Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2003, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2003, Page 12
12 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 Helgarblað DV 3000 börn deyja dag- lega ún malaríu í Afrfeu Erlendar fréttir vikun Erlingur Kristensson blaöamaöur r 'WU ’ M § Fréttaljós ; - • Samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, WHO, sem opinberuð var í Kenía á föstudaginn í tengslum við „Afríska malaríudag- inn“, deyja rúmlega þrjú þúsund af- rísk böm daglega úr malaríu, eða tvö á hverri mínútu sem er nærri tvö- fóldun á síðustu tíu árum. Malaria, sem smitast við stungu moskítóflugunnar, er því skæðasti sjúkdómurinn sem herjar á afrísk börn og er fimmtungur allra dauðsfalla barna á aldrinum fimm ára og yngri rakinn til hennar. Fjögur mismunandi tilbrigði eru þekkt af malaríu og herja þau ekki aðeins á böm heldur líka fullorðna. Ófrískar konur eru sérstaklega næm- ar fyrir smitun en af þeim rúmlega milljón manns sem malaría leggur að velli árlega í öllum heiminum eru um 95% börn og þar af 90% frá Afríku á svæðinu sunnan Sahara. Snikilsjúkdómur Malaría, sem er sníkilsjúkdómur, hefur verið viövarandi í yflr níutíu löndum i heiminum síðustu áratugina og er nú svo komið að einn af hverj- um tíu smitast árlega af sjúkdómnum, aðallega í Afríku, Indlandi, Braslíu Sri Lanka, Víetnam, Kólumbíu, Saló- monseyjum og öðrum fátækum lönd- um við miðbaug. Sjúkdómurinn er vel læknanlegur greinist hann á fyrstu stigum en hann veldur ekki aðeins heilsufarslegum skaða heldur líka efnahagslegum, aðallega hvað varðar tapaðar vinnu- stundir og einnig samdrætti í ferða- iðnaði og fjárfestingum. Þrátt fyrir að malaría sé skæð og leggi marga að velli ná margir sem smitast fullum bata en baráttan við veikina getur staðið í ailt að tíu til tuttugu daga og eins og áður segir mikilvægt að hún greinist á fyrstu stigum. Hár hiti og kuldahrollur Fyrstu einkenni malaríu eru hár hiti og síðan kuldahrollur í kjölfarið nokkrum stundum síðar og gera þessi einkenni vart við sig á tveggja til fjögurra daga fresti. í verstu tilfellum getur sjúkdómur- inn haft áhrif á nýma- og heilastarf- semina og jafnvel valdið blóðleysi eða dái sem leitt getur til dauða. Þrátt fyrir áralangar tilraunir vís- indamanna víða um heim til þess að ráða niðurlögum sjúkdómsins deyja nú fleiri úr honum heldur en fyrir þrjátiu árum auk þess sem hann hefur breiðst út tU mun fleiri landa. Útbreiðsla sjúkdómsins er þó aðal- lega bundin við lönd í hitabeltinu og sunnan þess en einnig hefur hann breiðst út tU Austur-Evrópulanda og Tyrklands, auk þess sem nokkur tU- feUi hafa að undanförnu greinst í Bandaríkjunum. Lyfin hætt að virka Aukin útbreiðsla malaríu er helst rakin tU þess að sníkUlinn hefur með tímanum byggt upp mótstöðu gegn venjubundnum lækningum og á sum- um svæðum í Asíu eru algengustu lyfin hætt að virka. Þá hefur moskítóflugan einnig byggt upp mótstöðu gegn helstu teg- undum skordýraeiturs sem notuð hafa verið tU þess að hefta útbreiðslu sjúkdómsins en aukið hitafar i heim- Berskjaldað barn Ung börn og ófrískar konur eru berskjölduö fyrir biti moskítóflugunnar, sem ber malaríusníkilinn. inum hefur frekar stuðlaö að aukningu hans og útbreiðslu tU fleiri landa utan hitabeltisins. Pólitískt og efnahagslegt ástand á ýmsum svæðum hefur einnig leitt tfl þess að fólk hefur í auknum mæli flutt tU svæða þar sem útbreiðsla sjúk- dómsins er meiri en þar býr fólkið síðan við sárustu fátækt og getur litt varist moskítóflugunni. Þá hafa ýmsar breytingar á um- hverfinu, sem orsakast af landröskun, eins og vegalagningu, námugrefti eða áveituframkvæmdum, leitt tU betri fjölgunarskilyröa fyrir fluguna. Síðast en ekki síst hefur niður- skurður fjármagns valdið því aö dreg- ið hefur verið úr öUu eftirliti og upp- byggingu fyrirbyggjandi aðgerða gegn útbreiðslu sjúkdómsins en í sumum tilfeUum hefur þurft að hætta öUum fyrirbyggjandi aðgerðum vegna fjár- skorts. Fyrstu gleðifréttirnar Undanfarm ár hefur stöðugt verið unnið að rannsóknum á malaríu og sem dæmi var 84 miUjónum doflara, eða um 6,3 mUljörðum íslenskra króna, varið tU þeirra rannsókna í heiminum árið 1993. Aðaláherslan hefur verið lögð á að þróa ódýrt bólu- efni en þrátt fyrir það hefur ekki enn þá tekist að ljúka þróun mótefnis sem notað hefur verið utan rannsóknar- stofnana. Síðustu fréttir gefa þó góða von um að eitthvað sé að gerast í þeim efnum og hefur að sögn ónafngreindra vís- indamanna þegar tekist að þróa bólu- efni sem hefur reynst vel við tUraunir á dýrum. Fyrstu gleðifréttirnar bárust þó á síðasta ári þegar bandarískir og ástr- alskir visindamenn tilkynntu að þeir hefðu greint þá þætti DNA-gena mala- ríusníkilsins sem byggt hafi upp ónæmi gegn hefðbundnum lyfjum og það gæfi von um að hægt væri að þróa mótefni sem bryti niður ónæmis- vamir þeirra. Plöntueitur lykillinn? Dr. Geoff McFadden, sem fer fyrir hópi bandarísku vísindamannanna sem starfa við Eliza HaU-rannsóknar- stofnunina í Bandaríkjunum, sagði að líffræðUeg uppbygging áðurnefndra DNA-gena malaríusníkUsins, sem byggt hefðu upp ónæmi gegn hefð- bundnum lyfjum, væri svipuð upp- byggingu plöntugena og plöntueitur gæti því reynst lykiUinn að þróun nýrra lyfla gegn malaríu. „Það hafa rannsóknir okkar reyndar þegar sannaö," sagði McFadden. Hann sagði einnig að stöðug ónæmisuppbygging malariusníkUsins hefði hingað tU verið helsta vanda- málið við þróun nýrra lyfja og dæmi væri um lyf frá áttunda áratugnum, sem aðeins hefði dugað í þrjá mánuði. „Það lyf sem mest hefur verið notað tU þessa kom á markað á sjötta ára- tugnum og er nú orðið alveg gagns- laust þannig að í dag höfum við í raun ekkert sem kemur í staðinn," sagði McFadden. Nýtt bóluefni í desember sl. tUkynntu þýskir vís- indamenn, sem starfa við háskólann í Tubingen í Þýskalandi, að þeir hefðu þróað nýtt bóluefni sem gæfi góðar vonir. Það hefði þegar verið prófað á fuUorðnum malaríusjúklingum með góðum árangri og heföu þeú flestir náð sér að fuUu á tveimur vikum. Bóluefnið hefur þó ekki enn verið prófað á börnum og segjast vísinda- mennimir vonast tU þess að það verði komið á markað innan tíu ára eftir frekari rannsóknir. Nýjustu fréttimar í baráttunni gegn malaríu bárust frá Skotlandi í síðasta mánuði þegar vísindamenn, sem starfa við Edinborgarháskóla, tU- kynntu að þeim hefði tekist að ein- angra hluta prótíns sem framkaUaði ónæmi gegn nýjum lyfjameðferðum. Þykir uppgötvun þeirra marka tímamót í baráttunni gegn malaríu og er vonast tU að hún muni leiða tU þróunar nýrra lyfia gegn sjúkdómnum. Eiturúðuð flugnanet Miðað við stöðuna í dag er ljóst að biðin eftir nothæfu lyfi eða bóluefiii gegn malaríu gæti tekið nokkur ár tU viðbótar og því ljóst að á meðan verð- ur að grípa tU annarra fyrirbyggjandi aðgerða eins og að halda moskítóflug- unni í skefium. En tU þess þarf aukið fiármagn og auknar aðgerðir. Að mati sérfræðinga væri hægt að draga verulega úr barnadauða í Af- ríku með aðeins hálfs miUjarðs doU- ara framlagi á ári en með þeirri upp- hæð yrði hægt að framleiða flugnanet, úðuð skordýraeitri, fyrir öU börn á helstu malaríusvæðum Afriku og draga þannig úr barnadauða um allt að fiórðung. í dag sofa aðeins um fimmtán pró- sent afrískra barna undir flugnaneti en aðeins um tvö prósent undir netum úðuðum með skordýraeitri. Rann- sóknir með eiturnetin hafa sýnt að þau vemda ekki aðeins börnin því eitrið drepur moskítófluguna og stuðl- ar þannig einnig að verulegri fækkun hennar. Hálfur mUljarður doUara er aUs ekki há upphæð á heimsvísu en tU samanburðar má geta þess að gælu- dýraeigendur í Bandaríkjunum eyða svipaðri upphæð árlega tU þess að verja gæludýr sín fyrir skordýra- bitum. í áðurnefndri skýrslu Alþjóða heU- brigðisstofnunarinnar, WHO, kemur fram að ef ekkert verði að gert muni malaríuvandinn aukast stig af stigi og verða að meiri háttar faraldri sem erf- itt verður að fást við. Þess vegna hefur WHO ýtt úr vör átaki sem miðar að því að draga um helming úr barnadauða af völdum malaríu fram tU ársins 2010. JJ3J/ Mannskæður jarðskjáifti Á annað hundrað ( manns týndi lífi í öflugum jarðskjálfta sem reið yfir suð- austanvert Tyrkland aðfaranótt fimmtu- dags. Meðal hinna látnu eru tugir bama sem sváfu I heimavist skóla síns í bænum Bingöl. Þegar síðast fréttist voru björgunarsveitir enn að leita í rústum heimavistarinnar þar sem tugir nemenda voru taldir vera grafnir. Bæjarstjórinn í Bin- göl sagði að haldið yrði áfram að grafa í rústunum þar tU öUum börnunum hefði verið náð. Lýsti yfir sigri í írak George W. Bush Bandaríkjafor- seti lýsti því yfir í vikunni að bar- dögum í írak væri að mestu lokið, með sigri Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra. Harðstjórinn Saddam væri faUinn og írak frels- að. Bush sagði við sama tækifæri, um borð í flugmóðurskipinu Abra- ham Lincoln, að sigurinn í írak væri mikflvægur áfangi í barátt- unni viö hryðjuverkamenn. Donald Rumsfeld, landvamaráðherra Bandaríkjanna, heimsótti írak í vikunni, og bandarískir hermenn drápu á annan tug íraskra borgara i bæmun FaUudja. Garner fundaði í írak Jay Gamer, bandarískur her- námsstjóri íraks, fundaði í vikunni með fuUtrúum ým- issa áhrifahópa innan íraks og var samþykkt að boða tfl annars fundar innan fiögurra vikna þar sem ætl- unin er að skipa bráðabirgðastjóm. Gamer lagði áherslu á það að fuU- trúar aUra áhrifahópa ættu sæti í væntanlegri stjóm. Skiptar skoðan- ir eru meðal íraka um þátt Banda- ríkjamanna í uppbyggingarstarfmu í landinu í kjölfar stríðsins fram að kosningum sem lofað hefur verið að muni verða haldnar í fyUingu tímans. ísraelar drápu á Gaza Daginn eftir að svokaUaöur veg- vísir að friði fyrir botni Miðjarðar- hafs var kynntur málsaðUum, ísra- elskum stjómvöldum og palest- ínsku heimastjórninni, réðust ísra- elskir hermenn inn í úthverfi Gaza-borgar og feUdu á annan tug manna, þar á meðal tveggja ára gamlan dreng. ísraelamir beittu meðal annars skriðdrekum í árásinni. Yasser Arafat, forseti Palestínumanna, sagði að árásin á fimmtudag lýsti vel friðarvUja ísra- ela. ísraelar sögðust vera að svara fyrir sjálfsmorðsárás í Tel Aviv á miðvikudagsmorgun þar sem þrír ísraelar létust. Vegvisirinn svokaU- aði gerir meðal annars ráð fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínu- manna fyrir árið 2005. Faraldur aö ná hámarki HeUbrigðisyf- irvöld í kín- versku höfuð- borginni Peking lýstu því yfir undir vikulok að svo virtist sem bráðalungna- bólgufaraldurinn í borginni væri að ná hámarki. Hvergi á byggðu bóli hafa tilfeUi sjúkdómsins verið fleiri. Af þeim sökum hefur mikUl ótti ríkt meðal íbúa borgarinnar þar sem hátt í tíu þúsund manns hafa verið sett í sóttkví. Yfirvöld í kanadísku borginni Toronto fogn- uðu mikið í vikunni þegar Alþjóða- heUbrigðismálastofnunin afturkaU- aði viðvörun sína um ónauðsynleg ferðalög tU þessarar háborgar við- skiptalífsins í Kanada. Toronto var sú borg utan Asíu þar sem flest tU- feUi af bráðalungnabólgunni höfðu komið upp. Þar létust einnig nokkrir af völdum sjúkdómsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.