Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Síða 24
24 Heícjctrblctö 30'V LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 Matur o£ vin Pipar er eitthvert algengasta krydd sem til er. Piparjurtin er sæqrænn fjölær vafn- ingsuiður sem qetur orðið sex metrar að hæð oq er upprunninn í frumskógum Suð- ur- oq Vestur-lndlands. Piparinn er ber hans. Pipar mun hafa borist til Ewrópu á fimmtu eða sjöttu öld fqrir Krist oq þeqar náð útbreiðslu. Fqrst var hann reqndar notaður sem Iqf oq var talinn hafa kqnörvandi áhrifoq íutanríkisverslun Róm- verja taldist pipar til mest metnu nauðsqnjavara. Svartur pipar er tíndur sem qrænjaxlar sem þurrkaðir eru oq breqtist þá qræni lit- urinn ísvartan og braqðið skerpist. Hæqt er að halda berjunum qrænum og braqð- mildum með þvíað sjóða þau niður eða frostþurrka. Hvítur pipar kemur úr full- þroska, qrænqulum berjum sem eru löqð íbleqti, afhqdd og þurrkuð. Hvítur oq svartur pipar er bæði seldur heill oq malaður oq heldur sá heili mun bet- ur bragði sínu. Best er að pipra matinn rétt áður en hann er borinn fram þvíbraqð- ið versnar við lanqa eldun. Gaman að meðhöndla piparinn - segir Sigurður Þ. Sigurðsson, yfirmatreiðslumaður á Broadway „Piparinn er vandmeðfarinn en mér finnst gaman að meðhöndla hann því það er endalaust hægt að spinna eitthvað með honum og ég nota hann alltaf nýmalaðan," segir Sigurður Þ. Sigurðsson, yfirmat- reiðslumaður á Broadway. Þar á bæ fást menn við bæði stórar veislur og smáar og stundum er eldað fyr- ir á annað þúsund manns á einu kvöldi. Sigurður kveðst fara varlega með piparinn þegar hann matreiði fyrir stóra hópa en í minni sölum Broadway eru sér- réttamatseðlar í gildi og þar hægt að fá matinn krydd- aðan eftir eigin smekk. „Sumir vilja hafa steikur log- andi sterkar en sjálfur er ég löngu vaxinn upp úr því,“ segir Sigurður. Hann gefur okkur uppskrift að ljúffengum rétti þar sem hann blandar saman lambi og humri og mismunandi pipartegundum. Hún er miðuð við fjóra. Lambapjparfarenna 800 g lambafillet - fitu- og sinuhreinsað. Skorið í ca 5 cm steikur 8 stk. risahörpufiskur 1 matskeið pestó 4 stk. humarhalar uppklipptir, penslaðir með hvítlauks- smiöri 1 msk. qrænn pjpar. nvmalaður 1 msk. rósapjpar. nvmalaður 1 msk. MadaaaskarDÍpar Skiptið kjötinu á þrjá diska og kryddið hvert með sinni pipartegund. Steikið í olíu á vel heitri pönnu í eina til tvær mín- útur eða þangað til kjötið er fallega brúnt. Færið í 180“ heitan ofn i ca þrjár mínútur, eða eftir smekk. Hörpufiskurinn er steiktur í smjöri á vel heitri pönnu í um eina mínútu. Þá er pestóinu bætt á pönn- una og hörpufiskinum velt upp úr því. Takið hann síðan af og haldið honum heitum. Humarhalarnir eru settir undir vel heitt grill í ofn- inum í tvær til þrjár mínútur. Madaaaskarpjparsósa 2 msk. olia 1 msk. Madaaaskarpipar 1/2 laukur. fínt saxaður 1/2 dl brandí eða koniak 2 1/2 dl riómi 1 tsk. nautakiötskraftur sósuiafnari Hitið oliuna í potti og kraumið laukinn og piparinn í ca 30 sekúndur. Bætið þá koníaki í pottinn og sjóðið niður í síróp. Þá er rjóma og kjötkrafti bætt í og sós- an þykkt. Graenertu- oa kartöflumauk tneð fáfnisarasi 300 a kartöflur. mauksoðnar 100 q soðnar arænar ertur 1 msk. smiör 1 tsk. svkur salt OQ pjpar 1 tsk. estraaon Allt sett í skál og stappað vel saman (má vera frek- ar gróft). Raðið þremur mismunandi steikum á disk, setið hörpufiskinn og humarinn ofan á. Berið fram með sósunni, kartöflumaukinu og blönduðu smjörsteiktu grænmeti. mm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.