Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2003, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2003, Blaðsíða 16
16 Helgarblað LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 Guðmundur Kamban. Þegar þessi mynd var tekln var hann viðurkenndur rithöf- undur og langt um iiðlð síðan hann 17 ára gamall ritaði „ósjálfrátt" sögur sem sagðar voru eftir fræga ritsnillinga. Skáldskapur að handan Áriö 1906 kom út I Reykjavík lltiö kver, Úr dularheimum og bar þaö undirtitilinn „Fimm æfintýri. Ritaö hefur ósjálfrátt Guömundur Jónsson." Guðmundur þessi Jónsson var þá sautján ára, skólapiltur, seinna þjóðkunnur sem rithöfund- urinn Guðmundur Kamban. Á þessum tíma var Guðmundur miðiil svoneöids „Tilraunafélags“. Forstöðumenn félagsins voru Bjöm Jónsson, síðar ráðherra og Einar Kvaran rithöfundur. Félagið átti sér það háleita markmið að færa sönnur á framhaldslíf. Guðmundur lagði sitt af mörkum og skráði í leiðslu ævintýri sem þrír skáldsnillingar voru sagðir hafa samið í betri heimi. Skáldin voru H.C. Andersen, Jónas Hall- grímsson og Snorri Sturluson. Sögumar birtust í áðumefndu kveri. Samkrull skálda í eftirmála kvers- ins skýrði Bjöm Jónsson frá tilurð ævintýranna. „Ung- lingspiltur, 17 vetra, hefur ritaö þau ósjálfrátt, þá daga, er til eru nefhdir á titilblöðunum... Hann hefir ekkert vitað, hvað hann var að skrifa, fyr en á eftir, að hann eða aðrir hafa lesið það; stundum hefir hann þó lesið það sjálfur jafnóðum úr penn- anum (blýantinum). Einu sinni hefir verið bundið tyrir augun á honum og hann þó skrifað jafn-viðstöðulaust, glögt og línurétt." Og um höfunda ævintýranna sagði Bjöm: „Nöfhin sem undir þeim standa eru þar sett eftir hinu ósjálfráða handriti. Og fylgdi sú skýring, að hugs- animar í 4 æfintýr- unum sé eingöngu eða aðallega eftir H.C. Andersen, en búningurinn ís- lenzki eftir Jónas Hallgrímsson og Snorra Sturluson á einu þeirra. Eitt æf- intýrið „í jarðhús- um“ er eignað Jónasi Hallgríms- syni einum, efni og búningur." Bjami Thoraren- sen virðist hafa lagt þeim félögum lið því fremst í bókinni er ljóð eignað hon- um og ort að hand- an. Bjarni virðist reyndar ekki í sínu allra besta formi í ljóðinu sem hljóðar svo: Sú löngun, að vori’, ykkur vöm. Sé mót vetrinum, elsku-böm. Það fýkur í flestöll skjólin, Og - svo kemur sólin. „Þetta er tekið si-sona“ Fyrsta ævintýrið nefiiist Kærleiksblómið. And- ersen semur, Jónas þýöir og Guðmundur skráir. Frjálslegur talmálsstíU ræður ríkjum. í upphafi sögunnar biður Stína litla ömmu sína að segja sér sögu. Amman svarar höst: „En þú verður að steinþegja á meðan, Stína litla." Stína getur vitanlega ekki þagað og þá hvín í ömmunni: „Ég hætti að segja þér söguna ... ef þú ekki þegir; þú feldir niður fýrir mér lykkjuna með þessu þvaðri. Ekki nema það þó.“ Stína grípur enn fram í fyrir ömmu í miðri sögu og amman les yfir henni: „Hvað ert þú að blaðra, bam, um það sem þú veist ekkert mn; þeg- iðu nú, og taktu eftir sögunni. Þa’ va’ rétt si- sona.“ Sagan sem amman segir fjallar um munaðar- lausa stúiku sem allir úthýsa: „Hún mætti engri blíöu af mönnunum, en sólin sá htlu stúlkuna og kendi svo undurmikiö í brjósti um hana. Svo sendi hún henni tvo geisla, sinn á hvort auga, og geislamir þurkuðu tárin. Hún hætti að gráta og grét ekki - þangað til sólin settist. En þá vöknaði henni um augun, aumingja munaðarleysingjan- um allslausa. Og tárin féllu ótt og títt, hraðar og hraðar, viðstöðulaust, rimnu niður eftir ungu kinnunum hennar, svo ótt og svo þungt, eins og þau hefðu aldrei gert neitt slíkt fyr, eins og þeim væri þetta svo mikið nýnæmi." Stúlkan deyr og fyrstu orð hennar þegar hún hittir foreldra sína á himinum em: „Ha, erum við heima?“ Drottinn breytir stúlkunni í engil og sendir hana til mannanna til að birta þeim kærleika sinn. Mennimir em vitanlega samir við sig og láta sér fátt um finnast: „Litla stúlkan, sem var orðin engill, varð að fara aftur til guðs, af því að mennimir vildu ekki taka á móti kærleika hans.“ Stína spyr ömmu sína hvort sagan sé sönn og fær svarið: „Nei, ekki í raun og vera, en þetta er tekið si-sona, sagt sona sem merki upp á kærleika guðs, Stína litla.“ Og ævintýrið endar á þessum orðum: „Og blessað bamiö trúði því að guð hefði ekki sent engilinn - sem merki upp á kærleika sinn.“ Leitin að sannleiksperlunni Næsta ævintýri Andersens er skráð á dönsku og nefnist Det er det samme. Strax á eftir því er birt hin íslenska þýðing Jónasar: Það er alveg eins. Spíritisminn er höfundi greinilega mjög hug- leikinn. Ævintýrið hefst á þessum orðum: „Signý gamla var ekki frá því að samband við annan heim væri mögulegt - trúði því meira að segja að það ætti sér stað. „En í guðs bænum! Að ég skuli hugsa þetta. Hvað ætli heimilisfólkið segði!" Þar sem Signý gamla er amma er hlutverk hennar að segja bamabaminu sögur. Hún segir söguna af perlukónginum sem lagði allt kapp á að eignast kórónu úr perlum. Honum tókst að safna í kórónu en í hana vantaði eina perlu. Kóngur átti reyndar aukaperlu en honum þótti hún ljót og vildi ekki nota hana. Gamall vitringur lagði leið sína til konungs og sagði honum að það vant- aði sannleiksperluna í kórónuna: „Þegar sú perla er fengin, þá fyrst getur öll kórónan skinið eins og sólin sjálf.“ „Sannleiksperluna? Ha? - En hvar er hennar að leita?“ spurði kóngurinn. „í hyldýpi kærleikans," sagöi gamli maðurinn. ... En kóngurinn, - Ekki gat hann farið að kafa svona djúpt, „ég myndi fá að súpa á heldur óþægi- lega,“ sagði hann. - Og svo mátti hann til að not- ast við ljótu perluna sína.“ Þetta var endir sögunnar sem Signý sagði bamabaminu. Nú setti hún upp gleraugun og mælti boöskap sögunnar, sem hljóðar svo á tungu Andersens: „Ja, det er akkurat det samme með Spiritismen,” nynnede hun for sig selv. Og Jónas okkar Hallgrímsson þýöir samvisku- samlega: „Já, - það er alveg eins um andasam- bandið," tautaði hún lágt fyrir munni sér.“ í nœstuyiku verdur fiallaö um síöustu þrjú œv- intýrin í Úr dularheimum. 1 Bókalisti Máls & Menningar 1? Allar bækur 1. Enqill í vesturbænum. Kristín Steinsdóttir 2. Ljósatími. Siqurður A.Maqnússon 3. Vel mælt. Siqurbjörn Einarsson valdi 4. Svnir duftsins. Arnaldur Indriðason S. Týra oq dýrin í sveitinni. Pestalozzi : U .. .il 6. Island i aldanna rás - pakki. Illuqi Lðkulsson 7. öldin þrettánda - pakki. Óskar Guðmundsson 8. Lost in lceland. Siqurqeir Siqurjónsson 9. Hávamál á ensku. 10. Millján holur. Louis Sachar Skáldverk 1. Synir duftsins. Arnaldur Indriðason 2. Milljón holur. Louis Sachar 3. Reisubók Guðríðar Símonardóttur. Steinunn Jó- hannesdóttir 4. Við hinir einkennisklaeddu. Braqi Ólafsson 5. Túlipanafallhllfar. Siqurbjðrq Þrastardóttir 6. Myrin. Arnaldur Indriðason 7. Brennu-Njáls saqa. 8. Don Kíkóti. Cervantes 9. Dauðarósir. Arnaldur Indriðason 10. Grafarþógn. Arnaldur Indriðason Metsölulisti Bðkabúöa Méls og menningar 23.-29. aprll 2003 Jökull í uppáhaldi Kolbeinn Óttarsson Proppé segir frá uppáhaldsbókum sínum „Ég hef lesið mikið í gegnum tíðina og því átt margar uppá- haldsbækur. Eftir æskulestur á Astrid Lindgren, Sígildum æv- intýrum og Morgan Kane má segja að Jökull Jakobsson hafi fyrstur allra fangað huga minn. Eg kynntist honum í mennta- skóla og tók strax ástfóstri við bækur hans, sérstaklega smá- sagnasafnið Næturheimsókn. Jökull er einn af mínum uppá- haldshöfundum og leikritasafn hans í sérlegu uppáhaldi hjá mér. Vatnsmelónusykur eftir Richard Brautigan er sú bók sem ég hef líklega lesið oftast um ævina. Tók hana meö í int- er-rail ferð sem ég fór einn í og þar sem ég fann ekki bók á ensku í um það bil eina og hálfa viku las ég þessa aftur og aftur. Hún er margslungin og enn í dag get ég gripið niður í hana hér og þar og notið frábærrar þýöingar Gyrðis Elíassonar á hálfsúrrealískum heimi Brautigans. Ég hef einnig gaman af skáldsögum sem segja sögur og í því samhengi má nefna Remarque. Bækur hans, sérstaklega Vinirnir, höfðu mikil áhrif á mig; sagan sem þar er sögð, samband per- sónanna og það ástand sem sögurnar lýsa. Ég get heldur ekki látið hjá líða að nefna Kazanzakis. Zorba er í sér- stöku uppáhaldi hjá mér og þær andstæður sem dregnar eru upp í mismunandi viðhorf- um til lífsins - annars vegar að lesa um það, hins vegar að lifa því - heilla mig enn. Bók hans Frelsið eða dauðinn hafði einnig mikil áhrif á mig og sú vonlausa barátta sem þar er lýst. Af nýrri bókum verð ég að nefna Nöfnin á útidyrahurðinni eftir Braga Ólafsson sem fangaði hug minn gersamlega. Hiö sama má segja um bækur Péturs Gunnars- sonar um Andra sem og sá sagnaflokkur sem hann er nú kominn áleiðis með og hófst á Myndinni af heiminum." Bókasíðan Umsjón: Kolbrún Bergþórsdóttir Wodehouse í toppformi Right Ho, Jeeves eftir P.G. Wodehouse Frances Don- aldson, ævisagna- höfundur Wodehouse, telur þetta vera bestu bók hans. Bertie Wooster og þjónn hans, Jeeves, era ekki á eitt sáttir og Bertie telur sig geta leyst upp á eigin spýtur ýmis vandamál sem steðja að fjölskyldu hans og vinum. Útkoman verður ansi neyðarleg og það kemur í hlut Jeeves að taka til eftir húsbónda sinn. Einstaklega vel samin, drepfyndin og snjöO saga sem kemur öllum i gott skap. Kvótið Öfgamaður er sá sem get- ur ekki skipt um skoðun og vill ekki skipta um um- rœðuefhi. Churchill Bókalistí Eymund Allar bækur 1. Synir duftsins. Arnaldur Indriðason 2. Spádómabókin. Símon Jón Jóhannsson 3. Mýrin. Arnaldur Indriðason 4. Ferðalok. Jón Karl Helqason 5. fsland í aldanna rás - pakki. Illuqi Jökulsson 6. Orðaheimur. Jón Flilmar Jónsson 7. Töfrar 1-2-3. Thomas W. Phelan 8. fslenskir málshættir/fslensk orðtök - pakki. Sölvi Sveinsson 9. Reisubók Guðríðar Símonar- dóttur. Steinunn Jóhannesdóttir 10. Túlípanafallhlífar. Sigurbjörg Þrastardóttir Skáldverk 1. Synir duftsins. Arnaldur Ind- riðason 2. Mýrin. Arnaldur Indriðason 3. Reisubók Guðríðar Símonar- dóttur. Steinunn Jóhannesdóttir 4. Túlípanafallhlífar. Sigurbjörg Þrastardóttir 5. Grafarþögn. Arnaldur Indriða- son 6. Ljóðasafn Tómasar Guð- mundssonar 7. Dauðarósir. Arnaldur Indriða- son 8. Don Kíkóti. Miguel de Cervantes 9. Ristavél. Jan Sonnerqaard 10. Napóleonsskjölin. Arnaldur Indriðason Barnabaekur 1. Herra Fyndinn. Roger Flargrea- ves 2. Herra Latur. Roqer Harqreaves 3. Herra Sterkur. Roger Flargrea- ves 4. Bókin mfn um dýrin. Rachel Wardley 5. Engill í vesturbænum. Kristín Steinsdóttir Metsölulisti Eymundssonar 23.-29. apríl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.