Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Page 26
26 / / <5? / c) ct rb / ct c? 33'V LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 Ætlaði lengi vel að drepa Púntila Sviðið er skrifstofa leikhússtjóra LR í Borgarleikhúsi. Leikhússtjórinn Guðjón Pedersen, kallaður Gíó, situr við skrifborð oq ríslar ípappírum. Blaðamaður DVkem- ur inn frá vinstri oq sest andspænis Guð jóni og tekur upp sequlband oq leqgur á borðið. Þeir taka tal saman um frumsqn- inqu LR á Púntila og Matta sem var á fimmtudaqskvöldið. Blm.: Er þetta síöasta frumsýning vetrarins? Gíó: Við eigum eftir að frumsýna tvær sýningar. Öf- ugu megin upp í með Eggert Þorleifssyni í aðalhlutverki og svo Vetrarævintýri eftir Shakespeare á Nýja sviöinu. Blm.: Númer hvaö er þessi sýning af þeim sem þú hef ur leikstýrt? Gíó: Það veit ég ekki. Man það hreinlega ekki. Kannski fjörutíu. Síðan ég settist í þennan stól hef ég aö- eins sett upp eina sýningu á ári. Blm.: Eru þaö verölaunin fyrir aö afbera þetta starf? Gíó: Mér fmnst það frekar skylda mín. Ég er leikstjóri fyrst og fremst. Blm.: Er Púntila og Matti gamanleikur um alkóhólista? Gíó: Nei, það er um mann sem frnnur manneskjuna í sér. Að vísu með aðstoð Bakkusar. En þetta er fyrst og fremst um hvemig duttlungar eins manns geta rústað líf okkar og stjómað því. Hann stjómar öllu samfélaginu í kringum sig og þetta upplifum við oft i okkar lífi þegar persónur og öfl ráðskast með líf okkar. Blm.: Hverjir eru Púntilar okkar samtíma? Gíó: (þegir lengi) Það era frekar öfl en einstaklingar. Öfl sem hafa peninga mihi handanna og eyðileggja þeg- ar þeim hentar það sem manneskjunni er kærast og er nauðsynlegt fyrir hana. Þetta era hlutir eins og ást, væntumþykja, listin og öryggi hversdagsins í faðmi fjöl- skyldunnar. Lengi framan af æfingatímabUinu vildi ég drepa þenn- an PúntUa og við gerðum það þar tU í síðustu viku. En hann lifir áfram. Þótt hann sé búinn að henda öUu frá sér sem honum er kærast þá rís hann upp aftur. Það er svo erfitt að losna við skrímslið sem er í mann- legu eðli. Ég held að það líði öUum í heiminum undar- lega í dag. Heimurinn er bjargarlaus og reiður. En hvað eigum við að gera? Eigum við að hætta að kaupa Kókópöffs? Blm.: Munurinn á George Bush og Púntila er sá aö George er hættur aö drekka. Kannski heföi George átt aö halda áfram aö drekka. Ertu ánœgöur meö þessa sýn- ingu? Gíó: Ég er stoltur af mínu fólki. Guðjón Pedersen, leikhússtjóri Borgarleikhússins, stýrði Púntila og Matta sem var fruinsýnt á fimmtudaginn. Guðjón, eða Gíó eins og hann er oftast kallaður, talaði við blaðamann DV um Púutila heimsins og peninga. DV-mynd ÞÖK Blm.: Þaö hefur sumt gengió betur hér í vetur en reikn- aö var meö, er þaö ekki? Gíó: Við erum mjög sátt með veturinn en við vitum aldrei hvenær okkar elskulega leikhúsgesti þóknast að mæta. Sú formúla er enn óþekkt. Sölumaður deyr hefur gengið miklu lengur en við reiknuðum með þótt margir telji það þungt verk og eins er með það sem hópurinn á Nýja sviðinu hefur verið að gera, t.d. Manninn sem hélt að konan hans væri hattur. Það styttist í að 10 þúsund gestir hafi séð Sól og Mána. Þar tókum við stóran sjens en fólk flykkist á staðinn. Þetta er auðvitað yndislegt. Blm.: Er ekki sérstakt „kikk“ fyrir leikhússtjórann þegar svona gerist? Gíó: Ég legg ekki velgengni að jöfnu viö fjölda gesta á leiksýningu. Við erum að reka leikhús fyrir almanna- fé og mér finnst mín skylda að höfða tU hans og mér er alveg sama þótt það sé bara einn sem er ánægður. Blm.: Mér skilst aö Púntilarnir í Ráöhúsinu leggi meira upp úr tíu þúsund en einum. Gíó: Við eigum að tala við samfélagið og um samfé- lagið. Þó leikhús sé afþreying verðum við að horfa á það í mjög víðu samhengi. Það er aldrei neitt til fyrir alla. Blm.: Nú hafa erfiöleikar Leikfélags Reykjavíkur ver- iö talsvert ífréttum þrátt fyrir góða aösókn. Hvaóa erfiö- leikar eru þaö? Gíó: Menn hafa ekki verið sammála um hvernig ætti að nýta þetta hús sem er besta leikhús á landinu ef ekki á Norðurlöndum. Blm.: Þú ert að tala um peninga, er þaö ekki? Gíó: Það kostar að reka leikhús. Blm.: Er LR þá aö fara á hausinn? Gíó: AUs ekki. Það er að störfum þriggja manna nefnd sem á að skUa tUlögum í lok mars um starfsemi Borgarleikhússins. Enginn er ánægður með ástandið eins og þaö er og það er vUji hjá Reykjavíkurborg að móta stefnu til framtíðar. Blm.: Mun þessi nefndfinna lausn á vanda LR. Gíó: Já. Ég trúi ekki öðru en menn horfl jákvætt á þá orkustöð sem þetta hús er. Hér vora á síðasta ári um 430 atburðir. Það koma hingað stundum 1000 manns á einum sunnudegi og hér er gert svo margt fleira en að sýna leikrit. Blm.: En borgin hefur svelt starfsemi LR síöan þaö flutti í húsið. Gíó: Við höfum ekki verið sammála ... Blm.: Leikfélagiö hefur sagt í 13 ár aö þaó þurfi meira fé til aö halda húsinu gangandi. Erfiöur rekstur LR át upp frumburöarréttfélagsins þegar eignarhluti félagsins var sléttaöur út meö því aö borgin tók við eignarhlut fé- lagsins í húsinufyrir tveimur árum. Fyrsta áriö eftir þá skuldajöfnun safnaöi LR 50 milljónum í skuldir. Er nokkuó skrýtiö þótt borgin sé treg til aö láta ykkur hafa meiri pening? Gíó: Nei, það er rétt, við gerðum þar mistök sem við viðurkennum fúslega. En horfum á tölur sem sambæri- leg leikhús hafa, t.d. Þjóðleikhúsið. Það fær 460 miUjón- ir meðan við fáum 232 miUjónir. Það er ætlast tU þess að við höldum uppi svipaðri starfsemi. Reyndar er boð- ið upp á fleiri viðburði hér í Borgarleikhúsinu. Blm.: Þió þurfið þá miklu meiri pening? Gíó: Ekki miklu meiri. Við teljum okkur geta gert hlutina ódýrar en Þjóðleikhúsið. Ég held aö menn verði að horfa tU framtiðar og ákveða hvað á aö verða um leikhúsið. Blm.: En vilji borgaryfirvalda hefur ekki verið skýr í þessum efnum? Gió: Jú en menn hefur greint á um umfang starfsem- innar. Blm.: Var þaö rekstrarleg meövituö ákvöröun aö selja hlutinn í húsinu eöa var þaö nauösyn? Gíó: Leikfélagið var komið út í horn. Blm.: Getur Leikfélagió átt sér framtíö annars staöar en í Borgarleikhúsinu? Gíó: (glápir á blaðamann) Meinarðu að félagið fari út úr húsinu? Blm.: Já. Efleikhús er aöeins fólkiö sem vinnur þar en borgin tímir ekki aö reka þetta fina leikhús má þá ekki bara borgin eiga þetta hús ogfélagiö fer eitthvaö annaö eins og þaö hefur gert í nœrri 90 ár af rúmlega 100 ára líftíma sínum. Gíó: Okkur hefur eiginlega ekki dottið þaö í hug. En ég spyr þá á móti. Af hverju erum við að eyða pening- um í rándýr hús ef listamennirnir eiga ekki að vera þar. Ég held að landslagið í Reykjavík hafi breyst nógu mikið í þessu tUliti, að það sé kominn tími tU að eyða peningum í fólkið og starfið í leikhúsunum frekar en steinsteypu. Mér finnst það sorglegt hvemig umræðan snýst aUtaf um steinsteypu. Framtíð þessa húss er óviss, leikhópamir eru fjársveltir og Leikfélag Akureyrar hefur sagt upp öUu starfsfólki. Við tölum samt um að eyða mUljörðum í menningarhús úti á landi og ætlum svo að bæta við tón- listarhúsi og ópera. En það er aldrei talað um hvemig á að reka þessi hús. Blm.: Nú er veriö aö gera úttekt á því fyrir Reykjavík- urborg og menntamálaráöuneytiö hvort raunhæft sé aö flytja starfsemi íslensku óperunnar hingaö inn. Hvernig líst þér á þœr ráöageröir? Gíó: Mér líst ekkert sérstaklega Ula á það og heldur ekki vel. En þetta hefur ekki komið inn á borð tU okk- ar. Það hefur ekkert verið talað um þetta í alvöra. Menn greinir á um hljóminn í salnum en þetta er hvort tveggja sviöslist. Það er ekki okkar hugmynd að fá óperana hingað og ekkert sérstakt baráttumál af okkar hálfu. Ég held að sambúð okkar við dansflokkinn hafi verið góð og örvandi fyrir báða aðUa. Mér finnst að í svona stóra húsi eigi að rúmast margar bragðtegundir. Blm.: Eru þá fréttir af yfirvofandi andláti Leikfélags Reykjavíkur stórlega ýktar? Gíó: Já. Þaö hafa verið ólík tímabU í rekstri félagsins en ég held að aUir séu stoltir af félaginu og vUji hag þess sem bestan og líf þess sem lengst. Það slokknar segulbandinu með smeUi. Þeir standa upp og kveöjast. Blaðamaður fer út en Guöjón heldur áfram að sýsla við pappíra sína. Tjaldið. -PÁÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.