Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2003, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2003, Blaðsíða 52
56 HelcjC) rblctð DV LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 Islendingaþættir Umsjón Kjartan Gunnar Kjartansson Pétur Valberg Jónsson bóndi á Sveinsstöðum verður 70 ára í dag Pétur Valberg Jónsson, bóndi á Sveinsstööum, verður sjötugur í dag Starfsferill Pétur fæddist á Miðhúsum í Álftaneshreppi og ólst þar upp í foreldrahúsum við öll almenn sveitastörf. Hann lærði bifvélavirkjun í Reykjavík, lauk sveins- prófi 1966 og öðlaðist síðar meistararéttindi. Pétur hóf snemma að starfa við vinnuvélar og starfaði lengi við jarðvinnslu hjá Ræktunarsambandi Mýramanna. Hann keypti jörðina Sveinsstaði 1971 og hefur verið þar bóndi og stundað vélavinnu frá 1973. Fjölskylda Pétur kvæntist 13.9. 1973 Ernu Pálsdóttur, f. 22.10. 1943, bónda. Hún er dóttir Páls Þorsteinssonar, og k.h., Gróu Guðmundsdóttur, bænda í Álftártungu. Börn Péturs og Ernu eru Einar Páll, f. 16.10. 1968, bifreiðastjóri og vélamaður í Borgarnesi; Nellý, f. 7.1. 1981, háskólanemi á Sveinsstöðum; Svanhvít, f. 21.3. 1982, nemi; Helga, f. 9.11. 1984 nemi. Systkini Péturs eru Helga, húsmóðir í Reykjavík, gift Jóni Guðnasyni bifvélavirkja og eiga þau þrjú börn; Baldur, bifreiðastjóri í Borgarnesi, kvæntur Árdísi Kristinsdóttur, húsmóður og skrifstofumanni, og eiga þau tvö börn; Elísabet, starfsmaður við barnaheimili, búsett í Reykjavík, og á hún tvö börn; Jón Atli, verkamaður á Akranesi, kvæntur Stein- unni Guðjónsdóttur húsmóður og eiga þau þrjú börn; Gylfi, b. á Miðhúsum, kvæntur Þórdísi Arnfinnsdótt- ur húsfreyju og eiga þau tvö börn; Ásta, húsmóðir í Reykjavík, gift Páli Guðmundssyni vélstjóra og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Pétur voru Jón H. Jónsson, b. á Miðhús- um, f. 13.9. 1898, d. 1990, og kona hans, Nellý Péturs- dóttir, húsfreyja, f. 1.6. 1903, d. 1981. Ætt Jón var sonur Jóns, b. á Miðhúsum, Einarssonar, b. Litlaskarði, Jónssonar, b. á Hrafnkelsstöðum á Mýrum, Einarssonar. Móðir Einars var Kristín Ara- dóttir. Móðir Jóns Einarssonar á Miðhúsum var Oddrún Oddsdóttir frá Neðrahálsi í Kjós Guðmunds- sonar Þórðarsonar. Móðir Oddrúnar var Guðrún Þorkelsdóttir. Móðir Jóns Jónssonar á Miðhúsum var Helga Jónsdóttir, hreppstjóra í Galtarholti, Jónssonar, bróður Sesselju, ömmu Kalmans Stefánssonar í Kalmanstungu. Móðir Helgu var Þórunn Kristófers- dóttir, bókbindara á Stórafjalla, bróður Jakobs, prests í Steinnesi, langafa Vigdísar forseta. Annar bróðir Kristó-fers var Ásgeir, bókbindari á Lamba- stöðum, langafi Önnu, móður Matthíasar Johannes- sens, skálds og ritstjóra. Kristófer var sonur Finn- boga, verslunarmanns í Reykjavík, Björnssonar, og Arndisar Teitsdóttur, ættföður Vefaraættarinnar, Sveinssonar. Móðir Þórunnar var Helga Pétursdóttir Ottesens sýslumanns Oddssonar og Þórunnar Stef- ánsdóttur. Nellý var systir Guðmundar símritara, föður Pét- urs flugmálastjóra og Jónasar rithöfundar. Nellý var dóttir Péturs, skólastjóra á Eyrarbakka, Guðmunds- sonar, b. í Langholtsparti í Flóa, Sigurðssonar, bróð- ur Guðlaugar, móður Sigurðar regluboða, föður Sig- urgeirs biskups, föður Péturs biskups. Móðir Guð- mundar var Elísabet, systir Bergsteins, langafa Atla Heimis Sveinssonar. Systir Elísabetar var Ólöf, amma Bergsteins Jónssonar sagnfræðings. Elísabet var dóttir Jóns, alþingismanns á Eyvindarmúla í Fljótshlíð, Þórðarsonar, af Bergsættinni. Jón Birgir Jónsson tannlæknir í Reymjavík verður 60 ára í dag Jón Birgir Jónsson, tannlæknir og forseti Landssam- bands íslenskra vélsleðamanna, Hátúni 8, Reykjavík, er sextugur í dag. StarfsferiU Jón Birgir fæddist í Hafnarfirði og ólst þar upp og síðan í Holtunum og á Valsvellinum í Reykjavik. Hann varð stúdent frá VÍ 1964, stundaði nám í lögfræði við HÍ veturinn 1964-65, nám í dýrafræði við Philipps Uni- versitat i Marburg an der Lahn í Þýskalandi sumarið 1966, nám i tannlækningum við sama háskóla 1967-72 og lauk þá cand. odont. þaðan. Hann öðlaðist tannlækn- ingaleyfi 1972. Jón Birgir var tannlæknir í Brugg/Aarau í Sviss 1972, aðstoðartannlæknir hjá Birgi Jóh. Jóhannssyni, skólatannlæknir í Reykjavík 1973-74, tannlæknir í Vestamannaeyjum 1974-75 og síðan í Reykjavik frá 1975. Jón Birgir stundaði tannlækningar á Patreksfirði á sumrin 1976-79 og var stundakennari við tannlækna- deild HÍ 1983-91. Jón Birgir sat í ritnefnd Árbókar TFÍ 1974-75, í stjórn Dentalíu hf. 1978-93, í árþings- og endurmenntunar- nefnd TFÍ 1983-94, í minjasafnsnefnd TFÍ 1984-97, í Tannlæknafélagi íslands 1972-99, í stjórn Landssam- bands íslenskra vélsleðamanna 1994-96, í stjórn LÍV- Reykjavík 1996-98, formaður Landssambands ís- lenskra vélsleðamanna 1999 og forseti þar frá 2001, í stjórn Samtaka útivistarfélaga (SAMÚT) frá 1998 og í stjórn KALAK frá 2002. Fjölskylda Jón Birgir kvæntist 3.4. 1992 írisi Bryndisi Guðna- dóttur, f. 7.11. 1942, klíniskum tannsmið og tanntækni. Foreldrar hennar: Guðni J. Guöbjartsson, f. 29.6. 1916, vélstjóri og fyrrv. stöðvarstjóri á Ljósafossi i Grimsnesi i Árnessýslu, og Ragnheiöur Guðmundsdóttir, f. 10.6. 1995, 1913, d. 13.9 húsmóðir. Stjúpböm Jóns Birgis og börn írisar eru Guðni Ragnar Smith, f. 3.2. 1961, dýra- læknir í Hamar Noregi, en kona hans er Britt Did- riksen, f. 25.5. 1965, læknir í Hamar í Noregi, og eiga þau þrjú börn; Erling Smith, f. 2.5.1964, tæknifræðingur í Reykjavík, en kona hans er Guð- rún Jóna Braga- dóttir, f. 10.6.1965, næringarfræðingur í Reykjavík, og eiga þau tvö börn Systkini Jóns Birgis eru Elín Jónsdóttir Andersen, f. 10.1. 1941, fyrrv. bankastarfsmaður í Kaupmannahöfn; Sigríður Jónsdóttir, f. 26.3. 1945, deildarstjóri hjá Sím- anum hf. í Reykjavík; Þorsteinn Jónsson, f. 6.12. 1946, kvikmyndagerðarmaður í Reykjavík; Bragi Jónsson, f. 16.10. 1948, viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri í Reykjavík. Foreldrar Jóns Birgis: Jón J. Símonarson, f. 7.12 1909, d. 18.5. 1989, deildarstjóri hjá Tollstjóranum : Reykjavík, og Guðrún Þorsteinsdóttir, f. 16.2. 1911, hús móðir í Reykjavík, nú búsett á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þau hófu búskap í Hafnarfirði en bjuggju síðan Stangarholti 32 í Reykjavík. Jón Birgir verður að heiman á afmælisdaginn. Laugardagurinn 3. maí 90 ÁRA Þuríður Snorradóttir, Dalbraut 20, Reykjavík. 85ÁRA Ingibjörg Vernharösdóttir, Fellsmúla 13, Reykjavík. 75ÁRA Einar Sigurðsson, Hamrahlíð 25, Reykjavík. Einar Þorsteinsson, Eyrargötu, Hliö, Eyrarbakka. Helgi Hólmsteinsson, Sjávarborg, Raufarhöfn. Ingeborg Jónsson, Þorsteinsgötu 11, Borgarnesi. 70 ÁRA Fjóla Guðjónsdóttir, Álfaklöpp, Akureyri. Guðrún Gunnarsdóttir, Espigeröi 4, Reykjavík. Matthías Guðjónsson, Efstahjalla 19, Kópavogi. Sigríður Eggertsdóttir, Bæjartúni 11, Ólafsvík. 60 ÁRA____________________ Anna Maggý Pálsdóttir, Hamraborg 34, Kópavogi. Gísli Viggósson, Sogavegi 200, Reykjavík. Hildur Jóhannsdóttir, Fögrubrekku 37, Kópavogi. Sigurberg Kristjánsson, Bústööum, Skagafirði. Sveinn Marelsson, Hólmgaröi 10, Reykjavík. Þóra Helgadóttir, Hafbliki, Borgarfirði eystri. 50 ÁRA Daniel Pétursson, Lækjar- hvammi 13, Hafnar firði. Eigin- kona hans, Oddgerður Odd- geirsdóttir, varð fimmtug 27.4. sl. Þau taka á móti gestum í Hásölum, sal Þjóðkirkjunar viö Strandgötu, Hafnarfirði, laugard. 3.5. kl. 19.00 til 22. 00. Sigurður Sigursveinsson, Hlaðavöllum 10, Selfossi. f tilefni dagsins bjóða þau Sigurður og kona hans, Kristín Sigurmardóttir, til garðveislu heima á Hlaðavöllum 10, kl. 17.00-20.00 í dag, laugardag. Ásgeir Grétar Sigurðsson, Austurtúni 9, Bessastaðahr. Daníel Jakob Pálsson, Jöklafold 5, Reykjavlk. Ellen Þórarinsdóttir, Sæviðarsundi 40, Reykjavík. Guðjón Tyrfingur ívarsson, Klapparbraut 14, Garöi. Guðmundur Ágúst Pétursson, Stuölaseli 23, Reykjavík. Guðmundur Guðmundsson, Vesturvegi 13b, Vestm.eyjum. Kristín G. Ársælsdóttir, Ásvegi 27, Breiödalsvík. Úlfar Pálmi Hillers, Kirkjuteigi 27, Reykjavík. Viðar Ernir Axelsson, Breiðvangi 15, Hafnarfirði. Þórunn K. Matthíasdóttir, Kirkjubraut 30a, Akranesi. 4Q ÁRA____________________ Björn Þór Kristjánsson, Húnsstöðum, Austur-Húnav. Egill Einarsson, Steinahlíð 5e, Akureyri. Guðmundur A. Sveinsson, Vallarbraut 3, Akranesi. Inga Rún Ólafsdóttir, Bólstaðarhlíð 60, Reykjavík. Jóhannes Sigfússon, Grundargerði 7b, Akureyri. Jóhannes Snorrason, Álftamýri 14, Reykjavík. Sigríður Bergþórsdóttir, Skógarási 4, Reykjavík. Valdimar Björn Davíðsson, Spónsgerði 2, Akureyri. Sunnudagurinn 4. maí 90 ára Laufey Guöbjörnsdóttir, Gilhaga 1, Kópaskeri. Ottó B.S. Gottfreösson, Austurbyggð 17, Akureyri. 85 ÁRA___________________ Haraldur Ásgeirsson, Ægisíðu 48, Reykjavík. 80 ÁRA Sigurður Guðjón Gíslason, Hrauni, Grindavík, verður áttræður á mánudag. Eigin- kona hans er Hrefna Ragnars- dóttir. Þau taka á móti gestum í húsi Slysavarnarfélag íslands I Grindavík laugard. 3.5. frá kl. 16.00. Ásgeir Einarsson, Suðurgötu 4a, Keflavík. Erla H. Thoroddsen, Sóltúni 7, Reykjavík. Guðrún A. Gunnarsson, Hraunbæ 103, Reykjavík. Halldór Guðfinnsson, Skagabraut 36, Garði. Kristín Einarsdóttir, lllugagötu 6, Vestmannaeyjum. Sigríður Ingimundardóttir, Suðurgötu 15, Keflavík. 75 ÁRA____________________ Guðni Ágústsson, Keilufelli 20, Reykjavík. Þorsteinn Gíslason, Nýjabæ, V-Skaftafellss. 70ÁRA_____________________ Aðalbjörg Guðmundsdóttir, Garðabraut 45, Akranesi. Rósa Guðrún Jónsdóttir, Brekkuhúsi 2b, Akureyri. 60 ÁRA Erlendur G. Pétursson, Sólhlíð 7, Vestmannaeyjum. Guðni Ólafur Brynjólfsson, Ásenda 12, Reykjavík. Inga Þyri Kjartansdóttir, Nýbýlavegi 22, Kópavogi. Ingibjörg Einarsdóttir, Hafnargötu 4, Seyðisfirði. Karel Ingvar Karelsson, Álfholti 56c, Hafnarflrði. 50ÁRA Aðalheiður Jóhannsdóttir, Þverholti 6, Akureyri. Anna S. Guðmundsdóttir, Borgarbraut 24, Selfossi. Bima Kristín Svavarsdóttir, Logafold 54, Reykjavlk. Emil Óskar Þorbjörnsson, Garðabyggö 2, Blönduósi. Jakob Frímann Magnússon, Austurgötu 21, Hafnarfiröi. Kristján Guðmundur Torfason, Austurgerði 6, Kópavogi. Leifur Rósinbergsson, Fögrukinn 28, Hafnarfirði. Margrét S. Hjartardóttir, Arnarbakka 7, Bíldudal. Ólafur Valtýr Hauksson, Ægisíöu 76, Reykjavlk. Sigríður Búadóttir, Leifsgötu 20, Reykjavík. Tómas Tómasson, Tunguseli 11, Reykjavík. 40 ÁRA____________________ Anna María Agnarsdóttir, Sunnubraut 2, Búðardal. Gunnlaugur K. Gunnlaugsson, Eskihlíð 10, Reykjavlk. Helga Oddsdóttir, Barðastöðum 17, Reykjavík. Indriði Jóhann Þórisson, Kjaransstööum, Borgarf. Jóhanna Haröardóttir, Smárahlíð 7L, Akureyri. Óli Þór Magnússon, Garðavegi 7, Keflavlk. Selma Jónasdóttir, Klettabergi 52, Hafnarfirði. Steingeröur Kristjánsdóttir, Laufengi 176, Reykjavík. Svanur Kristinsson, Lyngheiði 7, Selfossi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.