Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Síða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Síða 48
52 Helqarhlað 1I>V LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 Eitur- hysterían í Mattoon Árið 1944 gerðust undarleqir atburðir í smábænum Mattoon ílllinois-fylki í Bandaríkjunum. Ibúar Mattoon, sem i/oru um átján þúsund, áttu íbaráttu við ókunn- ugan mann eða konu sem var á ferli á nótt- inni og úðaði eiturqasi inn á heimili fólks og hvarf síðan út ímgrkrið. Á tveimur vik- um urðu fórnarlömbin rúmlega þrjátíu og fjölmennt lögreglulið fékk ekkert að gert. Fyrsta árásin var gerð í byrjun september á heimili Corbin-hjónanna. Herra Corbin var leigu- bílstjóri og ekki heima þetta kvöld en frúin var með gesti, systur sína og ungan son hennar. Frú Corbin fór þreytt í rúmið um kvöldið og yngsta dóttir hennar svaf hjá henni. Hún ákvað að lesa ör- lítið fyrir svefninn en skyndilega fann hún sæta lykt fylla herbergið. í fyrstu hélt hún að ilmurinn kæmi frá blómum fyrir utan gluggann en þegar hún ætlaði að rísa upp úr rúminu fannst henni eins og hún væri lömuð. Skelfingu lostin kallaði konan á systur sína sem kom þjótandi inn í herbergið. Frú Corbin spurði systur sína hvort hún fyndi ekki lyktina, hún svar- aði því játandi og seinna sagði hún að lyktin hefði verið eins og af ódýru ilmvatni. Systirin lét mág sinn vita og þegar herra Corbin kom heim taldi hann sig sjá dularfullan mann við húsið. Maðurinn komst undan á hlaupum og lögreglan var kölluð á vettvang. Herra Corbin lýsti manninum sem hávöxnum, svartklæddum og með húfu á höföinu. Við skoðun kom í ljós að varir og háls frú Corbin voru örlítið brunnar en lögreglan fann engin merki um óeðli- legar mannaferðir við húsið ■c Fleiri gefa sig fram Arásarmaðurínn var api Spákona varð vör við einkennilega lykt og hafði sam- band við lögregl- una. Hún sagði að árásarmaðurinn væri api með úða- brúsa. Blaðamenn veltu sér upp úr málinu og komust að þeirri niðurstööu aö árásarmaðurinn væri ann- að hvort ræningi eða kynferðisglæpamaður sem hefði orðið að flýja af vettvangi áður en verk hans var fullkomnað. Eftir að blöðin birtu fréttir af at- burðinum gáfu sig fram fimm manneskjur sem sögðust hafa orðið fyrir svipaðri reynslu. Einn þeirra, herra Webb, sagði árás á sig og konu sína hafa átt sér stað sólarhring áður en ráðist var á heimili Corbin-hjónanna. Árásin átti sér stað á meðan hann og frú Webb sváfu. Herra Webb vaknaöi um nótt og fann ein- kennilega lykt en þegar hann reyndi að fara fram úr fannst honum eins og hann væri lamaður. Hon- um tókst að vekja konu sína og spurði hvort hún hefði gleymt aö slökkva á gasinu. Hún sagði svo ekki vera. Ekki leið á löngu þar til hún fann til ógleði vegna sterkrar lyktar og var illt í rúman klukkutíma. Eftir þetta fjölgaði árásunum jafnt og þétt og lögreglan sá ástæðu til að gefa út yfirlýsingu um málið. Hún taldi árásirnar vel skipu- lagðar og sagði að þær væru dreifðar um mismunandi hverfi borgarinnar af ásettu ráði. Dagblað í Chicago sendi mann til Mattoon og alrík- islögreglan sendi fulltrúa sína og efnafræðing til að rannsaka málið.Um svipað leyti kvisaðist út að árásarmaðurinn hefði flúið borgina. Hann lét til skarar skríða kvöldið eftir. Dularfullur klútur Fraser-hjónin komu m i 1 i i r ; j ; i þ; 'z 4J É> Lögreglustöðin í Mattoon Fulltrúi lögreglunnar lét hafa eftir sér að árásirnar væru hugarburður taugabilaðra kvenna sent hefðu fundið lykt frá nálægri verksmiðju sem framleiddi dísilvélar. heim úr matarboði um klukkan tíu að kvöldi og fóru inn um bakdyrnar. Frúin ákvað að lofta út og þegar hún opnaði útidyrahurðina sá hún hvitan klút sem lá utan við dyrnar. Að hennar sögn tók hún upp klútinn og sá blett í honum miðjum og þefaði af honum. „Það var eins og ég hefði fengið raflost í andlitið. Ég varð mátt- laus og maðurinn minn varð að styðja mig í rúm- ið.“ í fjórar klukkustundir lá konan rænulítil í rúm- inu og varir hennar bólgnuðu og hálsinn brann. Það var ekki fyrr en hún fór að hrækja blóði að eiginmaðurinn hringdi í lækni. Þegar lögreglan kom á staðinn var lyktin horfin en klúturinn var sendur í rannsókn. Hemaðarástand Tilkynningum um árásir fjölgaði stöðugt, eink- um frá kvenfólki, og þegar hér var komið sögu starfaði lögreglan eftir tveimur kenningum. Sú fyrri var sú að eiturbyrlarinn væri brjálaður vís- indamaður, hin að eiturpésinn væri kynferðis- glæpamaður sem ætlaði að deyfa fórnarlömbin áður en hann kæmi fram vilja sínum. Þetta þótti líklegt því fram að þessu höfðu það einkum verið konur í svefnherbergjum sem orðið höfðu fyrir árás. Sumar þeirra sögðust hafa séð dularfullan bláan reyk áður en árásin var gerð. Smám saman greip skelfingin um sig í bænum og þar ríkti eins konar hernaðarástand. íbúar læstu dyrum og sváfu á efstu hæðum húsa til að minnka líkurnar á að árásarmaðurinn næði til þeirra með eiturgasið. Af fréttum að dæma voru bæjarbúar með hlaðnar byssur og kylfur sér viö hlið öllum stundum. Rannsókn á málinu hafði staðið í tíu daga. Greining á klútnum sem frú Fraser hafði fundið leiddi ekkert í ljós. Fulltrúi lögreglunnar sagði að efni í klútnum hefðu löngu gufað upp. Árás- armanninum var lýst sem manni í ójafnvægi en afar slyngum. „Gasið náði mér“ Móðursýkin og hræðslan náðu hámarki. Fjöldi manns hafði samband við lögregluna á hverjum degi og sagðist hafa orðið fyrir eiturárás. Tvær konur sem töldu sig hafa orðið fyrir árás voru fluttar á sjúkrahús. Læknir sem rannsakaði þær sagðist ekki finna nein merki um eitrun og sagði veikindi þeirra stafa af móðursýki. Tilkynnt var um árás utan við bæinn en þegar lögregla kom á vettvang höfðu skelfingu lostnir íbúarnir flúið hús sitt. Önnur árás var tilkynnt í bænum. Harris-hjónin höfðu verið að spila í setustofunni. Frúin brá sér fram í eldhús og eiginmaður hennar heyrði hana hrópa: „Gasið náði mér.“ Hann hljóp til að aðstoða konu sína og fann sterka óg sæta lykt. Þeim tókst að komast út úr eldhúsinu og kölluðu til lögregl- una. Þegar hún kom á vettvang voru varir og munnur frú Harris illa brennd og bólgin. Skömmu seinna barst tilkynning um aðra árás þar sem fjölskyldan hafði orðið áþreifanlega vör við eiturárás. Þegar lögreglan kom á svæðið fann hún opna dós með módellími á stofugólfinu. Móðursjúkar konur Lögreglan var ráðþrota og greip til þess ráðs að hafa samband við dómsmálaráðuneytið og biðja um lista yfir sjúklinga sem höfðu veriö útskrifaðir af geðdeildum í Illinois. Kona var flutt á spítala eftir að hafa talið sig verða fyrir gasárás en læknar sögðu hana þjást af ofsahræðslu og lögreglan hafði á orði að verra væri að eiga við móðursýki íbúanna en árás- armanninn sjálfan. „Fólk hefur misst stjórn á sér.“ Lögreglumaður lét hafa eftir sér að árásirnar væru hugarburður taugabilaðra kvenna sem hefðu fund- ið lykt frá nálægri verksmiðju sem framleiddi díselvélar. Forstjóri fyrirtækisins benti á að eng- inn af starfsmönnum fyrirtækisins hefði fundið fyrir eitureinkennum. Api með úðabrúsa Þegar lögreglan rannsakaði tvær næstu tilkynn- ingar kom í ljós að önnur þeirra stafaöi af svörtum ketti en í hinu tilvikinu var það drukkinn læknir sem var að reyna að komast inn um glugga á heim- ili sínu. Hann hafði týnt lyklunum. Yfirvöld höll- uðust æ meira að því að málið stafaði af fjöldamóð- ursýki. í nýrri frétt um máliö sagði frá ekkju sem hafði heyrt einkennileg hljóö fyrir utan glugga heima hjá sér. Skyndilega varð konunni flökurt. Hún kall- aði á þrjá syni sína og einn þeirra fór út í garð til að rannsaka málið. Hann sá dökka veru hlaupa af vettvangi og í moldinni voru för eftir háhælaða skó sem bentu til þess að árásarmaðurinn væri kona. Daginn eftir sagðist spákona bæjarins hafa orðið vör við eiturpésa. Kvöldið áður hafði hún fundið einkennilega lykt og læðst til að kanna málið. Hún sagði að árásarmaðurinn væri api með úðabrúsa. Geit sem leysti vind Lögreglunni hefur sennilega ofboðið apalýsingin því hún gaf út yfirlýsingu þess eðlis að allir sem tilkynntu um árás þyrftu að mæta í viötal til sál- fræðings. Eftir það hættu tilkynningar um árásir að berast. í einni frétt um málið segir frá konu sem hringdi í lögregluna og sagði ókunnugan mann hafa sprautað gasi inn um glugga hjá sér. Þegar lögregl- an kom á staðinn fann hún geit bundna við staur í garðinum. Geitin hafði rekið við og eiturgasið far- ið inn um stofugluggann. Prófessor í sálfræði við háskólann í Illinois þótti áhugavert hvernig fjöldamóðursýkin greip um sig í bænum og reyndi að rannsaka málið en „fórnar- lömbin" í Mattoon voru mjög treg til að svara spurningum hans. Þau höfðu orðið að aðhlægi og skömmuðust sin. Annar sálfræðingur segir málið stórkostlegt dæmi um fjöldahysteriu. „Árásirnar eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Líkamleg einkenni eru þau sömu og lýst hefur verið í tengslum við annars konar hysteríu.“ Æðið greip um sig meðal íbúanna og fjölmiðlar ólu á því. Þeir einu sem héldu sönsum voru lög- reglumennirnir sem fyrstir töldu að málið væri byggt á móðursýki. -KB/Kip

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.