Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2003, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 DV Fréttir Úrbætur á vanda geösjúkra innan fangelsa og utan: Tillögur í bupðanliönum Tillögur nefndar þriggja ráöu- neyta um úrbætur á vanda geð- sjúkra innan fangelsa og utan eru í burðarliðnum. Þær verða lagðar fyrir ríkisstjómina nk. þriðjudag, samkvæmt upplýsingum Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráð- herra. Beinast sjónir að því að leysa vanda, að minnsta kosti vanda hluta þessa hóps, með því að taka Amarholt undir lokaða ör- yggisdeild. Gert er ráö fyrir að slík öryggisdeild myndi kosta um 100 milljónir króna, auk rekstrar- kostnaðar. í umflöllun DV hefur komið fram að 5-0 geðsjúkir fangar, sem flokkast undir bráðatilvik, dveljast nú í fangelsum landsins, annars staðar en á réttargeðdeildinni Sogni. Sumir þessara fanga a.m.k. hafa valdið miklum erfið- leikum í fangelsunu þar sem þeir dvelja vegna hegðunar- truflana. Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur lagt fram tillögur til heilbrigðisráðu- neytisins þess efnis að byggt verði við Sogn, þannig að þar fáist 7-8 pláss til viðbótar. Tillögurnar gera ráö fyrir að slík viðbygging myndi kosta um 30 milljónir króna. „Ég er búinn að fá heimild rík- Jón Kristjánsson isstjórnarinnar tii þess að setja af stað vinnu við verk- efnið er varðar úrlausn fyr- ir geðsjúkt fók utan fang- elsa,“ sagði heilbrigðisráð- herra. „Þar yrði um að ræða lokaöa öryggisdeild fyrir þá sem ganga lausir, hafa ekki brotið neitt af sér, en geta verið hættulegir umhverfi sínu. Varðandi geðsjúka fanga er möguleiki á að byggja við Sogn. Þær hugmyndir eru allrar athygli verðar. Hins vegar gæti lokuð ör- yggisdeild þjónað þessum hópi fólks í fangelsum ef hún kemst á laggimar. Ég hef vonast að við gætum notað heimild ríkisstjóm- arinnar til þess aö vinna úr þess- um jaðartilvikum. Við höfum unn- ið að því að setja saman áætlun um hvemig þessum málum yrði best fyrir komiö. Nefndin tekur á þessu máli í heild.“ Ráðherra sagöi að nú væri kom- ið af stað teymi sem aðstoðaði þá sem væru utan stofnana en í mikl- um geðrænum vanda, hvort sem um væri að ræða unglinga eða fullorðna. Mikilvægt væri að fylgst væri með þessum hópi og hann aðstoðaður. -JSS Vorhret á Héraöi: Talsverðar groöupskemmdip vegna kuldakastsins Kuldakast síðustu daga er nú þegar farið að hafa áhrif á gróður á Héraði eftir óvenjumildan vetur. Ljóst er að skemmdir verða á greinum og nálum lerkiskógar í kjölfar þess en gróðurinn er mán- uði á undan því sem venjulegt er. Að sögn Þrastar Eysteinssonar, fagmálastjóra Skógræktar ríkisins á Egilsstöðum, er þó ekki ástæða til að örvænta þar sem meira þurfi til aö sprotarnir drepist. Mögulega geti þó plöntur sem gróðursettar hafi verið síðastlið- inl-2 ár orðiö fyrir tjóni og því meiri hætta á að þær muni drep- ast. „Mjög svipað gerðist fyrir 10 árum. Þá gerði norðanáhlaup ll.maí eftir talsverð hlýindi. Lerkiskógurinn var orðinn grænn og nálar skemmdust og skógurinn varð brúnn yfir að líta. Síðan hlýnaði ekkert að ráði fyrripart DV-MYND HAFDIS ERLA BOGADÖTTIR Skemmdir í skógi Þröstur Eysteinsson skoöar skemmdir á alaskaösp sem fariö hefur illa í kuldakastinu sem ríkt hefur á landinu síöustu daga. sumars, þá urðu talsverðar skemmdir vegna sveppasjúkdóms eða barrviðarátu. Það er helst það sem ástæða er að óttast í kjöifar slíks áfalls, en ef sumarið verður gott ætti skógurinn að ná sér,“ sagði Þröstur. Að sögn Þrastar er ekki óal- gengt að vorhret komi í júní og séu þeir því kunnugir því að skóg- urinn sé skemmdur og ljótur, sér- staklega lerkiskógurinn. Fylgst sé vel með rannsóknum á frostþoli og bendi þær rannsóknir til að þótt skemmdir verði á nálum og laufblöðum hafi trén talsverða getu til að ná sér eftir svona áfoll. „Þetta er fyrst og fremst slæmt fyrir sálina. Lerkiskógur sem orð- inn er grænn verður brúnn og aspir skemmdar í görðum hjá fólki, það er alltaf sárt að horfa á slíkt,“ sagði Þröstur Eysteinsson hjá Skógrækt ríkisins á Egilsstööum. -HEB Fegurðin kemur innan frá og sést utan frá. Frumsýnum um helgina Daewoo Kalos. Reynsluakstur og fjölskylduveisla að hætti Benna. Vagnhöfða 23 • Sfmi 590 2000 • www.benni.is Með nafn eins og þetta (Kalos er grlska og þýðir fallegur) er betra að Ifta vel út Pess vegna lagði hinn heimsþekti hðnnuður GIUGIARIO nótt vlð dag að gera bdinn aðdáunarverðan. Breiður og fallegur nær Kalos jafnvægi á mllli glæsileika og aksturseíginleika. Samhengi er á milli ytri fegurðar og nær ójafnanlega nkulegs búnaðar. Komdu og reynsluaktu og þú munt sannfærast. Vertu klár - aktu á Kalos Opið laugardag 12 -16 og sunnudag 13-16. DV-MYND: SIG. JÓKULL Samningur undirritaöur F.v. Stefán Friöfinnsson, forstjóri ÍAV, Halldór Ásgrímsson utanríkisráö- herra, Geir H. Haarde fjármáiaráö- herra og Óiafur Davíösson, ráöuneyt- issstjóri í fjármálaráöuneytinu. íslenskir aðalverktakar: Ríkið selun allan sinn hlut Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra og Geir H. Haarde fjármála- ráðherra undirrituðu í gær kaup- samning f.h. íslenska ríkisins við Eignarhaldsfélagið AV ehf. (EAV) um kaup EAV á 39,86% í íslenskum aöalverktökum (ÍAV). Kaupsamning- urinn var gerður á grundvelli skil- mála sölunnar og tilboðs félagsins. Samningurinn felur í sér hluti í ÍAV aö nafnviröi 588.007.874 krónur. Greiðsla fer fram 16 maí, umsamið kaupgengi er 3,69 fyrir hvem hlut og kaupverð hlutanna er 2.059.049.055 krónur. Samkvæmt samningnum skuldbindur EAV sig til að eiga hlutabréfin í am.k. 12 mánuði frá undirritun samningsins. Eigendur EAV eru stjómendur og starfsmenn ÍAV. Ákveðið var að ganga til viðræðna við felagið á grundvelli mats Verðbréfastofúnnar sem byggöist á þeim forsendum sem tilgreindar vom í skilmálum sölunn- ar. Eftir þessi viðskipti hefur ríkið dregið sig alfariö út iir eignarhaldi á hlutabréfum í ÍAV. -GG Dæmt fyrir kynferðisbrot: Kona vannap- laus sökum svefndpunga Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt tæplega þrítugan mann í 12 mánaða fangelsi, þar af 9 mánuði skilorðsbundið, fyrir kynferðisbrot gegn konu sem gat ekki spomað við verknaðinum sökum svefndranga. Málavextir vora þeir að konan og eiginmaður hennar fóra á dansleik þar sem maöurinn, sem er uppeldis- bróðir eiginmanns hennar, var einnig ásamt konu sinni. Eftir dans- leikinn fóra þau heim og kvaðst kon- an hafa verið búin að neyta einhvers áfengis um nóttina en aldrei hafa verið mjög ölvuð. Hún sagðist hafa vaknað við það að maðurinn stóð yfir henni, búið var að færa náttbux- ur hennar niður og hneppa nátt- skyrtu frá. Hann hefði haft höndina milli fóta hennar og verið búinn að setja fingur upp í fæðingarveginn. Hún kveðst hafa kippt hendi hans burtu, tekið sængina og snúið sér undan og hefði hann síðan farið burt. Maðurinn neitaði sök. Hann kvaðst hafa farið á dansleikinn með konu sinni og síðan farið einn síns liðs í partí. Hann mundi ekki hvenær hann hefði farið heim en kvaðst oft verða fyrir minnisleysi viö mikla áfengisdrykkju. Dómara þótti framburður konunn- ar skýr og stöðugur og taldi ekkert benda til þess að hún hefði haft ein- hverja ástæðu til að bera manninn röngum sökum. Þvert á móti hefði hann verið fjölskylduvinur og tíður gestur á heimili hennar. Sagöi dóm- arinn að hann hefði brotið alvarlega gegn persónulegri friöhelgi, heimilis- helgi og kynfrelsi konunnar. Taka yrði tiilit til þess að hann hefði rofið trúnað sem bundinn væri við hann sem ættmenni og fjölskylduvin. Dóm- arinn tók fram að sex mánuöir hefðu liðið frá því konan bar sakir á hann þar til kæra var lögð fram og væri sá dráttur til þess fallinn að vera hon- um þungbær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.