Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2003, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2003, Blaðsíða 28
28 Helqarblaci 3Z>"Vr LAUGARDAGUR 3. M/\í 2003 Aðdáendum Arsenal til mikillar skelfingar hafa leik- menn Man. Utd pálmann í höndunum í ensku úrvals- deildinni í knattspyrnu þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. Reyndar á Arsenal leik til góða. Leikmenn Leeds, sem eru í hatrammri fallbaráttu, geta tryggt Manchester United meistaratitilinn með því að leggja meistarana að velli þar sem Man. Utd á að leika gegn Charlton um helgina og Lundúnaliðið hefur leikið af- spyrnuilla undanfarið og það eru engar líkur á því að liðið leggi Man. Utd að velli. Það er hálfkaldhæðnislegt að erkifjendumir í Leeds United skuli geta tryggt lið- inu meistaratitilinn en þessi lið hafa eldað grátt silfur í áratugi, auk þess sem það situr í stuðningsmönnum Leeds að Man. Utd hefur tekið til sín leikmenn á borð við Rio Ferdinand og Eric Cantona, svo einhverjir séu nefndir. Það má með sanni segja að Man. Utd hafi komið dá- lítið aftan að Arsenal. í vetur leit út fyrir að Arsenal færi létt með að tryggja sér titilinn í vetur og á sama tíma voru leikmenn Man. Utd ekki sannfærandi. Það hefur síðan gerst að Man. Utd hefur fengið 42 stig af síðustu 48 mögulegum og siglt fram úr. Juan Sebastian Veron getur orðið fyrsti Argentínu- maðurinn til að vinna ensku úrvalsdeildina. „í næst- um þrjá mánuði höfum við unnið mjög vel og lagt hart að okkur þar sem við vitum að við höfum ekki mátt við því að tapa stigum og það væri því skömm að henda frá okkur titlinum." Menn mánaðarins Líklegt er talið að Roy Carroll haldi sæti sínu í marki Man. Utd en það hefur ekki gróið um heilt hjá þeim Fabian Barthez og Alex Ferguson síðan Fergu- son kenndi Barthez um tvö mörk sem hann fékk á sig í síðari leiknum gegn Real Madrid. Gary Neville leik- ur ekki meira með liðinu á þessu tímabili en bæði John O'Shea og Veron hafa náð sér af smávægilegum meiðslum, þannig að Alex Ferguson á ekki í neinum teljandi vandræðum að stilla upp sterku liði. Maður- inn á bak við gott gengi liðsins, Ruud Van Nistelrooy, getur skorað í níunda leiknum í röð. Hann var í gær kjörinn leikmaður aprílmánaðar vegna frammistöðu sinnar og þá var Alex Ferguson kosinn framkvæmdastjóri mánaðarins. Juan Sebastian Veron getur um helgina orðið fyrsti Argentínumaðurinn til að vinna ensku úrvalsdeildina í knattspyrnu. Reuter Wenger í vanda Arsene Wenger, framkvæmdastjóri Arsenal, á hins vegar í miklum vandræðum með að koma saman sómasamlegu liði til að mæta Leeds á sunnudag. Pat- rick Viera er meiddur á hné, Ljungtíerg á fæti og Sol Campbell er í leikbanni og verða þeir því ekki með á sunnudag. Þá er talið nær öruggt að þeir Cygan, Edu og Jeffers séu ekki leikhæfír. Þess utan er talið ólíklegt að Gilbert Silva verði með þar sem hann er nýkominn heim frá því að leika vináttulandsleik með Brasilíu gegn Mexíkó. Wenger lét hafa það eftir sér í gær að hann gerði ráð fyrir því að Viera yrði ekki meira með það sem eftir er af keppnistímabilinu og að hann gerði heldur ekki ráð fyrir honum í úrslitaleiknum í bikar- keppni þar sem Arsenal mætir Southampton. Fowler mætir á Anfield Road Það er nokkuð víst að Robbie Fowler vildi frekar klæðast rauðu Liverpool-peysunni í dag þegar Liverpool tekur á móti Man. City þar sem Robbie Fowler leikur nú. Robbie Fowler fær það vandasama verkefni að leika á Anfield Road, gamla heimavellinum sinum þegar hann lék með Liverpool. Hann leikur nú hins vegar með Manchester City og getur gert leið síns gamla fé- lags erfiðari í átt til meistaradeildarsætis. Kevin Keeg- an og leikmenn hans sigla nú lygnan sjó í deildinni en Liverpool berst harðri baráttu við Newcastle og Chel- sea um sæti í meistaradeildinni. „Ég get ekki beðið með að koma til baka og leika á Anfield. Ég var mjög ósáttur við að þurfa að yfirgefa félagið því að ég hef verið aðdáandi liðsins frá því ég var ellefu ára. Ég var hins vegar ekkert að leika á þeim tíma og ég sá ekki neina ástæðu til þess að sitja bekknum og gera ekki neitt nema ná í launin. Mér fannst ég þurfa að komast í burtu þar sem ég gat byrjað frá grunni með öðru fé- lagi Háspenna á Upton Park Það er mikilvægur leikur sem fer fram á Upton Park þegar heimamenn í West Ham taka á móti grönnum sínum úr Chelsea. Chelsea berst fyrir sæti sínu í meistaradeildinni og West Ham verður að vinna til þess að eiga einhvern möguleika á að halda sér í úr- valsdeildinni. Trevor Booking, starfandi framkvæmda- stjóri West Ham, er hæfilega bjartsýnn fyrir viðureign- ina. „Það getur vel verið að sex stig dugi okkur ekki í baráttunni og til að forðast falli en við munum ekki láta neinn segja það um okkur að við höfum ekki gert allt sem í okkar valdi stóð til þess að bjarga félaginu frá falli í 1. deild. Claudio Ranieri, framkvæmdastjóri Chelsea, hefur varað leikmenn sína við að vanmeta ekki andstæðinga sína í dag og eiga það á hættu að fórna sætinu í meist- aradeildinni. „Þetta er stór leikur fyrir okkur og því mikilvægt að menn séu einbeittir. Ég mun tala vel yf- ir leikmönnum og setja mikla pressu á þá og ég vona að þeir bregðist rétt við því. -PS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.