Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2003, Síða 30
4
30
Islendingaþættir
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
8Q gra_____________________________
lm- Hlíf Guðjónsdóttir,
Lýsubergi 13, Þorlákshöfn.
Jón Jakobsson,
Sporöagrunni 11, Reykjavík.
75 ára_____________________________
Erla Jónsdóttir,
Birkihæð 4, Garðabæ.
Guðni Albert Guðnason,
Eyrarvegi 7, Flateyri.
Hallgerður Sigurgeirsdóttir,
Kaplaskjólsvegi 67, Reykjavík.
Valgeir Slghvatsson,
Norðurgarði 3, Keflavík.
t 70 ára______________________________
Richard James Phillips,
Fljótsdal 1, 861 Hvolsvelli.
60 ára_____________________________
Geir Friðbjörnsson,
Hamrahlíð 38, Vopnafirði.
Ingibjörg Þóroddsdóttir,
Esjubraut 37, Akranesi.
Lúðvík Magnússon,
Tjarnarlundi le, Akureyri.
Margrét Björgvinsdóttir,
Hraunbæ 43, Reykjavík.
Rósa Björg Sveinsdóttir,
Sæbóli 16, Grundarfirði.
50 ára_____________________________
Arnfríður Jóhannsdóttir,
Keilusíöu lla, Akureyri.
A
40 ára_____________________________
Arna Björg Kristmannsdóttir,
Hófgerði 3, Kópavogi.
Birgir Elíasson,
Brekkustíg 35c, Njarðvík.
Daði Bragason,
Engjahlíð 5, Hafnarfirði.
Einar Steinsson,
Kópavogsbraut 49, Kópavogi.
Guðmundur Kristján Sigurðsson,
Sunnuflöt 43, Garöabæ.
Gunnar Kr. Jónsson,
Seljalandsvegi 72, Isafirði.
Júlíus Guðni Antonsson,
Auðunnarstöðum 1, Hvammstanga.
Karl Guðmundsson,
Bárugötu 12, Reykjavík.
Kristján V. Kristjánsson,
Selsstöðum, Seyðisfirði.
Sveinbjörn Guðjón Jónsson,
Smáratúni 4, Keflavík.
*
5SVINKIAR
Allar gerðir testinga
fyrir palla og grindverk
á lager
§
Ármúll 17, 1BB Reykjai/ik
Slml: 533 1334 fax: 55B 0499
FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003
DV
mmmt,
Gylti Þórðarson
framkvæmdastjóri Sementsverksmiöjunnar
Gylfi Þórðarson, framkvæmda-
stjóri Sementsverksmiðjunnar hf„
telur að verksmiðjuna hefði átt að
selja fyrir flmm til sex árum.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í ítarlegri úttekt á stöðu
verksmiðjunnar í fréttaljósi DV í
gær.
Starfsferill
Gylfi fæddist á Akranesi og ólst
þar upp. Hann var í Barnaskóla
Akraness, Gagnfræðaskóla Akra-
ness, lauk stúdentsprófi frá MA
1965, prófi í viðskiptafræði við HÍ
1969 og stundaði framhaldsnám í
hagfræði við University of York í
Englandi 1969-70.
Gylfi stundaði skrifstofustörf í
fjármálaráðuneytinu og í Fjár-
mála- og hagsýslunefnd öðru
hverju 1968-70, var fulltrúi í sjáv-
arútvegsráðuneytinu frá 1970,
deildarstjóri þar 1971-77, fjármála-
stjóri Rafmagnsveitna rikisins í
Reykjavík 1977-78, fjármála- og
viðskiptalegur framkvæmdastjóri
Sementsverksmiðju ríkisins á
Akranesi 1978-1994 og hefur verið
framkvæmdastjóri Sementsverk-
smiðjunnar hf. frá ársbyrjun 1994.
Gylfi átti sæti í ýmsum nefnd-
um á vegum sjávarútvegsráðu-
neytisins 1971-77, einkum í tengsl-
um við skuttogarasmíðar og rekst-
ur einstakra greina í sjávarútvegi,
sat í stjórn Starfsmannafélags
stjórnarráðsins 1971-75 og var for-
maður þess 1974-75, var formaður
Loðnunefndar frá stofnun 1973-77,
sat í stjórn Flutningsjöfnunarsjóðs
fyrir sement 1978-2000, sat í fram-
kvæmdastjórn Knattspyrnusam-
bands íslands 1975-89, var varafor-
maður hennar 1984-89, formaður
Knattspyrnuráðs Akraness 1979,
formaður Knattspyrnufélags ÍA
1997 og 1998, formaður Lions-
klúbbs Akraness 1983-84, sat í
stjórn Lífeyrissjóðs Vesturlands
1989-2002, í stjórn Spalar ehf., fé-
lags um gerð reksturs vegtenging-
ar um utanverðan Hvaifjörð, frá
stofnun 1991 og formaður þar
1991-96.
Fjölskylda
Gylfi kvæntist 28.2. 1981 Mörtu
Kristínu Ásgeirsdóttur, f. 18.8.
1956, húsmóður. Hún er dóttir Ás-
geirs Kristins Ásgeirssonar, f. 6.5.
1931, verslunarmanns á Akranesi,
og k.h., Aðalbjargar Jónu Guð-
mundsdóttur, f. 4.5. 1933, húsmóð-
ur.
Börn Gylfa og Mörtu Kristínar
eru Ása Björg, f. 13.5. 1982, nemi
við Fjölbrautaskóla Vesturlands á
Akranesi; Þórður Már, f. 7.9. 1985,
framreiðslunemi; Birkir Örn, f.
14.1. 1987, grunnskólanemi; Harpa
Lind, f. 29.5. 1991, grunnskóla-
nemi.
Bróðir Gylfa er Guðni Þórðar-
son, f. 6.9.1939, framkvæmdastjóri
Borgarplasts á Seltjarnarnesi,
kvæntur Sjöfn Guðmundsdóttur
og eiga þau þrjár dætur.
Foreldrar Gylfa: Þórður Níels
Egilsson, f. 14.9. 1916, d. 4.12. 1988,
sjómaður og pípulagningameistari
á Akranesi, í Kópavogi og á Sel-
tjarnarnesi, og k.h., Jóna Valdi-
marsdóttir, f. 21.4.1919, húsmóðir.
Ætt
Þórður var sonur Egils, verka-
manns í Súðavík, bróður Jóns
Guðjóns, b. á Mýri í Álftafirði, föð-
ur Höskuldar, forstjóra ÁTVR.
Egill var auk þess bróðir Helgu
Maríu er varð hundrað ára 1998.
Egill var sonur Jóns, b. að Skarði
á Snæfjallaströnd, Egilssonar, b.
þar, Þorgrímssonar, b. að Hvammi
í Borgarfirði, Guðmundssonar.
Móðir Egils var Kristín Matthías-
dóttir, b. á Sandeyri í Djúpi, Jóns-
sonar og Guðrúnar Magnúsdóttur,
frá Kleifarkoti í ísafirði.
Móðir Þórðar var Guðrún Ingi-
björg Þórðardóttir.
Jóna er dóttir Valdimars, for-
manns og vegaverkstjóra á Akra-
nesi, Eyjólfssonar, sjómanns og
vegaverkstjóra í Bræðratungu á
Akranesi, Sigurðssonar, sjómanns
á Mel í Reykjavík, Bjarnasonar,
snikkara í Melshúsum Sigurðs-
sonar. Móðir Eyjólfs var Guðríð-
ur, dóttir Eyjólfs Eyleifssonar og
Guðríðar Ingimundardóttur. Móð-
ir Valdimars var Hallbera Guðný
Magnúsdóttir, b. á Kolbeinsstöð-
um (Mófellsstaðakoti) í Skorradal,
Sigurðssonar og Ingunnar Magn-
úsdóttur.
Móðir Jónu var Rannveig, syst-
ir Þórðar Þ„ bifreiðaflutningafor-
stjóra á Akranesi, föður Þórðar
knattspyrnukappa, föður knatt-
spyrnukappanna og þjálfaranna
Ólafs og Teits. Rannveig var dótt-
ir Þórðar, b. á Leiru, Þórðarsonar,
og Guðnýjar, dóttur Stefáns
Bjarnasonar, b. í Hvítanesi í Skil-
mannahreppi, og Kristjönu Teits-
dóttur.
Andlát
tmMm
■
J,;;
flpni Krlstjánsson
píanóleikari
Árni Kristjánsson píanóleik-
ari lést á hjúkrunarheimilinu
Sóltúni 19.3. sl. Útfór hans fór
fram frá Dómkirkjunni á föstu-
daginn var.
Starfsferill
Árni fæddist á Grund í Eyja-
firði 17.12. 1906. Hann lærði á
harmóníum hjá Sigurgeir Jóns-
syni, söngmeistara á Akureyri,
hélt til Berlínar 1923 og stundaði
þar nám hjá Isolde, dóttur Xa-
vers Scharwenka, og síðan nám
í Kaupmannahöfn.
Árni kom til íslands 1932,
kvæntist hér konu sinni en hélt
með henni til Þýskalands sama
ár og þaðan til Kaupmannahafn-
ar þar sem þau bjuggu til 1933.
Þá komu þau heim og Árni tók
við stöðu kennara við Tónlistar-
skólann í Reykjavík. Hann var
kennari þar 1933-59, yfirkennari
og varaskólastjóri Tónlistarskól-
ans í Reykjavík 1936-56 og skóla-
stjóri þar 1956-59. Þá var hann
tónlistarstjóri Ríkisútvarpsins
1959-75.
Árni hélt fjölda tónleika sem
einleikari, hérlendis og erlendis,
og kom fram með öðrum tónlist-
armönnum. Hann hljóðritaði
mikið af píanóleik sínum fyrir
útvarp og lék inn á eina hljóm-
plötu.
Ámi sat í stjórn Sinfóníu-
hljómsveitar íslands, í stjórn
Bandalags íslenskra listamanna,
var meðal stofnenda Félags ís-
lenskra tónlistarmanna og for-
maður þess um skeið og formað-
ur tónlistarnefndar NOMUS.
Árni skrifaði ýmislegt um
tónlist, m.a. ritgerðarsafnið
Hvað er tónlist?, útg. 1986. Þá
samdi hann og þýddi bókarhluta
og kafla um Mozart, Carl Niel-
sen, Bach, Chopin og Beethoven.
Hann hlaut margvíslegar viður-
kenningar fyrir störf sín, var
m.a. heiðursborgari Fort Worth,
heiðursfélagi Félags íslenskra
tónlistarmanna og Tónlistarfé-
lags Akureyrar og var sæmdur
hinni íslensku fálkaorðu þríveg-
is.
Fjölskylda
Árni kvæntist 18.11. 1932
Önnu Guðrúnu Steingrímsdótt-
ur, f. 16.7. 1910, húsmóður. For-
eldrar hennar voru Steingrímur
Matthíasson, f. 31.3. 1876, d. 27.7.
1948, héraðslæknir á Akureyri,
og Kristtn Katrín Thoroddsen, f.
8.9. 1885, d. 7.10. 1959, húsmóðir.
Böm Áma og Önnu Guðrún-
ar: Ingvi Matthías, f. 3.9. 1933, d.
28.9. 1996; Kristján, f. 26.9. 1934;
Kristín Anna, f. 14.3. 1943.
Barnabörn Árna og Önnu
voru ellefu en tvö þeirra eru lát-
in. Barnabarnabörnin eru fjórt-
án og barnabarnabarnabörn eru
fimm.
Foreldrar Áma voru Kristján
Árnason, f. 4.6. 1880, d. 20.11.
1970, kaupmaður á Akureyri, og
k.h„ Hólmfríður Gunnarsdóttir,
f. 5.6. 1885, d. 12.8. 1960, húsmóð-
ir.
Merkir íslendingar
Pórhaliur Porgiísson
Þórhallur Þorgilsson, bókavörður og
magister í rómönskum tungumálum,
fæddist á Knarrarhöfn í Dölum fyrir
hundrað árum, sonur hjónanna Halldóru
I. Sigmundsdóttur húsfreyju og Þorgils
Friðrikssonar, bónda og kennara.
Þórhallur varð stúdent frá MR 1922
og las rómönsk tungumál og bók-
menntir við háskólana í Grenoble,
Madrid og lengst við Sorbonne i París.
Auk þess dvaldi hann á Ítalíu 1923-1929
og við nám við háskólann í Salamanca
á Spáni 1951 og 1957.
Þórhallur var löggiltur skjalaþýðandi í
spænsku og frönsku, kenndi rómönsk mál,
starfaði við ítalska konsúlatið í Reykjavík og
var bókavörður á Landsbókasafninu frá 1943.
Hann samdi kennslubækur í spænsku, ítölsku
og frönsku, þýddi úr rómönskum málum og
skrifaði greinar um rómanskar þjóðir og
bókmenntir.
Eiginkona Þórhalls var Bergþóra Ein-
arsdóttir frá Garðhúsum í Grindavík
en böm þeirra eru Ólafur Gaukur
hljómlistarmaður, Dóra Gígja húsmóð-
ir, Ólafla Guðlaug húsmóðir og Einar
Garðar gullsmiður.
Þórhallur lést 23. júlí 1958. „Hann
felldi snemma djúpa ást til rómanskrar
menningar sem entist honum allt lífið.
Einkum var hann heillaöur af spænskri
tungu og menningu," sagði dr. Símon Jó-
hann Ágústssson, skólabróðir frá París,
réttilega í minningargrein.
Allt til alls
►I550 5000