Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Side 16
16 LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 Helgaiblað Skrifað í kapp við klukkuna Anthony Troliope starfaöi um áraraðir viö póstþjónustu og skrifaöi í frístundum. Hann náöi ekki verulegum ár- angri í ritstörfum fyrr en um fertugt og skrifaði tugi skáldsagna. Anthony Trollope fæddist áriö 1815 í London. Faðir hans var heilsuveill lögfræðingur og þegar hann var ekki lengur vinnufær og auk þess orð- inn gjaldþrota sá móðirin fyrir fjölskyldunni með ritstörfum. Hún skrifaði fjölda ferðabóka auk skáldsagna. Trollope hafði takmarkað dálæti á henni sem rithöfundi og sagði í sjáifsævisögu sinni: „En hún var hvorki skarpskyggn né ná- kvæm; og í tilraunum sínum til að lýsa siðum og jafnvel staðreyndum féll hún iðulega í þann pytt að beita ýkjum." syni. Trollope vann í um það bil þrjá ára- tugi sem opinber starfsmaður póst- þjónustunnar á ír- landi og seinna á Englandi og ferðað- ist víða um heim í starfi sínu og beitti sér fyrir framforum í póstflutningum og þjónustu með góðum árangri. Það var hann sem vann upp rauða póst- kassann Ejörtíu og fimm ára gamall kynntist Trollope Kate Field sem var tuttugu og tveggja ára. Hún var leikkona, skáld og rithöfundur og femínisti. Milli þeirra var mikil vinátta og hann virðist hafa elskað hana platónskri ást en ólíklegt er tal- að að þau hafi verið elskendur. Hann minntist afar hlýlega á hana í ævisögu sinni, þó án þess að nefna fullt nafn hennar. Fastar vinnuvenjur Trollope hafði ákveðnar vinnuvenjur. Á hverj- um morgni, klukkan hálfsex, áöur en hann hélt til vinnu sinnar á pósthúsinu skrifaði hann 3000 Anthony Trollope. Á hverjum morgni, klukkan hálfsex, áður en hann hélt til vinnu sinnar á póst- húsinu skrifaði hann 3000 orð. Hann sagðist skrifa fyrir peninga en ritstörfin skiptu hann samt tilfrnningalegu máli og hann iifði sig mjög inn í örlög persóna slnna. Elsti bróöir Troll- opes, Thomas, skrif- aði fjölda bóka. Seinni kona hans var Frances Ternan, systir ástkonu Charles Dickens. Tveir aörir bræður, Henry og Arthur, létust þrettán ára og tuttugu og tveggja ára. Systirin Emily lést átján ára gömul og önnur systir, Cecilia, lést þrjátíu og tveggja ára. Tær- ing var banamein þeirra allra. í þjónustu hjá postinum Trollope átti öm- urlega vist í bresk- um heimavistar- skóla þar sem hann var hýddur nokkrum sinnum, og meira að segja einu sinni af bróður sínum. Um þessa reynslu sína skrifaði hann seinna í skáld- sögum sínum. Hann kvæntist árið 1844 Rose, sem var dóttir bankastjóra. í sjálfsævisögu sinni sagði hann: „Hjóna- band mitt var eins og hjónaband allra annarra og ekki til þess fallið að vekja áhuga neins nema okkar hjóna.“ Rose var ritari manns síns og yfirlesari. Þau eignuðust tvo orð. Hann setti úrið sitt á borðið og setti sér það takmark að skrifa á korteri eina blaðsíöu og skrif- aði um þúsund orð á klukkustund. Með þessari vinnuvenju tókst honum að skrifa 3000 orð á dag. Þess má geta aö á internetinu mælir kanadíski rithöfundurinn Sidney Allinson með þessari að- ferð, segist sjálfur nota hana og hún svínvirki. Trollope skrífaði á árunum 1845 til dauðadags 1882, fjörutíu og sjö skáldsögur, fjórar stórar ferðabækur og eina netta frásögn um ferð sina til íslands, fjölda greina og æviágrip og mikla ævi- sögu Ciceros. Trollope lifði sig mjög inn í örlög sögupersóna sinna en sömu persónur koma fyrir í nokkrum bóka hans. í gönguferðum grét hann vegna sorg- ar þeirra, hló að því hversu fáránlega þær gátu hegðað sér og naut þess að vita af gleði þeirra. Morgun einn heyrði hann á tal tveggja presta sem voru að ræða verk hans. Þeir kvörtuðu undan því að hann væri sífellt að kynna lesendur fyrir sömu persónunum. „Ef ég gæti ekki skapað nýjar per- sónur myndi ég ekki skrifa skáldsögur," sagði annar þeirra. Hinn fór að gera athugasemd við eina persónu Thackerays, frú Proudie. Trollope kynnti sig fyrir prestunum og sagði: „Hvað frú Proudie viðkemur þá ætla ég heim og mun drepa hana áður en vikan er liðin.“ Trollope sagði seinna að hann hefði séö eftir því að hafa ekki leyft frú Proudie að lifa þvi hann hefði haft svo gaman af að skapa hana. Skáldsögur Trollopes eru í raunsæisstíl og frá- sögnin er mjög nákvæm og gefur góða mynd af þjóðfélagi þessa tíma. Hann skrifaði peninganna vegna og var ekkert feiminn við að viðurkenna það. í sjálfsævisögu sinni skýrir hann frá því hvað hann fékk fyrir verk sín og segist hafa ósk- að þess að hann hefði grætt meira. Bókmennta- fræðingar hafa ekki veitt verkum hans sérstaka athygli, enda munu verk hans seint teljast frum- leg eða sérlega heimspekileg. Hann naut þó mik- illa vinsælda á sínum tíma og hefur æ síðan átt sinn dygga lesendahóp. Meðal aðdáenda hans er John Major, fyrrverandi forsætisráðherra og for- maður íhaldsflokksins. Skáldsaga Trollopes, The Prime Minnister, þykir reyndar segja sögu sem minnir um margt á pólitískan feril Majors. Óheflaður og hjartahlýr Fimmtíu og tveggja ára hætti Trollope störfum hjá póstþjónustunni án þess að eiga rétt á lífeyri. Hann fór í þingframboð en náði ekki kjöri. Árið 1878 kom hann til íslands ásamt vinum á einka- skútu. Hann skrifaði ferðalýsingu sem hann dreifði til vina sinna í bókaformi. Hann skrifaði sjálfsævisögu sína en lagði ríkt á við son sinn að hún yrði ekki gefm út fyrr en eftir hans dag. Hún kom út ári eftir dauða hans og þykir afar skemmtileg aflestrar. Trollope var lýst sem háværum, frekum og óhefluðum en hjartahlýjum. Sem dæmi um hvat- vísi hans er sagt að hann hafl eitt sinn sagt við mann: „Ég er algjörlega ósammála yður! Hvað voruð þér að segja?" Hann var mjög heilsuveill síðustu árin. Áður hafði hann verið þekktur fyrir að geta sofhað hvar sem var, hvort sem hann stóð, sat eða lá út af. Nú átti hann afar bágt með svefn og gat ekki skrifað því hægri hönd hans var lömuö. Hann þjáðist af asma, átti erfítt með að draga andann og varð að sitja uppréttur í rúmi sínu um nætur svo hann gæti andað almennilega. Árið 1882 fékk hann hjartaáfall og lést fimm vikum síðar. Sonur hans sagði að faðir sinn hefði unnið á hverjum degi þar til hann veiktist og hefði ekki getað ver- ið hamingjusamur án vinnu sinnar. Umsjón: Kolbrún Bergþórsdóttir Bókasiðan Ástin og dauðinn Menningarrýnirinn, flagarinn og karlremban David Kapesh er á gamalsaldri og á í ástarsambandi við rúmlega tvítuga stúlku sem hefur meiri áhrif á hann en allar aðrar konur í lífi hans. Ef maður mínusar kynlífs- lýsingarnar í þessu verki þá er maður með upp- skrift að Hollywood-grát- mynd frá fjórða I áratugnum eða rómantískri skáldsögu eftir gömlu meistarana (bók sem hefði þá sennilega verið upp á fimm hund- ruð síður eða meira). Hin feiga skepna er nefnflega fallegri og næmari saga en djarfar umbúðirn- ar gefa til kynna. ESí'vfL j Hann var fœddur heimsk- ur. Síðanjók hann við meðfœddan eiginleika. SAMUEL BUTLER Bókalísti Eymundsso Allar bækur 1. Þú getur grennst og breytt um lífsslíl. Ásmundur Stefánsson og Guðmundur Björnsson 2. Mýrin. Arnaldur Indriðason 3. Leiðin til lífshamingju. Dalai Lama 4. Konan í köflótta stólnum. Þórunn Stefánsdóttir 5. Bókin um bjórinn. Roqer Protz 6. Leggðu rækt við sjálfan þig. Anna Valdimarsdóttir 7. Hálendishandbókin. Páll Ásqeir Ásqeirsson 8. Vonin deyr aldrei. Jacqueline Pascarl 9. Sonja - Líf og leyndardómar. Reynir Traustason 10. Eyðimerkurblómið. Waris Dirie Skáldverk Bókalisti Máls & Menningar Allar bækur 1. Sálmabók 2. Lost in lceland. Siqurqeir Siqurjónsson__ 3. Hin feiga skepna. Philip Roth____________ 4. Gullreqn. Þórarinn Eldjárn 5. Riddarar hringstigans. Einar Már Guðmundsson 6. Icelandic bird guide. Jóhann Óli Hilmarsson 7- Þú getur-grennst og breytt... Asmundur Stefánsson_________________________ 8. Mýrin. Arnaldur Indriðason 9. Ferðakort MM 10. Frida. Barbara Mujica Skáldverk: 1. Hin feiga skepna. Philip Roth____________ 2. Riddarar hringstigans. Einar Már Guðmundsson 3. Mýrin. Arnaldur Indriðason________________ 4. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason___________ 5. Hvar sem ég verð, Inqibjörq Haraldsdóttir 6. Napóleonsskjölin. Arnaldur Indriðason 7. Heimskra manna ráð. Einar Kárason________ 8. Yfir Ebrofljótið. Álfrún Gunnlauqsdóttir 9. Dauðarósir. Arnaldur Indriðason 10. 90 sýni úr minni mínu. Halldóra K.Thoroddsen Metsölulisti Bókabúöa Máls og menningar 10.-17. mars Draumur um bók Kolbrún Halldórsdóttir segir frá uppáhaldsbókunum sínum. „Einhvem tíma las ég að maður fengi alltaf í hausinn það sem maður óttaðist mest; þess vegna ætti maður að forðast það að óttast nokkum skapaðan hlut. Ég hef alltaf kviðið því að þurfa aö svara fyr- ir um uppáhaldslagið, uppáhaldskvik- myndina eða uppáhaldsbókina mína og auðvitaö er ég alltaf að lenda í því að þurfa að svara einmitt þessum spuming- um. Atlagan að svarinu í þetta sinn hófst fyrir framan bókaskápinn og ég tíndi fram nokkrar bækur sem ég hef lesið oft eða langar að lesa aftur. Fyrst kom upp í hendumar á mér Guð hins smáa eftir indversku baráttukonuna og arkitektinn Arundhati Roy. Þetta er eina skáldsagan hennar en ég sit um að lesa greinar og ritgerðir eftir hana. Það síðasta sem ég las var Power Politics, þar sem hún segir frá bijálæðislegum virkjanaframkvæmdum á Indlandi Sardar-Sarovar-verkefninu. Svo tindi ég niður tvær gamlar og góðar: Slagur vindhörpunnar eftir færeyska snillinginn William Heinesen, sem heitir raunar Glataðir snillingar í þýðingu Þorgeirs Þorgeirsonar, en þýðingin sem ég á er eftir Guð- finnu Þorsteinsdóttur. Og svo kom Mikhail Bulga- kof, Meistarinn og Margaríta; hún er í miklu uppá- haldi, sérstaklega eftir að ég sá leikverk byggt á sög- unni í Austur-Berlín fyrir einhveijum árum. Þá verð ég að nefha Mómó eftir Michael Ende, þýskan leikara, leikstjóra og rithöf- und. Eg hef sjálf leikgert þessa sögu og leikstýrt þeirri uppfærslu, auk þess sem ég hef lesið hana fyrir bæði bömin min. Ég þreytist aldrei á Mómó. Ekki heldur á Galdrabók Ellu Stínu eftir Elísabetu Jök- ulsdóttur. Hún fylgir mér oft á ferðalög- um, líklega vegna þess að hún fer betur í vasa en Hálendið í náttúra íslands eftir Guðmund Pál Ólafsson, sem er líka í algjöra uppáhaldi. Siðan langar mig að nefha eina bók til og ljóstra upp draumi sem ég á um hana. Þetta er saga eftir sænsk-ættaða skáldkonu, Editu Momis, Blómin í ánni. Hún kom út 1959 og fjallar um hörmungamar sem fylgdu. í kjölfar kjamorkusprenginganna á Hirósíma og Nagasakí. Og draumurinn sem ég hef lengi átt er aö koma þessari sögu í leikbúning og nota hana í baráttunni fyrir friði, - fyrst ég er búin að ljóstra upp þessum draumi mínum þá era kannski meiri líkur á að hann rætist. Halldór Lax- ness ritaði formála bókarinnar og það fekk mig til að hugsa um uppáhaldsbókina mín eftir hann, en það er bókin um kraftbirtíngarhljóm guðdómsins og fegurð himinsins: Heimsljós." 1. Mýrin. Arnaldur Indriðason 2. Egils saga m/skýrinqum 3. Dauðarósir. Arnaldur Indriðason 4. Hin feiga skepna. Philip Roth 5. Hvar sem ég verð. Inqibjörq Haraldsdóttir 6. Samúel. Mikael Torfason 7. Hobbitinn. J.R.R, Tolkien 8. Bridget Jones á barmi tauga- áfalls. Helen Fieldinq 9. Grafarþöqn. Arnaldur Indriðason 10. Napóleonsskjölin. Arnaldur Indriðason Bamabækur 1. Herra Fyndinn. Roqer Harqreaves 2. Herra Latur. Roqer Harqreaves 3. Herra Sterkur. Roqer Harqreaves 4. Herra Kjaftaskur. Roqer Harqreaves 5. Ævintýri Bangsímons. Walt Disney Metsölulisti Eymundssonar 12. - 18. mars

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.