Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Qupperneq 36
36 H&Iqorb/acf 33 "V LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 Fjórðungur skálda heilbrigður Árið 1681 ritaði John Dryden eitthuað á þá leið að miklar gáfur væru sannanleqa ná- tengdar geðueiki og að skilin á milli uæru óqreinileq. Listasagan segir frá mörgum listamönnum sem talið er að hafi átt uið geðræn uandamál að stríða. Fræqastur þeirra er eflaust Vincent uan Gogh en de Sade markqreifi og Syluia Plath eru sjaldnast langt undan íumræðunni um qeðveika snillinga. Þessi qoðsögn um skyldleika snilldarinnar og geðueikinnar lifir enn góðu lífi; geðueikin er ímargra augum nauðsynleg listamanninum enda almennt álitið að fólk með frjótt ímyndun- arafl sé stórskrýtið. Bandarískar rannsóknir hafa stutt goðsögnina um geðkvilla listamanna. Samkvæmt rannsókn- um vísindamanna þar í landi er ríflega þriðjung- ur landsmanna líklegur til að stríða einhvern tímann á lífsleiðinni við geðræn vandamál. Arnold Ludwig, prófessor við Kentucky Uni- versity, rannsakaði sérstaklega þúsund hugsuði á tuttugustu öldinni og skipti þeim upp í átján starfsstéttir. í ljós kom að listamenn stríða margir við geðsjúkdóma. Til dæmis voru 74% líkur á því að leikarar stríddu við geðræn vandamál. Tæplega helmingur blaðamanna átti við geðræn vandamál að stríða og um 59% rit- höfunda. Mesti áhættuflokkurinn var þó skáldin því 77% þeirra áttu við geðræna kvilla að etja. Sltáld og geðhvarfasýki Fyrir skömmu fjallaði Humphrey Carpenter um tvær bækur um sköpunargáfu og geðveiki í Sunday Times. Bækurnar eru Strong Imagination: Madness, Creativity and Human Nature eftir Daniel Nettle og Enduring Creation: Art, Pain and Fortitu- de eftir Nigel Spivey. Þá síðar- nefndu telur Carpenter ekki flytja stór tíöindi en bók Daniels Nettles telur hann mjög fróðlega og vel skrifaða. í byrjun greinarinnar vitnar Carpenter til orða WH Audens þar sem hann sagði að honum hefði alltaf þótt tilveran ánægju- leg. Jafnvel þegar fólk sé sært tilfinningalega sé það ánægt með að geta liðið illa. Carpenter dregur þessi orð í efa og bendir á að Auden hafi átt sína slæmu daga eins og þegar hann hugðist myrða ótrúan elskhuga sinn. Samkvæmt bók Nettles bein- ist reiði skálda þó yfirleitt að þeim sjálfum. „Þeir sem voru skáld í Bretlandi á 19. öldinni tóku tíu til þrjá- tíufalda áhættu á því að fá geðhvarfasýki, í sam- anburði við meðaltai." í bók sinni vitnar Nettle til rannsóknar sem Kay Redfield Jamison gerði á fimmtíu lifandi skáldum, rithöfundum og myndlistarmönnum. í þeirri rannsókn kom fram að 38% höfðu fengið meðferð vegna geðrænna vandamála. Skáld og leikritaskáld voru í mestri hættu. „Geðveilugenin“ Nettle heldur því fram að geðræn vandamál séu skapandi veikindi fyrir þá sem eru hugfrjó- ir. Fyrir þá sem ekki geta tjáð sig í gegnum list- ina valdi þessi veikindi einungis óhamingju. Nettle er sannfærður um að andleg vandamál séu að meginhluta til komin vegna erfðafræði- legra aðstæðna en ekki vegna uppeldis og um- hverfis. Nettle spyr sjálfan sig því þeirrar spurn- ingar af hverju þessi erfðafræðilegi þáttur geð- veilunnar hafi ekki ræktast úr mannkyninu. ——J----------;---- ... : Vincent van Gogh er ekki talinn hafa gengið heill til skógar hvað varðar andlega heilsu. Bandarískar rannsóknir styðja goðsögnina uin tengsl geð- veiki og listrænnar gáfu. Niðurstaða hans er að „geðveilugenin“ séu enn í mannskepnunni vegna þess að við þörfnumst sköpunargáfunnar og sköpunin er að hluta til af- leiðing þessara gena. Hann minnir enn fremur á að það sem telst geðveikislegt í einu landi gæti talist eðlilegt í öðru og nefnir þar til sögunnar ýmislegt sem tengt er trúarbrögðum. Æri-Tobbi íslenskir listamenn eru eflaust jafnklikkaðir og bandarískir. Nánari rannsókn á því hlýtur að vera ofarlega á verkefnalista lækna og sálfræð- inga. Þangað til verður fólk að láta sér duga kveðskap Æra-Tobba en það verður að teljast viðeigandi að enda á þessu vísukorni: Vambara þambara þeysingssprettir því eru hér svo margir kettir. Agara gagara yndisgrœnum illt er aö hafa þá marga á bœnum. -sm Stórsveitin í Kaffileikhúsinu: Tónlist fyrir vasaljós Stórsveit Reykjavíkur heldur tón- leika annað kvöld kl. 20 með banda- ríska saxófónleikaranum og hljóm- sveitarstjóranum Andrew D’Angelo. Tónleikarnir verða að þessu sinni í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum. Andrew D’Angelo er í hópi helstu Stórsveit Reykjavíkur Fær verðug verkefni undir stjórn Andrews D’Angelos. svokallaðrar „downtown“ New York klíku. Hann er afar tilraunaglaður og uppátækjasamur og aldrei að vita við hverju má búast af honum. M.a. kann það að koma mörgum sem til mannsins þekkja á óvart að hann skrifi yfir höf- uð tónlist fyrir stórsveitir. Þess má geta að eitt verkið á efnis- skránni er skrifað fyrir vasa- ljós! Andrew D’Angelo hefur unnið með hljómsveitum á borð við Human Feel (ásamt trommaranum Jim Black), Matt Wilson kvartettinum og hljómsveit Reids Andersons. Auk þess stýrir hann sinni eigin hljómsveit, Morthana, og er eftirsóttur til nám- skeiðahalds í Evrópu, Banda- ríkjunum og Ástralíu, ekki síst vegna ferskrar og óvenju- legrar aðkomu sinnar að tón- listinni. Kaffileikhúsið er einn uppá- halds tónleikastaður Stór- sveitarinnar, einkum vegna hljómburðarins í þessu sögu- fræga timburhúsi og mikillar nálægðar við áhorfendur. Tónleikarnir hefjast eins og áður segir kl. 20. -HK Sýning Bjarna Ragnars í Gallery Klassís: Þankagangur sem finnur sér farveg Sýning á nýjum verkum Bjama Ragnars Haraldssonar myndlistar- manns verður opnuð á morgun, sunnudaginn 23. mars, í Gallery Klassís á Skólavörðustíg 8 og ailir eru velkomnir. Þar er hluti þeirra myndverka sem voru á sýningunni World of Fantasy í The Nordic Heritage Museum í Seattle í Banda- ríkjunum er lauk í febrúar sl. Þess má geta að þau hlutu mikið lof í fjölmiðlum ytra og hann var Bjami Ragnar m.a. „myndlistarmaður vik- unnar“ í Seattle í eina viku. Verk Bjama Ragnars eru í súr- realískum stíl og minna um margt á verk meistarans Salvadors Dalis. Bjami segir reyndar að súrreal- ismi sé ekki list heldur þanka- gangur sem finni sér farveg í list- um. Myndirnar hans eru í senn fágaðar, vængjaðar og villtar. Að sögn listamannsins eiga þær að vekja fólk til umhugsunar enda má finna í þeim djúpar pælingar og ádeilu. Bjarni hefur alltaf leitað inn á við í viðfangsefnum sínum og kveðst hafa meiri áhuga á að mála hugarlöndin en landslag náttúrunnar sem við blasir. Gallery Klassís er opið kl. 12-18 virka daga og kl. 12-14 á laugar- dögum en af þessu sérstaka tilefni verður einnig opið á morgim, sunnudag. Öll verkin á sýning- unni eru til sölu. -Gun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.