Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2003, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2003, Page 2
2 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 Fréttir Málverkafölsunarmálinu lýkur væntanlega í dag: Kjarval þekktur fyrir efdrlíkingar dl að rugla fræðimenn í ríminu í dómsai Rut Júlíusdóttir, verjandi Péturs Þórs Gunnarssonar, gaf lítiö fyrir ummæli sérfræöinga sem kvaddir voru til aö bera vitni í málverkafölsunarmálinu. Rut Júlíusdóttir, verjandi Pét- urs Þórs Gunnarssonar, hóf munnlegan málflutning sinn í gær. Fór hún fram á aö Pétur Þór yrði sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins. Hún rakti hæfl sérfræðinganna, rannsóknir þeirra og hagsmunatengsl þeirra á milli. Hún benti á aö þeir væru einnig kærendur og brotaþolar í málinu og því óhæfir sem sérfræð- ingar. Lögreglan hefði óskað eftir tillögum frá kærendum um hvern- ig haga ætti rannsókninni og hefðu nokkrir þeirra einnig útveg- að verk til samanburðar við hinar meintu falsanir. Hún sagði að svo virtist sem um sameiginlegt átak þeirra allra hefði verið að ræða til að komast að því að um fólsuð verk væri að ræða. Engin skýrsln- anna hefði verið hlutlaus eða sjálf- stæð. Rut sagði að rökstuðningur ákæruvaldsins stæði á brauðfót- um og sönnunarfærslan ekki í takt við það sem tíökaðist í opin- berum málum. Hvorki hefði tekist að sanna að Pétur Þór og Jónas Freydal hefðu falsað eða látið falsa verkin né að verkin væru fölsuð yfir höfuð. Hún velti því einnig upp að ef um svo skipulagða og kerfisbundna glæpastarfsemi hefði verið að ræða eins og ákæru- valdið héldi fram, af hverju engin ummerki væru um þá starfsemi eða hvar hún hefði farið fram. Hún gagnrýndi listfræðingana fyrir að hafa borið meintu falsan- irnar saman við bestu og þekkt- ustu verk listamannanna. Lagði hún fram ýmsar myndir eftir Kjarval og fleiri listamenn sem hún taldi líkjast mjög umdeildu myndunum og gaf því lítið fyrir þau ummæli sérfræðinganna að listamennimir hefðu aldrei getað málað slíkar myndir. Hún vitnaði í bók um Kjarval þar sem fram kom að hann hefði verið mjög brokkgengur í list sinni og verk hans allt of margbreytileg til þess að unnt væri að skilja hismið frá kjarnanum. Kjarval hefði einnig verið þekktur fyrir að gera eftir- líkingar eigin verka og sett mörg ártöl á þau til þess að rugla kaup- endur og seinni tíma fræðinga í ríminu. Rut benti á að slíkur vafi væri á sekt hinna ákærðu að ekki væri annað hægt en að sýkna þá. Karl Georg Sigurbjörnsson, verjandi Jónasar Freydal, mun í málflutningi sínum meðal annars fjalla um alkíðefnið sem fannst í mörgum verkanna en sérfræðing- arnir töldu að slík efni hefðu ekki verið komin á markað þegar lista- mennimir voru uppi og því væru verkin fölsuð. -EKÁ Þróunarfélag Austurlands: Gísli fékk hvatn- inganverðlaunin Gísli Jónatansson, framkvæmda- stjóri Loðnuvinnslunnar hf. á Fá- skrúðsfirði, hlaut hvatningarverð- laun Þróunarfélags Austurlands árið 2003. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, af- henti verölaunin á ráðstefnunni Austurland framtíöarinnar sem haldin var á Hótel Héraði á Egils- stöðum í gær. Verölaunin hlýtur Gísli fyrir langa og farsæla stjórn- un fyrirtækja í sjávarútvegi á Fá- skrúösfirði. í umsögn með verðlaununum segir meðal annars: „Gísla hefur tekist að sigla fyrirtæki í erfiðri grein, sem sjávarútvegur er, í gegn- um ólgusjó viðskiptalífsins í bráð- um þrjá áratugi. A þessum tíma Yfip 20 árekstr- ar í Reykjavík AIls höfðu orðið 23 árekstrar í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík um kvöldmatarleytið í gær. Eitt um- ferðarslys varð þegar tveir fólksbUar skullu saman á Háaleitisbraut við Smáagerði um miðjan dag. Klippa þurfti ökumenn úr bUunum og vora þeir fluttir á slysadeUd. Annar mun hafa hlotið beinbrot. Þá höfðu 28 ökumenn verið teknir fyrir of hrað- an akstur undir kvöld. BUI fór út af veginum og valt í Breiðadal í Önundarfirði undir kvöld. Ökumaður var einn í bUnum en slapp ómeiddur. Kenndi hann vindhviðu um hvemig fór. -hlh Svöl helgi Kuldakastið sem sett hefur vor- gleöina á ís í bili heldur áfram um helgina. Vind lægir reyndar eitthvað í dag en næturfrost verð- ur víðast hvar. Norðaustlæg átt verður áfram á sunnudag, kalt í veðri og víða él, en þó bjartviðri á Suður- og Vesturlandi. Fremur hæg breytileg átt verður á mánu- dag og úrkomulítið. Suöaustlægar áttir taka við á þriðjudag og mið- vikudag, með slyddu og síðar rigningu og hlýnandi veðri. Á fimmtudag er hins vegar útlit fyr- ir norðaustlæga átt með vætu og kólnandi veðri á ný. -hlh Frambjóðendur búsettir utan kjördæmis B D N s u Flóldl Saetl Flöldl Sætl Fjöldi Sæii Flöldl Sætl Flöldl Sætl Fléldl Sætl Norðvestur 1 15. 0 1 4. 13 1., 3., 4. 0 1 20. Noröaustur 1 5. 0 1 19. 8 1., 4., 6. o 0 - Suöur 1 5. O 2 1. og 14. 7 1., 6., 11. 0 1 1. Suövestur O O 2 12. og 17. 6 1., 2., 9. 0 1 16. Alls: 3 O 6 34 0 3 Hlutfall allra frambjóöenda: 3,75% 0,00% 7,50% 42,50% 0,00% 3,75% Framboðslistar vegna alþingiskosninga: Nýtt all sækir 42 prósent fram- bjóðenda út lyrir Kfördœmai Ríflega 42% frambjóðenda Nýs afls í kjördæmunum fjórum utan Reykjavíkur eru ekki skráðir með lögheimili í því kjördæmi þar sem þeir bjóöa sig fram, eða 34 af alls 80 frambjóðendum. Þetta er lang- hæsta hlutfall nokkurs flokks en næstur kemur Frjálslyndi flokkur- inn meö 7,5% eða 6 af 80 frambjóö- endum. Á hinn bóginn eru allir frambjóöendur Sjálfstæðisflokks- ins og Samfylkingarinnar í þess- um kjördæmum skráðir með lög- heimili þar sem þeir bjóða sig fram. Athygli vekur að allir efstu menn Nýs afls í þessum kjördæm- um eru „sóttir annað“, ef svo mætti að orði komast. Oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi er Hildur Helga Sigin-ðardóttir, Reykjavík; í Noröausturkjördæmi er það Valdimar H. Jóhannesson, Mosfellsbæ; í Suðurkjördæmi Ein- ar Birnir, Reykjavík; og í Suðvest- urkjördæmi Tryggvi Agnarsson, Reykjavík. Flokkurinn hefur fæsta frambjóðendur búsetta í Norðvesturkjördæmi eða aðeins 7 af 20 sem eru í framboði þar. Þess má til gamans geta að sá frambjóðandi sem lengst er „sótt- ur“ er Dagur Kári Pétursson kvik- myndagerðarmaður, 16. maður á lista Vinstri grænna í Suðvestur- kjördæmi, en hann er búsettur í Kaupmannahöfn. í síðustu alþingiskosningum voru aðeins tveir þingmenn kjöm- ir sem áttu lögheimili utan þess kjördæmis þar sem þeir voru í framboði. Þeir voru fjórir í kosn- ingunum 1995; sex í kosningunum 1991; og tíu í kosningunum 1987. -ÓTG hefur umhverfi sjávarútvegs gjör- breyst á íslandi og mörg fyrirtækin tekið stórar dýfur og lent í alvar- legum hremmingum. Gísla hefur hins vegar tekist að stýra sínu fyr- irtæki án áfalla og styrkt það í sessi.“ Auk hvatningarverðlauna Þróun- arfélags Austurlands hlutu þrír að- ilar hvatningarviðurkenningar fé- lagsins í ár, Karl Sveinsson, fisk- verkandi á Borgarfirði eystra, Sæsilfur hf. og Malarvinnslan hf. á Egilsstöðum. -hlh DV-MYND GVA Vopnaleit á Akureyri Vopnaleitarvél var nýveriö tekin í gagniö í flugstööinni á Akureyri. Vél- in er í innritunarsalnum til bráöa- birgöa en í næsta mánuöi er mein- ingin aö koma henni varanlega fyrir ásamt annarri leitarvél. Þessi vél er fyrir handfarangur en hefur veriö not- uö síöustu daga til aö skanna allan farangur. Nýja vélin veröur sérstak- lega fyrir lestarfarangur. Vopnaieit hefur aö sögn gengiö snuröulaust og ekki orsakaö tafir. Stuttar fréttir Fé til leikins efnis Ríkisstjómin hefur að tillögu menntamálaráðherra ákveðiö að veita 15 milljónir króna til Kvik- myndasjóðs til að veita styrki til leik- ins sjónvarpsefnis. Mbl. greindi frá. Meiri útblástur Útblástur gróðurhúsalofttegunda á íslandi var 7% meiri áriö 2000 en árið 1990. Spár um útblástur til 2020 benda til þess að útblástur muni ekki aukast umfrarn þau 10% sem Kyoto- bókunin heimilar. Mbl. greindi frá. Mikil aðsókn Aðsókn í Fjölskyldu- og húsdýra- garðinn í Laugardal í Reykjavík hef- ur aldrei verið meiri í apríi en í ár. Mbl. greindi frá. Áfrýjunamefnd samkeppnismála hefur vísað frá nefhdmni kæra flug- félagsins Jórvíkur frá í mars þar sem kærð var ákvörðun samkeppnisráðs frá í febrúar 2003. Jórvík kvartaði yfir ríkisstyrkjum í innanlandsflugi til Flugfélags íslands og íslandsflugs. Seölar berast seint Greiðsluþegar Tryggingastofnunar ríkisins fá póstinn ekki í hendur fyrr en á mánudag vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna. Mbl. greindi frá. Feröamessa Ferðatorgs 2003 fer fram í Vetrar- garði Smáralindar um helgina. Þar getur fólk aflað sér upplýsinga um ferða- og afþreyingarmöguleika um allt ísland. Sjá um Hornstrandir Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra og forráöamenn ísafjarð- arbæjar hafa undirrit- að samning um að ísa- fjarðarbær sjái um friðlandið á Hom- ströndum næstu 10 ár. Fljótaleiö ekki dýrari Trausti Sveinsson, sem um árabil hefur barist fyrir því að farin verði svonefnd FTjótaleið við jarðgangagerð á Tröllaskaga, telur að nýir útreikn- ingar sýni að það sé rangt að sú leið verði dýrari en leiðin um Héðins- fjörð. RÚV greindi frá. -hlh Látinn Haukur Clausen tannlæknir er látinn á 75. aldursári. Haukur var kunnur afreksmaður I iþróttum og varð Norðurlandameistari í 200 m hlaupi 1947 og setti Norðurl- andamet í sömu grein sem stóð í mörg ár. Hann átti einnig fjölda Islandsmeta í frjálsum íþróttum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.