Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2003, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 DV Fréttir Norsk-íslenski síldarstofninn getur enn á ný orðið tilefni deilna: Heildaraflinn ákveðinn einhliða Norsk-íslensk síldveiðl að heflast Árni M. Mathiesen tilkynnir einhliöa ákvörðun um 110 þúsund tonna veiðar. F.v.: Ármann Ólafsson, aðstoðarmaður sjávarútvegsráöherra, Kolbeinn Árnason skrifstofustjóri, ráöherra og Þorsteinn Geirsson ráðuneytisstjóri. Sjávarútvegsráðherra hefur gefið einhliða út reglugerð um stjóm veiða íslenskra skipa úr norsk-ís- lenska síldarstofninum árið 2003. Samkvæmt reglugerðinni verður leyfilegur heildarafli íslenskra skipa 110.334 lestir. Heimilt er að hefja veiðar 5. maí nk. Þetta er í fyrsta skipti síðan 1996 sem íslensk stjóm- völd hafa þurft að ákveða einhliða stjórnunaraðgerðir fyrir íslensk skip í þessum stofni. Norðmenn hafa neitað aö framlengja samning milli íslands, Færeyja, Rússlands, Evr- ópusambandsins og Noregs um heildstæða stjórnun á stofninum. Rússland, Færeyjar og Evrópusam- bandið hafa undirritað tvíhliða samninga við Noreg um veiðamar 2003 sem fela í sér verulega yfir- færslu veiðiheimilda frá Færeyjum og Evrópusambandinu til Noregs. ís- lensk stjómvöld vom ekki tilbúin til að skrifa undir slíkt samkomulag enda hafa forsendur samningsins í engu breyst frá því hann var undir- ritaður árið 1996, að mati sjávarút- vegsráðuneytisins. Krafa Norð- manna er sú að 57% hlutur þeirra í heildaraflamagninu verði 70%. Ákvörðun sjávarútvegsráðherra um leyfilegan heildarafla íslenskra skipa byggist á ráðgjöf Alþjóðahaf- rannsólmarráðsins um 710.000 tonna heildarafla og að hlutdeild í honum haldist sú sama og veriö hefði ef samningurinn hefði verið fram- lengdur. Ráðgjöf ársins 2002 hljóðaði upp á 800.000 tonn. Vegna ákvörðun- ar Noregs munu íslensk skip hvorki hafa heimildir til veiða innan lög- sögu Jan Mayen né Noregs, en að öðra leyti mun aðgangur íslenskra skipa til veiða verða óbreyttur frá fyrri árum, þ.m.t. aðgangur á lög- sögu Svalbarða. Óvíst er hvemig Norðmenn bregð- ast við veiðum á Svalbarðasvæðinu, en þeir líta á það svæði sem norskt þegar það hentar þeim. Þar gæti því brotist út „fiskistríð“ milli Íslend- inga og Norðmanna. Það var einmitt á því svæði sem Norðmenn tóku Sig- urð VE og faérðu til hafnar í Norður- Noregi og réttuðu þar yfir honum. Það virðist því ljóst að það er ein- beittur vilji Norðmanna að koma af stað deilu við íslendinga. „Það hafa átt sér staö óformlegir fundir og við gert þeim grein fyrir stöðu okkar. Þeir telja að þessi síld- arstofn sé svo mikið inni í þeirra lögsögu að þeim beri stærri hlutur en hingað til. Það verður ekkert stríð við Norðmenn nema þeir fari að skipta sér af okkar skipum á Sval- barðalögsögunni. En við treystum því að þeir fari eftir þeim grundvall- arreglum sem eiga að gilda þar. Við höfum staðið með Norðmönnum í því að byggja upp stofninn en aðrar þjóðir hafa haft uppi kröfur um að veiða meira,“ segir sjávarútvegsráð- herra. Óvíst um átök Friðrik Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, segir að það hafi verið það eina sem hægt var að gera í stöðunni að ákveða einhliða kvóta íslendinga í norsk-íslenska síldar- stofninum. Það sem Norðmenn hafi boðið upp á hafi verið algjörlega óviðunandi. „Ég skal ekki fullyrða hvort þetta leiöi til átaka við Norðmenn á Sval- barðasvæðinu. Það er ljóst að Norð- menn hafa enga heimild til að halda okkur frá veiðum þar. Það verður með órétti ef þeir reyna það. En þá mun loks reyna á málið fyrir Al- þjóðadómstólnum, sem er mjög já- kvætt og hefði þurft að gerast fyrir alllöngu þannig að réttarstaðan við Svalbaröa verði skýr. Norðmenn hafa fullveldisrétt á Svalbarða á grundvelli Svalbarðasáttmálans en mega ekki mismuna aðildarríkjum þar eða á hafsvæöinu þar í kring eins og þeir gera í dag. Þar taka þeir einhliða rétt sem þeir ekki eiga,“ segir Friörik Amgrímsson. -GG Erkibiskups boðskapur í kosningamiðstöð VG við Ingólfs- stræti kom herráðið saman til fundar snemma í gærmorgun. Þingmenn og kosningastjórar lögðu á ráðin fyrir daginn; á hvaða mið kjósenda skyldi róa. Farið er yfir helstu fúndi og lín- ur lagðar í auglýsingum og áherslum. Ögmundur Jónasson situr í miðjum hópnum og hefur sitt til mála að leggja, enda gamalreyndur í pólitík og baráttu á ýmsum vígstöðvum. Við slógumst í fór með honum stundar- korn. Sannfæring á ögurstund „Við fáum hvarvetna mjög jákvæð- ar undirtektir og það er góður jarðveg- ur fyrir okkar sjónarmið. Mikilvægt er að þeir sem styðja okkar sjónarmið veiti VG brautargengi í kosningunum, fylgi sannfæringu og bregðist ekki á ögurstund," segir Ögmundur. Komið við á kontórnum Stundarkorn brá Ögmundur sér í hlutverk formanns BSRB og leit yfir tölvupóstinn. Við keyrum Miklubrautina. Gems- inn hringir og Ögmundur afgreiðir erindið snarlega. Leiðin liggur niður á Rauðarárstíg þar sem okkar maður þarf að bregða sér fáeinar mínútur í að sinna skyldum formanns BSRB - tala við starfsfólkið og fara yfir tölvu- póstinn. 116 ný skeyti bíða. DV-MYNDIR -SBS Fundur í morgunsárið Farið yfir máliö og línur lagðar. Frambjóðendurnir Atli Gísiason og Ögmundur Jónasson og mitt á milli þeirra Katrín Jakobsdóttir kosningastjóri. Á Keldum Ögmundur Jónasson ræöir viö vís- indamenn. Til hægri við hann er Val- gerður Andrésdóttir, eiginkona hans, sem starfar einmitt á Tilraunastöð- inni á Keldum. Aurar í stöðumælinn Afl til þeirra hluta sem gera skai kvað skáldið forðum um peninga. Og víst eru þeir afl þó ekki sé nema til þess að fá bílastæði. Atkvæöi og ektamaður „Maður fær erindi frá fólki vegna margvíslegra mála. Sam- skipti fara í vaxandi mæli fram með þessum hætti og ég reyni að svara þeim strax,“ segir okkar maður. Næsti viðkomustaður er tilrauna- stöðin á Keldum, það er í hinum enda borgarinnar. „Þar á ég líklega eitt at- kvæði öruggt," segir Ögmundur og fyrsta manneskjan sem við hittum þar er eiginkona hans, Valgerður ALÞINGISKOSNINGAR 2 0 0 3 A ferð med frambjódenduivi Andrésdóttir líffræðingur. Ekki er nema eðlilegt að trúa á fylgispekt hennar við sinn ektamann. Með Ögmundi á Keldnafundinum er Drífa Snædal, komung kona sem skipar þriðja sætið á lista VG í norð- urkjördæmi Reykjavíkur. Hún byrjar fundinn og ræðir meðal annars um kvenfrelsi og menntamál - segir þann málaflokk vera sér hugleikinn. Ögmundur ræðir um skattapólitík, umhverfisstefnu og andstöðu sína við þungaiðnað. Og í samræmi við stað og stund ræðir hann við fræðinga á Keldum um framlög til rannsókna og vísinda sem hann vill auka. Endurskoðun og aldraðir „Það væri absúrd hjá okkur að mynda stjóm með Sjálfstæðisflokkn- um,“ segir Ögmundur við fundar- menn og hefur mörg orð um að him- inn og haf greini þessa flokka að í sjónarmiðum og áherslum. Okkar manni svellur móður. Leiðir skilur undir hádegi. Þá er fram undan fundur með starfsfólki á endurskoðunarskrifstofu og seinni- partinn á elliheimili í Breiðholtinu. Alls staðar era atkvæðin og á bak við þau stendur fólk sem spyr spuminga. Og segir væntanlega eins og í fomum bókum er eftir haft: Heyra má ég erkibiskups boðskap. -sbs Viöbrögö Norðmanna: Segja íslendinga barnalega Viðbrögð Norðmanna við ein- hliða ákvörðun íslendinga um lið- lega 110 þúsund tonna kvóta í norsk-íslenska síldarstofninum eru þau að íslendingar séu bama- legir aö halda að síldin gangi á íslenska landgrunnið, hún hafi nánast ekki farið úr rússneskri og norskri lögsögu síðustu ára- tugi. Ekki komi til greina að ís- lensk skip fái að veiða við Sval- barða, hvað þá Noreg. Norðmenn buðu íslendingum samninga sem þýða um 50 þúsund tonna skérð- ingu, eða úr 16% í liðlega 8%., Formaður norskra útgerðar- manna sagði í viðtali við frétta- mann RÚV í gær að það væri tímabært að íslendingar kæmust til þroska í samskiptum við aðrar þjóðir og færu að haga sér eins og fullorðið fólk. -GG Húnaþing vestra: Kindun og Iiposs burt af vegunum Sveitarstjórn Húnaþings vesira hefur gert samning við Vegagerð ríkisins um friðun stofnvega í sveitarfélaginu fyrir ágangi bú- fjár. Bann við lausagöngu búfjár á að taka gildi 1. júlí 2004, enda hafi þá ástandi girðinga og rist- arhliða verið komið í viðundi horf, eins og segir í samningn- um. Húnaþing vestra er fyrsta syeitarfélagið i landinu þar sem gerður er samningur um friðun þjóðvega og bann við lausagöngu búfjár. Samningur sem lengst gekk í þessu efni var við Mýrdalshrepp í Vestur-Skaftafellsýslu en þar var staða girðingarmála mun verri en nú er í Húnaþingi vestra, litið búið að girða á stór- um svæðum. Samningurinn við Vegagerðina hefur nú verið sendur öllum við- komandi landeigendum ásamt kynningarbréfi. Á fundi landbún- aðar- og samgöngunefndar Húna- þings vestra í síðasta mánuði var samningurinn samþykktur sam- hljóða, utan að Júlíus Guðni Ant- onsson lét bóka að hann væri sammála tillögunni en gerði at- hugasemd við grein nr. 5 og vildi Júlíus fella út endurkröfurétt Vegagerðarinnar á hendur sveit-_ arfélaginu. -ÞÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.