Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Síða 18
8
// e / c) a r b / a ö 3Z>'Vr
LAUCARDAGU R 22. MARS 2003
Steinunn Signrðardóttir fatahönnuður
Stelpan af Teigunuin sem útskrifaðist með láði úr Parson’s Sehool of Design í New York, notaði vist sína sem
hönnuður nokkurra frægustu tískuhúsa heims til að fullnuma sig og hefur nú stofnað sitt eigin tískufvrirtæki.
DV-Myndir Hari
Steinunn Sigurðardóttir hlaut Menningar-
uerðlaun DV íhönnun þann 20. febrúar fgrir
fatahönnun sína undir eigin merki: Steinunn.
Ári áður 1/ar hún tilnefnd til sömu verðlauna
fyrir glæsilegar flíkur sem hún hannaði fgrir
ítalska tískuhúsið La Perla. Hún hefur unnið
fgrir nokkur frægustu tískuhús heimsins en
nú er hún lögð afstað út á einstigið og vinn-
ur eingöngu fgrir sjálfa sig.
Hún kemur ekkert endilega fyrir sjónir sem fata-
hönnuður - í hvítum léttum síöbuxum og fíngerðu
svörtu peysusetti með hárið tekið í stutt tagl í
hnakkanum - en þegar nánar er að gætt er allt í
stíl hjá Steinunni Sigurðardóttur, hún sjálf, vinnu-
stofan hennar (svart, hvítt, stál), geymslan þar sem
allar litaprufur eru geymdar í stórum glerkrukk-
um í einfaldri röð á hillu og mörg hundruð efn-
isprufur í vandlega merktum svörtum gljáandi
kössum. Hér er kona sem veit nákvæmlega hvað
hún vill og hvernig hún á að öðlast það.
Það byrjaði á dúkltulísum
- Hvernig byrjaði þetta allt saman? Hvernig
verður stelpa af Teigunum fatahönnuður á heims-
mælikvarða? Lékstu þér að dúkkulísum?
Steinunn skellir upp úr. „Það var það eina sem
ég gerði! Það eina sem ég gerði var að teikna
dúkkulísur, og það merkilega er að kona i raðhús-
inu sem ég ólst upp í á enn þá dúkkulísur sem ég
teiknaði."
Við hörmum það saman um stund að dúkkulísur
skuli hafa vikið úr lífi lítilla stúlkna fyrir Barbie.
En raunar var Steinunn strax í æsku góð sauma-
kona og saumaði föt á dúkkurnar sínar, prjónaði á
þær líka eftir að hún lærði að prjóna þegar hún var
níu ára. Hún dregur stolt fram gamla vinnubók úr
handavinnu með fallega upp settum prufum og fjöl-
rituðum skýringablöðum.
„Þessa bók gerði ég þegar ég var tólf ára og hún
fylgir mér hvert sem ég fer,“ segir hún og flettir
lúnum síðunum ástúðlega, „ég á líka útsaumuðu
koddaverin sem ég gerði þegar ég var tíu ára. Það
þótti mjög merkilegt í skólanum mínum í New
York að ég skyldi kunna að gera hnappagöt í hönd-
unum, það hafði ég lært í handavinnu í barna-
skóla. Aörir nemendur þurftu að læra þaö í hönn-
unarskóla! Stjörnuúrtökuna sem ég lærði i 12 ára
bekk nota ég enn þá þegar ég sýni í verksmiðjun-
um hvernig ég vil hafa það - einfalt og fallegt.
Barnaskólanámið mitt kemur mér enn að gagni.“
Steinunn var ekki bara handavinnustelpa, hún
lærði líka klassískan ballett, dansaði meira að
segja á sýningu á fyrstu Listahátíð í Reykjavík, þá
tíu ára, með félögum sínum úr Ballettskóla Eddu
Scheving. Hún dansaði til 18 ára aldurs en þá var
hitt áhugamálið orðið ofan á: Fötin.
„En þegar ég ákvað að fara til New York, 21 árs
sótti ég um nám í búningahönnun og það voru
áhrif frá dansinum," segir hún. „Leikhúsheimur-
inn heillaði mig. í dansinum lærði ég agann því
hann útheimti strangar æfingar sex sinnum í viku,
og líka að gefast ekki upp.“
Sköpunartíminn styttíst
Steinunn tók verslunarpróf úr Ármúlaskóla og
vann um tíma í banka áður en hún fór til New
York. Hún hafði enga myndlistarmenntun en fyrsti
skólinn sem hún sótti um krafðist þess að hún
lærði teikningu í heilt ár og henni leist ekki á það.
Þá fann hún Parson’s School of Design, sótti um
fatahönnunarnám og komst inn, fyrst íslendinga.
„Samt kunni ég ekki að teikna," segir hún, „en
ég kunni að sauma, þannig að segja má að ég hafi
byrjað á öfugum enda miðað við samnemendur
mína sem kunnu að teikna en ekki sauma. Vand-
ræðin við teikninámið voru aö fá mig til að hugsa
i tvívídd. Kennarinn minn greip til þess ráðs að
binda fyrir augun á mér og neyða mig til að teikna
útlínur. Ég fékk að horfa á módelið í eina mínútu
svo var ég látin teikna blindandi - til að ég hætti
að teikna saumana aftan á flíkinni! Aðferðin virk-
aði, ég varð mjög góð í teikningu. Skólinn kenndi
mér að hugsa öðruvísi."
Parson’s School of Design er fjögurra ára nám.
Fyrsta árið er grunnnám í hönnun, teikningu,
myndskreytingu, litum og formi, skúlptúr og lista-
sögu. Sérhæfing hefst á öðru ári. En teikningin
gagnast Steinunni auðvitað áfram því hún teiknar
nákvæmar vinnuteikningar af öllum flíkunum sín-
um handa framleiðanda í fataverksmiðjum ásamt
lýsingu í orðum. Henni þykir gaman að teikna en
hefur ekki mikinn tíma núna til aö nostra við
myndir.
„í skóla notaði ég oft túss og vatnsliti en núna
nota ég bara blýant, það er fljótlegra," segir hún.
„Tíminn sem hönnuðinum gefst til að hanna flíkur
er alltaf að styttast. Hraðinn er orðinn óskaplegur.
í rauninni er framleidd ný lína á þriggja mánaða
fresti, „cruise-lína“, vorlína, sumarlína og vetrar-
lína. Hverri árstíð er skipt í tvö til þrjú tímabil því
verslanirnar taka á móti nýjum vörum ellefu mán-
uði á ári. Þetta veldur því að tíminn sem hönnuð-
urinn fær til að hugsa og skapa er orðinn að engu!
Ástæðan til þess að ég hef unnið stærstu verk-
efnin mín hér heima undanfarin ár er sú að á ís-
landi er friður til að setjast niður og gera það sem
gera þarf: Liggja yfir bókum, fara á Netið og sjá
hvað er í gangi, skoða vandlega það sem maður er
búinn að gera sjálfur og hugsa: Hvað geri ég næst?“
Ólík stúdíó
Námið tók fjögur ár og þegar Steinunn er spurð
hvort það hafi ekki gengið vel svarar hún með ein-
földu já-i. Óþarfi að orðlengja það. Hún útskrifaðist
árið 1986, 26 ára.
„Þá fór ég strax að vinna hjá manni sem heitir
Carmelo Pomodoro í New York og hjá honum var
ég í tæp tvö ár. Þaðan flutti ég mig til Ralphs
Laurens í eitt og hálft ár. Þaðan til Calvins Kieins
og var þar i sex ár. Hjá Gucci síðan í fjögur ár. Þá
erum við komnar til ársins 2000 og þá fer ég til La
Perla þar sem ég var í tæp tvö ár. Og núna er ég
með mitt eigið fyrirtæki.”
- Stefndirðu að því alveg frá upphafi?
„Já, það var alltaf draumurinn. En ég þurfti að
læra. Ég kunni ekki á neitt þegar ég fór vestur. Það
eina sem ég hafði séð af tískumyndum voru Burda-
blöðin! Nafn Parson’s skólans rakst ég á í grein í
amerísku blaði og þó var þetta frægur skóli. Ég
segi alltaf að ég hafi farið í gegnum þetta á sakleys-
inu. Vinna mín hjá þessum stóifyrirtækjum var
mitt framhaldsnám - ég útskrifaðist þegar ég hætti
hjá La Perla.“
- En af hverju fórstu úr einum stað í annan?
Hefðirðu ekki getað lært allt hjá Ralph Lauren til
dæmis?
„Nei, hönnunarstúdíóin eru svo mismunandi.
Stúdíóið hjá Ralph er gamaldags og fátt að gerast í
hönnuninni sem slíkri. Hönnunarstúdíóið hjá Cal-
vin er mjög opið en ofsalega strangt. Við vorum
mjög fá þar. Allir halda að hönnunarstúdíó séu
stæröar herbergi, þétt setin hönnuðum, en það er
misskilningur. Hjá Calvin vorum við bara fjögur
sem unnum að hverri línu. Við höfðum auðvitað
aðstoðarfólk en hver um sig var einn í sinni grein,