Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Side 42

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Side 42
4-e Helqarblctð H>'Vr LAUCARDAGUR 22. N/IARS 2003 Martraðir og merkileg tákn Er Davíð fyrir qóðu en Ingibjörg fgrir upp- lausn? Hvað þýðir að dreyma þing, kjör- kassa, atkvæðaseðil eða upphefð? Öllum þessum spurningum ersvarað íþessari út- tekt DV á þvíhverniq á að ráða drauma sína íaðdraganda kosninga. Draumar hafa verið merkilegur hluti af íslenskri menningarsögu lengur en nokkur fær munað. Aila dreym- ir og sú hugmynd að draumar bæru í sér einhverja sér- staka ráðningu frekar en þeir væru einhvers konar grugg úr undirmeðvitund dreymandans virðist snemma hafi skotið rótum í vitund manna. Það eru til margar aðferðir til þess að rýna í táknmál draumanna og skilgreina hvað hin undarlegu tákn sem þar birtast þýða. Nú nálgast stórir atburðir í íslensku sam- félagi sem eru alþingskosningar þær sem boðaðar eru í byrjun maí. Af því tilefni settist DV niður með Stóru draumaráðningabókina eftir Símon Jón Jóhannsson, í þeim tilgangi að átta sig á pólitískri þýðingu þess að dreyma ýmislegt sem varðar kosningar eða einstaka stjómmálamenn. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Sumir segja að nafn hennar í draumi tákni erfiðleika og enga björg. Draumagras og fleira í formála bókarinnar segir Símon Jón: „í íslenskri þjóðtrú kemur ífam að ekki er sama hvar eða hvenær mann dreymir drauma. Draumar sem mann dreymir síðdegis segja fyrir um jákvæðari atburði en draumar sem mann dreymir á nóttunni eða morgnana. Jónas frá Hrafnagili segir í þjóðháttabók sinni aö það megi áreiðanlega taka mark á öllu sem mann dreymir á nýársnótt. Svo var um fleiri nætur svo sem jólanótt, þrett- ándanótt og Jónsmessunótt. Þrettándanóttin var stundum nefnd draumanóttin mikla því þá átti vitringana að hafa dreymt fyrir fæðingu ffelsarans. Á Jónsmessunótt gátu menn einnig náð sér í svokallað draumagras. Vökva átti það í helgu víni, leggja á leiði nýdáins manns og láta það vera í þrjár nætur. Þá átti aftur að taka það og setja inn í Biblíuna hjá 63. Daviðssáimi og geyma það enn. Síðan átti að geyma draumagrasið í hveiti og hvítum dúk en leggja það undir hægri vanga áður en menn fóru að sofa og þannig dreymdi þá það sem þá langaði að vita. Einnig er sagt að vilji menn freista þess að dreyma tilvonandi maka sinn á Jónsmessunótt sé ráð að tína níu mismunandi blómjurtir og leggja undir koddann sinn áður en gengið er til náða. Dreymi menn flla og vflji þeir ekki að draumurinn ræt- ist er ráð að segja hann jarðfostum steini. Mun hann þá ekki koma fram. Þá kann þjóðtrúin einnig ráð við ljótum draumum því sé hrosstönn bundin við handlegg eða hengd um háls dugar hún vel gegn vondum draumfórum. Halldór Ásgrimsson. Nafn hans í draumi táknar bæði vont og gott eöa já og nei eins og flokkurinn hefur löngum veriö kenndur viö. Hitt er svo annað mál að oft er ljótur draumur fyrir litlu efni.“ Þetta hljómar eins og forfeður okkar hafi haft tröllatrú á draumum og kunnað ýmislegt tfl að stilla sambandið við draumheima betur. Við skulum snöggvast fletta upp hvað það boðar aö dreyma helstu stjömur stjómmálanna. Alþingi fyrir heimiliseijum Dreymi menn Alþingishúsið geta þeir búið sig undir heimfliseijur sem enda með ósköpum þótt ekki sé dreym- andanum að kenna. Að taka þátt í störfum þings í draumi boðar hégómleik og slæma ffamkomu við fjölskylduna. Dreymi menn að þeir séu orðnir alþingismenn boðar það upphefð. Karlmannsnafnið Bjöm, eins og t.d. Bjöm Bjamason, er tákn um hamingju og gæfu í draumi. Björgvin, eins og Björgvin Guðmundsson, táknar að erfiðleikar séu á enda og hjálp berist. Dreymi mann bónus munu þeir áffam njóta velgengni í starfi. Að dreyma Bryndísi táknar að aðstoð berist úr óvæntri átt. Dagblöð koma mikið viö sögu í kosningum en að dreyma dagblað táknar að dreymanda berist fréttir sem ef til vill era ekki góðar og svik gætu verið í tafli. Davíö, eins og í Davíð Oddsson, er tákn gleði og sælu. Aö dreyma Egil er talinn fyrirboði leiðinlegra atburða. Að dreyma sjálfan sig með Davíð Oddssyni í Silfri Egils væri þá beeði góður og slæmur draumur. Að dreyma Evrópu boðar bætta fjármálastöðu en ef unga konu dreymir mis- heppnað feröalag um Evrópu mun hún valda elskhuga sín- um vonbrigðum. Ekki munu aflir sem sækjast eftir sæti á þingi komast þar inn og fyrir þá er gott að vita aö dreymi mann að hann detti ofan úr tré mun hann missa vinnuna. Detti menn ofan af stól í draumi missa þeir virðinguna. Hvað tákna táknin? Fálkinn er tákn Sjálfstæðisflokksins en að dreyma fálka er hvatning tfl dreymandans um að vinna betur. Sumir telja að fálki á flugi í draumi sé tákn ótryggra vina. Rautt hefur löngum verið tákn vinstrimennsku í pólitík en að dreyma rauðan lit er fyrirboöi rifffldis og vinamiss- is. Dreymi menn að skip sé rauðmálaö ferst það með allri áhöfh. Gamli Alþýðuflokkurinn notaði rósir sem tákn flokks- ins en það er afar gott að dreyma rósir því þær boða ham- ingju og farsæld. Sjái menn sósíalista í draumi verða þeir ekki öfunds- verðir af sambandi sínu við vini og kunningja og áríðandi mál sitja á hakanum vegna ímyndaðra skyldustarfa. Geir Haarde er fjármálaráðherra en nafn hans er fyrir- boði nágrannaeija í draumi. Guðni í draumi táknar gæfu og það gerir Guðmundur lika og einnig Guðrún. Það em skiptar skoðanir um það hvað nafnið Halldór, eins og Halldór Ásgrímsson, táknar og er það talið bæði gott og vont. í bókinni er tíundað dæmi frá bónda sem taldi það alltaf boða rigningu þegar hann dreymdi Halldór Laxness. Þaö er sagt boöa gæfu að dreyma nafn Davíös Oddssonar. Steingrímur J. Sigfússon. Svo virðist sem nafn hans í draumi tákni tímabundna erfiöleika. Hannes og Ingibjörg Hannes Hólmsteinn er sjaldan langt undan í pólitískri umræðu en nafn hans i draumi er gæfutákn. Annar póli- tískur oröhákur er Illugi Jökulsson en nafn hans í draumi boðar prestsdauða. Fá nöfn era eins mikið í umræðunni og Ingibjörg en nafn hennar í draumi táknar erfiðleika og enga björg en aðrir halda ffam gagnstæðri merkingu. Að dreyma Jó- hönnu eða Jóhann er fyrirboði gæfu og gengis en Össur er fyrirboði erfiðleika. Jón er hins vegar talið vita á gott en talið boða sunnanátt. Sé Jón fullur í draumnum verður mjög vont veður. Jóhannes er hins vegar afar gott nafn í draumi. Kári Stefánsson er oft nefndur í tengslum vð pólitík en það boðar auðæfi að dreyma nafn hans. Þingmenn og nýliðar í stjómmálum ættu að hafa í huga að það að dreyma sjálfan sig eiga margar kindur boðar auðæfi, gnótt og ffama í stjómmálum. Að dreyma kjörseðil boðar breytingu á lífi dreymand- ans. Komi kommúnistar við sögu í draumum mun dreym- andinn verða misskilinn af vinum sínum. Að dreyma kosningar boðar að vonir manns rætist. Að dreyma Kristin eða Kristján boðar gæfu og að allt muni færast til betri vegar. Vont að dreyma lögfræðing Mjög margir stjómmálamenn era lögfræðingar en það er alls ekki gott að dreyma lögffæðing. Það getur boðað fiártjón og óhöpp af ýmsu tagi. Heyri menn talað vel um lögffæðinga í draumi er það óheillatákn en það boðar hins vegar gott ef maður er sjálfur lögffæðingur í draumnum. Mannsnafnið Hreinn, sem oft hefur veriö nefnt aö und- anfómu, er fyrirboði bjartrar framtíðar í draumi. Þótt einhverja kunni að dreyma um ráðherrastól er alls ekki gott að dreyma ráðherra því það táknar mikfl von- brigði fyrir þann sem dreymir. Margir telja að kosningabaráttan hafi byijað í ráðhús- inu en það er fyrirboði deilna og málaferla að dreyma ráð- hús. Ef menn dreymir að þeir vinni fyrir ríkisstjómina munu þeir þurfa að vinna mikið alla ævi og einhver treystir á dugnað þeirra. í kosningum era haldnar margar ræður en hlýði menn á ræður í draumi ættu þeir að hlusta betur á skoðanir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.