Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 Fréttir DV Hægri hönd Saddams Husseins og aðstoðarforsætisráðherra íraks: Fastur fyrir og snjall sSórnmálamaðiir Diplómatískur málsvarl íransstjórnar Tariq Aziz lagöi stund á enskar bókmenntir og starfaöi sem blaöamaöur á árum áöur - var ritstjóri tveggia stærstu dagblaöanna í írak. Tariq Aziz, aðstoðarforsætisráð- herra íraks, þykir nokkuð sérkenni- legur fugl í stjórn Saddams Husseins. Aziz er kristinnar trúar og ekki á neinn hátt tengdur inn í Tikriti sem er ættbálkur Saddams. Aziz fæddist árið 1936 inn í efna- litla fjölskyldu og ólst upp í borg- inni Mosul sem er í norðurhluta íraks. Hann var skírður Michael Yuhanna en breytti nafni sínu í Tariq Aziz til að eiga greiðari að- gang inn í heim múslíma. Merking nafnsins er „glæsileg fortíð". Studdi Saddam frá upphafi Aziz lagði stund á enskar bók- menntir við Listaháskólann í Bagdad en hóf störf sem blaðamað- ur árið 1958 og sem slíkur starfaði hann fyrir öll helstu dagblöð í írak og var ritstjóri á tveimur þeirra, al- Jamaheer og al-Thawra en það síð- arnefnda er málgagn stjórnmála- flokks Saddams Husseins. Yfirlýst- ur tilgangur flokksins var að steypa þáverandi stjóm af stóli og var flokkurinn bannaður. Sagan segir að Aziz og Saddam hafi kynnst á fundi hjá flokknum sem heitir Ba’ath. Aziz sagði einu sinni í viðtali að hann hefði laðast að hugmynda- fræði Ba’ath likt og aðrir ungir menn í landinu. „Við vorum óánægðir með ástandið og töldum að keisarafjölskyldan yrði að fara frá til þess að hægt væri að bæta lífskjör í landinu." Skjótur frami Frami Aziz í stjómmálum var mjög hraður eftir að Saddam Hussein komst til valda árið 1968, enda studdi hann Saddam í einu og öllu í baráttu siimi til að ná völdum. Aziz hefur setið í óteljandi nefndum og ráðum á vegum flokksins. Árið 1970 var hann gerður að upplýsinga- málaráðherra og hann sat í æðsta ráði flokksins frá 1975 til 1977, en þá tók hann sæti í byltingarráði íraks. Árið 1979 var Tariq Aziz gerður að aðstoðarforsætisráðherra og hef- ur starf hans aðaUega falist í því að vera diplómatískur málsvari stjóm- arinnar og útskýra ákvarðanir hennar fyrir umheiminum. Skömmu eftir að Aziz tók við stöðu aðstoðarforsætisráðherra íraks var gerð tUraun tU að myrða hann en tUræðismaðurinn komst naumlega undan. Aziz er fljúgandi mælskur, á auð- velt með að skýra málstað sinn og snúa mönnum á sitt band. Það var hann sem fékk Bandaríkjamenn tU að styðja írak í stríðinu við íran og tryggði ríkulegan fjárstuðning frá fyrrverandi Sovétríkjum á sínum tima. Árið 1984 hitti hann Ronald Reagan, þáverandi forseta Banda- ríkjanna, í Hvita húsinu tU skrafs og ráðagerða. Neitaði að taka við bréfi frá Bush Þegar írak gerði innrásina í Kúveit árið 1991 kom það í hlut Aziz að verja aðgerðir stjómarinnar fyr- ir alþjóðasamfélaginu. Hann heim- sótti fjölda landa í þeim tUgangi að afla innrásinni fylgis og átti meðal annars fund með James Baker, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna. Helstu rök hans voru að aukin framleiðsla olíu í Kúveit væri skað- leg fyrir efnahaginn í írak. Aziz komst í sviðsljós fjölmiðl- anna skömmu áður en kalinn mUli íraks og Bandaríkjanna varð um- heiminum ljós þegar hann neitaði að taka við bréfí úr höndum Bakers. Bréfið var frá George Bush eldri Bandaríkjaforseta og ætlað Saddam Hussein. Aziz hefur fordæmt arabaríkin harðlega fyrir undirlægjuhátt þeirra gagnvart Bandaríkjunum og sagt að það sæmdi ekki virðingu þeirra. Hann hefur einnig gagnrýnt Bandaríkin margoft fyrir viðskipta- bannið á frak sem fylgdi í kjölfar Persaflóastríðsins. Að hans sögn er viðskiptabannið rannið undan rifj- um utanríkisstefnu stjómarinnar í Washington en ekki frá Sameinuðu þjóðunum. í febrúar 2003 átti Aziz fund með Jóhannesi Páli páfa þar sem hann fuUyrti að írakar ættu ekkert af þeim vopnum sem Bandaríkjamenn segðu þá búa yfír. Hann neitaði einnig öflum tengslum stjómarinn- ar í írak við hryðjuverkasamtök bin Ladens og líkti fuUyrðingum um slíkt við söguþráðinn í lélegum am- erískum vestra. Orðrómur um flótta Gleraugun og vindUlinn em ein- kennismerki Aziz og hefur útlit hans þótt minna á skemmtikraftinn Groucho Marx. Tariq Aziz er fastur fyrir og snjall stjómmálamaður. Enda þykir mörgum merkUegt hversu lengi hann hefur starfað við hlið Saddams Husseins án þess að vera vikið úr sæti. Nokkrum klukkustundum áður en innrás Bandaríkjamanna í írak hófst bárust fregnir frá Bagdad um að Aziz hefði yfirgefið sökkvandi skip og flúið land. Hann kom fram í sjónvarpi skömmu síðar og dró orðróminn tU baka. Hann sagði að sögusagnimar væru liður í áróðurs- herferð Bandaríkjanna tU að grafa undan samheldni þjóðarinnar og að það mætti búast við fleiri slíkum gróusögum á næstu dögum. „Þetta er ódýrt hernaðarbragð.“ I sjónvarpsræðu sinni sagði Aziz að greinUega væri öU von úti um að ná pólitísku samkomulagi í íraks- deUunni. Hann endurtók að írak væri tUbúið í stríð og að innrás Bandaríkjahers i landið væri ekkert annað liður i heimsvaldastefnu Bandaríkjanna og ætti ekkert skylt við frið. „Bandaríkjamenn hafa völd en þeir eru heUalausir." Azis í Páfagarði Azis hitti páfa fyrir mánuöi og á þeim fundi fullyrti hann aö írakar ættu ekkert af þeim vopnum sem Bandaríkja- menn segja þá búa yfir. Hann neitaöi einnig öllum tengslum stjórnarinnar í írak viö hryöjuverkasamtök bin Ladens og líkti fullyröingum um slíkt viö söguþráöinn í lélegum amerískum vestra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.