Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Síða 10
10 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö OV ehf. Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson Aðalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Slgmundur Ernir Rúnarsson Aðstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar' auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, stmi: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaösins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viðtöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Harðstjóra nuett afhörku Stríð er ævinlega neyðarbrauð, í senn ógnvænlegt og hörmulegt. Slík- ur hildarleikur bitnar óhjákvæmi- lega á óbreyttum borgunum, sak- lausu fólki sem kýs ekkert fremur en fá að vera í friði. Heimsbyggðin stendur enn frammi fyrir stríði, stríði sem raunar hefur verið fyrir- sjáanlegt um nokkra hríð. Við þær aðstæður er eðlilegt að spurt sé: Var stríðið óhjákvæmilegt og hvaða afleiðingar mun það hafa? Alþjóðasamfélagið hefur lengi fylgst með stjórnarháttum í írak, harðstjórn, ógnunum og kúgun. Almenningi í írak hefur staðið ógn af stjórnarherrum þar. Hið sama er að segja um nágrannaþjóðirnar eins og berlega kom í ljós árið 1991 þegar írakar réðust inn í Kúveit. Frá ógnarstjórn Saddams Husseins heima fyrir er greint í blaðinu i dag, miskunnarlausum hreinsunum og drápum, hvernig harðstjórinn lætur myrða þá sem ekki eru fullkom- lega undirgefnir. Pyntingum er beitt með kerfisbundnum hætti og opinberar aftökur komust aftur á i valdatíð Sadd- ams. Þá er sagt frá svivirðilegum nauðgunum hans. Stjórnvöld í írak, undir forystu Saddams Husseins, búa yfir ógnarvopnum og hafa sýnt að þau eru tilbúin til að nota þau hræðilegu vopn. Eiturefnavopn voru notuð í striði íraka gegn írönum og þeim var beitt gegn Kúrdum, innan landamæra íraks, með skelfilegum afleiðingum. Þá stefndu stjórnvöld í írak leynt og ljóst að smiði kjarnorkuvopna. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hvílík skelfing slík vopn eru í höndum fanta sem einskis svífast, hvorki gagn- vart eigin þjóð né öðrum. Krafa Sameinuðu þjóðanna var sú að írak afvopnaðist; eyddi gereyðingarvopnum sínum. Hótun fylgdi i kjölfarið um aðgerðir, yrðu írösk stjórnvöld ekki við þeim kröfum. írösk stjórnvöld hafa þráast við og beitt blekkingum. Við sliku verður að bregðast. Hafi aðgerðum verið hótað verða þjóðir að vera tilbúnar að standa við þær. Um það má hins vegar deila hversu langan frest á að gefa meðan reynt er með friðsamlegum aðgerðum að ná viðunandi niðurstöðu. Líta verður á stríðsaðgerðirnar gegn írak sem nauðvörn gegn hættulegum harðstjóra, aðgerðir til þess að frelsa íraska þjóð úr ánauð og draga úr hættu sem öðrum þjóðum stafar af hinum firrta stjórnanda. Landið býr yfir miklum auðlindum en þjóðin sem það byggir fær ekki notið þeirra vegna harðstjórnarinnar. Fólkið þarf að frelsa svo það fái notið sín. Það kostar hins vegar fómir enda getur stríð aldrei verið annað en skelfilegt. Því ríður á að árangur ná- ist skjótt svo heíja megi uppbyggingu samfélagsins á ný. Þar reynir ekki síst á vestræn ríki þótt þau séu ekki sam- stiga um stríðsaðgerðir gegn írak. Þar reynir á okkur ís- lendinga. Við verðum að leggja okkar af mörkum til þeirr- ar uppbyggingar eftir að stríði lýkur, auk aðstoðar við þá sem eiga um sárt að binda meðan á aðgerðunum stendur. Alvarlegar og óhjákvæmilegar afleiðingar fylgja stríði. Óbreyttir borgarar jafnt sem hermenn falla og særast. Fólk hrekst frá heimilum sínum. Eignatjón getur orðið gífurlegt. Friðelskandi fólk, hvort heldur er hér eða annars staðar, vill eðlilega reyna allt áður en til stríðs kemur. Því er skilj- anlegt að stríðsrekstri sé mótmælt. Þær aðstæður geta hins vegar skapast að ekki sé hægt að sitja hjá. Ástandið verður enn verra sé ekkert að gert; að- stæðurnar hættulegri en svo að verjandi sé að halda að sér höndum. Sagan kennir okkur það að yfirgengilegum harð- stjórum verður að mæta af hörku - ekki með undanláts- semi. Þá lexiu lærði heimsbyggðin best í aðdraganda seinni heimsstyrjaldarinnar. Jónas Haraldsson ________________________________________LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 DV F órnarkostnaðurinn Sigmundur Ernir R Rúnarsson * 4U jf ritstjóri EndF" George Bush Bandaríkjaforseti beindi þeim orðum til íraskrar al- þýðu í drungalegu ávarpi sínu á miðvikudagskvöld að árásinni á írak væri ekki beint gegn fólkinu í landinu. íröskum almenningi er ekki mikil huggun í þessum orðum. íraskur almenningur verður helsta fómarlamb stríðsins. Ef að líkum lætur verður hann stráfelldur. Heyrst hafa útreikningar þess efnis að stríðið geti kostað állt að hálfa milljón manna lífið. Þá er vitaskuld ótalinn enn þá stærri hópur af lim- lestu fólki. Það era vitaskuld orðin tóm að Íraksstríðið beinist ekki að fólkinu í landinu. Og auðvitað er reynslan ólygnust í þeim efnum. Samkvæmt tölum bandarísks lýðfræðings sem hafði þann starfa að meta afleiðing- ar Persaflóastríðsins fyrir tólf árum féllu um 158 þúsund írakar í þeim ófriði, þar af um 40 þúsund hermenn. Þetta eru ógnartölur, einkum þær er lúta að almenningi. 120 þúsund saklausum borgurum var fómað í skiptum fyrir Kúveit og í þeim hópi voru 32 þúsund börn. „It’s a showtime“ Tilgangur Íraksstríðsins er að fella einn mann. Best búnu her- menn heims, vel studdir af liprustu leyniþjónustum sögunnar, hafa heimild til að leita hans með öllum ráðum og gildir þá í sjálfu sér einu hversu stór hluti almennings verð- ur á vegi þeirra. Reynslan af síð- asta Persaflóastríði sýnir að herir bandamanna munu gereyða því sem er í skotlínu þeirra. „It’s a showtime", eins og það heitir á máli gömlu herskálkanna. Þeirra sýning er hafin með látum - og karlmennskan kraumar. Það fyrsta sem fellur í stríði er sannleikur og sáttmálar. Sam- kvæmt Genfarsamningunum um vemd og virðingu þeirra sem ekki eiga aðild að átökum er bannað að beita vopnum eða hernaðaraðferð- um sem hafa í for með sér þarf- lausa eyðileggingu eða þjáningu. Leiki vafi á því að mannvirki séu í þágu almennings eða hernaðar á al- menningur að njóta vafans. Þessir samningar voru þráfaldlega og að því er virðist skipulega brotnir í síðasta Persaflóastríði - með ómældum þjáningum. Þjösnaskapurinn Hjálparstarfsmenn og björgim- armenn sem hreinsuðu til eftir síð- asta Flóabardaga voru á einu máli um að eyðileggingin í írak hefði náð óravegu út fyrir hemaðarlega nauðsyn. Tilgangurinn með þess- um þjösnaskap er næsta óljós nema ef vera kynni sá að leyfa græjunum að njóta sín. Það gleym- ist hins vegar á svona ögurstund- um að það eru milljónir manna sem þurfa að hefja nýtt líf i þess- um rústum. Og komast út úr stríði sem átti náttúrlega ekki að beinast að þeim! Nær allar leiðir til lífsviðurværis voru eyðilagðar í helstu borgum íraks fyrir röskum áratug. Þannig voru vatnsveitur eitt af mikilvæg- ustu skotmörkum bandamanna sem er algerlega í bága við áður- nefnda, Genfarsamninga. Öllu raf- magni varr einnig kippt úr sam- bandí ogjþýi stifluðust bæði brunn- ar og ákelpleiðsUir um borgir og bæi. SktJdÍíiö flæddi upp um yfirfoll og fylltí Vatnsbrunna. Fólk stóð í saurnum og reyndi að sækja sér hreint vatn undir straumlagið af skolpi og drullu. Horft til himins Þetta eru hinar raunverulegu stríðsfréttir. Á bak við æsilegar fyr- irsagnimar um „showtime" og „wargame“ stendur óttasleginn al- menningur sem veit að enn einu sinni verður hann króaður af inni á heimilum sínum í myrkri og fnyk og kemst í besta falli lítið lemstrað- ur upp úr rústunum þegar síðasta sprengjan hljóðnar. Sjónarhom þessa fólks er ólíkt sýn Vesturlanda á stríð. Þetta fólk horfir ekki á stríðið úr flugvélunum yfir Bagdad. Það horfir til himins og bíður þess að sprengjum rigni. Þetta fólk mun ekki hugsa um það hvort ný stjóm sé að taka við í landinu. Þetta fólk mun aðeins hugsa um það hvernig það getur náð sér í brauð og vatn til að bjarga sér og börnum sínum. Þannig var það fyrir tíu árum og þannig verð- ur það nú. Það mun standa í miðju skolpinu og reyna að sjúga í slöng- umar kraft svo vatnið renni upp í gegnum skítalagið. Farsóttir verða vitaskuld yfirvofandi, svona rétt til að bæta enn frekar gráu ofan í svart í sjúklegri sögu þessa þjáða lands. Tilgangur Íraksstríðsins er að fella einn mann. Best búnu hermenn heims, vel studdir af lipr- ustu leyniþjónustum sög- unnar, hafa heimild til að leita hans með öllum ráðum og gildir þá í sjálfu sér einu hversu stór hluti almennings verður á vegi þeirra. Reynslan af síðasta Persaflóastríði sýnir að herir bandamanna munu gereyða því sem er í skot- línu þeirra. „It’s a showtime“, eins og það heitir á máli gömlu her- skálkanna. Þeirra sýning er hafin með látum - og karlmennskan kraumar. „Collateral damage“ Vitaskuld mun engum sögum fara af stríðsglæpum bandamanna á bökkum Efrat og Tígris. Árangur stríðsins verður mældur í allt öðru en angist og þjáningu almennings. Og hann verður ekki einu sinni mældur í mannfalli. Hann verður mældur í einum manni og allt ann- að verður „collateral damage“ eða venjubundinn fylgifiskur stríðs. Og það eru engar fréttir - í mesta lagi gleymd tölfræði. 32 þúsund böm og 90 þúsund fullorðnir köll- um við bara „fórnarkostnað“ stríðs. Þessi áhrif munu vara í írak. Ógnarlengi. Fólk í landinu mun líða óskaplega fyrir eyðileggingima sem fram undan er, rétt eins og íraskur almenningur hefur liðið miklar kvalir fyrir viðskiptabann síðustu ára ásamt ömurlegri ógnar- stjóm Saddams. Tíunda hvert bam í írak deyr fyrir fimm ára aldur. Fimmta hvert barn er vannært. 60 prósent landsmanna búa við eða undir fátæktarmörkum og reiða sig á stöðuga matvælaaðstoð, alls 16 milljónir manna af 24 milljóna manna þjóð. Óheppilegar tölur George W. Bush segir að stríðinu sé ekki beint að þessu fólki. Það er hans mat. Og það er rangt mat. Því mun bandaríski lýðfræðingurinn kynnast sem aftur verður sendur inn á milli fljótanna í írak til að telja niður stríðið. Hann gæti allt eins lent í svipuðum aðstæðum og hann kynntist heima í bandarísku stjómsýslunni fyrir ellefu árum. Þá mótmælti hann túlkun Dicks Cheneys, þáverandi varnarmála- ráðherra, á mannfalli úr röðum borgara í írak - og missti vinnu sína fyrir andófið. Athyglsivert er að lesa lýsingu þessa lýðfræðings, Beth Osbome Daponte, á því hveming banda- ríska stjómsýslan lék hann eftir að hann hafði tekið saman skýrslu sína um „fómarkostnaðinn" í írak fyrir rífum áratug. Þessari fræði- konu var ekki einasta sagt að taka pokann sinn heldur komst hún að því að gögnum hennar var sam- viskusamlega eytt úr skrám ráðu- neytanna og nýjum tölum komið þar fyrir i staðinn. Opinber skýring á mannfalli varð sú að „ekki væri hægt að meta það að sinni“. Langt blóðbað? George W. Bush hefur heitið því að einskis verði látið ófreistað að hlifa saklausum borguram í her- forinni sem nú stendur yfir. Reynslan sýnir að hermenn fara ekki finlega I sakirnar. Þeim er skipað að æða inn í landið með enn frekari krafti en áður gegn miklu veikari her en var til staðar fyrir áratug. Og núna fær ekkert stöðvað þá fyrr en þeir hafa náð þessum eina manni sem drepa á í fyrstu augsýn. Aldrei hefur leit að einum manni kostað jafn óskap- lega mikið. Stríðið gæti hæglega breyst í blóðbað sem dregst á langinn. Saddam Hussein veit sem er að hann á auðveldast með að verjast inni á þröngum götum stórborg- anna. Þangað hefur hann dreift átta milljónum skotrifíla. Og Saddam er slíkur skúrkur að hann vonast lík- lega eftir sem mestu mannfalli úr röðum óbreyttra borgara svo Vest- urlönd fari að efast. Og brátt byrj- um við að telja eins og lýðfræðing- urinn forðum - og fáum eða viljum ekki birta tölumar þegar stríðið þagnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.