp samningi við Trygginga- stofnun ríkisins. Tillaga þess efnis var samþykkt á fundi Tannlækna- félags íslands í fyrrakvöld með 34 atkvæðum gegn 19. Uppsagnar- frestur samningsins er sex mán- uðir. Þórarinn Jónsson, formaður Tannlæknafélagsins, sagði að 6. nóvember á sl. ári hefðu tann- læknar samið um frjálsa gjaldskrá og ýmis önnur atriði. Trygginga- stofnun hefði lagt verulega áherslu á að endurgreiðsluskráin væri nokkuð samanþjöppuð, með fáum númerum. Tannlæknar hefðu samþykkt það. „Við vildum fá aukna endur- greiðslu fyrir okkar skjólstæðinga því hún hefur staðið í stað í svo mörg ár,“ sagði Þórarinn. „Því var lofað að hún myndi hækka um allt að 22 prósent. Við gengum út frá því og skrifuðum undir með þetta loforð í farteskinu. Vinna við út- reikninga dróst nokkuð á langinn frá hendi Tryggingastofnunar og heilbrigðisráðuneytisins, en þegar þeir lágu loks fyrir voru þeir alls ekki eins og talað hafði verið um. Jafnvel var um lækkkun á fjöl- mörgum liðum aö ræða. Við sjá- um ekki betur en að alls ekki hafi verið staðið við gefið loforð. Við vöktum strax athygli á þessu en ákváðum jafnframt að gefa þessu tækifæri.“ Þórarinn sagði enn fremur, að nýja ráðherragjaldskráin hefði svo verið tekin í gagnið um sl. ára- mót. Þá hefði komið í ljós að um afar mikla hnökra væri að ræða á afgreiðslu reikninga. Fólk hefði miskunnarlaust verið sent til baka með reikninga sem sagðir hefðu verið rangir en heföu svo ekki verið það. Þetta hefði vakið mikið „ergelsi." „Menn hafa einnig verið mjög ósáttir við samskipti viö trygg- ingayfirlækni. Allt þetta varð til þess að það fór sem fór,“ sagði Þórarinn. „Við í stjórninni erum afar óhressir með þetta því við höfum verið að leggja okkur veru- lega fram um að ná fram breyting- um á gjaldskránni og hækkun á endurgreiðslunni. Við töldum okkur vera komna niður á góðan umræðugrundvöll við að leysa þessi vandamál. Stjómin var and- víg þessari ákvörðun en niður- staða fundarins varð þessi.“ -JSS DV-MYND VALDIMAR HREIÐARSSON Bryggjan á bólakaf á Suöureyrl: Hálfdán Guðrööarson bjargar hér litlum báti frá gömlu trébryggjunni á Suöureyri í gær. Á fióöinu í gær, ájafndægri á vori, geröist sjávarstaöa gífurlega há á Suöureyri. Á fimmtudag var stórstreymt og sunnanvindar hlóöu upp sjó í Súg- andafirði. Af bryggjunni sáust aöeins þrír bryggjupollar. Fróöir menn segja aö sjávarstaöa fari hækkandi frá ári til árs og megi meöal annars um kenna bráönun jökla á heimskautasvæöunum. Tvö risastór málverk Schevings á nauðungaruppboði sýslumanns: Hvort verk um sig allt að fimm milljóna virði Tvö málverk eft- ir Gunnlaug Scheving hafa ver- ið auglýst til sölu á uppboði sýslu- mannsins í Reykjavík sem halda á að Skúla- götu 26 í Reykjavík á þriðjudaginn og hefst kl. 14. Óvenjulegt er að sérstaklega skuli auglýst uppboö á málverkum eins og hér hefur verið gert. Bæði eru þessi málverk álitin í hópi dýr- Tilboð óskast Tilboð óskast í að skipta um jórn ó þaki, bórujórnsklæða fram- og austurhlið og skipta um gler og glugga ó framhlið ó Laugavegi 46. Nónarí upplýsingar í símum 895-8299 987-1264 ustu málverka gömlu meistar- anna, enda bæði stór og vinnufrek verk. Þau munu vera 4-5 milljóna króna virði að mati listfræðinga. Hér er um að ræöa verkin Tveir sjómenn, sem er 2 x 3,5 metrar á stærð, og Horft að landi sem er 1,60 x 3,5 metrar. Málverkin sem hér um ræðir prýddu lengi Hótel Valhöll á Þingvöilum. Stórbrotin listaverk Það er fyrirtækið Lykilhótel hf., í eigu þeirra Jóns Ó. Ragnarsson- ar og Þórarins Jónssonar, sem er eigandi málverkanna tveggja en gerðarbeiðandi er fyrirtækið Cornerstone Mark Associates Ltd, en það er íslenskt fjárfestingarfyr- irtæki. Hótel Jóns Ragnarssonar starfa ekki lengur en fyrirtækið Lykilhótel er umsýslufyrirtæki hans. Valhöll hefur verið seld, sama er að segja um Lykilhótel i Borgartúni og Hótel Örk er leigð út. Gunnlaugur Scheving málaði mörg stór verk sem lýsa sjósókn. Listamaðurinn ánafnaði Lista- safni íslands fjölmörg málverk sín eftir sinn dag en Gunnlaugur Þórðarson lögmaður var helsti safnari verka nafna síns og dygg- ur stuðningsmaður hans. Ólafur Kvaran, forstöðumaður Listasafns íslands, sagði í samtali viö DV að hann áliti að þarna væru verk sem væru uppi undir þaki í verðlagningu islenskra listaverka. Aðalsteinn Ingólfsson listfræö- ingur tekur undir með Ólafi: „Þessi verk hljóta að vera nálægt 5 milljóna króna virði, ef markað- urinn er eðlilegur, sem hann er kannski ekki. En þarna er um að ræða afar góð og stórbrotin lista- verk. Það þarf ekkert að efast um hver listamaðurinn er, verkin eru búin að vera í eigu sömu ættar um langan aldur og engum dytti í hug að reyna að falsa svo stórbrotin verk sem þessi,“ sagði Aðalsteinn Ingólfsson í gær. Kem á mánudag „Ég mun sjá um það á mánudag- inn að þessi verk verði ekki seld burtu frá fjölskyldunni," sagði Jón Ragnarsson, fyrrverandi hót- elstjóri, í samtali við DV í gærdag, en þá var hann staddur í London. „Ég kem á mánudaginn og geng frá þessari skuld.“ -JBP JónÓ. Ragnarsson, DV DV-MYND ÞORSTEINN G. KRISTJÁNSSON Bollalagt Hér eru fundarmenn aö skoöa götu- kort af Grindavík og bollaleggja um úrbætur á umferðarmenningunni sem íbúum þykir ekki alltaf til sóma. Glæfraakstur um göturnar algengur Á fimmtudagskvöldið var hald- inn opinn fundur í Grindavík þar sem kynntar voru nýjar tillögur til að bæta umferðarmenninguna í bænum. Þar var mættur Gunn- ar Ingi Ragnarsson verkfræðing- ur með tillögur sem hann leggur fram eftir að hafa kynnt sér stöðu umferðarmála í bænum. Mikið hefur verið kvartað undan hraðakstri og glæfraakstri á göt- um bæjarins. Gunnar Ingi kom fram með þær hugmyndir að gera allar íbúðagötur að 30 kílómetra götum og draga annars staðar úr hraða með þrengingum og eyjum á milli akreina og einnig að mjókka breiðustu götur bæjarins. Líflegar umræður fóru fram um tillögum- ar og urðu nokkrar deilur um hringtorg sem fyrirhugað er þar sem keyrt er inn í bæinn. Þeir vörubílstjórar sem mættir voru höfðu þá skoðun að hringtorgið yrði allt of þröngt og sagði Mar- geir Jónsson að bærinn gæti al- veg sparað sér 10 til 15 milljónir og sleppt þessu hringtorgi. Sig- urður Agústsson, formaður skipu- lagsnefndar og lögregluvarðstjóri, var á öndverðum meiði og vildi fá hringtorgið. Ólafur Örn Ólafsson bæjar- stjóri var mjög ánægður með fundinn en fannst heldur fáir mæta. „Nú höfum við fengið góð rök, bæði með og á móti, og það mun gagnast okkur vel við að vinna úr þessum tillögum,“ sagði Ólafur. Hörður Guðbrandsson, forseti bæjarstjómar, sagði að ákveðið hefði verið að verja einni milljón til verksins á þessu ári. Væntanlega verður byrjað á Vík- urbraut en þar hefur verið kvart- að einna mest undan hraðakstri og hafa orðið nokkur slys þar sem bílar hafa endað inni í húsa- görðum. -ÞGK Nýr forstjóri Kers Stjóm Kers, eignarhaldsfélags Olíufélagsins, ákvað á fundi sín- um í dag að ráða Guömund Hjaltason sem forstjóra Kers. Hann tekur strax til starfa. Guðmimdur er 39 ára, við- skiptafræðingur og löggiltur end- urskoðandi. Hann hefur starfað hjá Samskipum sl. 4 ár, sem framkvæmdastjóri fjármála- og stjómunarsviðs. Þar áður var Guðmundur einn af eigendum Löggiltra endurskoðenda hf. og starfaði m.a. á þeirra vegum Bandaríkjunum, Rússlandi og Noregi. Geir Magnússon, fráfarandi for- stjóri Kers, er kominn á eftir- laun, ákvað að hætta ári fyrr en ráðningarsamningur sagði til um vegna mikilla breytinga sem voru fyrirhugaðar. Geir hefur einnig verið aö draga sig út úr öðrum ábyrgðarstörfum, nú síðast sem stjórnarformaður Samskipa á að- alfundi þess 13. mars sl. -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.