Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2003, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 Útgáfufólag: Útgáfufélagifi DV ehf. Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson A&alritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson A&stoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blafiaafgreifisla, áskrift: Skaftahlíð 24,105 Rvik, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Hafnarstræti 82, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerb og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins T stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir vifitöl viö þá eða fýrir myndbirtingar af þeim. Syndaflóðið Aprés moi, le déluge. Þetta segja Frakkar ööru hverju þegar þeir meta leiðtoga sína, jafnt á sviði stjómmála, lista og menningar. Setningunni væri hægt að snara á íslensku með orðunum „syndaflóð- ið að mér gengnum“. Frakkar nota þessi orð oft á tíðum i háðungarskyni um þá sem era svo sjálfhverfir og uppteknir af eigin mikilvægi að þeir halda að heimurinn farist, eða stórversni í það minnsta, um leið og þeirra nýtur ekki lengur við. Það er með öðrum orðum kóng- ur í hverjum stjómanda og ríki sem þarf að verja. Þessi orð að ofan eru að líkindum komin frá Loðvíki fimmt- ánda sem ríkti á þeirri tíð þegar glæsileiki Versalahirðarinn- ar þótti ná hámarki. Á hans tíð varð stjórnarfar allt mun frjálslegra en áður en tilraunir til að draga úr forréttindum aðals og klerka og þar með stéttaandstæðum náðu ekki fram að ganga. Loðvík þessi vissi sem var að margt í samfélagi hans þurfti lagfæringa við, að minnsta kosti frá sjónarhóli al- þýðunnar, en því meira hélt hann þeim orðum á lofti að þeir sem á eftir kæmu yrðu örugglega verri en hann sjálfur. Hálfri þriðju öld síðar er sömu rökum beitt uppi á íslandi. Kosningabaráttunni sem nú er að ná hámarki má að miklu leyti lýsa með þessum fjórum frönsku orðum. Aprés moi, le déluge. Hræðsluáróðurinn er yfirgnæfandi og æði langt seilst í þeim efnum, jafnvel svo langt að segja Sverri Hermannsson næsta utanríkisráðherra landsmanna. Það er gripið til sterk- ustu orða og litirnir sem eru í boði eru svart og hvítt. Kjós- endur standa frammi fyrir einum kosti; allt annað er ókost- ur. Valið snýst um vellíðan eða efnahagslegt tilræði. Vitaskuld er heimurinn í lit. Jafnvel ísland er í lit þó sauðalitirnir séu landanum tamir. Og einhverra hluta vegna er það svo að liðlega helmingur þjóðarinnar er þeirrar skoð- unar að skipta beri um stjórnendur samfélagsins. Þessi sama þjóð er reyndar að því leyti betur sett en franska alþýðan á fyrri tíð að mega tjá hug sinn í kosningum. Hún er tiltölulega upplýst og á býsna auðvelt með að mynda sér skoðanir: ólik- ar skoðanir, andstæðar skoðanir, alslags skoðanir. Hún býr við lýðréttindi. Það er meira en Loðvík hefði þolað. Enn er það svo að lýðræðið er spurning um þol. í mörgum skilningi. Lýðræðislegt óþol tekur á sig margar myndir, með- al annars þá að geta ekki unnt öðrum þess að hafa aðrar skoðanir. Þetta lýðræðislega ofnæmi lýsir sér öðru fremur í því að gera svo lítið úr skoðunum þeirra sem eru ekki á sama máli að þeir hinir sömu líti út eins og fábjánar í samanburð- inum. Og þaðan er jafnan stutt í frönsku klisjuna; annað- hvort haldi menn sig á mottunni og styðji áfram óbreytt ástand eða rati hreint og beint í botnlausar ógöngur. Skoðanir eru drifkraftur í lýðræðislegu samfélagi. Opin og frjáls skoðanaskipti eru þar af leiðandi heilbrigðisvottorð fyr- ir þroskað lýðræðissamfélag. Þessi mikilvæga umræða sem hvert þjóðfélag verður að temja sér kallar á umburðarlyndi og virðingu fyrir skoðunum annarra. Miðað við umræðu síð- ustu daga mætti ætla að stór hluti íslensku þjóðarinnar, jafn- vel meirihluti hennar, vilji gera út af við íslenskt samfélag. Svo er ekki. Þessi hluti þjóðarinnar er ekki brjálaðri en svo að hann hefur aðra skoðun. Það er ósköp heilbrigt. Pólitísk umræða hér á landi er meira og minna karp. Alltof gjarnan víkur pólitísk rökræða fyrir pólitískum kappræðum. Þeirrar tilhneigingar hefur gætt hjá þaulsætnum ráðamönn- um að geta ekki skipst á skoðunum við pólitiska andstæðinga sína án þess að henda í þá ónotum. Þessir menn leggja póli- tískan ofurþunga á að lýsa syndatlóðinu að sér gengnum. Þeim er lagið að hræða aðra til fylgis við sig. Og þeir vita sem er að það virkar. Hinir sem láta sér ekki segjast eru enn að fikta við lýðræðið. Og fá skammir fyrir. Sigmundur Ernir DV Horfið kosningamál Fyrir ári voru svokallaðir stjóm- málaskýrendur flestir sammála því að hugsanleg aðild íslands aö Evr- ópusambandinu yrði eitt helsta kosningamál þeirrar kosningabar- áttu sem nú stendur sem hæst. Samfylkingin virtist ætla að keyra á málið og Framsóknarflokkurinn undir forystu Halldórs Ásgrímsson- ar gerði sér dælt við Evrópusinna. En stjómmálaskýrendumir höfðu rangt fyrir sér. Umræðan um Evr- ópusambandsaðild hefur í raun horfið af málaskrá íslenskra stjóm- málamanna og í hugum kjósenda skiptir hún ekki máli - að minnsta kosti ekki þessar vikurnar. Og skoðanakannanir benda til þess að andstaðan við hugsanlega aðild sé að aukast. Raunar er töluverður meirihluti þjóðarinnar andvígur aðild samkvæmt skoðanakönnun- um. Er nema furða að formaður Samfylkingarinnar segi að aðild geti beðið enn um sinn? Ég fæ ekki betur séð en að svip- að sé upp á teningnum annars stað- ar. Kannanir benda til að meiri- hluti Svía sé andvígur því að taka upp evruna, þrátt fyrir að flestir stjómmálamenn, áhrifamenn í at- vinnulífinu og fjölmiðlar hafi hald- ið uppi linnulausum áróðri fyrir því að sænskum krónum verði skipt út fyrir evruna. Áróðurs- meistararnir virðast vera að tapa þessu stríði. í Bretlandi hefur ríkisstjóm Verkamannaflokksins ákveðið að fresta ákvörðunum um aðild að hinu sameiginlega myntbandalagi. Þjóðaratkvæðagreiðslu hefur verið frestað. Formaður Samfylkingar- innar sagði í viðtali við Morgun- blaðið að niðurstaða bresku ríkis- stjórnarinnar kunni að draga „eilít- ið úr þrýstingnum á að við könnum í mikilli alvöru inngöngu í Evrópu- sambandið. En þar er einungis um frest að ræða. Ég held að Bretar muni örugglega enda þarna um síð- ir og Danir og Svíar sömuleiðis. Þá er óhjákvæmilegt fyrir okkur að taka upp evru og ganga í Evrópu- sambandið." Heimsýn Heimsýn, félag sem lagst hefur gegn aðild íslands að Evrópusam- bandinu, hélt síðstliðinn miðviku- dag hádegisfund um evruna og var leitað svara við því hvort það væri álitlegur kostur að taka hana upp hér á landi. Aðalframsögumaður var Ragnar Ámason, prófessor í hagfræði við Háskóla íslands. Hér verður gríðarlega fróðlegt erindi hans ekki rakið efnislega en ljóst er að athuganir hans á kostum þess og göllum að taka upp evruna eru vatn á myllu þeirra sem vara við því að fóma sjálfstæði landsins í peningamálum. Éjölmiðlamenn virðast mér því miður fremur ginnkeyptir fyrir hinni sameinuðu Evrópu. Róman- tíkin mn Evrópusambandið svífur yfir vötnunum í íjölmiðlum sam- tímans ekki síður en hjá einstökum stjórnmálamönnum og flokkum sem nú vilja sem minnst um málið ræða í aðdraganda kosninga. Með svipuðum hætti hef- ur verið reynt að telja fólki trú um að upptaka evrunnar leiði sjálfkrafa til lækkunar matarverðs - líkt og ekkert samband sé á milli skipulags í ís- lenskum landbúnaði með tilheyrandi höftum og matvœlaverðs. Minna hefur farið fyrir því að benda á hið augljósa. En auðvitað eru fjölmiðlamenn ekki samstíga í þessu frekar en öðru. Efasemdarmennirnir um ágæti Evrópusambandsins eru vissulega til innan raða fjölmiðl- unga en þeir láta ekki jafnhátt og aðdáendumir. Svipað virðist upp á teningnum meðal atvinnurekenda. Gælur Samtaka iðnaðarins við Evr- ópusambandið og evruna eru þekktar. Útgerðarmenn standa hins vegar harðir gegn aðild. Þannig eru samtök atvinnulífsins klofin en í þessu sambandi er þó merkilegt að samkvæmt könnun Viðskiptablaðs- ins, sem birt var í febrúar, var meirihluti stjórnenda á móti aðild. Spilað á tilfinningar Þeir sem hæst hafa talað um nauðsyn þess að taka upp evruna hér á landi hafa áttað sig á því að annaðhvort nægja hin hagfræði- legu rök ekki eða þá að almenning- ur hefur ekki á þeim þann skilning sem nauðsynlegur er til að mynda sér afstöðu. Þess vegna hafa önnur rök, þar sem reynt er að spila á til- finningar, verið ofar á blaði. Reynt er að sannfæra almenning um að upptaka evrunnar muni sjálfkrafa leiða til verulegrar vaxtalækkunar og þá ekki aðeins hjá fyrirtækjum heldur ekki síður hjá einstaklingum. Þar með myndu vextir af húsnæðislánum lækka verulega og raunar vextir allra annarra lána, s.s. neyslulána. Þannig eiga skuldir heimilanna að lækka. Ekki er minnst á að lágir vextir á evrusvæðinu eru vegna efnahagslegrar stöðnunar og at- vinnuleysis. Auk þess er langt trá því að það sé sjálfgefið að vextir verði lægri, eins og kom fram í áð- umefndu erindi Ragnars Ámason- ar. Með svipuðum hætti hefur verið reynt að telja fólki trú um að upp- taka evrunnar leiði sjálfkrafa tfl lækkunar matarverðs - líkt og ekk- ert samband sé á mUli skipulags í íslenskum landbúnaði, með tU- heyrandi höftum, og matvæla- verðs. Minna hefur farið fyrir því að benda á hið augljósa. MikUvægt hagstjómartæki verður tekið úr sambandi og aðlögunarhæfni efna- hagslífsins að breyttum aðstæðum verður stórkostlega skert. Skert að- lögunarhæfni verður aðeins greidd með auknu atvinnuleysi þegar gef- ur á bátinn. Með svipuðum hætti var reynt að halda því fram að ísland gæti gerst aðUi að Efnahags- og mynt- bandalagi Evrópu án þess að ganga fyrst inn í Evrópusambandið. Auð- vitað hefur komið í ljós að þetta var rangt og aUar hugmyndir um einhliða upptöku ervunnar em gleymdar. Umræðan um evruna og upp- töku hennar hér á landi er því að- eins umræða um beina aðUd ís- lands að Evrópusambandinu með kostum þess og göUum. Og þeir sem hallast að því eru um leið tU- búnir að láta af efnahagslegri sjálfstjórn þjóðarinnar, ekki aðeins færa yfirstjórn á nýtingu fiskimið- anna, heldur einnig láta af hendi mikUvægt stjórntæki í efnahags- málum hverrar sjálfstæðrar þjóð- ar. Ég fæ ekki betur séð en að um- ræðan um evruna og Evrópusam- bandið hafi verið sett á frost - að minnsta kosti í bUi, og er það í takt við það sem er að gerast í öðrum löndum. íslendingar virðast ekki jafn- ginnkeyptir fyrir hugmyndafræði Evrópusinna og í fyrstu mátti ætla. Þar skiptir að líkindum mestu að málflutningurinn hefur ekki verið trúverðugur og á stundum ístöðu- laus í anda hentistefnu. íslending- ar hafa aUtaf kunnað fremur Ula við ístöðuleysi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.