Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2003, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2003, Blaðsíða 33
LAUOARDAGUR 3. MAÍ 2003 H e Iqcí rb la ð 13 "V 37 Blind ást -Bankaræninginn John Killock átti sér eiginkonu, lang- tíma-hjákonu og langan fangelsisdóm yfir höfði sér þeg- ar hann mœtti stóru ástinni. Flugmaöurinn Tim Joyce átti ekki annarra kosta völ en að hlýða þegar byssum var belnt að honum. Ástin er óútreikanleg og fölnar og blómstrar eftir óviss- um lögmálum og oft óútskýranlegum. Oft leiðir ástin fólk í fyrirsjáanlegar ógöngur og öðnun óskiljanlegar. Hvað dró rúmlega fertugan bóksaflisfræðing, glæsilega og vel mennt- aða konu í góðri stöðu, að sextugum atvinnu- glæpamanni, sem alið hafði mestan sinn aldur í fangelsum, er öðrum hulið. Ekki síst fyrir þá sök að karlinn var heilsutæpur, var kvæntur og átti sér hjákonu að auki og enginn sem tii þekkti spáði nema ömurlegri framtíð. Hann ólst upp í glæpaklíkum og fangelsum í Ástralíu og var byssubófi, þjófur og mannræn- ingi. Hún var vel menntuð, glæsileg og nýskil- in við mann sinn þegar hún hitti bófann í gleð- skap sem henni var boðið til. Það var árið 1997. Þar varð ást við fyrstu sýn og örfáum mánuð- um síðar varð siðfágaður bóksafhsfræðingur að vel vopnuðum flugræningja sem náði élskhuga sínum úr fangelsi á glæfralegan hátt. Lucy Dudko er einkadóttir rússneskra inn- flytjenda. Faðir hennar var prófessor sem vissi hvað í dóttur hans bjó og hvatti hana til að nota góðar gáfúr og glæsilegt yfirbragð til að mennta sig og komast áfram í nýju og öðruvísi samfé- lagi en þau ólust upp í. Lucy var með háskóla- próf í rússneskri menningarsögu auk þess að vera lærður bókasafhsfræðingur. Hún bauð af sér góðan þokka og var það mörgum undrunar- efhi þegar hún batt trúss sitt við ótíndan glæpa- mann en hefði ella getað valið úr frambærileg- um mannsefnum. En „ást er fædd og alin blind“ og verður skynsemin stundum að víkja fyrir „sterkasta aflinu“ og er ekki um að fast. Tveim árum síðar var John Killock lokaður inni i fangelsi utan við Sydney rétt einu sinni og átti að sitja lengi inni. En turtildúfumar gátu ekki án hvor annarrar verið og heimsótti Lucy ástvin sinn í fangelsið eins oft og leyft var. í marsmánuði 1999 var mikið um að vera i Sydney, enda var verið að byggja og bæta alla borgina vegna væntanlegra ólympíuleika. Var því mikið um ferðamenn og var flest gert til að greiða götur þeirra. Því var lítið tekið eftir þegar hringt var í þyrluleigu og spurt hvort flugmaður myndi ekki fara að óskum farþega, sem greiddi vel fyrir, í einu og öllu. Því var jánkað og að morgni hins 25. sté aðlaðandi ung kona upp í þyrluna sem Tim Joyce flaug. Hann var vanur svaðilforum og björgunarstörfum í fleiri álfum og hafði gott orð á sér sem öruggur og traustur flugmaður. Lucy Dudko var með margar handtöskur meðferðis og var ekkert óvenjulegt við það því ferðamenn hafa oft marg- ar og margvíslegar mymdavélar og tilheyrandi hafurtask með í útsýnisflug í þyrlum. Hún greiddi nokkur hundruð dollara fýrir klukkustimdarflug. Þegar komið var á loft bauð hún 350 dollara bónus ef flugmaðurinn gerði það sem hún krafðist. Joyce féllst á það og fékk greitt í reiðufé, Hon- um datt ekki í hug að gera ætti neitt ólöglegt. Flogið var yfir Óperuhúsið og ólympiuleikvanginn sem verið var að ljúka við. I fyrstu var Lucy þögul en þegar kom- ið var yfir úthverfm spurði hún hvort flugmanninum væri ekki sama þótt hann flygi að fangelsinu í Silverwater þegar þau nálguðust þann stað. Hann benti henni á að ekki væri leyfilegt að fljúga nær jörðu vegna hávaðamengunar og að samkvæmt öryggiskröfum fangelsa væri bannað að stunda lágflug nærri þeim. Að þeim orðum sögðum sneri hann þyrlunni í átt að höfninni. Út undan sér sá Joyce flugmaður hvar farþegi hans seildist í eina hand- töskuna og hélt hann að loks ætti að fara að taka myndir. En úr töskunni tók bóksasafnsfræðingurinn veski og upp úr því skammbyssu. Hún beindi herini að höfði flug- mannsins og tilkynnti að þetta væri flugrán og væri þeim báðum fyrir bestu að hann hlýddi fýrirskipunum hennar í einu og ölllu. í fyrstu datt Joyce í hug að snarsnúa þyrlunni til að koma ræningjanum úr jafnvægi og freista þess að afvopna konuna. Hann sá brátt að það væri of hættulegt og ætlaði þess í stað að ýta á sérstakan neyðarhnapp sem var á fjarskipatækj- um og mundu menn á neyðarvakt þeg- Brúöarmyndin af vel gefinni menntakonu og efnilegum vísindamanni þegar þau giftust í Rússlandi á sínum tíma. Þau Lucy og Alexy skildu og hún kynnt- ist margdæmdum bófa í nýju landi. Bankaræninginn John Killock var kaldrifjaöur glæpamaður sem átti hug og hjörtu róman- tískra kvenna. ar í stað gera ráðstafanir. En Lucy vissi hvað hún var að gera og var ráðið vel undirbúið. Hún sagðist hiklaust skjóta flugmanninn og þau færust þá bæði ef hann reyndi að gera einhverjar óæski- legar kúnstir og tók þar með fjarskipta- tækin öll úr sambandi og tók stærri og kraftmeiri byssu upp úr annarri tösku og skellti sjálfvirku skotfærahylki á sinn stað með vel æfðum handtökum. Flugmaðurin var vel veraldarvanur og sá að konunni var fúlasta alvara og myndi hiklaust standa við hótanimar ef henni væri ekki hlýtt undanbragða- laust. Jocye spurði því hvað hún ætlað- ist fyrir. Hún benti á fangelsið og skip- aði honum að lenda í æfingagarðinum þar sem þau ættu að taka farþega. Þeg- ar þyrluflugmaðurinn spurði Lucy hvort hún væri snarvitlaus svaraði hún kuldalega að þeim væri báðum fyrir bestu að hann gerði það sem honum væri sagt. Þegar þyrlan lækkaði flugið fóru fangamir, sem vom úti við að veifa og hrópa, og fangaverðir æptu í gjallar- hom og vömðu við að þyrlan nálgaðist meira og hótuðu að skjóta ef reynt yrði að lenda. Lucy skipaði flugmanninum að lenda hvað sem hver segði og spurði hann þá hvem hann ætti að taka um borð. Þá hljóp gráhærður maður út úr hópnum og hljóp á móts við lendingarstað sem konan benti á. Áður en þyrlan snerti jörðina stökk Killock upp á lendingar- búnaðinn og kom þá hættuleg slagsiða á þyrluna. Flugmaðurinn sá sitt óvænna og sagði karlinum að flýta sér um borð og mundi hann þá koma honum út íyr- ir múrana. Killock snaraðist inn og greip sjálfvirku byssuna sem ástkona hans rétti honum. Allt var þetta í hasarstíl Hollywood- framleiðslunnar enda var flóttinn skipulagður eftir þekktum kvikmynd- um þar sem svalir karlar plötuðu fangaverði og löggæslu- menn eftir kúnstarinnar reglum. Strokufanginn sagði flugmanninum að honum yrði ekk- ert mein gert ef hann aðeins gerði það sem honum væri skipað, annars væri ekki um aðra kosti að velja. Um tíu mínútum siö- ar var Joyce skipað að lenda þyrl- unni á sandströnd norðan við Sydney og þar fóru flugræningjamir út og sáust ekki næstu vikumar og vissi enginn hvað af þeim varð. Eftirförin Nu hófst víðtækasta leit að saka- mönnum í sögu Ástralíu. Fjölmiðlar gerðu eins mikið úr flóttanum og þeim var mögulegt. Mikið var um myndbirtingar ásamt fjörlegum frá- sögnum af ástum parsins. Rakið var að Lucy kom til Ástr- alíu ásamt foreldrum sínum á tí- unda áratugnum og eiginmanni, rússneska vísindamanninum Alexy Lyovich, sem hún skildi við og kynntist atvinnuglæpamanninum John Killock. Hún varð svo yfir sig hrifin að þau fluttu saman þrátt fyr- ir að Killock væri kvæntur og ætti þar að auki hjákonu sem hann var búinn að halda við lengi. Það efldi aðeins ástina þegar hún komst að þvi að hann var margdæmdur og fyrrverandi og tilvonandi fangelsis- matur. Lucy lýsti ástvini sínum sem manni sem hæfði sér fullkomlega, hvað sem aðrir kynnu að finna að honum. Þegar þau kynntust átti hann yfir höfði sér réttarhöld fýrir þrjú bank- rán og að hafa skotið að lögreglu- þjóni. Þegar bófinn var settur inn sór bóksafhsffæðingurinn að hún myndi aldrei yfirgefa hann og heimsótti Killock i fangelsið eins oft og lög leyfðu en hann var dæmdur til ævi- langrar vistar þar fyrir afbrot sín. Hún var svo hrifin að hún vingaðist jafnvel við Gloriu, eiginkonuna sem Killock var búinn að vera kvæntur í 20 ár. Næstu 45 dagana eftir flóttann birtu blöðin stöðugt fréttir af skötu- hjúunum sem þau kölluðu Bonny og Clyde. Ábendingar bárust um að þau hefðu sést á Honolulu og Nýja-Sjá- landi og jafiivel á Fidjieyjum. En lög- reglan var viss um að þau hefðu aldrei farið frá Ástralíu. Að lokum fundust þau á móteli við húsvagna- stæði skammt frá Sydney. Þau skráðu sig þar sem herra og frú Brown. Mótelstjórinn hringdi i lög- regluna og taldi að strokufanginn og vinkona hans hefðu dvalið þar fjóra sólarhringa. Hann áttaði sig ekki í fyrstu á hverjir gestir hans voru en frú Brown talaði með smávægilegum erlendum hreim og virtist tauga- óstyrk. I fyrstu hélt stjórinn að þau ættu í leynilegu ástarsambandi og það kom honum ekkert við. En svo kviknaði á perunni þegar hann varð var við að karlinn Brown skammaði leigubílstjóra heiftarlega og þar við bættist að hann réðst harkalega að hreingemingarkonu sem kom óvænt inn i herbergi þeirra. Klukkan hálfþrjú næstu nótt vöknuðu gestir mótelsins upp við að kallað var I hátalara lögreglubíls að hjúin, sem kölluð vora Bonnie og Clyde, yrðu handtekin og dygði ekki að veita mótspymu. Fjöldi lögreglu- bíla beindi Ijóskösturum aö herbergi þeirra og vopnaðir verðir laganna umkringdu húsbílastæðið og mótel- ið. Ástin lét ekki að sér hæða og þeg- ar þau vora bæði lokuð inni bak við lás og slá fóra þau fram á það við fangelsisyfirvöldin að þau fengju leyfi til að ganga í heilagt hjónaband. Killock var settur í stranga örygg- isgæslu og á litla von um að vera sleppt lausum á ný. Lucy Dudko var dæmd árið 2002 í 12 til 15 ára fang- elsi. Við réttarhöldin var hún glæsi- lega klædd og hélt reisn sinn þegar hún reyndi að ljúga sig ffá þyrlurán- inu og hélt því fram að þar hefði ein- hver önnur kona verið að verki. Þyrluflugmaðurinn var aðalvitnið gegn henni og sór að flugvélaræn- inginn væri konan sem ákærð var fyrir fimm alvarleg afbrot, svo sem mannrán, vopnað þyrlurán, fyrir að hjálpa fanga til að stijúka og svo framvegis. Hún situr nú í fangelsi og segist vera viss um að elskhugi hennar muni losna á ný og þá muni hún taka á móti hon- um og elska til æviloka. Bókasafnsfræðingurinn Lucy var glæsileg kona sem kaus sér marg- dæmdan gtæpamann að ástvini.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.