Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Blaðsíða 30
30 Helqarblað J3"V LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 Uppreisnarmaður Þorlákur Kristinsson, eða Tolli, hefur alltaf verið íuppreisn. Hann hef- ur málað íslenska náttúru íbráðum 20 ár en fijrir þremur árum stakk hann penslinum í vasann og hélt úr landi. Hann hefur haldið sjö sýn- inqar íEi/rópu á einu ári og undirbgr innrás íBretland. í útrás Þorlákur Kristinsson eöa Tolli, eins og hann hef- ur lengi kallað sig, er uppreisnarmaður. Hann hefur alltaf verið það. Samt býr hann í snotru raðhúsi á Seltjarnarnesi sem er ekkert sérstak- lega uppreisnarmannslegt. Það er bjamdýrsfeld- ur á veggnum, hrosshúð á gömlum leðurstól og brún ullarpeysa á öðrum. Píanóið er bilaö og það er fullvaxinn scháfer-hundur í hlaðinu en barnið er lasið svo listamaðurinn hittir blaðamenn heima en ekki á vinnustofunni í gamla ísbirnin- um eins og til stóð. Þegar Tolli var að alast upp í Vogunum með af- ganginum af þeirri kynslóð sem nú hefur tögl og hagldir í listum og menningarlífi á íslandi nennti hátm sjaldan að vera í fótbolta með strák- unum hð^ur sat inni og teiknaði og málaði og átti orðið vænan stafla af myndum. Þá kom upp- reisnin og gelgjan og Tolli tók bunkann og bar í ruslatunnuna. Hann ætlaöi ekki að verða lista- maður heldur eitthvað allt annað. Langaði í stofuhita Tíu árum og mörgum vertíðum, verbúðum og skiprúmum seinna spurði sjómaðurinn Þorlákur sjálfan sig hvort þetta væri það sem hann vildi gera við líf sitt. Sjarminn af verbúðaflakkinu og farandlífinu var farinn að veðrast af og kuldinn beit í fingurna í síblautum sjóvettlingum. Þá mundi hann eftir teikningunni og ákvað að sækja um skólavist í Myndlista- og handíðaskól- anum. „Ég hafði enga menntun og sá þetta sem tæki- færi til að komast í land og fá námslán eða eitt- hvað. Mig langaði bara í stofuhita,“ segir Tolli nærri tuttugu árum og mörgum málverkum seinna. Það var uppreisnarmaðurinn Tolli sem tók pokann sinn, fór í land og fékk inni í nýlista- deild, gerði baráttu farandverkamanna að verk- efni í listnámi sínu og gaf út hljómplötu sem hluta af útskriftarverkefni. Hann fór aö mála um leið og hann komst í olíu og liti og hefur ekki sleppt þeim síðan. „Á þessum tíma voru samt bara kellingar og hommar sem máluðu. Það var enginn að mála landslag þegar ég byrjaði á því en ætli við Georg Guðni höfum ekki byrjað á svipuðum tíma að fást við landslag og náttúru." Tolli hefur á sínum ferli sem málari verið svo afkastamikill að hann hefur auk góðrar sölu upp- skorið öfund og baktal margra listamanna. Hann segir að það sé óhjákvæmilegur fylgifiskur vel- gengni. „Ég hrökk svolítið við þegar ég heyrði þetta fyrst en svo áttaði ég mig á því að þetta er bara svona. Velgengni kallar fram hælbíta en þessi blús og baktal kemur mér persónulega ekkert við.“ Með pensilinn í vasanum Tolli bjó lengi í Mosfellssveit þar sem halm var einnig með vinnustofu og málaði í gríð og erg og seldi myndirnar næstum blautar undan penslin- um. En lífið stendur aldrei kyrrt og einn daginn tók sig upp gömul uppreisn eða eitthvað í þá átt- ina. Tolli seldi húsið í Mosfellssveitinni og hélt úr landi með pensil í vasanum og bjartsýni í hjartanu. Hann fór til Berlínar og leigði sér þar vinnustofu og hófst handa við að mála íslenskt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.