Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2003, Page 16
16
Útlönd
FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003
DV
REUTERSMYND
Mikið aö gera
Colin Powell, utanríkisráöherra
Bandaríkjanna, veröur önnum kafinn
maöur í Brussel í dag.
Powell situr 21 fund
um Irak í Brussel í dag
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, situr hvorki
meira né minna en 21 fund með
ráðamönnum Evrópusambands-
ins og NATO í Brussel í dag þar
sem framtíðarskipan í írak að
stríði loknu verður aðalumræðu-
efnið.
Bandaríkjamenn leggja þunga
áherslu á að þeir fái að ráða
mestu um stjórn íraks eftir stríð
en Evrópuþjóðir eru ekki hrifnar
af þeim hugmyndum. Meira að
segja Bretar, dyggustu banda-
menn Bandaríkjanna í stríðs-
rekstrinum, ítrekuðu í gær að
írakar sjálfir ættu að taka við
stjórninni eftir að búið verður að
steypa Saddam Hussein.
Búist er við hörðum samninga-
viðræðum um hver eigi að
stjórna og hver eigi að borga fyr-
ir endurreisnina og hve mikið.
Israelar drápu sex á
Gaza og Vesturbakka
ísraelskir hermenn réðust með
skriðdrekum og þyrlum á flótta-
mannabúðir á Gaza í morgun og
drápu þar fjóra Palestínumenn.
ísraelar sögðu að ráðist hefði
verið til atiögu gegn byggingum
þar sem byssumenn og vopna-
smyglarar héldu til.
í Vesturbakkaborginni Nablus
skutu ísraelskar sérsveitir einn
palestínskan harðlínumann og í
Qalqilya skutu hermenn fjórtán
ára gamlan dreng til bana þar sem
hann stóð fyrir utan heimili sitt.
Sagt er að sést hafi til piltsins á
flótta og að hann hafi ekki sinnt
kalli dátanna um að stansa.
Smithætta í Hong Kong.
Skólalokun í HK fram-
lengd um tvær vikur
Yfirvöld í Hong Kong tilkynntu í
gær að ákveðið hefði verið að
framlengja lokun flestra skóla í
borginni til 21. apríl vegna ótta við
frekari útbreiðslu
lungnabólguvírussins, sem dregið
hefur sextán manns í borginni til
dauða og nærri áttatíu manns i
öllum heiminum.
Yflrvöld höfðu áður ákveðiö að
skólarnir yrðu lokaðir til 6. apríl
og nær lokunin til allra grunn- og
miðskóla í borginni.
Tvæp bandapískar hepflug-
velap skotnap niöun i |pak
- aö minnsta kosti sjö fórust og fjórir slösuðust
írakar skutu í gær og nótt
niður tvær herflugvélar
bandamanna í nágrenni
borgarinnar Karbala með þeim
afleiðingum að að minnsta
kosti sjö manns fórust.
Fyrri vélin sem var þyrla af
gerðinni Biack Hawk varð fyrir
skotárás liðsmanna íraska
hersins, sem beitti léttvopnum
og endaði árásin með því að
þyrlan steyptist til jarðar með
þeim afleiðingum að sjö manns
fórust. Fjórir særðust og var
þeim bjargað.
Þyrlan var skotin niður á
svæði þar sem bardagar hafa
staðið milli bandarískra her-
sveita og sveita úr íraska
hernum og Lýðsveldisverði
Saddams Husseins.
Þetta er önnur þyrla
Bandaríkjamanna sem skotin
er niður síðan
hernaðaraðgerðir hófust þann
20. mars en sú fyrri, sem var af
gerðinni Apache, var skotin F/A Hornet herþota
niður á fjórða degi aðgerðanna. Hornet-þotan sem írakar skutu niöur I nótt er sú fyrsta
Báðir flugmenn hennar voru sem Bandaríkjamenn missa síöan stríöið hófst í írak.
handteknir af Irökum.
Seinni vélin, sem skotin var
niður í nótt, var orrustuþota af
gerðinni F/A Hornet og var
hún skotin niður á svipuðum
slóðum en hún mun hafa orðið
fyrir íraskri stýriílaug. Ekki
var í morgun vitað um örlög
flugmannsins og var hans
leitað að sögn talsmanna
bandaríska hersins. Þotan er
sú fyrsta sem Bandaríkjamenn
missa síðan stríðið hófst í írak.
Borgin Karbala er í annarri
af tveimur sóknarlínum
bandamanna til Bagdad og
streyma framvarðarsveitir
þeirra þar í gegn í átt til höfuð-
borgarinnar á meðan aðrar sjá
um að verja aðkomuleiðina
fyrir árásum íraka, sem beita
skæruhernaði.
Að sögn talsmanns
bandaríska
varnarmálráðuneytisins í
Pentagon hafa alls 53
Bandaríkjamenn fallið í
stríðinu í írak til þessa auk
þess sem ellefu er saknað.
REUTERSMYND
Vatnssopinn er góöur
íraskur maöur gefur syni sínum vatn aö drekka eftir að vatnsdælustööin í borginni al-Zubayr var gangsett á nýjan leik.
Mikill vatnsskortur hefur veriö í sunnanveröu írak frá því átökin hófust fyrir hálfum mánuði en breskum hermönnum
hefur tekist aö koma vatnsveitum aftur í gang, aö hluta tii aö minnsta kosti, síöustu daga.
Særöir bandarískir hermenn segja frá reynslu sinni af átökunum:
Víssu varla hver var óvinuriin
Þrír særðir bandarískir land-
gönguliðar sögðu frá því í gær að
þeir hefðu verið „hálfráðvilltir yf-
ir því hver óvinurinn væri“ eftir
að þeir höfðu lent í átökum við
íraska hermenn sem þóttust vera
óbreyttir borgarar.
Landgönguliðamir lentu í átök-
um við borgina Nassiriya, ein-
hverjum þeim hörðustu til þessa í
stríðinu í írak. Þeir þurftu að berj-
ast sólarhringum saman án þess
að sofa neitt að ráði og voru að-
framkomnir af þreytu.
„Þessi bardagi átti ekki að
standa yfir í nema sex klukku-
stundir. Við börðumst linnulaust í
fimm sólarhringa," sagði lið-
þjálfmn Bill Hale sem lenti í fyrir-
sát íraka við Nassiriya. Hann er í
REUTERSMYND
Óskemmtileg reynsla
Bandaríski landgönguliöinn Bill Hale
sagöi fréttamönnum frá/eynslu
sinni af átökunum í írak.
hjólastól vegna meiösla sinna.
Hermennirnir sögðust ekki hafa
getað sofið nema tvo til þrjá tíma
í senn á rúmlega þriggja sólar-
hringa tímabili vegna stöðugrar
skothríðarinnar.
Landgönguliðarnir sögðu að
sérstaklega erfitt hefði verið að
greina hermennina frá óbreyttum
borgurum. Sumir íraskir her-
menn voru i borgaralegum klæð-
um og konur og börn voru notuð
sem mannlegir skildir.
„Við vorum hálfráðvilltir um
það hver óvinurinn væri,“ sagði
Bill Hale.
Þremenningarnir vísuðu á bug
gagnrýni um að ekki væru nógu
margir bandarískir hermenn
komnir til átakasvæðanna.
írak verði ekki skipt upp
Gerhard
Schröder Þýska-
landskanslari
sagði í morgun að
ekki mætti skipta
írak upp að stríð-
inu loknu og að
íraska þjóðin ætti
sjálf að ráða yfir
olíulindum sínum og öðrum nátt-
úruauðæfum. Þá sagði hann að
Sameinuðu þjóðirnar ættu aö
gegna mikilvægu hlutverki.
Ákvörðun um aðstoð í dag
Sendimenn SÞ sögðu í gær eftir
að hafa kynnt sér öryggismál í
írösku hafnarborginni Umm Qasr
að ákvörðun um hvenær neyðar-
aöstoð hæfist þar yrði í fyrsta
lagi tekin í dag. Ástandið var
metið nokkuð gott.
Bush minnist fallinna
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti heimsækir stærstu bækistöð
landgönguliða hersins í dag og
hittir í fyrsta sinn ættingja her-
manna sem hafa fallið í írak.
Tyrkir heimila birgðaflutnínga
Tyrknesk stjórnvöld féllust á
það eftir fund með Powell, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, í
gær að heimila flutning vista til
bandarískra hermanna í norðan-
verðu írak um Tyrkland.
Saddam skrilar bréf
Saddam Hussein
íraksforseti segir í
bréfi sem hann
hefur skrifað að
íraskar hersveitir
muni stöðva sókn
bandaríska hers-
ins í átt að
Bagdad og þær
muni reka þá burt úr írak. íraska
ríkissjónvarpið sagði frá þessu.
Jarðsprengjur í mosku
írakar hafa brotið alþjóðalög
með því að geyma jarðsprengjur í
mosku í Kadir Karam í norðan-
verðu írak, að sögn mannrétt-
indasamtakanna Human Rights
Watch í gær. Sama dag lést
myndatökumaður BBC þegar
hann steig á jarðsprengju.
Lula heillar fjárfesta
Luiz Inacio Lula
da Silva, forseti
Brasilíu, hefur
ekki setið nema
tæpa hundrað
daga í embætti en
hefur þegar áunn-
ið sér traust flár-
festa sem dæla
peningum inn í brasilíska hag-
kerfið. Þá nýtur hann mikillar
hylli kjósenda, að því er fram’
kemur í nýrri könnun.
Ferjuræningjar vilja til BNA
Vopnaðir menn sem rændu
ferju á Kúbu í gær hafa krafist
þess að fá eldsneyti svo þeir geti
siglt til Bandaríkjanna.
Harði kjarninn vísi veginn
Joschka Fischer, utanríkisráð-
herra Þýskalands, segir aö innsti
kjami ríkja ESB þurfi ef til vill
að móta sameiginlega varnar-, ör
yggis- og utanríkisstefnu ef ekki
tekst aö fá öll aðildarríkin með í
upphafi.