Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2003, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2003, Blaðsíða 53
LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 Helqarblctð H>V 57 Sigurður Viggósson framkvæmdastjóri á Patreksfirði veður 40 ára á morgun Sigurður Viggósson framkvæmdastjóri, Sigtúni 5, Patreksflrði, verður fimmtugur á morgun. Starfsferill Sigurður fæddist í Reykjavík. Hann flutti með for- eldrum sínum til Litla-Laugardals í Tálknafirði 1953 og ólst þar upp til níu ára aldurs, ólst upp í Haga á Barðaströnd einn vetur og frá tíu ára aldri á Hlaðs- eyri við Patreksfjörð til þrettán ára aldurs en flutti þá á Patreksfjörð og hefur búið þar síðan að frátöldum námsárum í Reykjavík. Sigurður stundaði nám við Núpsskóla í Dýrafirði tvo vetur og þrjá vetur í Reykjavík við Lindargötu- skóla og VÍ. Hann stundaði tölvu- og forritunarnám og síðar nám í sjávarútvegsfræðum við Endurmennt- unarstofnun HÍ. Á námsárum stundaði Sigurður sjómennsku á bát- um frá Patreksfirði og var eitt ár við skrifstofustörf hjá launadeild Eimskipafélags íslands hf. í Reykjavík. Að námi loknu starfaði hann við banka og trygg- ingarstörf hjá Samvinnubanka íslands og var síðan bókari og fulltrúi kaupfélagsstjóra hjá Kaupfélag Pat- reksfjarðar 1976-81. Sigurður stofnaði hann fyrirtækið Tölvuþjónusta Vestfjarða hf. á Patreksfirði 1973 ásamt Bolla Ólafs- syni og var framkvæmdastjóri þess til 1990 er hann var ráðinn framkvæmdastjóri fiskvinnslu- og út- gerðarfélagsins Odda hf. Sigurður var m.a. formaður íþróttafélagsins Harð- ar á Patreksfirði 1973-81, formaður í Héraðssamband- inu Hrafna-Flóki 1978-82 og 1999-2003, sat í stjóm UMFÍ frá árinu 2001 og í framkvæmdastjóm þess. Þá hefur hann verið í stjórn Samtaka fiskvinnslu- stöðva frá 1994 og í framkvæmdastjórn þess frá 1999. í stjórn Útvegsmannafélags Vestfjarða frá 1996. Sigurður var m.a. í Hreppsnefnd Patrekshrepps 1982-94, þar af varamaður í tvö ár, oddviti hrepps- nefndar Patrekshrepps 1986-90 og situr í bæjarstjórn Vesturbyggðar frá 2002. Fjölskvlda Sigurður kvæntist 22.6. 1974 Önnu Jensdóttur, f. 18.12.1953, kennara. Foreldrar hennar eru Jens Jóns- son, f. 1.5. 1921, og Sólveig Ásbjarnardóttir, f. 26.1. 1926. Sigurbjörg Márusdóttir fyrrv. bóndi í Kalastaðakoti og húsmóðir á Akranesi verður 70 ára á þriðjudag Sigurbjörg Márusdóttir, húsfreyja og fyrrv. bóndi í Kalastaðakoti á Hvalfjarðarströnd, Jörundarholti 148, Akranesi, verður sjötug á þriðjudaginn. Starfsferill Sigurbjörg fæddist á Ystu-Grund í Blönduhlíð en ólst upp á Bjarnastöðum í Blönduhlíð í Skagafirði þar sem hún vann að bústörfum með foreldrum sínum. Sigurbjörg var í skóla I þrjá vetur. Ung fór hún að vinna og vann hún nokkur ár við Hóteliö í Varmahlíð. Einnig var hún veturlangt við húshjálp í Reykjavík. Sigurbjörg stofnaði heimili 1949 með Sveini Hjálm- arsyni og var fyrsta heimili þeirra að Hvíteyrum í Lýt- ingsstaðahreppi. Síðar fluttu þau að Miðgili í Langa- dal þar sem þau eignuðust sitt fyrsta barn. Sigurbjörg og Sveinn hættu búskap og fluttust til Akranes 1956. Á Akranesi vann Sigurbjörg við fiskvinnslu og saumaskap. Þau keyptu jörðina Kalastaðakot í Hval- firði 1966 og bjuggu þar allt til 2001. Sigurbjörg starfaði við ýmis félagsstörf, svo sem í Kvenfélaginu Lilju og kirkjukór Hallgrímskirkju í Saurbæ. Fjölskylda Sigurbjörg giftist 29.12. 1962 Sveini Hjálmarssyni, f. 5.4. 1918, bónda í Kalastaðakoti. Hann var fimm ára er hann missti föður sinn og ólst því upp hjá Sveini Stef- ánssyni og Guðrúnu Þorleifsdóttur. Börn Sigurbjargar og Sveins eru Sigurbjörg Svan- hvít, f. 7.10. 1952, kaupkona á Akranesi, gift Ragnari Valgeirssyni bifreiðarstjóra og eiga þau tvö börn; Hjálmar Már, f. 19.7. 1954, húsasmíðameistari í Hafn- arfirði, kvæntur Ingibjörgu Sigurðardóttur sjúkraliöa og eiga þau þrjú börn; Guðberg Heiðar, f. 20.9. 1955, húsasmíðameistari og starfsmaður Norðuráls, kvænt- ur Þorbjörgu Helgadóttur fóstru og eiga þau þrjú börn; Hjörtur Márus, f. 6.9. 1956, kranamaður við Grundar- tanga, búsettur á Akranesi, kvænt- ur Lilju Gísladótt- ur kaupkonu og eiga þau tvö börn; Árni Geir, f. 19.7. 1960, húsasmíða- meistari á Akra- nesi, kvæntur Ingibjörgu Val- mundsdóttur sjúkraliða og eiga þau fjögur börn; Guðrún Sigríður, f. 8.4. 1963, póst* buröarkona á Akranesi, gift Óla Þór Heiðarssyni, húsasmíðameist- ara og starfs- manni við Sementverksmiðjuna og eiga þau fjögur börn; Karl Ingi, f. 7.5. 1966, véltæknifræðingur, starfar hjá Hönnun, verkfræðistofu á Akranesi, kvæntur Sig- rúnu Vigdísi Gylfadóttur fóstru og starfar hún við Grundaskóla á Akranesi og eiga þau þrjú börn. Systkini Sigurbjargar: Hjörtína Halldóra, f. 17.6. 1925, búsett á Hofsósi; Guðmundur, f. 1.6. 1928, búsett- ur í Varmahlíð í Skagafirði; Hermína Sigríður, f. 1.3. 1930, búsett í Hjaltastaðahvammi í Blöndulíð; Tómas Ingi, f. 26.7.1937, d. 4.8. 2001; Þrúður, f.14.5.1939, búsett í Reykjavík; Salbjörg, f. 29.9. 1945, búsett á Sauðár- króki. Foreldrar Sigurbjargar voru Márus Guðmundsson, f. 25.7. 1902, d. 18.11. 1982, bóndi á Bjarnastöðum, og Hjörtína Tómasdóttir, f. 25.8. 1906, d. 26.8. 2002, hús- freyja. Viðskiptaþátturinn Þáttur um viðskipti og efna- útvarpi Sögu fm 94.3 hagsmál á hverjum virkum degi milli klukkan 17-18 uUt \><u) tílmgtíverdtísttí í heiini viðskiptd í dag -það borgarsig aðhlusta Landsbankinn Börn Sigurðar og Önnu eru Snæbjörn, f. 28.12. 1974, en sambýliskona hans er Jóhanna Másdóttir, f. 19.8. 1973, þau búa á Djúpavogi og eiga soninn Karl Jakob, f. 30.1. 2001; Stefanía, f. 19.1. 1979, býr í Reykjvík, nemi við Hí; Magnús Amar, f. 25.3. 1981, stundar nám við FB; Lilja, f. 15.9. 1986, stundar nám við FB. Systkini Sigurðar eru Ingibjörg Guðrún, búsett á Akranesi; Snæbjörn Geir framkvæmdastjóri, búsett- ur á Tálknafirði; Þorbjörn, bifreiðastjóri í Reykjavík; Símon, vélstjóri, búsettur á Tálknafirði; Bjarni, skip- stjóri, búsettur á ísafirði; Kristín húsmóðir, búsett í Kópavogi. Foreldrar Sigurðar eru Viggó Ólafsson f. 15.5.1921, d. 19.9. 1994, bóndi og verkamaður á Tálknafiröi, og Hulda Símonardóttir, f. 21.6. 1932, frá ísafirði og býr hún nú í Hafnarfirði. Uppeldisforeldrar Sigurðar voru Magnús Jónsson, f. 1889, d. 1970, bóndi á Hlaðseyri, og Guðný Einars- dóttir, f. 1909, d. 1966, og síðar þau Lilja Jónsdóttir, f. 14.3.1931, og Jón Magnússon, f. 3.3.1930, skipstjóri frá PatreksFirði. Höfuöstafir - þáttur 77 Hagyrðingamót var haldið sem þáttur i Jörfagleði Dalamanna á sumardaginn fyrsta, 24. april sl. Stjórnandi var Gísli Einarsson, ritstjóri í Borgar- nesi. Þarna voru ýmis mál brotin til mergjar eins og títt er á slíkum samkomum. Hagyrðingarnir byrj- uðu þó á því aö kynna sig. Kristján Hreinsson fór með nokkrar vísur um sjálfan sig, m.a. þessar: Vissulega veit ég þó og vart mér getur líkað aö af hógvœrðinni hef ég nóg en henni er lítió flíkað. Meó matvœlum og mestri fró ég magna á mér spikið en einhvern veginn er það þó aldrei nógu mikið. Og Dagbjartur Dagbjartsson á Refstöðum í Hálsa- sveit kynnti sig þannig: Ekki er bjart á andans Ijósi þó eigi það aö lýsa hér; óttalegur bögubósi og bœrinn nefndur eftir mér Rætt var um stjórnmál. Helgi Björnsson á Snart- arstöðum i Lundarreykjadal orti um skattalækkana- áform stjórnmálamanna: Skattar okkar eiga víst aó lækka viö öllum flokkum blasir framtíó glœst. Innan tíöar hljóta þeir aó hœkka svo hœgt veröi aö lœkka aftur nœst. Og Dagbjartur sá alveg nýja hlið á skoðanakönn- unum: / fylgiskönnun maður minn er margt líkt ástafundum. Menn eru aðfara út og inn og upp og niöur stundum. Spurt var um það hvað Guðrún Ósvífursdóttir hefði sagt þegar hún sá Kjartan í fyrsta sinn. Látið var að því liggja að það hefði verið í lauginni á Laugum. Helga tókst að tengja þetta slagorði sem gjaman hljómar í auglýsingum þama að vestan: Kjartan nakinn konan sá í kafi í baðlauginni. „Dalirnir heilla", heyróist þá hljóma ífyrsta sinni. Eitt af yrkisefnum kvöldsins var erótískt nudd. Kristján Hreinsson kvað; Áður drakk ég öl og vín, ýmsar pillur bruddi. Nú er aðal útrás mín í erótísku nuddi. Við endum að sjálfsögðu á kosningavísu. Þessi er ættuð úr huga og hjarta Egils Jónassonar, hag- yröings á Húsavík: Umsjón \ Bœði mér og fleiri finnst fyllsta sannleik ofar, sá hefur oftast svikið minnst sem aö fœstu lofar. J* %
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.